Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 24.05.1976, Qupperneq 7

Mánudagsblaðið - 24.05.1976, Qupperneq 7
Mánudagur 24. maí 1978 AAánudagsbfaðið 7 AJAX skrífar: 9. GREIN • • f UTLO III Þjóðverjar af ýmsu tagi Lengi framan af öldum var Þýskaland sundrað í aragrúa smá- ríkja, hvert með sinn konung eða fursta, hvert með sína hirð og ríkisstjórn. Þó að Þýskaland sam- einaðist í eitt ríki á seinni hluta 19. aldar héldu þessi smáríki á- fram að vera til langt fram á 20. öld. Hvert þeirra átti sér sína sögu og hefðir og sinn sér- staka blæ á þjóðlífinu, og oft varð vart við ýmiss konar ríg á milli ríkjanna. Þetta ásamt ýmsu öðru veldur því að það er ákaf- lega erfitt að tala um sameigin- leg þýsk þjóðareinkenni, þau verða ekki ýkja mörg, ef vel er að gáð. Reyndar er það svo, að úllendingar hafa lönguni einfald- að fyrir sér myndina af Þjóð- verjum. Stundum langt úr hófi fram. Þessi einfalda mynd hefur stundum haft lítil tengsl við raun- veruleikann. Og hún hefur tekið stökkbreytingum hvað eftir annað. Á 17. og 18. öld var það al- ggngt að , líta á Þjóðverja sem grófgerða ribbalda. Það, sem olli þessu hvað mest var það, að á þessum timum stunduðu Þjóð- verjar mjög atvinnuhermennsku og gerðust atvinnumálaliðar í mörgum Iöndum Evrópu. Enn í frelsisstríði Bandaríkjanna á síð- ari hluta 18. aldar var það svo að Bretar háðu baráttu gegn upp- reisnarmönnum í Ameríku að verulegu leyti með þýskum mála- liðum. Á þessum tímum var ekki litið á Þjóðverja sem neina sér- staka andlcgheitanna menn, í menningarefnum einblíndu allir þá á Frakkland og dáiítið á Bret- land. En á þessu varð snögg breyt- ing í lok 18. aldar og á fyrri hluta 19. aldar. Þá reis eitt stór- skáldið af öðru upp í Þýska- landi, og tímum rómantísku stefnunnar mótuðu þeir að veru- legu leyti andlegt líf í Evrópu. Reyndar gerðu þeir það enn að talsverðu leyti á tímum raunsæis- stefnunnar, þó að það væri ekki 1 jafn ríkum mæli og áður. En um það leyti, það er að segja á síðari hluta 19. aldar fóru Þjóð- verjár að fá orð á sig sem for- ustuþjóð í flestum greinum vís- inda, jafnt í hugvísindum sem raunvísindum. Um síðustu alda- mót var það útbreidd skoðun og að mörgu leyti réttmæt, að Þjóð- verjar væru forustuþjóð heims á flestum sviðum menningar. Á fyrri hluta 19. aldar fór um- heimurinn að skapa sér allt aðra mynd af Þjóðverjum en áður var. Þá var farið að kalla þá þjóð skálda og draumóramanna. I aug- um almennings í öðrum löndum varð Þjóðverjinn fyrst og fremst hinn ungi draumlyndi og róman- tíski skáldlega sinnaði maður, sem lifði fyrir ástina eða þá einhverj- ar fagrar en draumórakenndar hugsjónir og endaði gjarnan með sjálfsmorði. ef ástin eða hugsjón- irnar reyndust tál eitt. rétt eins og hann Werther hans Gothes. Fólk úti um heiminn hafði miklu meiri samúð með þessari mynd af Þjóðverjanuni en hinni eldri mynd og einnig hinni nýju mynd, sem varð til á 20. öldinni. Það er lít- ill vafi á því, að aldrei í sinni sögu hafa Þjóðverjar verið jafn vinsælir og þeír voru á 19. öld. Þeir urðu þá einhvern veginn í tísku. Þýsk skáld, þýskar þjóð- sögur, þýskar draugahallir, þýsk vísindi, allt var þetta í hávegum haft, og kannske ekki hvað síst í Englandi, en það átti eftir að breytast hejdur betur. Breytingin á mynd umheims- ins af Þjóðvcrjum hófst eftir sameiningu Þýskalands í eitt ríki 1871, en hún fór sér hægt í fyrstu. Hún varð ör í fyrri heimsstyrj- öldinni, og þó enn hraðari eftir valdatöku nasista og í heimsstyrj- öldinni síðari. Og sú hin nýjá mynd var gerólík hinni fyrri og ákaflega miklu dekkri á alla lund. Myndin af Þjóðverjanum varð nú fyrst og frcmst mynd af hermanni, sem marséraði áfram með hjálrn á höfði eins og ómennskt vél- menni. Myndin af unga ,draum- lynda skáldinu í skógarlundinum hvarf á bak við myndina af her- manninum. Þó átti myndin eftir að dökkna enn. Á nasistatímanum og þó einkum eftir að fangabúðirnar fundust í lok síðara stríðsins varð myndin af Þjóðverjanum mynd af sadistískri, viðbjóðslegri ófreskju. Allri þýsku þjóðinni var kennt um hryðjuverkin í fangabúðunum, sem þó er ekki sanngjarnt.. En þessi svarta mynd af Þjóðverjum lifir enn í hugum margra, einkum af þeim kynslóðum, sem nú eru miðaldra eða eldri. í augum ýngri kynslóðanna er hún ekki eins skýr, ófreskjumyndin hefur verið að smádofna síðustu árin. En reyndar hefur engin mynd komið í staðinn. Mynd umheims- ins af Þjóðverjum nútímans er gráleit og lítrík og vantar allar skýrar útlínur, ólíkt hinum eldri myndum, sem voru skarpar og skýrar í sinni einföldun. Hún er helst eitthvað á þá lund, að Þjóð- verjar séu duglegir og góðir að skipuleggja, og svo eiginlcga ekk- ert meira. Einföld og skörp mynd í líkingu við myndina af draum- lynda skáldinu eða sadistísku ó- freskjunni er ókomin enn og óvíst hvort slik mynd kemur nokkurn tíma. Samþýsk einkenni Þrátt fyrir allt er það svo, að til eru sameiginleg einkenni á þýsku þjóðlífi, ef maður ber það saman við þjóðlíf annarra stór- þjóða í Evrópu, svo sem Breta, Frakka og ftala. Eitt er þrifnaður- inn. Yfirleitt eru Þjóðverjar hrcin- lát og þrifin þjóð, þrífa bæði sína persónu og sín hús vel. Það er ó- skaplegur munur á hreinlætinu í þýsku og ensku hafnarborgunum. í þeim ensku er allt útatað í skít, þó að það hafi kannski heldur skánað frá því sem áður var, í þeim þýsku er flest skúrað og fágað, þrátt fyrir ryk og mengun. Svipað gildir um þýsk og ensk ðistihús og hreinlæti í sambandi við gatargerð. Þó að Þjóðverjar séu ekki snillingar á borð við Frakka í matargcrð er ég alltaf miklu hræddari um að fá mat- Illillilllllllll areitrun í Frakklandi en í Þýska- landi. Ég hef aldrei séð þýska veitingaþjóna með svartar rendur undir nöglunum, en það er ekki svo sjaldgæf sjón í Frakklandi. Og mikill er munurinn á því, hve hrein börnin eru áleikvöllunum hrein börnin eru á leikvöllunum í Þýskalandi en í Frakklandi og Englandi. Börn fátæks verkafólks í Þýskalandi eru yfirleitt vandlega þvegin og vel til höfð, en það verður ekki nærri alltaf sagt um börn efnaðri stéttanna í Englandi og Frakklandi. Það er eins og þrifnaður sé flestum Þjóðverjum í blóð borinn. í þessu efni efast ég um, að nokkur þjóð í Evrópu standi þeim framar, nema ef til vill Hollendingar. Það er eins og þessum þjóðum sé runnið það í merg og bein að skammast sín fyrir að vera skítugar. Ég held að enn í dag sé fjöl- skyldan mikilvægari, einníg í Þýskalandi, en í flestum öðrum iðnvæddum löndum nútímans. Ennþá eimir þar verulega eftir af fornu foreldraveldi. Víða eru börnin þar dressuð til með tals- verðri hörku og meiningin er sú að kenna þeim góða mannasiði frá blautu barnsbeini. Þetta hef- ur sjálfsagt sínar ljósu og dökku hliðar. En ég verð að segja það, að það hefur stundum farið í taugarnar á mér að sjá þýskar mæður vera að siða böm sín harkalega á almannafæri, jafn- vel slá þau utanundir fyrir smá- vægilegar yfirsjónir. Strangur heimilisagi er engu betri en skefjalaust agaleysi. Og það mætti segja mér, að þetta geti skapað alls konar undarlegar geðflækj- ur í börnunum, jafnvel verri en íslenska agaleysið á heimilunum. Það er útbreidd skoðun að frekja sé eitt helsta einkenni Þjóðverjans. Og ég get vel skilið, að þessi skoðun geti myndast hjá þeim, sem þekkja aðeins Þjóð- verja, sem eru að ferðast í út- löndum. Þeir eru satt að segjá leiðinlega frekir og ágengir. Það er eins og þeir haldi að þeir geti fengið flest fyrir ekki neitt. Þcir reyna margir að ryðjast inn í einkabíla fólks og vilja fá frítt far langar leiðir. Þeir skilja aldrei neinar matarleifar cftir, heldur pakk? inn öllu, sem afgangs er, og taka það með sér. Sumir eiga það jafnvel til að virða biðraðir að engu, troða sér fram fyrir alla. Ég hef oft séð þetta á sveita- hótelum hér á íslandi. Ég verð að segja það, að þarna eru Frakkar og Englendingar prúðari í framgöngu. En það væri ekki sanngjarnt að dæma alla Þjóð- vcrja eftir þeim bakpokalýð. sem er að ferðast hér á landi. Þetta er dálítið sérstök manntegund og oftast af leiðinlegra taginu. í Þýskalandi sjálfu verður maður ekki nærri því eins mikið var við frekju af þessu tagi, og frekju- dólgunum mundi ekki haldast svona framkoma uppi á hótelum í sínu heimalandi. En þeim finnst, að í skrælingjalöndum, sem þeim finnst vera, sé þetta allt í Iagi. Ég hef farið víða um Þýskaland, og ég hcf ekki haft undan neinni frekju eða ókurteisi að kvárta hjá öllum almenningi. Ajax. Sænsk málefni tekin fyrír i 4. thl. Frjálsrar verslunar Greinar um sænsk málefni eru meginuppistaða í 4. tölublaði þessa árs af sérritinu Frjálsri verslun. Inni í blaðinu er viðtal við Ólaf Sigurðsson, forstjóra skipasmíðastöðvarinnar Kockums í Málmey, og fjallað er um ýmsa Heimspressan Framhald af 8. síöu. þarf. Hún scfur til klukkan 2 á daginn“, scgir Valcntino. Og svo cr það auðvitað alls konar smádót, kjólamir kannski ckki úr cins dýru cfni, cn þar bætir magniö upp gæöin. Cmff vinnur nýjan sigur á nýjum vettvangi JOHAN CRUYFF, hollenska yfirstjarnan, licfur unnið nýjan sigur, cn að þcssu sinni ckki á knattspyrnuvcllinum, hcldur á stjórnarfundi Barcclonafclagsins á Spáni. Cruyff, scm cr 29 ára, hóf frægðarferil sinn mcð knatt- spyrnufclaginu Ajax í Amstcr- dam. Þcgar hann fluttist til Barccloná-fclagsins tók hann mcð sér þjálfara sinn frá Ajax, Rinus Michcls, en Barcelona- félagið sagði hinum síðamefnda upp í fyrra, cn rcð i hans stað vestur-þýska þjálfarann Hcnncs Wciswciler. En eftir hörkurifr- ildi við nýja þjálfaranu varð fc- lagið að láta í minni pokánn fyrir Cruyff og vikja þjóðverj- anum burt. Svo mikið cr dálæti Spánvcrja á Cruyff, scm er löngu orðinn milljónamæringur, að hann þurfti ekki annars cn sctjá fclaginu úrslitakosti: Það cr annað hvort hann cða cg, scm fer, og Weiswciler varð að scgja af scr. En heima í Amsterdam urðu mcnn fyrir vonbrigðum, þvi að þeir voru farnir að vona, að Cruyff sneri hcim og blási nýju lífi í sitt gamla félag, Ajax, scm citt sinn var Evrópumeist- ari, cn hcfur óðum hrakað síð- þætti á starfsemi fyrirtækisins, meðal annars áhrif starfsmanna á stjórn þess. Blaðið birtir viðtal við sendi- herra Svía á íslandi, Olof Kaijser, og ræðir við hann um samskipti landanna. Þá er fjallað um vel- skrifar um sænsk efnahagsmál og útflutningsverslun og fjallað er um daglegt líf í Svíþjóð. Þá er sagt frá undirbúningi ferðarríkið í orði og á borði; dr. Guðmundur Magnússon prófessor þingkosninga á næsta hausti og þeim málum, sem talin eru munu helst setja svip á kosningabarátt- una, og skýrt cr frá starfsemi fyr- irtækisins L. M. Ericsson, sem á 100 ára afmæli um þessar mund- ir. Auk þessa sérefnis birtir Frjáls verslun ennfremur viðtöl við ýmsa forstöðumenn fyrirtækja og sveit- arfélaga á Suðumesjum og sagt er frá ráðstefnuhaldi á Hótel Loft- leiðum, sem er 10 ára um þessar mundir. Útgefandi Frjálsrar verslunar or „Frjálst framtak h.f.“. Ritstjóri er Markús Öm Antonsson. Sjávarfréttir komnar át Fjórða tölublað „Sjávarfrétta“ er nýkomið út. Blaðið semur nú verið gefið út í fjögur ár og varð sú breyting á útgáfu þess frá og með síðustu áramótum að það kemur út mánaðarlega.. I þessu nýútkomna tbl. „Sjávar- frétta“ er mikið fjallað um mark- aðsmál og m.a. er viðtal við Sig- urð Markússon, framkvæmdastjóra Sjávarafurðadeildar SÍS og Braga Eiríksson, framkvæmdastjóra Sam- lags skreiðarframleiðenda. Grein er eftir Sverri Jóhannesson, neta- fræðing, í þættinum Rannsóknir — vísindi, og fjallar hann þar um tilraunir með vængjalausa rækju- vörpu. Sagt er frá heimsókn blaðsins 1 fiskvinnslustöðvar á Suðurnesjum, grein er eftir Ragn- ar Hafliðason um framleiðni í sjávarútvegi. Stýrimannaskólinn er heimsóttur og rætt þar við nem- endur. Rætt er við Magnús Gam- alíelsson á Ólafsfirði og syni hans, en Magnús hefur stundað útgerð í hálfa öld. Viðtal er við Trausta Gestsson, sem starfar hjá FAO m.a. við að kenna Ghanamönnum fiskveiðar. I blaðinu eru ýmsar erlendar fréttir og teiknimynda- syrpa eftir Gísla J. Ástþórsson er nefnist Plokkfiskur, en þar dregur Gísli upp hina skoplegustu hlið málanna. Útgefandi Sjávarfrétta er „Frjálst framtak h.f.“. Ritstjóri er Jóhann Briem. Auglýsið í Mánudagsblaðinu

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.