Mánudagsblaðið - 21.11.1977, Page 4
4
MANUDAGSBLAÐIÐ
| --NÝNASISMI
Á fjórða áratug þessarar
aldar starfaði hér á landi
flokkur með fasístísku sniði,
Flokkur þjóðernissinna. Á
árum heimskreppunnar miklu
voru fasístískir flokkar starf-
andi í mörgum löndum. Eftir
valdatöku Hitlers í Þýska-
landi varð þýski nazisminn æ
meir hin mikla fyrirmynd
þessara flokka. í flestum
löndum fengu þessir flokkar
aðallega fylgi frá miðstéttun-
um, sem hafði farið illa út úr
kreppunni og víða misst allt
sitt. Brot úr yfirstéttunum
studdi þá sumstaðar, en það
er villandi einföldun á hlut-
unum að segja, að fasismi og
nazismi hafi verið dæmigerð-
ar hreyfingar auðstéttanna.
Bandarikin i tíð Eisenhowers voru
miklu meiri paradís kapitalisma, en
Þýskaland Hitlers. Nazisminn i
Þýskalandi á fyrstu kreppuárunum
var dæmigerð hreyfing lægri mið-
stéttar. Þeir nazistar, sem maður hitti
þar um 1930, voru aðallega skrif-
stofublækur, blankir stúdentar og
smákaupmenn, sem voru að fara á
hausinn i kreppunni.
Hitt er svo önnur saga, að öfl
innan auðstéttarinnar þýsku, fóru að
nudda sér utan i nazistahreyfinguna
þegar þau sáu að hún var að taka
völdin.
Þetta voru aðallega hópar stóriðju-
hölda, sem nú voru að haga seglum
eftir vindi. Þýski aðallinn, hinir ekta
aristókratar, fyrirleit alltaf nazistana,
og það voru þeir, sem reyndu að
drepa Hitler 1944. Það er mikið til í
þvi, sem Adenauer gamli sagði eftir
striðið, að kjarni nazismans hefði
verið ,,der wild geivordere Kleinburg-
er”, sem í kreppu var orðinn alger-
lega ruglaður í ríminu og beit á hvert
agn þar sem honum var lofað gulli
og grænum skógum.
Kreppan mikla upp úr 1930 kom
hart niður á íslendingum ekki síður
en öðrum þjóðum. Það var því
ekkert einkennilegt að hreyfingar af
þessu tagi næðu hér einhverju fylgi.
En satt að segja er það furðulegt, hve
litið fylgi þjóðernissinnaflokksins
reyndist, þegar á hólminn kom í
kosningum. Að vísu var það svo, að
hann naut samúðar ýmissa, sem ekki
kusu hann. Flestir stuðningsmenn
flokksins hér á landi voru úr miðstétt
eða yfirstétt íslands. Hann var áreið-
inlega studdur meir af yfirstéttar-f
fólki hér á landi, en var í Þýskalandi
framan af. Annars var þessi flokkur
á íslandi ákaflega sundurleitur hug-
myndafræðilega. Flestir stuðnings-
menn hans voru haldnir rikri aðdáun
á Þjóðverjum, sem átti rætur sínar að
rekja til Germanrómantikur 19.
aldar, svo og til aðdáunar á afrekum
Þjóðverja i bókmenntun, vísindum
og verklegum efnum. Sú tilfinning
var rik hér á landi, að Þjóðverjar
væru langskyldastir okkur af öllum
stórþjóðum. Það má vist deila um
Ajax
skrifar
um
nýja
stjórn-
móla-
flokka
það, hvort við séum blóðskyldari
Þjóðverjum en Englendingum, en
Þjóðverjar hafa alltaf dekrað meira
við okkur á rómantíska vísu og hafið
hina svokölluðu íslensku gullöld og
bókmenntaafrek okkar fyrr á tímum
miklu meir til skýjanna.
Það var útbreiddur hugsunarháttur
hér á landi fyrstu fjóra áratugi þess-
,arar aldar, að Þjóðverjar væru hetju-
þjóð, náfrændur okkar og okkar
bestu vinir og aðdáendur. Þessarar
stemmningar varð verulega vart hér á
landi í heimsstyrjöldinni fyrri, en þá
var samúð með Þjóðverjum talsvert
útbreidd, og ekkert síður hjá
mönnum, sem voru vinstrisinnaðir i
stjórnmálum. Og það eimdi talsvert
eftir af þessu hugarfari, þegar
íslensku nazistarnir voru á ferðinni á
fjórða áratug aldarinnar. Þessi
Þjóðverjaaðdáun var oft samfara
andúð á Bretum.
Fram undir síðustu aldamót voru
Bretar yfirleitt ekki óvinsælir hér á
landi, þrátt fyrir árekstra við þá ís-
lensku í landhelginni, sem stundum
höfðu alvarlegar afleiðingar. En víða
hér á landi ríkti barnaleg aðdáun á
Viktoríu Englandsdrottningu og
myndir af henni og fjölskyldu hennar
néngu á veggjum í öðruhverju af—
dalakoti á íslandi.
En íslandsmálin komu af stað tals-
verðri andúð á Englendingum hér á
landi. Um þessar mundir var kúgun
Englendinga, í hámarki. Og einmitt
um þetta leyti var sú skoðun að verða
almenn á íslandi, að við værum hálf-
írskir að uppruna, kannski meira
irskri en norskir. Líklega hefur Jón
Aðils átt meiri þátt i þvi að breiða
þessa skoðun út en nokkur annar ís-
lendingur. Okkur rann blóðið til
skyldunnar, þegar fréttir voru að
berast af ofsóknum Englendinga á
írum. Þær fréttir áttu mikinn þátt í
að auka andúð íslendinga á Englend-
ingum.
Og Búastriðið verkaði á sama hátt.
Hér var smáþjóð að berjast hetjulegri
baráttu fyrir frelsi sínu við gráðugan
og grimman risa eða svo fannst fólki.
Það var áberandi, hve margir
íslenskir sjómenn, sem sigldu bæði á
Þýskaland og England, voru miklu
hrifnari af Þjóðverjum en
Englendingum. Þeim þótti einhver
munur að sjá þýsku og ensku hafnar-
borgirnar. í þeim þýsku var allt
hreint og fágað, en í þeim ensku
ekkert nema skítur, sóðaskapur og
eymd. Um þetta ræddu margir
íslenskir sjómenn enn í síðari heims-
styrjöldinni og voru fyrir bragðið
meira og minna þýsksinnaðir og
stundum einnig Hitlerssinnaðir.
Þetta Englendingahatur skapaði hjá
sumum hér á landi vissa samúð með
íslensku nazistunum.
Hjá öðrum hér á landi var andúðin
á Kommúnistum aðalatriðið. Þeim
fannst Hitler miklu skeleggari i bar-
áttunni gegn þeim en allir aðrir
stjórnmálamenn þeirra tíma. Og það
er staðreynd, að ofsafengnir
andkommúnistar geta orðið ennþá
æstari en kommúnistar sjálfir, og er
þá nokkuð sagt. íslensku nazistarnir
græddu eitthvað á stuðningi sliks
fólks. En þetta fólk vissi ekki hvaðan
á sig stóð veðrið, þegar Hitler gerði
griðasáttmálann við Stalin árið 1939.
Því fannst Hitler hafa svikið sig og
fyrirgaf honum þetta aldrei. Annars
var þetta upp og ofan með íslensku
nazistana, hvort þeir settu Bretahatr-
ið eða Rússahatrið á oddinn, það var
nokkuð einstaklingsbundið. Það
NICK SÁ mennina tvo sem komu til að
hitta föður hans, og honum geðjaðist
ekki að þeim.
Þetta voru slórir menn með blásvart-
ar hökur og Nick var sannfærður um
að faðir hans ætti i vandræðum.
Hann var einn heima og annar
mannanna, sá lágvaxnari, spurði hann
hvenær faðir hans kæmi heim, en Nick
benti á munninn á sér og hristi höfuðið.
— Hann er daufdumbur, sagði sá
hærri, en það var ekki rétt. Nick var
vissulega mállaus, en heyrnarlaus var
hann ekki og því gat hann heyrt það
sem mennirnir sögðu. Sá lægri reyndi
að láta sem hann væri vinur Nicks og
stillti sér upp með andlitið upp að and-
liti Nicks, þar sem hann hélt að þá gæti
Nick lesið af vörum hans.
— Við þurfum að ræða við föðut
þinn, sagði hann.
Nick fann að maðurinn angaði al
hvítlauk, en hann hristi aðeins höfuðið.
— Hvar er móðir þín? spurði sá
stóri, en Nick starði aðeins á hann og
báðir mennirnir drógu sig afsiðis i
versluninni.
Faðir Nicks átti verzlun sem seldi
kjötkraft, tómatsósu, kjöt t dósum og
rifinn ost, innflutta frá Bologna.
Þetta var lítil verzlun, en hún var
nægilega stór og þeir feðgarnir höfðu
gætt hennar einir.
Móðir Nicks hafði dáið fyrir
mörgum árum og faðir hans hafði ekki
kvænzt aftur. Hann og Nick voru góðir
vinir, en þeir ræddu ekki saman. Nick
var jú mállaus og það hafði myndazt
samband á milli þeirra sem gerði það
að verkum að faðir Nicks þurfti ekki að
segja mikið. Nick vissi fyrirfram hvað
hann áleit.
Faðir Nicks var frá Rómaborg og
Svo horfði hann á þann stóra.
— Uvers vegna ertu að gefa honum
peninga? spurði hann. — Það var ekki
beinlínis til þess sem við komum
hingað.
Sá stóri gerði hreyfingu með
stuttum, sverum fingrunum upp i
munninn, og Nick skildi.
Sá minni var geðillur, en bersýnilega
tíma. En Nick var tólf ára og það var
hár aldur fyrir dreng sem enga móður
átti, og scm hefur lært að bjarga sér
sjálfur.
Hann sauð kraftinn í níu minútur og
tilreiddi tómatsósuna. Svo tók hann
tvær flöskur. Aðra með sterkri Chili-
sósu, — svo hellti hann einhverju úr
flöskunum yfir stóra
Sá stóri drakk af flöskunni, tvo stóra
sopa.
— Þetta chili var sterkt, drundi i
honum og hann ropaði.
Svo tók hann um magann á sér og
greitti sig. — Á, djöfullinn sjálfur . . .
maginn á mér . . .
Sá litli var einnig orðinn fölur.
Hann studdi sig við afgreiðsluborðið
BARNÆSKAN KVODD
Farwell Childhood, eftir Raymond Sebastian
hann hafði komið sér vel áfram, jafn-
vel þótt mestur hluti nágrannanna væri
frá Napólí.
Nick gekk ekki í skóla, en faðir hans
hafði kennt honum að lesa, og þegar
hann hefði efni á því, myndi Nick fara í
sérskóla.
Þessir menn höfðu komið, vissi
Nick, vegna þess að faðir hans hafði
ekki viljað borga þeim peninga, eins og
aðrir verzlunareigendur í hverfinu
gerðu.
Hann var að spara fyrir málleys-
ingjaskólanum hans Nicks, og hann
hafði verið aðvaraður ótal sinnum,
fyrir að vilja ekki borga.
Og nú komu þessir menn til að tala
við föður hans, og þeir vildu honum
ekkert gott.
— Ég er svangur, sagði sá hærri
skyndilega.
Hann starði á Nick og gerði
hreyfingu sem átti að þýða að hann
væri hungraður. Svo henti hann doll-
araseðli á borðið og brosti.
Sá minni leit á Nick.
einnig svangur. Hann benti á munninn
á sér og síðan á tómatsósuna og Nick
kinkaði kolli.
Þegar hann stóð með bakið að
mönnunum, heyrði hann þá ræða
saman. Og þá komst hann að því að
þeir ætluðu að myrða föður hans.
Nick var vanur að sjá um sig sjálfur.
Faðir hans var oft fjarverandi frá verzl-
uninni vegna smáverkefna sem hann
tók að sér til að afla meiri peninga fyrir
skólagöngu Nicks.
í dag var hann fjarverandi og hann
myndi i fyrsta lagi koma heim eftir tvo
ífrumskóginum
tíökast ókveðnir
siðir, sem fœra
drenginn fró
barnœsku til
fullorðinsóra
matarskammtana.
Stóri maðurinn stóð við gluggann,
þar sem hann gat haft auga með
götunni.
Þegar Nick kom aftur að afgreiðslu-
borðinu hafði minni maðurinn sett
skiltið sem á stóð „Lokað” á dyrnar.
Nick rétti mönnunum matarskammt-
ana og sá minni kvartaði undan því að
hann hefði sett of mikið af chilisósu. Sá
stóri át bara, og bráll sátu báðir menn-
irnir og borðuðu. Hratt, eins og dýr, en
augu þeirra viku ekki af dyrunum eiktt
andartak.
Nick horfði á þá meðan þeir
borðuðu.
Hann hélt mikið upp á föður sinn, og
kærði sig ekki um að mennirnir tveir
ynnu honum neitt mein. Hann vissi
hvað strákarnir í götunni töluðu um.
Að fólk sem ekki borgaði yrði að þola
hegningu af hálfu manni sem bjuggu
niðri í borginni og sendu undirsáta sína
í úthverfin til að sækja peninga.
Sá stóri var fyrr búinn og hann saug
á sér fingurna um leið og hann
náði í flösku af víni úr einni hillunni.
— Drekktu nú ekki of mikið, sagði
sá minni aðvarandi, um leið og hann
smjattaði áfram á matnum.
og horfði á Nick.
— Hvað var i matnum. urraði hann.
Sá stóri seig nú niður á hnén, krítar-
hvítur i andliti.
— Djöfuls fanturinn, stundi sá
minni.
Svo látu þeir báðir á gólfinu og
engdust sundur og saman. Síðan lágu
þeir kyrrir.
Nick tók til eftir þá og þvoði
diskana.
Hann dró mennina í bakherbergið,
svo sterkur sem hann var, en þó átti
hann i erfiðleikum með þann stærri.
Honum ieið undarlega, en hann grét
ekki fyrr en faðir hans kom heim. Og
faðir hans hélt lengi utan um hann en
sagði ekkert, því það var eiginlega
ekkert að segja.
Um kvöldið fékk faðir Nicks
lánaðan flutningavatn og hann ók
mönnunum tveimur inn til borgarinn-
ar, þar sem hann losaði sig við þá á
hálftómu bílastæði.
Næstu dagana var faðir Nicks heima
allan daginn, en það komu ekki fleiri i
heimsókn til hans.
Nick fór stuttu síðar í skólann, en
þá var barnæska hans liðin, og hann
grét aldrei framar.