Mánudagsblaðið - 17.06.1968, Page 5

Mánudagsblaðið - 17.06.1968, Page 5
Mánudagur 17. júní 1968. Mánudagsblaðið Werzlunarfulltrúar Framhald af 1. síðu. möguleika, sem fyrir hendi eru, en hafa ekki verið notaðir til þessa. Þessvegna er það meðal fyrstu nauðsynja okkar að hafa verzlun- arfulltnía, sem skyn bera á viðskipti og króka og beygjur í alþjóða við- skiptum, kunna vel til markaðsöfl- unar og kanfia þar alla möguleika. Markaðsleit — prósentur Það ætti og að fylgja, að þessum mönnum, sem við myndum allir njóta góðs af yrði veitt sú umbun verka sinna, að þeir hefðu prósent- ur ríflegar af viðskiptum, sem þeir öfluðu okkur og bæru þannig síst skarðan skjöld frá borði. Vissulega mætti leyfa sendiherrum okkar og ambassadorum að leika sér í veizlu- sölum borganna ytra, en hjá verzl- unarfulltrúunum lægi alvaran og þar yrði okkar málum bezt borgið. Okkar eru miklir möguleikar ef vilji er fyrir hendi að nýta þá. Úti- lokað er, að hinn almenni sendi- herra í utanríkisþjónustunni kunni nokkur þrifleg skil á viðskiptum og til þessa hefur verið vandað — eft- ir því — í utanríkisþjónustuna. Gullið tækifæri Nú hefur ríkisstjórnin það ein- stæða tækifæri að koma á framfæri nýrri og heilbrigðari stefnu x'utan- ríkisviðskiptum okkar. Ráða þang- að unga, dugmikla og þekkingar- mikla menn, sem vilja vinna þjóð- inni gagn og hafa jafnframt nokk- uð fyrir sinn snúð. Þarna liggur ein gullkista, sem eflaust myndi þykja girnileg, ef einhvcer hefði kjark og vilja til að opna hana. I Kommúnistar Framhald af 1. síðu. vart NATO-skipunum, sem ný- lega voru hér í heimsókn sýn- ir glögigit hvað getur skeð. Nú eru það ekki þröngar bryggjur iheldur háskólinn, sem orðið get- ur vettvangur óeirða og það er skylda hins' opinbera að koma í veg fyrir slíkt. — J.M.Á. Hryijuverk Viet Cong manna Mörg eru þau vcðaverkin sem unnin eru I Viet N am-styrjöldinni, en hryðjuverk á óbreyttum borjf- urum hafa jafnan þótt árangursrík til að brjóta niður þrek andstæðinganna. Hryðjuverkamenn Viet Cong köstuðu sprengju inn á almennan Veitingastað í Saigon, en þar sátu þessarungu stúlkur að snæðingi. Þegar xeykurinn var á burt gat að líta þessa þokkaiegu sjón, þar sem augnabliki áður höfðu setið þrjár ungar og giæsilegar vinkonur. Nýji Ægir kominn til landsins Hið glæsilega nýja varðskip Landhelgisgæzlunnar Ægir kom til landsins í fyrri viku og var tekið með mik- illi viðhöfn. Skipið er allt hið glæsilegasta, búið tíýjustu siglingartækjum og útbúnaði, plássi fyrir þyrlu og svo skotvopni til að herja á lögbrjóta og veiðiþjófa. Myndin sýnir Ægi við „herskipalægið" í Reykjavík, en litla skipið fyrir framan er alnafni hans, gamli Ægir, nú seldur og ætlaður til niðurrifs. Er mikil búbót fyrir Landhelgisgæzluna að fá slíkan kost á sín snæri, einmitt nú í ár. /s Helga Bachman hlaat Silfurlampann Sl. mánudagskvöld var Helgu Bachman Ieikkonu úthlutað Silfurlamp- anum fyrir bezta leik á afstöðnu leikári í hlutverki Heddu Gabler. Sýndi Helga þar frábæran leik og voru meðlimir í Félagi íslenzkra leikdómara nær á einu máli um verðlaunaafhendingu þessa. Næst flest atkvæði hlaut Kristbjörg Kjeld. RÍ.L. skipa nú gagnrýnendur dagblaðanna og Mánudagsblaðsins, en félagið hefur nú um árabil úthlutað „Lampanum" á hverju ári fyrir bezta Ieikinn. j Þeir sem þurfa að koma auglýs- | I ingum eða öðru efni i Mánudags- \ \ blaðið _ þurfa að koma því til J | ritstj. í síðasta lagi á miðviku-1 j dag næstan á undan útkomudegi k

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.