Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.04.1973, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 09.04.1973, Blaðsíða 4
4 Mánudagsblaðið Mánudagur 9. apríl 1973 Slaifyrír alU KAKALI skrifar: Ritstjóri og ábyrgðarmaður: AGNAR BOGASON Sími ritstjómar: 1 34 96 — Auglýsingasími: 1 34 96 Verð í lausasölu kr. 40,00 — Áskriftir ekki teknax Prentsmiðja Þjóðviljans Að frem/a sjálfsmorð Átökin um formannsstarf Sjálfstæðisflokksins aukast jafnt og þétt. Samblásturinn gegn Gunnari Thorodd- sen fær þó miklu minna fylgi en Jóhann og Geir ætl- uðu, því hinn almenni fulltrúi telur Gunnar langhæf- asta manninn til að stjóma flokki, sem óneitanlega er að riðlast í sundur og veitir alls kyns skálkum og æf- intýramönnum skjól innan vébanda sinna. Sjálfstæðismenn em almennt mjög óánægðir með stjómarandstöðuna, telja hana veika og reikula, auk þess sem þingmenn hinna flokkanna „steh“ sífellt af ^ þeim glæpnum, í framvörpum og þingmálum almennt, sem til nytja horfa. Það er t. d. einna líkast, í sumum þingmálum og til- lögum, að Bjöm Pálsson frá Löngumýri sé í öllu meiri sjálfstæðismaður en margir þeir, sem berjast undir gunnfána íhaldsins. Gunnar Thoroddsen er nú sá eini aberandi leiðtogi á þingi, sem hefur a. m. k. tilburði til að fylgja stefnu flokksins og er með öllu laus við undirlægjuhátt hinna, og oft hinn harðasti í horn að taka. Það er að vísu heldur hart aðkomu fyrir pólitískan feril Gunnars, að sem borgarstjóri var hann sífellt gágnrýndur fyrir kurt- eisi og mannasiði, en nú á þingi, sérlega í sambandi við landhelgismálið, fyrir að HUGSA!!! Lengi vel þótti það ekki höfuðhneyksli að hugsa pínulítið og reyna að fara að alþjóðalögum í mikils- verðum málum, en með tilkomu þingglópa eins og t. d. Jónasar Árnasonar, virðast slagorðin og fullyrðingam- ar, án tillits til staðreynda, falla bezt í kram þingsal- anna. Nú er oft minnzt á Jónas Haralz í sambandi við for- mennsku flokksins. Sú staðreynd er fyrir hendi, að ) Jónas var í geysimiklu áliti hjá Bjama heitnum Bene- diktssyni, og töldu menn víst, að Bjarni ætlaði honum formannsstöðuna er hann sjálfur viki úr stjórnmálum. Bjarni sá þá hversu fara myndi ef Jóhann og Geir, á- samt klíkum sínum, berðust um bitann. Sjálfstæðis- flokkurinn þolir ekki opinbera innanborðsbaráttu og enn síður þær afleiðingar, sem yrðu ef til klofnings kæmi. Er stutt að minnast klofningsins sem þar varð fyrir hálfum öðram áratug, o gþær hefndir og pólitísku mannvíg, sem á eftir fóra. Þótt litlar líkur séu til að Jónas fáist til að fara í þetta kapphlaup, þá gæti svo farið að hann lýsti yfir stuðningi við einhvem þeirra „vongóðu“, og yrði það geysilega sterkt fyrir þann, sem stuðning hlyti. Vera má, að Jönas telji réttast að „sitja hjá“, láta þá bítast sem vilja. Hversu sem það fer, þá er þegar komið í ljós, að ótti Bjama Benediktssonar var ekki ástæðulaus. Tvær aðalherbúðirnar era fullar heiftar í garð hvor annarrar, liðsmenn era farnir að ræna hvers annars gripum og konum. Þvílíkt atvik skeði fyrir röskum 600 áram á íslandi, og fór þá svo að sá her — tvískiptur — er vinna átti saman, tapaði orrustunni og missti fyrir fullt og allt annan foringjarm. í HREINSKILNISAGT Nú kveður við hvert neyð- arópið öðru hærra frá sjávar- útveginum vegna manneHu, ekki aðeins á skipunum, held- ur og í nær ölium fiskstörfum í landi. Blöðin og útgerðar- menn í liinum ýmsu plássum hafa lýst yfir að skip þeirra séu bundin við bryggjur og komist ekki á sjó vegna þess arna. ísland er, með öðrum orðum, að verða of fámennt til að reka sjálft sig á vel- gengnisdögum, aflahrotum eða öðrurn góðærum. Helzt er að sjá sem fisHeysi og almeim tregða á miðunum sé í bezm samræmi við getu þjóðaxinn- ar til að bjarga sér. Þetta mun vera einstætt á- stand. Við erum hrópandi, rérti Iega, á stærri mið, allt að 50 mílum, en getum ekki einu sinni mannað skipin okkar. Hvað verður þegar við fáum loksins fimmtíu mílurnar sam- þykktar, þurfum á fjölmenn- ari landhelgisgæzlu að halda, til þess að gæta réttar okkar og aukins hags. Þrátt fyrir allt gjálfur okk- ar um nýtízkuhætti, þá erum við ennþá furðu gamaldags í háttum okkar. íslendingar eru að mörgu leyti svo hlálega kon servatívir að við beinlínis vinn um okkur sjálfum ógagn og töpum milljónum, tugmilljón- um í verðmænim vegna öfug- uggaháttar okkar, úrelts fyrir- komulags á mörgu í þjóðfélag- inu. Til er í landinu hópur mannað, basði laus og innan veggja, sem ekkert gerir, er engum til gagns en eru líkam- lega ákaflega hraustir. Þetta eru íslenzkir refsifangar. í fang elsurn okkar eru nokkur hundr- uð refsifanga af ýmsu sauða- húsi, sem þar sitja af sér smá- þjófnaðarsektir, innbrot, lík- amsárásir og önnur viðlíka af- brot. Nokkrir svindilbraskarar munu og vera í hópnum. Utan dyranna eru svo margir, sem eHd „komast að" vegna þrengsla og ganga þeir lausir á götunum, vinna ekki né eru til nokkurra þrifa í þjóðfélag- inu, sem þeix eru stórskuldug- ir við. En íslenzk yfirvöld eru fuil af gpfgi. Þau telja það brot á mannréttindum að skikka þenn an lýð til ærlegra starfa, til að hjálpa þjóðfélagi því, sem héf- ur fætt þá og Hætt og sýnt hvers kyns Mnkind, þrátt fyrir svívirðileg afbrot gagnvart með borgurum þeirra. Bíræfnin er þvílík hjá þessum mönnum, að vikulega / eru þessir „kunn- ingjar" lögreglunnar komnir undir mannahendur AFTUR, eftir að hafa setið inni skarnma stund eða verið dæmdir ÁN þess að faxa bak við Iás og slá, vegna plássleysis. Það er undarlegt, að þessir fangar skuli ekki dæmdir til vinnu. Um allan heim þekkist Neyðaróp fiskiflotans — Önotaður mannskapur — Því ekki refsifangar — öllum til ógagns — Mikið vinnuafl — Góðærin ekki eilíf — Tillaga til hjalpar — Fangar ganga lausir — Beðið eftir „plássi46 — Breytingar nauðsynlegar það, að dæma afbrotamenn til harðrax vinnu um visst ára- skeið, vegna glæpa þeirra. ís- lendingar vilja helzt að þessir menn geri ekki neitt eða föndri við einhver kvenna- störf, dútli við alls kyns „menntandi" tilraunir undir stjórn fangavarða. Nú væri þetta ekki úr vegi, ef um doða eða afturkipp væri að rasða í þjóðfélagi okkar. Síður en svo. Hins vegar er ekH ein ein- asta ástæða til að undirhalda þennan lýð eins og einhverjar gleðikonur, meðan hann situr í tugthúsi eða bíður eftir plássi. Það á hiHaust að drífa flesta þessa menn á sjóinn, undir’ eftirliti og hafa þá í geymslu á meðan þeir eru í landi. Refsilöggjöfin a" íslandi er í senn lin og framkvæmda- laus. Forhertir glæpamenn, sem hafa sýnt af sér megnustu fúl- mennsku í glæpum sínum, framið líkamsárásir, stórslasað saklausa borgara, rænt og rupl-; að eignum, brotizt inn í hús og skrifstofur, stórskemmt eiignir af ásettu ráði, ef ekki vildi fiskast, nauðgað o. s. frv., og sloppið við málamyndarefs- ingu, „eins og lög gera ráð fyrir", og hefja oft fyrri iðju strax og tækifæri gefast. Mér hefur verið tjáð, að auk maxgs annars sé sá galli á gjöf Njarðar, að sjómenn vilji ekki dæmda menn um borð. Þetta mim gOda í afar fáum tilfell- um, ef nokkrum, í okkar stétt- lausa þjóðfélaigi, og bágt er að trúa því, að venjulegur sjó- maður sé svo ósjálfstæður, að skap hans og siðferðiskennd þoli ekH að vinna með dæmd- um mönnum, — sömu gutt- unum sem sækja alla skemmti- staði landsins, meðan þeir eru utangátta, og eyða þar stolnu fé í samfélagi við heiðarlega borgara. Burtséð frá allri tilfinninga- semi og sentimental kjaftæði, þá er hér um að ræða lögmál neyðarinnar, þeirrar neyðar og þess taps, sem sjávarútvegurinn líður og þar af leiðandi þjóð- in öll. Við skulum í eitt skipti fyrir öll gera okkur ljóst, að þótt byrlega blási til sjávar og sveita, þá er aldagömul reynsla fyrir hendi um ekH aðeins eitt heldur mörg aflaleysisár og harðan brest til sveita. Alls- nægtaþjóðfélagið myridi nú berast lítt af ef allt yrði að skera við nögl, þótt forfeður okkar hafi þolað það allbæri- lega. Dæmdir menn mættu þakka þvílíka ráðstöfun. Auk annars fengju þeir eitthvað kaup, a. m. k. fyrir sígarettum og smá- þörfum, en auðvitað kæmi ekki til mála að láta þá njóta jafnréttis við sjálfa sjómenn- ina. Þetta eru afbrotamenn, sem væru að afplána skuld við þjóðfélagið og heimskuleg lin- Hnd eða meðaumkun kemur ekki til mála. Menn eiga að vera þess minnugir hvílíka „náð" þessir menn sýndu, er þeir börðu niður gamalmenni eða stórslösuðu saHaust fólk, svo og skemmdarfýsnar þeirra og dýrslegra aðfara á innbrots- stöðum, brota og skemmda fyrir tugi og hundruð þúsunda, sem þeix aldrei greiða fyrir né bæta á nokkurn hátt. Hins vegar fer ekki hjá, að nota má starfsHafta þeirra til nokkurs ágóða fyrir þjóðina alla. Sumir eru vanir sjóvinnu, enda hún algeng í dag; ekki þvílíkt nám og þekking og áður var. Vinna við fisk í landi, en þar er líka þörf manna, er því einfaldari sem hún er nauðsynlegri. Eftirlit yrði auðvitað að hafa og menn irnir byrgðir inni um nætur. Það er tími til kominn, að við gerum okkur ljóst, að við erum ennþá í miðaldarþönkum um nýtingu fanga. Hér er ekki átt við Brimarhólmskerfið og aLIs ekki við þrældóm. Hér er Framhald á 7. síðu

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.