Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 10.03.1975, Page 5

Mánudagsblaðið - 10.03.1975, Page 5
Mánudagur 10. mars 1975 Mánudagsblaðið 5 Borgarastyrjöld er nú yfir- vofandi í Argentínu. Öfgahóp- ar til hægri og vinstri heyja blóðuga bardaga og hundruð manna hafa fallið í átökunum eða verið myrtir. Eftir lát Per- ons hefur ekkja hans, Isabel Peon, stjórnað Iandinu að nafn inu til, en að baki hcnnar stendur maðurinn sem talinn er stjórna skæruliðaher öfga- sinna til hægri. Hér á eftir verð ur nokkuð sagt frá þcssum öfgasamtökum og hryðjuverk- um þeirra. „Ef þú verður ekki farinn af landi brott á föstudaginn, ert þú dauðans matur. AAA.“ Argentíski lögfræðingurinn Silvio Frondizi fékk þetta hót- unarbréf í hendur á heimili sínu í Buenos Aires um miðj- an október í haust. En haim lét ekki þessa hótun á sig fá. Hann var bróðir fyrrverandi forseta Argentínu, Arturo Frondizi, og hafði oft sýnt mikið hugrekki er hann tók að sér vörn í málum vinstri- sinna. Hann vildi ekki fara í felur vegna hótana frá fasist- um. Á laugardag var Frondizi sóttur af sex mönnum. Þeir brutu sér leið inn í stofu á heimili hans með skammbyss- ur í höndunum. Tengdasonur hans reyndi að koma honum til hjálpar en fékk kúlu milli augnamia. Frondizi var dreg- inn út á hárinu og troðið inn í svartan Cadilac. Daginn eftir famist líkið með sex skotum í bakinu. „Svona drepum við svikara,“ ti.lkynnti AAA eftir morðið. „DAUÐALISHNN“ Þessi saga er ein af mörgum sem eru að ske í Argentínu í dag. Síðan hin fyrrverandi dansmær Isabel Peron tók við embætti íorseta í júlí á síðasta ári, hafa átt sér stað 2—300 pólitísk morð í landinu og sum * komið á forsíður heimsblað- anna, eins og síðar verður vik- „ ið að. Og AAA ber ábyrgð á þeim flestum. Þessir þrír bókstafir eru skammstöfun á nafni samtaka sem berjast gegn kommúnist- um í Argentínu. Samtök þessi standa lengst til hægri og fjöld- inn allur af vinstri mönnum er látið hafa á sér bera hafa feng- ið samskonar bréf og lögfræð- ingurinn Frondizi. — Margir þeirra hafa fundist myrtir. 1 hverjum mánuði birtir AAA svokallaðan „Dauða- lista“. Þar eru birt nöfn þeirra sem á að ryðja úr vegi. Á list- anum sem birtur var í desem- ber voru nöfn 50 barna er áttu vinstri sinnaða foreldra. Ekki er hikað við að myrða skóla- börn. Meðal þekktra nafna, sem hafa verið á þessum listum, má nefna Hector Campora, fyrrum forseta, sem vék úr sæti við heimkomu Perons; fyrrverandi varaforseti Leon- ardi Bettanin og einnig nafn fyrrveranddi fræðslumálaráð- herra Jorge Taiana. Á listun- um eru nöfn manna í flestum stöðum, allt frá biskupum, hershöfðingjum, listamönnum, prófessorum og blaðamönnum, niður í ófaglærða verkamenn. Fiestir hafa flúið til Perú eða Mexíkó og í hvert skipti sem nýr listi er birtur má sjá fólk sem í örvæntingu reynir að borga margfalt verð fyrir flugmiða með yfirfullum vél- um til Perú eða Mexficó. Að- eins fáeinir þora að dveljast áfram í landinu og berjast. HUGRÖKK LEIKKONA Argentíska kvikmyndaleik- konan Inda Ledesma fékk morðhótun frá AAA en henti bréfinu í ruslakörfuna. Hún og fjölskylda hennar reynir að lifa eðlilegu lífi áfram. En nafnskiltið er horfið af útidyr- unum og þrekvaxnir lífverðir grandskoða hvern þann sem knýr á dyr áður en honum er hleypt inn. Lífverðir fylgja henni einnig þegar hún fer til upptöku á myndinni „The days that you gave me“, þar sem hún leikur stórt hlutverk. Hershöfðinginn Alberto Marini sem er sérfræöingur í skæru- hernaði, telur aö innan vé- banda hægri og vinstri sam- takanna séu nú samtals 200. 000 manns, sem berjast með öllum tiltækum ráðum. Hatrið milli þessara fylk- inga magnaðist að mun þegar hægri menn myrtu 16 manns á einu bretti I Cordaba í sept- ember sl. Hinar tvær marx- ísku fylkingar Montenoros og ERP sóru þess dýran eið, að hefna þessara morða með því að myrða 16 liðsforingja og lögreglumenn. in stigu um borð og báturinn brunaði af stað. Þegar komið var um hundrað metra frá landi heyrðist gífurleg spreng- ing og báturimi tættist í sund- ur ásamt þeim Villar hjónum. Hefndin var fullkomnuð. Þessi morðalda veitti Isabel Peron tækifæri til að lýsa yfir neyðarástandi í landinu. Og hún gerði meira en það, því hún ýtti afbrýðisemi sinni í garð Evu Peron til hliðar og iét flytja lík hennar til Argen- tínu frá Madrid. Sú ákvörðun hefur án efa verið erfið fyrir Isabel forseta. tínu og deila þeim með nasist- um — vinum sínum. Raddir eru uppi um að hann hafi haft óskiljanlega mikið vald yfir Juan Peron. Það, sem vitað er með vissu um þennan mann, er þetta; Jose Lopez Rcga hitti dans- meyna Maria Estela Martinez í Caracas árið 1952, stuttu eftir að honum hafði verið sparkað sem lögregluforingja í Argen- tínu. Fólk, sem þekkti þau á þessum árum, segir, að þau hafi verið mjög ástfangin. Árið 1955 hitti hann hinn landflótta forseta Peron og ARGENTÍNA: — Auðvitað hef ég lesið um morðin og limlest líkin, segir Ledesma, —og ég veit að ég get átt von á hræðilegum dauð daga. En cg hcj' ákveðið að flýja ekki, Jrví þaö er einmitt það sem fasistarnir vilja. Aðaltilgangur AAA er að stöðva starfsemi vinstri afla í landinu. En því er einnig hald- ið fram, að samtökin séu á móti Semítum og meðal fórn- arlambanna eru grunsamlega margir Gyðingar. ENGINN HANDTEKINN Ekki leikur nokkur vafi á, að AAA nýtur verndar lög- reglu og stjórnvalda. 1 þá mán uði sem samtökin hafa valdið ógn og skelfingu í andinu hef- ur ekki einn einasti af með- limum samtakanna verið hand tekiim. Vitni segjast hafa séð háttsetta lögreglumenn meðal glæpamannanna. AAA hefur gott samband við öryggislögreglu nágranna- landanna, Brasilíu og Urugay. Flóttamenn frá þessum lönd- um sem hafa leitað hælis í Argentínu hafa verið þefaðir upp af samtökunum og komið í hendur kvalara sinna í heima landinu. Samtökin taka einnig að sér morð samkvæmt pönt- unum frá öðrum löndum. — Margt bendir þannig til þess, að AAA hafi myrt fyrrverandi varaforseta Chile, Carlos Prats hershöfðingja, samkvæmt beiðni herforingjanna í Santi- ago. Vinstri sinnar í Argentínu láta heldur ekki sitt eftir liggja í óhæfuverkum. Marxisku sam tökin eru jafn gróf í sínum aðgerðum og eftir því sem fleiri taka þátt í slagnum líkist þetta æ meira borgarastyrjöld. MORÐIÐ Á ALBERT VILLAR Kommúnistarnir héldu heit sitt. Einn af öðrum voru liðs- foringjarnir myrtir og verkið var fullkomnaö þann 4. nóv- ember, þega yfirmaður örygg- islögreglunnar, Albert Villar, var sendur inn í annan heim. Þennan dag var glampandi Isabel Peron sóskin og blíðviðri. Villar hafði ákveðið að skreppa í veiðitúr í myimi Tigre fljótsins ásamt konu sinni. Til fararinnar hafði hami fengið lánaðan listibát forsetans, Isabel Peron. Lífverðir Villar fóru fyrst um borð í bátinn og leituðu að hugsanlegum sprengjum í hálfa klukkustund. Að því loknu fóru þeir í land og sögðu að ekkert væri að óttast. Hjón- Líkami Evu Peron var smurður eftir dauða hennar og í Madrid mátti Isabel þola það að búa í sama húsi og hkami Evu var geymdúr í — lagður í kistu er stóð í herbergi á annarri hæð hússins. I 16 ár hafði Isabel staðið í skugga Evu og þegar Argentínumenn komu í heimsókn til Madrid, meðan Peron bjó þar, varð Isabel að horfa upp á þegar fólkið kastaði sér á kné við kistuna og allir veggir voru skreyttir myndum af Evu Per- on. Þann 25. nóvember kom sér- stök flugvél með líkið af Evu til Buenos Aires og forsetiim vonaði að þetta yrði til þess að lægja öldurnar. Sú varð ekki raunin. Saimir Perónistar urðu að sjálfsögðu glaðir mjög og hrópuðu: Eva lifir, þegar kistan var komin heim. En vinstrisinnar hrópuðu á mótú Ef að Eva væri lifandi myndi hún ganga í lið með okkur, og allt hélt áfram sem fyrr. JOSE LOPEZ REGA Bak við þetta styrjaldar- ástand stendur maður sem stöðugt er að koma meira og meira fram í dagsljósið. Hann heitir Jose Lopez Rega og er titlaður sem félagsmálaráð- herra og einkaritari lsabcl Per- on forseta. Hami kom svo til óþekktur með Juan Peron er hinn síðarnefndi sneri aftur heim til Argentínu 1973. Síðan hafa gengið um hann margar sögur. Því er meðal amiars haldið fram, að hann hafi ver- ið elskhugi Isabel í æsku og sé það enn þairn dag í dag. Eiimig er því haldið fram, að hann hafi Adolf Hitler að fyr- irmynd og hann stefni að því að ná öllum völdum í Argen- kyimti hann fyrir Mariu Estela sem þá dansaði á knæpu í Panamabænum Colon. Peron féll samstundis fyrir stúlkunni og þau gengu í hjónaband. Hún kallaði sig nú Isabel og hann nefndi hana Isabelita. Hinn sameiginlegi vinur þeirra Rega fór með þeim til Madrid og gegndi hlutverki ráðsmanns í villunni E1 Plantio. En Rega varð fljótt meira en það. Hann var leikinn stjörnufræðingur og gerði Per- on gamla fljótt mjög háðan stjörnuspádómum sínum. Þeg- ar Peron sneri aftur til Argen- tínu komust fylgismenn hans fjótt að raun um, að hann hafði snúist mjög til öfgastefnu til hægri. Smám saman kom í ljós að það var stjörnuspámað- urinn Rega sem stóð á bak við flestar gjörðir forsetans. Lopez Rega er Gyðingahat- ari og bæði hann og Isabel eru í sambandi við gamla nas- ista sem mynda samtökin OD- ESSA, en þar eru fyrrverandi SS-menn allsráðandi. Þegar Isabel var í heimsókn í Mad- rid á síðasta sumri heimsótti hún leiðtoga samtakamia, Otto Skorzeny. Allt bendir til að Rega standi á bik við AAA og sé heilinn á bak við öll hryðju- verk samtakanna. — Margir stjórnmálamenn hafa reynt að fá Isabel til að losa sig við Rega en án árangurs. Þvert á móti er hann nú fluttur inn í forsetahöllina. Argentínumenn eru farnir að tala um hann sem Raspútín forsetasetursins og menn ótt- ast að Argentínu sé nú stjórn- að af hættulegum manni, sem muni steypa landinu út í borg- arastyrjöld.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.