Mánudagsblaðið - 21.11.1977, Síða 16
fölskum forsendum þ.e. að
bendla hann við Sjálfstæðis-
flokkinn, og einnig ef honum
bendla hann við Sjálfstæðis-
flokkinn, og einnig ef honum
hefði verið valinn betri staður
en veitingahús á vínveitinga-
tíma og í þokkabót gert hlé,
sýnilega til þess eins að menn
gætu bætt á sig víni.
Eitt fundarmanna hafði
orð á því að þarna hefði verið
brotið blað i stjórnmálasögu
„flokksins”. Þvi er ég ósam-
mála að öllu leyti.
Hins má geta, að þarna var
brotið blað. Það var brotið blað
í veitingasögu landsins. Þetta er
í fyrsta skipti að veitingamaður
í samráði við dagblað hefur
viðað að sér höfundum,
kjallaragreina blaðsins undir
fölsku yfirskyni, í nafni Sjálf-
stæðisflokksins, og selt gestum
vin meðan þrumað var yfir
þeim umbótaræðum, alls frá-
skildum hinu boðaða fundar-
efni — og grætt á öllu saman.
Jafnvel blaðamaður Dagblaðs-
ins og ljósmyndara féllust
hendur á að hlusta á öfl hinna
frjálsu umræðumanna, að und-
anskildum Pétri Guðjónssyni.
Óánægður kommi
Miklum stakkaskiptum hefur Hótel
Borg tekið upp á síðkastið. Við stjórn er
tekin frú Steinunn Thorlacius og hefur
látið hendur standa fram úr ermum.
Lokað hefur verið suðurganginum og
verða nú allir gestir að koma inn um
aðaldyr, en þar eru mættir dyraverðir
strangir á svip, og bægja burtu öllum
drykkjulýð og útigangsmönnum. Þá
hefur veriö tekin upp fjölbreytni i kaffi-
bakkelsi og mat, þjónar sýna óvenju lip-
urð, enda er staðurinn betur sóttur og af
betra fólki en áður. Þá er músik í hádegi
og um eftirmiðdaga, eins og i gamla
daga, og rifrildið aldrei skemmtilegra við
stamborðin en nú. Vonandi fær Borgin
aftur sinn gamla sess i kaffihúsalifinu.
★
Fyrir skömmu dundi yfir hið árlega
orðuregn frá forseta og orðunefnd og
voru krossaðir bæði verðugir og óverð-
ugir. Við hérna á blaðinu höfum lítið
skipt okkur af sliku en viljum af gefnu
tilefni stinga upp á að orðunefnd sjái sér
fært um að sæma einn borgara íslensk-
an, hæsta heiðursmerki fyrir þörf mann-
úðarstörf sem hún hefur unnið undan-
farin ár. Þetta er frú Anna Guðmunds-
dóttir, búsett á Long Island, New York,
sú sama sem fyrst höf að bjarga áfengis-
sjúklingum vestur á svonefnd Freeport i
USA. Um 200 sjúklingar hafa farið og er
árangurinn næsta ótrúlegur, um 80%
læknast, en 10—15% þykir gott ytra.
Störf sín hefur frú Anna unnið í kyrrþey
lagt út mikið i kostnað og rækt þessa
köllun sína af einstæðri umhyggjusemi
og alúð. Ef þessi þjóð sýnir henni ekki
einhver merki þess að hún metur þetta
óeigingjarna mannúðarstarf, þá er hún
illa á vegi stödd.
★
Sá siður, er að komast í tsku, að ýms-
ar byggingar, nýjar, eru skreyttar með
Nýmæli á Borginni
Anna Guðmundsdóttir
Fáránlegt skraut
á byggingum
Af verkfalli
Klaufalegar sjónvarps
auglýsingar
25 þús. fyrir fratmellu
skorningum, rispum eða örum á ýmsa
vegu og kallast þetta listaverk eða útflúr.
Ósköp eru þetta fáfengileg listaverk en
munu þó kosta offjár. Við erum, íslend-
ingar, allra manna hrifnæmastir fyrir
ýmsum nýjungum og einna helst ef við
botnum ekkert í þeim. Ég er ekki að tala
um listamannaruslið sem tröllriður öllu
hérna og útbíar heimili með þessum
„verkum” sinum heldur hinu aö nú er
það tiska að þessi ófögnuður er utan á
húsunum, fyrir augum allra, og sleppur
ekki hinn almenni borgari við þessi
ömurlegu óþrif.
★
Mörg eru orðin og brandararnir sem
sagðir eru í sambandi við verkfall opin-
berra starfsmanna t.d. það, sem liklega
er staðreynd, að öll umferð hafi gengið
betur og liprar án afskipta lögreglunnar
og stæðisvarðanna. Sýnir það að þessi
afskipti þessara aðila eru of mikil, of taf-
söm t.d. þegar öll umferð er stöðvum
vegna litilsháttar áreksturs o.s.frv. En
einhver sú illkvittnasta athugasemd
vegna opinberra starfsmanna er sú, að
jafnvel betur hafi viðrað siðan veðurstof-
an hafi hætt að lýsa og draga ályktaniraf
veðurútliti í sjónvarpinu! ! !
Einkennileg er sú bábilja islenskra
sjónvarpsauglýsenda þ.e. þeirra sem
auglýsa litasjónvörp, aö notast alltaf eða
oftast við erlendar auglýsingar t.d. af
svertingjum að leika baseball eða hand-
ball og allskyns útlendu efni. Það er
staðreynd að íslenskt litasjónvarp er
með skýrustu myndum i heimi, enda
mun einna helst brúkað þýkst eða
franskt kerfi. Það er þvi heldur búralegt
að notast við þessar erlendu auglýsingar
þegar gnótt ætti að vera af heimafengnu
efni i þessum málum.
★
Mikið andskoti er dýrtiðin alltaf að
aukast. Nú eru jafnvel frat-mellur
komnar upp í 25 þúsund kall en hirða úr
og aðrar skartgripi ,,i pant” ef lausafé er
ekki fyrir hendi. Nýlega var utanbæjar-
piltur fyrir því láni að lenda á fyllerii og
auðvitað vildi hann fá kvenpening til að
liggja með. Þetta var á stóru hóteli og
gnótt píkna, allar viljugar. Þegar piltur
hafði ákveðið sig og valið þá girnileg-
ustu, setti hún upp prisinn, 25 þúsl kall,
en hann hafði svo háa ávisun að henni
fékkst ekki skipt. Stúlkan sá upphæðina
og verandi fær í faginu afgreiddi hún
piltinn, tók úrið hans og gull-skyrtu-
hnappa, skilriki hans og veski og gaf
honum simanúmer að hringja í næsta
morgun. Allt gekk það eins og i sögu,
hann fékk hnappana og skilrikin með
skilum daginn eftiren hún peningana.
SIRKUS Á
HÓTELBORG
Fimmtudagskvöldið 20. okt.,
boðaði „hægrí armur” Sjálf-
stæðisflokksins til mikils fundar
að Hótel Borg og mætti að
vonum fjölmenni. Efni
fundaríns var „Efnahagsmál og
önnur þjóðmál” en þeir sem til
þessarar fáheyrðu samkundu
boðuðu voru áhugamenn um
nýjar leiðir innan Sjálfstæðis-
flokksins.
Aðalmenn og frummælendur
voru álitlegur hópur, kyndugur
á sína vísu og vissulega ósam-
stæður. Fremstur í flokki var
auðvitað Jónas Krístjánsson,
rítstjórí Dagblaðsins en fast á
eftir fylgdu leppar hans, kjall-
aramennirnir Aron Guðbrands-
son, fjármálamaður og aðaleig-
andi Hótel Borgar, Kristján
Fríðríksson saumnálarmeistarí
og forstjóri og Leo M. Jónsson,
krati og tæknifræðingur. Þeir
tveir fyrmefndu eru báðir búnir
að segja sig úr flokknum en
hinir tveir eru í öðrum flokkn-
um. Yfirlýstur hvatamaður
þessa fundar var Ásgeir Hannes
Eiríksson, sem hyggur á miklar
breytingar innan hægra
armsins, jafnvel nýtt framboð.
Ekki vildi forustulið Sjálf-
stæðisflokksins kannast við
fundarboð hægra armsins enda
mættu engir framámenn
flokksins á fundinn en Ellert
Schram og Albert Guðmunds-
son, þingmenn boðuðu forföll.
Fundarsókn var með afbrigð-
um góð. Mikil óánægja ríkir
innan flokksins, auk verkfalls-
ins, svo menn nota nálega
hverja afsökun til þess að koma
saman, jafnvel að horfa á því-
líkan sirkus sem þennan.
Ræðurnar voru upptuggur úr
kjallaragreinum Dagblaðsins;
Aron ræddi um sölu — eða
leigumöguleika landsins
gagnvart NATO, Kristján
tönnlaðist á auðlindaskattinum
sínum, Jónas endurtók leiðara-
skrif sín um landbúnaðarmál og
Leó ræddi mestmegnis iðnaðar-
mál. AUt þetta höfðu áheyrend-
ur heyrt fyrr og oft, og ekkert
nýtt kom fram, en síðan hófust
frjálsar umræður þ.e.a.s. eftir
því sem meistari Bakkus leyfði.
Kom þar upp snilli Arons hótel-
stjóra, að gert var hlé á fundin-
um þar sem þjónar höfðu ekki
undan að bera fram veitingar.
Fyrstur ræddi Pétur Guð-
jónsson, sem þekktur er fyrir
skrif sín um landhelgismál og
herstjórn. Pétri mæltist vel að
venju, enda bæði vitur og
tungumjúkur. Kvartaði hann
um tillitsleysi flokksbræðra
sinna m.a. að þeir hefðu ekki
tekið aðvaranir sínar og ráð
nógu alvarlega á þeim langa
tíma sem hann hafði verið
tryggur félagi þeirra. Var ræða
hans þörf áminning til sinnu-
lausra flokksmanna. Var ræðu
hans vel tekið.
En nú fór að svifa á ræðu-
menn og kenndu menn það sem
mest hversu ósparir þeir voru á
samneyti við Bakkus. Hófst nú
hinn langþráði sirkus og komu
þar fram „clowns” eður trúar í
bestu meiningu þess orðs.
Suðurnesjamaður einn, stór og
myndarlegur, fyrirsvarsmaður
Sjálfstæðismanna syðra, rakti
kynni sín við Ólaf Thors og
sagði margt spaklegt um þau,
en gerðist heldur loðmæltur en
þó ekki óskiljanlegur. Í pontuna
steig einnig „bara” verkamaður
sem kvaðst ekki vita hvað orðið
hefði af sparifé sínu, sem hann
legði í banka en einhvern veginn
gufaði það upp. Enn fleiri tóku
til máls en ekki fara margar
sögur af þeim ræðum en hins-
vegar skorti ekki framíköll
drukkinna manna sem settu
mikinn blett á fundinn. Það
skal tekið fram að þessi fundur,
sem slíkur, hefði getað blessast
ef ekki hefði verið efnt til hans á