Mánudagsblaðið - 21.11.1977, Page 11

Mánudagsblaðið - 21.11.1977, Page 11
MÁNUDAGSBLAÐIÐ 11 Þessi hœgfara miðflokkur vareinu sinni kallaður blóðrauður byltingar flokkur, sem eingöngu stefndi að því að koma d kommúnisma á íslandi Síðan Framsóknarflokkur- inn var stofnaður hefur mikið vatn runnið til sjávar. Og á þeim tíma hefur orðið gerbreyt- ing í hinu íslenska þjóðfélagi. Bændastéttin, sem þá var meira en helmingur þjóðarinnar, er nú tíundi hluti hennar. Megin- hluti þjóðarinnar býr í þéttbýli. í fljótu bragði myndi maður halda að þetta hefði valdið algeru hruni flokks, sem aðal- lega byggði fylgi sitt á bænda- stéttinni. En svona hefur ekki farið. Framsóknarflokknum hefur tekizt að afla sér tals- verðs fylgis í þéttbýlinu, einkanlega kannski miðstéttar- fólks, en einnig yfirstéttar, þai á meðal sumra mestu auðjöfra landsins. Bændur eru orðnir minnihluti í flokknum. Voldugustu menn hans eru framámenn SÍS, sem eru nú sterkasti auðhringur í landinu. Um leið hefur stórlega dregið úr áhrifum bænda á samvinnu- hreyfinguna, hún er orðin ríki í ríkinu og setur sér sín eigin lög- mál. í stórum dráttum hefur þetta leitt til þess, að flokkur- inn hefur færst til hægri, þannig að hugmyndafræðilega er lítill eða enginn munur á Framsóknarflokknum og Sjálf- stæðisflokknum nú orðið. Að vísu er þetta það sem margir Framsóknarmenn mega ekki heyra nefnt og reyna að breiða yfir það með ýmsum róttækum slagorðum við hátíðleg tækifæri. En þau verka ansi innantóm núorðið. Það skal saklausar sálir til þess nú orðið að trúa því, að einhver regin- munur sé á Sjálfstæðisflokkn- um og Framsóknarflokknum nú orðið. Raunar má kannski segja að munurinn á öllum ís- lenzku flokkunum sé furðulega ítill, hann sé yfirleitt meira í orði en á borði. En það er lífs- spursmál fyrir alla flokkana, að almenningur geri sér þetta ekki Ijóst, og að flestir kjósend- ur trúi því að það skipti geysilegu máli hvaða flokkar fari með ríkisstjórn. O, sancta simplicatas. Það er staðreynd, að Fram- sóknarflokkurinn hefur færzt langt til hægri frá því sem áður var, þótt hann væri aldrei neinn byltingarflokkur. Sam- vinna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins nú í dag er rökrétt afleiðing af þessari þró- un. Hún er i alla staði eðlileg og kannski stendur hún fram á næstu öld. Hún er líka ósköp þægileg fyrir báða flokkana og það væri ekki ónýtt fyrir þá að geta gert áætlanir marga ára- tugi fram í tímann. En því er ekki að neita að til eru á vinstra armi framsóknar öfl, sem hneigjast til vinstri. Það er oft smávegis urgur í • þeim hópi þegar flokkurinn hefur samvinnu til hægri. Þessi Hann Jóhannes á stofu 10 á að fá morgunmatinn sinn, Pétur á stofu 11 þarf stólpípu og svo þarf að búa um rúmið hjá hon- um Hannesi á stofu 12. órói hefur stundum villt mönnum sýn. Þeir hafa trúað því, að sprenging yrði í flokkn- um, og að stór hópur Framsóknarfólks mundi segja skilið við flokkinn og halda eitthvert í vinstri átt. Þetta héldu sumir fyrir síðust alþing- iskosningar, þegar Möðruvalla- hreyfingin var stofnuð. Þeir héldu að hún myndi draga þúsundir atkvæða frá Fram- sókn yfir til Samtakanna. Reyndin varð öll önnur, flokk- urinn hélt fagurlega utan um sitt fylgi, og uppreisnarmenn- irnir frá Möðrudal sátu eftir undrandi og vonsviknir. í öllum stjórnmálaflokkum má tala um kjarna og periferíu. Kjarninn er hið sauðtrygga flokksfólk sem aldrei bregst flokknum sínum góða, hvað sem á dynur, hvort sem hann sveigist til hægri eða vinstri. Períferían er öll lausari í reip- unum. Hún getur átt það til að skipta um flokk í kosningum, eða „svíkja” eins og það er kallað á máli flokksþrælakerf- isins. En hlutföllin milli kjarna og periferíu eru mismunandi eftir flokkum. Mér er nær að halda, að hér á landi sé periferí- an hlutfallslega stærst í Sjálf- stæðisflokknum, enda fær hann að jafnaði mikið af atkvæðum fólks sem er lítt pólitískt. í fljótu bragði halda margir að Alþýðubandalagið sé ákaflega kaldhamrað að þessu leyti, það haldi rígfast utan um hvert sitt atkvæði. Þetta er mis- skilningur. Auðvitað er til harður kommúnískur kjarni í Alþýðubandalaginu, en þar er líka til stór perifería bæði á hægra og vinstra væng. Mér er nær að halda að í Framsóknar- flokknum sé kjarninn stærstur og periferían minnst. Það er ekki hlaupið að því að fá Framsóknarfólk til að Iáta af sinni trú. Þá vildi ég heldur taka að mér að snúa bæði Sjálfstæðisfólki og Alþýðubandalagsfólki. Þó að núna sé talsverður urgur og órói í vinstra armi Framsóknar- flokksins út af hægri samvinnu jhans við Sjálfstæðisflokkinn, yfirgefur fæst af þessu fólki flokkinn, — það kýs hann þrátt fyrir allt, þegar á hólminn kemur. Ný Möðruvallahreyfing mundi fá svipaða útreið og hin fyrri. Ef kosningar yrðu í dag, mundi Framsóknarflokkurinn að vísu ekki vinna á, en hann mundi halda sínu fylgi nokkurn veginn. Hitt er svo önnur saga hvað það er sem veldur því að hann heldur betur utan um fylgi sitt en aðrir flokkar. Það væri fróðlegt að heyra einhverja skynsamlega skýringu á því fyrirbæri. Ajax Bjóöum alls konar mannfagnaó velkominn. Vistleg salarkynni fyrir stór og smá samkvæmi. Veisluföng og veitingar aó yðar ósk. Hafió samband tímanlega. HÓTEL LOFTLEIÐIR Sími 22322

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.