Mánudagsblaðið - 30.09.1968, Qupperneq 2
/
I
2
Mánudagsblaðið
Mámidagur 30. september 1968
IEIKHU
ÞJÚÐLEIKHÚSIÐ
FYRIRHEITIÐ
Höiundur: Aleksei Arbuzov.
Leikstjóri: Eyvindur Erlendsson.
Frumsýning án „fyrirheits64.
Það verður aldrei sagt, að fyrsta
verkefni Þjóðleikhússins á þessu
leikári gefi sérstakt „fyrirheit".
Þessi langdregni harmleikur spann-
ar allt frá umsátrinu við Len-
ingrad og endar ekki fyrr en um
1960. Hinsvegar gerist hann allur
í sama herberginu, en það, í hönd
um sviðsmálarans tekur álíka ó-
merkilegum breytingum og verkið
sjálft í höndum illa æfðra og ó-
reyndra leikara.
I Söguþráðurinn er einfaldur, ein
stúlka húkir í rústum sambýlishúss
í borginni umsetinni af Þjóðverj-
um, kynnist síðan ungum pilti, sem
búið hafði þar og svo kemur sá
þtjðji, skáld, í heimsókn og dvelst
áfram unz báðir fara undir vopn.
Fjögur ár, ástir, gifting, piltarnir
skilja, igöfugmennskan hefnir sín,
uppgjör.
Þeir eru vissulega enn margir
serri telja ógnþfungnar sögur úr
styrjöldinni, allgóðan bakhjarl að
leikverki. Vera má að svo sé, en
það er of mikill og hrottalegur bak-
hjarl, til þess að vera inngangur
að jafn hversdagslegum og rislág-
um atburðum og henda líf þessara
þriggja einstaklinga að hildarleikn
um loknum. Að sönnu má segja, að
atburðarásin skipti ekki megin máli
og það er rétt. Á hitt er og að líta,
að verkið er hvorki tiltakanlega list
rænt, né heldur „literatur" a.m.k.
virðast þýð. hafa víða sniðið af allt
slíkt, því þýðing er ósköp lágreist,
og oft beinlínis neðar virðingu
Þjóðleikhússins. Um væl höfundar
um hversu fólki í heiminum liði
eftir stríð og í stríði, er það að
segja, að fleiri urðu að líða en rúss-
neskir og betri bókmenntir en þess
ar hafa verið ritaðar um þá hörm-
ungartíma og eftirköst þeirra.
Það sem aðallega bjargar verki
eins og þessu er tvennt og er reynd
ar frumnauðsyn fyrir sviðssetningu
þess, er að eiga Ieikendur í hlut-
verkin og svo hitt að nýta til fulln-
ustu sveiflur verksins.
Hlutverkin krefjast mikilla
sveifla, sem aðeins reyndir og þrosk
aðir leikarar kunna að túlka og yrði
þó sumum erfitt. Nýliðum er
þetta ofurefli og af Ieikstjóra,
sem leggur ekki aðeins blessun sína
heldur og teflir fram listrænu mann
orði sínu, er hér um að ræða
dirfsku sem jaðrar við ókurteisi
gagnvart leikhús'gestum. Leonidik
er í höndum Arnars Jónssonar,
reyndasta leikarans. Arnar sýnir
nokkuð þokkalega tilburði á köfl-
um en skortir alla dýpt, nær einna
minnstu í Iokin, en þar krefst lilut-
verkið þess þroska og hæfileika í
túlkun, scm leikarinn hvorki hefur
náð né býr yfir. Þegar eins stórt
hlutverk og þetta er fært upp verð-
ur ekki látið duga að noíckrir sprett
ir í túlkun þess séu góðir eða fram
bærilegir. Hlutverkið krefst full-
kominnar túlkunar ella fellur það,
eins og hin tvö hlutverkin, um
sjálft sig. Ung stúlka, Þórunn Magn
úsdóttir, Lika, gerði mun betri skil
hlutverkinu, en það er bæði betur
unnið og ögn þjálara í meðferð.
Þórunn gætir mjög hófs, reyndi
ekki að knýja um of á dyr hæfileik-
anna til þess að rekast ekki of harka
Iega á takmarkanirnar. Er sýnilega
efni í Ieikkonunni ef því er leyft
að þróast á réttum brautum. Marat
er frumraun Hákonar Jens Waage
og tókst heldur l^klega. Marat er
ekki verulega erfiður meðferðar og
Hákoni tókst snuðrulítið í fyrri
hluta, meðan stríðið geysar. En ár-
unum sem á eftir koma skilar hann
ekki, og vissulega skortir hann alla
útrás tilfininganna, sem hljóta
að verða að vera hárnákvæm túlk-
un og innri átök. Má vera, að þarna
sé efnismaður á ferð, en hann er
alveg óbeizlaður, taumlaus, ytra
borðið sjétt en innri geisli lítill og
flöktandi.
Leikstjórinn, Eyvindur Erlends-
son, er ungur maður, útlærður í
þjóðleikhúsinu og Moskvuborg, og
hefur nokkra reynslu hér heima.
Ætla mætti að hann bæri gott skyn
á þetta verk þar sem hann gemr
sennilega lesið það á frummálinu
og notið því betur hins næstum
Ijóðræna blæs er skín í gegn þrátt
fyrir þýðinguna. En hvað verður,
jafnvel endurtekningarnar, einn af
mjög ljósum og eftirtektarverðum
atriðum Ieiksins duttu niður dauð-
ar. Þá ætti leikstjóra einnig að vera
Ijóst, að þessi átök og þessar kröf-
ur eiga ekkert erindi í hendur ung
linga eins og þessara. Enn síðri er
sú vinsæla afsökun, að unga fólkið
þurfi líka reynslu. Reynslan fæst á
annan og áhættuminni hátt en
þarna og gæti jafnvel orðið hættu-
leg 'sumum unglingum, sem héldu
sig fullnuma. Þá hafði maður oft
þá tilfiningu að verkið væri lítið
æft, hnökrar og hik voru einum
of áberandi til að kenna það byrj-
endum.
Það er sjálfsagt að menn geri
kröfur til þeirra sem fást við leik-
stjórn. Og engu síður ættu leik-
stjórar sjálfir að gera slíkar kröfur
til sín. Þessu virðist því miður ekki
svo farið að þessu sinni. í heild
var deyfð og þróttleysi yfir sýning-
Framhald á 7. síðii.
SsSjl 8flpa[ ' -
i 1 1 ■
Þórunn Magn'úsdóttir, Arnar Jónsson.
ÞOTUFLUG
ER FÍRimMáTI
NÚTf MÁNS:
Þótt flest hækki
lækka fargjöldin. Notið hin
hagstæðu haustfargjöld milli
landa, sem gilda til 31. október.
Fjölskyldufargjöld allt árið
á innanlandsleiðum og á
millilandaleiðum 1. nóv.
til 31. marz.
INNAN LANDS
MILLI LANDA
FLUGFÉLAG ÍSLAMDS
—» Með litprentuðu sniðörkinni og hárnákvæmu
sniðunum!
— Útbreiddasta tízku- og handvinnublað
Evrópu!
— Með notkun „Burda-moden“ er leikur að sníða
og saiíma sjálfar.
Þórum % UúÁon J_cus Waaze.