Mánudagsblaðið - 30.09.1968, Page 5
Mánudagur 30. september 1968
Mánudagsblaðið
5
LEIKFÉLAG REYKJAVlKUR
MAÐUR OG KONA
Eftir sögu Jóns Thoroddscns.
Fært í leikbúning af: Emil Thoroddscn og
Indriða Waage.
Inga Þórðardóttir, Brynjólfur Jóbannesson.
Maður og kona Jóns Thorodd-
sens er eitt af þeim verkum sem
ekki þurfa stórfelldra breytinga ef
færð eru yfir í leikrit. Samdrátt að
vísu, en kjarninn er allur þar, per-
sónurnar flestar, og þeir einir
missa sín, sem gjarna máttu fara.
Og leikritið Maður og kona er ein
af þeim fáu heimasmíðum, sem
þola óeðlilega lengd. (Sýningin
með hléi, er röskar 3 stundir). Leik
sviðsverk þeirra Emils Tboroddsens
og lndriða Waage, er byggt í ldass-
ísku formi og því formi má á eng-
an hátt breyta. Það er eins íslenzkt
og frekast má, dregur óprúttna
mynd af samtíma sínum, mannlegu
eðli samtíðarmanna Jóns sýslu-
manns, eðli sem lítið hefur breytzt
innra og finna má stað hvarvetna
í sál nútímamanna. Ekki skortir
fremur hinar typisku andstæður,
lymsku og fláttskap, göfuglyndi,
hreinlyndi, rómantík, fleðuskap,
hjónahollustu og þrælslundina. Og
í lokin vinnur hið góða, óvininum
hefnist.
Langt er þó frá því að verkið sé
gallalaust. En gallinn er ekki lengd
verksins heldur er oft skautað á
þunnum ís í heildinni, hlutirnar
falla of auðveldlega í skorður, ekki
nógu vel unnið úr upprunalegum
persónum höfundar. Þráðurinn held
ur sér vel og sumar persónurnar
stækka allmjög í sviðsmeðferð, aðr
ar smækka og verða hlutfallslega
óverulegar. Leikritahöfundunum
hefur verið mikill vandi á höndum,
að hafna og velja, þétta efnið svo,
að ekki tapaðist hinn sanni málm-
ur og kjarni. Er víst, að fáum hefur
betur tekizt í þessum efnum en
þeim Emil og Indriða, enda leik-
sviðinu allra manna kunnugastir á
sínum tíma.
Mikið er undir komið, að vel
takist í vali leikenda þegar verk er
sýnt í upphafi. Og íslenzkt leikhús
má lengi þakka, að Brynjólfi var,
næstum nauðugum, ytt í hlutverkið,
eftir að annar hafði gengið frá.
Brynjólfur Jóhannesson skóp þann
sr. Sigvalda, sem í alla tíð mun
vera fordæmi annarra leikenda.
Flestum Ieikhúsgestum, miðaldra
eða eldri, mun standa sviðsmynd og
karaktersköpun Brynjólfs, sem einn
merkasta og eftirminnilegasta list-
ræn sköpun á íslenzku sviði. Brynj-
ólfi hlýzt sá sómi, að hafa nálega
skapað fullkomið listaverk í þessu
hlutverki og eru þau þó all-mörg
hlutverkin hans sem minnisstæð
eru. Lymskan og prettvísin, flærðin
og blekkingin, hin miskunnarlausa
rósemi og yfirbragð allt og útlit er
sköpunarverk, sem seint gleymist.
En frummyndin, sem Brynjólfur
skóp á nú í harði baráttu við nýjar
hugmyndir og nýja og að mér virð
ist verri og ósannari túlkun sam-
Ieikara en var í upphafi. Leiktækni
og sviðstækni hafa breytzt, en
persónur Manns og konu geta ekki
breytzt fremur en sú tíð, sem þær
voru uppi í þáverandi formi. í leik
húsheimi allra Ianda hafa túlkanir
á klassiskum verkum breytzt og
væri óeðli ef svo yrði ekki. En
breytingar, nýjar túlkanir og.leik-
máti verður að vera í algjöru sam-
ræmi allra túlkenda verksins til
þess að eðlileg listsköpun og ný
form haldi listrænu gildi.
Sr. Sigvaldi í dag er sr. Sigvaldi
sá, sem blívur, en þess gætti um of,
að ný leiktækni og, of oft, mis-
skilningur nútíma samleikara
Brynjólfs, hafa víða lagt allt annan
skilning í ýmsar þersónur verksins,
skilning sem hvorki má finna né
réttlæta meðan núverandi form
leiksins breytist ekki í öllu. Við
höfum í kvöld, notað dálítið safa-
sama túlkun á einstökum persón-
um, sterkum, skýrum persónum,
sem aðeins halda sér ef gætt er hins
upprunalega, „andrúmslofti" leiks-
ins haldið í föstu formi. Jón Aðils,
Sigurður í Hlíð, lék mjög eðlilega
bóndann og auðtrúa vin prestsins
og Þórdís kona hans, Regina Þórð-
ardóttir, lék af mikilli snilld þá
góðu, göfugu konu sem í raunir rat
ar en öðlast uppreisn. Edda Kvaran
lék rösklega niðursetninginn og
Margrét Magnúsdóttir náði virðu-
legu yfirborði prestsfrúarinnar.
Hjálmar tuddi, Valdimar Helgason,
var þokkalegur, en hvergi nærri
náði hann Hjálmari í þrælslund né,
var höstugur en ekki geðillur og
nær of kotroskinn í kröfum sínum
um skófnapottinn .og meinvættið
gagnvart húsbóndanum á Stað. Þór
arinn stúdent, Þorsteinn Gunnars-
son, var hreinn og beinn, ástfang-
inn og Iék mjög snoturt og sama
máli gegnir um Valgerði Dan í
hlutverki Sigrúnar, en bæði þessi
hlutverk^ eins og reyndar öll þessi
standard elskhugahlutverk, eru oft
óþjal og þröng, þótt báðir Ieikararn
ir hafi komizt sómasamlega frá
þeim.
★
En leikstjórinn, Jón Sigurbjörns-
son, virðist ekki hafa tekizt að ná
nærri nógu úr öðrum og veiga-
miklum persónum. Grímur með-
hjálpari varð aldrei sannfærandi í
meðferð Steindórs Hjörleifssonar,
biblíutilvitnanir hans voru aldrei
eðlilegar og fasið næsta hryssings-
legt. Virðuleik hafði han Jngan og
missti alveg niður atriðið er hann
fær kirkjulykilinn. Ekki bætti Egill
sonur harre úr skák í túlkun Kjart-
ans Ragnarssonar. Þessi ungi og lag
legi piltur vissi ekki neitt að ráði
um eðli og útlit sonar meðhjálpar-
ans, skorti bæði í leik og gervi, en
snéri hlutverkinu í lélegan farsa,
og hlaut dálítinn hlátur fyrir snjöll
og aulaleg tilsvör höfundar en
hvorki fyrir framsögn né leik.
Bjarni á Leiti, ofurmennið trú-
gjarna, er alls ekki auli, eins og
hann varð í túlkun Guðmundar
Einarssonar. Þetta tröll er trúgjarnt
og Guðmundur komst einna næst
hinu rétta er hann tekur við Sig-
rúnu að beiðni fóstru hennar. Eg
fékk aldrei skilið hugmynd Borg-
ars Garðarssonar um Hallvarð, hér
var á ferðinni clown, en ekki reyk-
vísk búðarloka og nokkur háðfugl.
Er mögulegt að samræma þá túlkun
á Hallvarði við persónu sögunnar
og leikritsins. Hinsvegar geislaði
Inga Þórðardótir í hlutverki Staðar-
Gunnu, í gegn skein búforkurinn,
sem aldrei er í eðli sínu nenia þegar
hún öslar innan um kvíaæmar í
kvíapilsinu. Sannur og ágætur leik
ur hjá frú Ingu. Heimilisfólkið í
Hlíð, griðkonur, vinnumenn og
smali vora alls ekki eðlileg,
þótt umhverfið væri prýðilegt.
Stúlkur þess tíma blikkuðu ekki
hvora aðra né vinnumenn til að
sýna skop að Hallvarði er hann .
gistir að Hlíð. Það er algjör nútíma
leikur, sem ekki fellur í „kramið".
AUt ytra útlit verksins var prýði-
lega unnið. einfaldlega en þó án
nútíma táknrænna mynda, sem
verkið hefði ekki þolað. Tjöldin
voru með raunsæisblæ og tókst
mjög vel í þeim efnum að flytja
hug áhorfenda afrar í tímann. Ljós
in voru vel unnin og nýtni sviðsins
mjög svo góð.
Sýningunni var skínandi vel tek-
ið, mikið klappað og víða verð-
skuldað. En sýningin þolir engan
farsa eins og hrossaleik þeirra Hall
varðs og Egils á hlaðinu, né heldur
þola einstakar persónur, eins og að
ofan getur, of miklar ýkjur, ekki þá
túlkun, sem leikstjórinn taldi rétta,
að þeir hlytu Grímur og Bjarni á
Leiti.
Víst má telja, að leik þessum
verði vel tekið, því hann á það skil-
ið. Og Brynjólfur sjálfur verður að
horfast í augu við þá staðreynd, að
Iöngu eftir að hann er horfinn til
betri veiðilanda, þá verða eftir-
menn hans að byggja á uppruna-
legri túlkun hans er þeir glíma við
sr. Sigvalda, og á einn eða annan
hátt endurheimta eftir getu, þessa
snildartúlkun hans. — A.B.
P.s. Gagnrýni þessi er skrifuð
eftir sýninguna sJ. fimmtudágs*
kvöld.
Þorsteinn Gunuarsssuj* Mafjpét M agnúsdóttir og WalQexStir Daa.
<