Mánudagsblaðið - 21.11.1977, Page 15

Mánudagsblaðið - 21.11.1977, Page 15
MÁNUDAGSBLAÐIÐ 15 Var nauðgað þegar hún var 13 ára að aldri og framdi 24 morð í hatri sínu á karlmönnum. Systir hennar framdi sjálfsmorð af harmi vegna þeirrar sorgar sem Daniela olli fjölskyldunni. Sjálf dó Daniela árið 1968. A geðveikraspítala. Fegurð hennar og auðæfi gátu ekki hjálpað henni, þegar karlmaður hafði brugðist trausti hennar og misnotað fagran líkama hennar. En útvarpið þegir nema nokkr- ar mínútur á sólarhring þegar sagðar eru veðurfréttir. Þetta er fyrir neðan allar hellur og ætti að varða við lög, sem það gerir ef til vill, en í þessu verkfalli er enginn til þess að framfylgja lögum eins og komið hefur fram. Þá er gjörsamlega út í hött, að senda ekki út fréttir í útvarpinu til dæmis tvisvar eða þrisvar á dag af gangi samn- ingamála. Flugsamgöngur eru litlar i verkfallinu og við sem búum úti á landi fáum því ekki blöð nema með höppum og glöppum. Það dræpi engan að lesa stutta frétt um samningamálin með veöurfregnum. Þáttur útvarpsins i þessu er svívirði- legur, hverjum sem um er að kenna og á ég þá við frá sjónarmiði öryggis. Vonandi verður opinberum starfs- mönnum ekki leyft að fara í verkfall framar nema þetta atriði verði lagfært cllegar þá að einkaréttur Ríkisútvarps- ins verði afnuminn. Það er þó lág- markskrafa að einokunarstofnanir verði opnar þótt verkfall sé. Austfirðingur. TIL BLADSINS Innanlandsflug með afslætti AthugaÓu afsláttarmöguleika þína FLUCFÉLAC /SLAJVDS INNANLANDSFLUG Hr. ritstjóri. Alveg er það merkilegt að þessar kellingar af báðum kynjum, sem sæti eiga í útvarpsráði, skuli komast upp með að stoppa myndaflokkinn „Varnarræða fábjána” í sjónvarp- inu. Þessi þáttur sem gerður er eftir leikriti Strindbergs hefur verið sýnd- ur á öllum Norðurlöndunum nema hér. íslenska sjónvarpið var búið að ákveða að taka hann til sýningar þegar þetta vesæla útvarpsráð greip í taumana og stoppaði málið. Þessum siðapostulum þótti efnið vera of gróft til þess að hægt væri að sýna okkur íslendingum það. Hins vegar var vísl allt í lagi að henda tugum milljóna í Blóðrauða sólarlagið hans Hrafns sem var ekki annað en fylliri og klámkjaftæði, jafnt höfundi sem öðrum til stórskammar. „Varnarræða fábjána’’ hefur verið talsverð umdeild þar sem hún Itefur verið sýnd og eillhvað er um náin samskipli kvenna og karla í myndinni. Kn það er gjörsamlega úl í hött að Tímatóti og þeir sem með honum sitja í útvarpsráði geti komist upp með svona lagað. Auðvilað þegja dagblöðin um þella hneyksli. Kkki einu sinni hið „frjálsa og Óháða” Dagblað minnist á málið. Það verður að hrista duglega upp í útvarpsráði með góðu aöhaldi frá hlöðunum ef einhverjar fræðslu- myndir um Afríku eiga ekki að verða alsráðandi í sjúnvarpinu. Skólasjón- varp, er ágætt úl al' fyrir sig, en það á ekkcrt erindi i kvitlddagskrána. Illugi. í þeirri von að Mánudags- blaðið fari að koma út á ný sendi ég blaðinu nokkrar línur varðandi verkfall BSRB. í fyrsta lagi finnst mér það fyrir neðan allar hellur að loka svona fyrir Ríkisútvarpið þó ekki væri nema af öryggis- ástæðum. Það er bara hér í Reykjavík sem hægt er að láta vita ef eitthvað alvarlegt kemur fyrir með því að þeyta viðvör- unarflautur almannavarna. Á öðrum stöðum á landinu er það útvarpið sem fólk treystir á ef eitthvað kemur upp, til dæmis náttúruhamfarir eða stórslys. 25-40% LÆGRI FARGJÖLD SEM GILDA ALLTÁRIÐ Frá 1. apríl gilda ný afsláttarfargjöld, sem við köllum „almenn sérfargjöld”. vor-og IwiisltiiríjiMd NÚ eiU IUJ .almenn sértars^jöld'' þau eru 25 - 40% lægri en venjuleg fargjöld og eru eingöngu háð því skilyrði að dvalartími erlendis sé lágmark 8 dagar og hámark 21 dagur (í flestum tilfellum). „ Almenn sérfargjöld” gilda allt árið á flugleiðum frá íslandi til 57 staða í Evrópu. FLUGFÉLAG LOFTLEIDIR ISLANDS

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.