Mánudagsblaðið - 20.12.1978, Page 1

Mánudagsblaðið - 20.12.1978, Page 1
VERÐ KR 200.- 30. árgangur Miðvikudagur 20. desembeit 1978/ 19. tbl. Mánudagsbladid birtir bréf frá íslenskum óaldarlýð: „Rauðir Khmerar” valda íkveikjum í höfuðborginni! í næsta blaði birtum við greinargerð um „glæp aldarinnar” hér á landi, frá glæpa mönnunum sjálfum. — Von er á kröf um frá óaldaflokknum bráðlega! Það hlaut að koma að þvi. Eins og marga hefur grunað er hér starfandi eins konar óaldaflokkur, sem kallar sig þvi óliklega nafni Rauðu Khmerarn- ir, og stendur hann fyrir óliklegustu óþrifaverkum m.a. húsbrunum, ikveikjum og öðru álika. Þessir flokkur hefur skrifað blaðinu bréf og telur hann sig vera ábyrgan m.a. fyrir ikveikjum og alls kyns skemmdarverkum sem hann telur hafa átt sér stað hér i höfuðborginni, en ekki alltaf verið getið i blöð- unum eða verið haldið að þessir brunar eða óhöpp væru af eðlilegum orsökum. Blaðinu hafa borist tvö bréf, undirrituð af þessum Kherum, og birtum við sýnishorn af öðru þeirra, þar sem hótað er frekari skemmdarverkum á mannvirkjum og það sem verra er hefndarverkum gagnvart ýmsum einstaklingum, sem ekkert virð- ast hafa til unnið annað en að vera sjálfbjarga businessmenn og leiðtogar á ýmsum sviðum i þjóð- félaginu. Hirtu Vesturgötuhúsið og rifðu kattaróféfið, Þorkell Keli og kötturinn Hvernig er eiginlega með viðskipti hins ágæta Þorkells Valdimarssonar og hins opinbera? Þau eru í augum aimennings að verða dálítið skemmtileg, annarsvegar borgaryf irvöldin og Kötturinn og hins- vegar núna Alþingi og Kötturinn. Borgin bannar eigandanum að byggja á Kattarloðinni og bannar honum einnig að rífa þennan kumbalda, sem nefnd- ur er Fjalakötturinn. Það er vitað að Þorkeil stór- tapar á Kettinum, opinber gjöld eru miklu meiri en gróðinn af húsinu. Borgin vill halda þessarri byggin- gu uppistandandi en hefur hinsvegar ekki efni á að kaupa hana. Húsnæðislaus ræknislýður efnir til mót- mæla og leggst fyrir vinnuvélar sem voru að ryðja lóðir eigandans. Af meðfæddu örlæti gaf Þorkell Alþýðusambandi- nu húseign sína. sögulega, við Vesturgötu, og hún var þegin af kvenmanni sem ekkert umboð hafði til þess og Alþýðusambandið komst, og er í, mestu vandræðum út af öllu þessu. Spurningin er: hve lengi á þessi skripaleikur af hálfu hins opinbera að ganga? Annaðhvort gerir borgin eða hið háa Alþingi hreint fyrir sínum dyrum ella við stingum því að Þorkelli, að hann taki hús sitt við Vesturgötu til baka og rífi kattarsvikindið. Your move, Þorkell. ,,Hingaö til höfum við ekki gert annaO en aö koma af stað smá- brunum og litlum skemmdar- verkum, sem ekki koma að sök. Dagblaöið Visir minntist á, að hópur brennuvarga væri hér starfandi en gerði ekki frekar i málinu, svo við ákváðum að skrifa ykkur. Enn sem komið er leggjum við ekki fram kröfur okkar en þið komið til að fá þær bráðlega. Til umhugsunar send- um við ykkur hér með dáiitla greinargerö um alvarlegt efni, sem vonandi veröur ykkur, sem og öðrum kapitalistum til um- hugsunar.” Efni þessa bréf birtum viö ekki Framhald á 20. isiðu. Jóla- og afmælis- blað Þetta blað er í rauninni bæði jólablað okkar og afmælisblað. Til stóð að það væri stærra og f jölbreyttara en kringumstæður höguðu því, að svo gat ekki orðið. Þann 4. október s.l. voru liðin 30 ár síðan fyrsta tölublað Manudagsblaðsins kom út I þá tíð kostaði blaðið eina krónu og var upp- lagið milli 11 og 13 þús- und. Allt blaðið prentun og pappír, í þá daga kostaði innan við 2000 krónur. I dag kostar blaðið á viku röskar 220 þúsund krónur og hvert eintak kr. 200.- og þó upplagið minna en á fyrri árum. Um leið og við þökkum öllum kaupend- um og velunnurum blaðsins trygga fylgd, og óskum þeim árs og friðar, þá vonum við að þeir kaupi áfram blaðið og þykjumst vissir um, að okkur auðnist að halda áfram á sömu braut. Þótt myndin sU arna sé fremur sumarleg og gæri þvl flokkast undir tfmaskekkju, ætlum við samt að nota hana hér og nú. Þessi stúlka heitir Birgit Stefansen og vann sér það tii frægðar að verða feguröardrottning Danmerkur fyrir árið 1978. Hún er semsé baunsk, — en þrátt fyrir það notum við þessa mynd til að senda unnendum Mánudagsblaösins um land allt ósk um GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLD A KOMANDI ÁRI

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.