Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.03.1975, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 10.03.1975, Blaðsíða 2
2 Mánudagsblaðið Mánudagur 10. mars 1975 VALH ALLARTÍÐIN Dl 1. árgangur 29. apríl 1237 2. tölublað EINNAR MÍNUTU ÞRJÁTÍU FALLA AÐ BÆ I BORGARFIRÐI Sturla Sighvatsson og Þorleifur í Görðum berjast Bæ, 28. apríl — Frá fréttaritara. 1 dag börðust þeir hér Sturla Sighvatsson og Þor- leifur Þórðarson úr Görðum. Var mannfall mikið og létust af Þorleifi nær 30 manns, en tveir af Sturlu, en 23 urðu sárir. Vinátta þeirra Sturlu og Þorleifs fór mjög út um þúfur eftir meiðingar Órækju, og margt annað bar til þessa bardaga. Snorri Sturluson, sem verið hefur austur í Skál hjá Ormi Svínfelling, síðan Sturla lagði undir sig Reykholt og Borgarfjörð, var kominn austur á nes aftur og hafði safnað liði gegn Sturlu ásamt Þorleifi. Viðbúnaður Sturlu Þegar Sturla hafði grun um samdrátt þeirra Snorra og Þor- leifs Þórðarsonar, gerði hann menn úr Reykholti vestur á fjörðu eftir liði og norður í Reykjadal eftir Kolbeini, bróð- ur sínum, og Hrafnssonum, og dreif að honum mikið lið. 1 páskavikunni kom vestan Gísli af Sandi og Ásgrímur Bergþórs son og mikið fjölmenni úr ölil- • um sveitum vestan. Hann dró og lið að sér um Borgarfjörð og hafði eigi færra en sex hundruð manna. Viðbúnaður Snorra og Þorleifs Snorri kom sunnan í páska- vikunni, og drógu þeir Þorleif- ur þá lið saman af Rosmhvala- nesi og um öll nes fyrir sunn- an Borgarfjörð, og höfðu um fjögur hundruð og áttatíu manns, er þeir fóru utan á Skarðsheiði. Námu þeir staðar á miðri Skarðsheiði, Miðfitjum, og gerðu ráð sín. Vildi Snorri ríða upp þegar um nóttina og láta skipta um með þeim, — sagði vera mega að þeir yrðu ekki við búnir eða komi sér eigi saman, ef þá bæri skjótt að. En Þorleifi þótti það ó- færa að hætta á svo mikinn liðsmun sem hann hugði, að vera mundi. Þá vildi Snorri að þeir hyrfu aftur. En Þorleifur vildi það ekki og kvað þá mundu herja út á Akranes, og sagði þá mundu engu eira. Vildi Þorleifur ríða upp í hér- að og fara í vígi og sættast ef auðiö yrði. Snorri kvaðst aldrei mundu ganga á vald Sturíu eða annarra óvina sinna, og töluðu þeir svo þar til Snorri reið burtu við annan mann suður á nes, en Þorleif- ur reið um kveldið í kletta- borgina hjá Vatnahömrum, og komu þeir Oddur Sveinbjarn- arson og Ólafur frá Borg með sveit manna til hans í Borgar- firði, og var lið Þorleifs vél bú- ið vopnum og röskum mönn- um. Liðin mætast I gær reið Sturla frá Reyk- holti og er hann kom í Kálfa- nes var Þorleifur þar fyrir með flokkinn. Var nú leitað um sættir og fór Böðvar Þórðar- son í Bæ á milli. Vildi Þor- leifur ekki selja Sturlu sjálf- dæmi, og lauk milligöngum en Þoríeifur reið með flokk sinn hingað í Bæ, og skipaði liði sínu tii varnar í húsum og kirkjugarði og höfðu þeir mik- inn viöbúnað. Sturla bað mcnn sína ríða eftir þeim, en Böðv- ar reið með Sturlu og leitaði jafnan um sættir. En er Sturla sá viðbúnaðinn skipaði hann mönnum sínum til atlögu, en lét tvo memi taka Böðvar og gæta hans. Skipuðu menn sér til aðsóknar og hófst bardag- inn. Bardaginn Þorleifur skaut af handboga og var allskeinuhættur og hélt Þórður dákn Símonarson skildi fyrir hann. Var bardaginn harður mjög og gekk mest grjót öndverðan bardaga. — Snemma fundarins lagöi Ei- ríkur birkibeinn í gegnum Mána ívarsson, en Aron Hall- dórsson gekk fyrstur á húsin og menn á eftir honum. Brast þá flótti á nesjamenn, sem flestir höfðu skipað sér í hús- in, en þó varð enn hörð hríð, áður en þeir flúðu í kirkju- garðinn. Jörundur hinn mikli flýði eigi og var særður ólíifis á forskálanum og varðist drengilega. Þórður er skildi Framhald á 6. síðu. GETRAUN: Hve slyngur rannsóknarí ertu? Sá dauSi fœr ekki bjór Clifford McHugh reif blaðsnepilinn í smáparta. Það var aðeins á einn hátt hægt að sýna fjárkúgurum í tvo heimana. Svo var að sjá, við nána athugun, að klaufa- skapurinn hjá flestum, sem komust í vandræði og urðu að myrða, var sá, að þeir voru of feimnir. Hikandi og óákveðin gerð þeirra kom upp um þá, alveg eins og það kom upp um lélega nafnafalsara. Hann ætlaði sko sjálfur að ganga beint og óhikað til verks. Það bjargaði mönnum ætíð. Enginn vissi að hann þekkti Dorrance, og þegar það yrði kunnugt að Dorrance hefði nýlega verið sleppt úr fangelsi, þá yrði rannsóknin aðeins til málamynda. Þetta var allt ósköp einfalt. O Prófessor Fordney horfði forvitnilega á innviði bíls- ins, en þar var allt aftursætið gegnblautt af blóði, og fylgdi síðan eftir mönnum sínum sem báru sjúkrabör- urnar inn í líkhúsið í litla þorpinu. Þegar líkinu, sundurtættu af haglabyssuskoti, var lyft upp á borðið, þá sagði McHugh. „Ég fann þennan mann liggjandi á gamla veginum, um það bil fimmtán mlum norðan við Oakdale. Ég var á leiðinni I bæinn frá sumarhúsi mínu sem stendur við Black Ghost vatnið, þegar ljósin á bifreið minni lýstu hann upp á veginum. Ég skoðaði hann og sá að hann var látinn og kom með hann hingað.“ Veistu ekki, að þú mátt ekki hreyfa dauðan Mk- ama?“ spurði Swanson lögregluforingi bræðilega. „Vissulega veit ég það,“ hreytti McHugh út úr sér, „en næsti sími er tólf mílur í burtu. Gastu búist við, að ég skildi hann eftir svo að vargar rifu í sig hræið?“ Það eina, sem fannst í fötum hins dauða var bjór- reikningur frá bjórstofu þar í nágrenninu, um það bil tuttugu mílur frá Black Ghost vatninu. „Hvers vegna fórstu ekki með þennan mann til lækn- is?“ spurði Fordney. „Hvers vegna? Vegna þess að hann var dauður!“ „Hvað heitir hann?“ „Ég hef aldrei séð hann áður.“ Glæpasérfræðingurinn horfði lengi á bjórreikninginn. „Þú ert að ljúga,“ sagði hann rólega. Hvernig vissi prófessor Fordney það? — Sjá 6. síðu. Swíssfsíöííííí WWXwX'Xwaw!' Loftleiðir flytja norska ferðamenn til Ameríku Vegna 150 ára landnámsafmælis 1 október nk. mun þess verða minnst að 150 ár eru lið- in síðan fyrstu norsku vestur- fararnir tóku land í New York. Af þessu tilefni verða hátíð- arhöld í New York. Aðalhá- tíðin verður í Carnegie Hall 7. október að viðstöddum Ólafi Noregskonungi. Vegna þessa afmælis og hátíðarhalda munu þotur Loftleiða flytja 500 norska ferðamenn til Banda- ríkjanna og heim aftur. Skrifstofa íslensku flugfélag- anna í Osló hefur nýlega sam- ið um þessa flutninga við norsku ferðaskrifstofuna Norske Folkeferie og Arbéiter- bladet í Osló, sem einnig er aðili að framkvæmd hátíðar- haldamia. Fyrstu hópar Norð- manna, sem fara til Bandaríkj- anna í tilefni afmælisins munu fljúga með Loftleiðum til New York í júlímánuði. Flestir fara hins vegar í október, um það leyti sem aðal hátíðin verður haldin í New York. Á heim- leið munu hóparnir hafa eins til þriggja sólarhringa viðdvöl í Reykjavík og munu búa að Hótel Esju. Auk samkomunnar í Carne- gie Hall, sem að ofan er nefnd, verður margt gert til þess að minnast 150 ára afmælis land- náms Norðmanna i Ameríku. Má þar nefna m. a. sýningar á Brúðuheimilinu eftir Ibsen, sem hófust í leikliúsi á Broad- way 21. febrúar. Þar leikur Liv Ullman Nóru, en Tormod Skagestad frá Norska Þjóðleik- húsinu er leikstjóri. Að auki verða margar leiksýningar, sýn ingar, samkomur og gefnar verða út bækur, minnispening- ar og frímerki. Meðal bóka sem gefnar verða út er Saga Norðmanna í Ameríku, eftir Arlow W. Anderson prófessor. Það var 4. júlí 1825 sem fyrstu norsku vesturfararnir létu frá landi í Stavanger. Um borð voru 52 vesturfarar. Eins og að líkum lætur, hrepptu sjómenn og farþegar á þessu 38 lesta seglskipi misjöfn veð- ur og lentu í erfiðleikum og ævintýrum. Þegar .þeir loks náðu til New York, hinn 9. október, voru 53 innflytjendur um borð. Einn hafði fæðst á leiðinni. Fólkið hélt hópinn, og eftir að hafa selt skipið í New York flutti það til Kendall í New York ríki, þar sem fyrsta norska byggðin vestan hafs var stofnsett. En þetta var aðeins byrjunin og á næstu hundrað árum er talið að um 800.000 Norðmenn hafi flutt til Banda- ríkjanna. Ólikt því sem var um síðari vesturfara, var fátækt í „gamla landinu“ ekki orsök fyrstu vesturferðanna, heldur löngun til algjörs trúfrelsis. Og það frelsi fundu norsku inn- flytjendurnir í Ameríku. Heyrt einhvem góðan nýlega — Sendið hann þá til okkar

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.