Mánudagsblaðið - 11.02.1974, Qupperneq 8
E53
ÚR HEIMS
PRESSUNNI
GEITIN
ELIT
JAII EÐA „CAT
Jazzistarnir okkar og
reyndar aðrir moderne músík-
antar brúka oft orðið „cat“
og þýðir það þá maöur eða
persóna. Þetta orðtæki er
auðvitað amerískt, en upp-
runi þcss er þó frá Afríku,
en þar þýðir cat eða köttur
persóna. Augljóst er að orð-
ið var upprunalcga brúkað
af svertingjum, sem voru í
þrælahaldi vestra. Svartir
hljómlistarmcnn erfðu orðið
og þegar Bandaríkjamenn af
öllum kynþáttum byrjuðu aö
leika jazz, eftir fyrri heims-
styrjöldina, þá varð oröiö cat
samnefnari í orðaforða jazz-
leikara.
HVE STÓR
VARAÞENA
Samanburður á Aþenu
hinni fornu og frægu og stór-
borgum almennt í dag er sá,
að á dögum t. d. Períklesar
voru íbúar Aþcnu milli 35 og
50 þúsund og menn gátu
gcngið hana á cnda innan
við hálfa klukkustund. Jafn-
vel Reykjavík inyndi hlæja
að þvílíku þorpi.
EIFFEL TURNINNAÐ BILA?
Hér eru nokkrir fróðleiks-
molar, að vísu ekki mikils-
verðir, en þó skcmmtilcgir.
Yið lásum þetta í ýmsum
blöðum nú í vikunni.
Elzta húsdýr sem vitað er
um er ekki hundurinn, eins
og margir telja. Það er geit-
in, sem var algengt húsdýr i
Iran allt frá því 8050 fyrir
Krists burð. Þó gæti svo iar-
ið að nýjar staðreyndir kæmu
í Ijós við rannsóknir en með-
an svo er ekki þá hefur gcitin
vinninginn.
sú
VAR TÍÐIN
Og að lokum: Vitið þiö
aö manntal jarðarinnar á
Paelolitíska tímabilinu, þ. e.
Steinöldinni, sem talin er
hafa verið á árunum 1.750.000
til 8000 fyri Krist, mun hafa
vcrið 200-300 þúsund manns,
þ.e. hcllabúar, ákaflega frum-
stæðir, eins og mannkynssag-
an kcnnir okkur . . .
og þá er þetta nóg í bili,
þ.c.a.s. í fræðunum.
Eiffelturninn í París hefur
síðan fyrir aldamót verið tal-
inn eitt af mannlegum undr-
um jarðar. Þessi mikli turn,
þúsund feta hár, var byggður
í auglýsingarskyni fyrir heims
sýninguna í París árið 1889
og talinn byggingarfræðilegt
afrek. Hann er nú heldur
Fyrir utan blámannalýð-
veldin í Afríku þá eru cnnþá
foreldrar sem skipuleggja
hjónabönd unga fólksins, og
þó cinna mest á Indlandi.
Þar er þaö ungi bóndinn sem
er keyptur fyrir talsverðar
fjárhæöir, því að foreldrar
stúlknanna eru æstir í að
koma þeim út í öryggi hjóna-
bandsins. Ef tilvonandi brúð-
gúmi er starfsmaður hins op-
inbera eða í frambærilegri
stöðu, þá leggja foreldrar
stúlkunnar fram allt að því
sem samsvarar 10 þúsund
Bandaríkjadollurum eða jafn-
vel enn hærri upphæðir ef sá
væntanlegi er í því betri
farinn að láta á sjá, því járn-
stangavefurinn sem ræður
mestu um útlit hans er far-
inn að ryðga, en það ráð hef-
ur verið tekið að skipta um
stengur, cina í einu, svo turn-
inn verður áfram túristager-
semi eins og til þessa.
stöðu. Oft kcmur það fyrir
að fjölskyldur stúlknanna
komast í stórar skuldir til að
koma stúlkunum frá sér í
hjónabandið.
Þótt þessir giftingarhættir
hafi heldur minnkað undan-
farin ár þá cr talið að ennþá
séu um 80% í miðstéttum
Indlands gift á þennan hátt.
Skilnaðir í Indlandi eru til-
tölulega mjög sjaldgæfir, og
skoðanakannanir leiða í Ijós
að mikill hluti unga fólksins
hefur ekkert við þessi hjóna-
bönd sem forcldrar ákveða
að segja.
Skipulögð hjónabönd
Veizjusalir
Hotels Loftleióa
standa öllum
opnir
HOTEL LOFTLEIÐIR
LoitiS ekki langt yfir skammt. Ef efna á til árshátið-
ar, samsætis, afmælisveizlu, brúðkaups eða mann-
fagnaðar af einhverju tagi, eru likurnar mestar fyrir
því, að „HÓTEL LOFTLEIÐIR" hafi húsakynni, sem
henta tilefni og væntanlegum fjölda þátttakenda.
„HÓTEL LOFTLEIÐIR" býður fleiri salkynni, sem
henta margvislegri tilefnum en nokkurt annað sam-
komuhús á landinu.
Allif hafaheyrtum
VÍKINGASALIIMN, sem tekur 200 manns
og
KRISTALSALINN, sem ertilvalinn fyrir 170 manns,
en auk þess eru í hótelinu ýmsir aðrir, minni salir,
semhenta samkvæmum af ýmsum stærðum.
FÉLAGASAIVITÖK, sem undirbúa
ÁRSHÁTÍÐIR sinar á næstu vikum, ættu að hafa
samband við skrifstofu HÓTELS LOFTLEIÐA — sími
22322 — sem fyrst, þvi að ef að vanda lætur.
FÁFÆRRI INNI EN VILJA.
úrEIN
j ANMAÐ
Landleiðir í öskjuhlíð — Barnatónlistarvitleysan — Mall-
orcaferð eða gisting — Nýir á siðum Moggans — Selló-
leikara misheppnast — Sjónvarpið okkar
ER ÞA MEÐ vilja núverandi bargarstjóra að Landleiðir hafa
loksins fengið byggingarleyfi við Reykjanesbraut (í hlið
'Oskjuhlíðar) og húsið risið af grunni? Það er orðið alveg
nóg um að fallegustu stæði borgarinnar fari undir verk-
smiðjur, þó hálfbyggð bílaverkstæði séu staðsett einhvers-
staðar annarsstaðar. Það verður að krefjast þess að miklu
meira eftirlit sé með þeim fáu stöðum sem ekki hafa þegar
verið eyðilagðir vegna þess arna, og borgaryfirvöldin ættu
að vita, að umgengni Landleiða á Grímsstaðaholtinu —
það endemis rusl — er ekki til fyrirmyndar, heldur stór-
skammar.
•-----------------
EF, UMSJÓNARFÓLK þáttarins Tónlist barnanna heldur að
nokkurt barn hlusti á þessa þætti, sem síðast var fluttur kl.
5 s.l. þriðjudag, þá er það vitlausara en gert er ráð fyrir.
Við höfum spurt nokkra foreldra sem eiga börn á þessum
aldri, sem ætlast er til að hlusti á þáttinn, og ALLIR hafa
svarað því neitandi að börnin hafi sýnt hinn minnsta áhuga
á þessari mislukkuðu menningarviðleitni stofnunarinnar.
Hvaða heilbrigt barn myndi nenna að hætta öllum eðlilegum
störfum og bjástri til að hlusta á þvílíka þætti. Það skiptir
öðru máli þegar rúturnar eru látnar aka þeim úr skólatím-
um í Háskólabíó til að hlusta á músíkk þar. Það er margt
lagt á sig til að losna við kennslustundirnar.
•-----------------
FYRIR HJÓN að gista sólarhring á beztu hótelum okkar er
kostnaðurinn sá sami og að fljúga til Mallorca. Þetta brjél-
æði sem gripið hefur hótelmenn í hækkun verðlags er nú
byrjað að hefna sín meðan, eins og einn af forustumönnum
ferðamála sagði, að t.d. ,,tíu daga dvöl á íslenzku hóteli'
að sumarlagi kostar eins mikið og ferðalag um hálfan hnött-
inn.“ Það er algjör misskilningur að erl. ferðamerih hencTÍ
peningum eins og nýríkir íslenzkir plebbar í sólarlöndum, en
heildin af bæði ferðaskrifstofum og svo hótelin sjáff eigá
eftir að bíta úr nálinni vegna þess arna.
ÞAÐ ER DÁLÍTIÐ brosað að því, að Mbl. hefur nú fengið
spánnýja greinarhöfunda á síður sínar. Jón Skaftason birtir.
þar flokk um afstöðu sína til NATO, Hannibal og Gylfi fá
báðir mikið pláss inni fyrir skoðanir sínar og ræður. Jóhann
Hafstein er farinn að skrifa endurminningar sínar úr söJum
Alþingis og er orðinn einskonar senior statesman við blaðið.
Þetta er glæsilegt lið og eiginlega ekki nema sjálfsagt að
menn eins og Jón skýri vel afstöðu sína til NATOí því hann
er þingmaður Suðurnesjamanna, sem margir vinna á Vell-
inum eða njóta sjónvarpsins þaðan. En hvað er Hannibal
að brölta?
,,FRÚ MÍN, sagði pirraður hljómsveitarstjóri við kven-selló-
leikara, sem ekkert gat á æfingu, ,,þó hefur milli fóta þér
tæki sem veitt gæti þúsundum ánægju, en allt sem þú gerir
er að klóra því“.
ÞÁ ER HINN ágæti High Chaparell-myndaflokkur kominn á
skjáinn hér. Þessum flokki er nýlokið í Keflavíkursjónvarp-
inu og virðist okkar menn heldur seinheppnir. Þetta er
þriðja serían sem lapin er upp úr bandaríska sjónvarpinu
en hinar voru ,,Feðgarnir“ og Leonard Bernstein. Allir þesir
þættir eru ágætir hver á sinn hátt, en heldur er þetta kjafts-
högg á Njarðvíkurundrið, sem berst á hæl og hnakka gegn
„amerískum hrifum" sjónvarpsins á íslands. Hvað skyldu
annars svona þættir kosta með öllu?
háttÍ&nÍAkó
HERRADEILD
S
i