Mánudagsblaðið - 20.12.1978, Page 2

Mánudagsblaðið - 20.12.1978, Page 2
2 Mánudagsblaðið Miðvikudagur 20. desember 1978 Ritstjóri og ábyrgðarmaóur: AGNAR BOGASON Simi 13496 — Auglýsingasimi 13496 Verð i lausasölu 200 krónur — Askrif tir ekki teknar. Blaðaprent hf. Breytingargirni °g sýndarmennska Breytingagirni og tilhneig ing til brambolts og sýndar- mennsku hafa i aldaraðir verið einkenni islensku þjóðarinnar. Þetta setti sinn svip á hið frum- stæða bændaþjóðfélag sem hér var rikjandi fram á þessa öld. Þaðvar einhver órói i blóðinu á fólkinu, það vildi alltaf vera að prófa eitthvað nýtt, breytingu breytingarinnar vegna. Bændurnir voru alltaf að flytj- ast af einu kotinu á annað, svona til tilbreytingar, og fóru þá oft og tóiðum af einum slæm- um stað á annan verri. En bara tilbreytingin gaf lifinu eitthvert innihald, svona er nú einu sinni okkar þjóðarkarakter. Sumir segja, að hringlandahátturinn I fari okkar tslendinga sé arfur frá trum, en um það má sjálf- sagt lengi deila. Og ekki voru íslensku prestarnir betri en bændurnir. Það var undan- tekning, ef þeir undu lengi á sama brauðinu. Flestir prest- arnir þjónuðu að minnsta kosti fimm, sex brauðum á slnum ferli og sumir enn fleirum. Þeir fóru landshornanna á milli þegar þeir skiptu um brauð, til dæmis frá Vestfjörðum austur I Hornafjörð Og oft fór aleiga þeirra eða meira til I þessa flutninga. Þessi brauðaskipti urðu ekki til að bæta kjör prest- anna, oft fóru þeir af nokkuð góðum brauðum á önnur verri. A bak við þessa flutninga lá fyrst og f remst breytingagirnin, sem okkur lslendingum eriblóð borin, brambolt bramboltsins vegna. Það hefði mátt segja sér það fyrir, hvernig viðbrögð þjóðar með þessa eiginleika mundi verða, þegar hdn svo að segja I einu vetfangi var hrifin dr hinu gamla frumstæða bændaþjóðfélagi I tækniþjóð- félag nútimans, og fór allt I einu að vaða I peningum I stað þess að lepja dauðann úr skel. Það var nokkuð augljóst, að bram- boltsnáttúra þjóðarinnr mundi þá taka á sig nokkuð svo fárán- legar myndir, þegar hinn grobbni islenski bóndi breyttist allt 1 einu í braskara meðfullar hendur fjár. Þegar Bjartur I Sumarhúsum var allt I einu orðinn Bör Börsson. En umsig- sláttúrinn tók nú allt I einu ný jar myndir. 1 staðinn fyrir mein- lausar grobbvlsur smábóndans komu nú hallir braskarans, fullar af harðviði. En á bakvið bjó sama hugarfarið og fyrr, drýldin, s jálfsgleðin og tilhneig- ingin til brambolts og sýndar- mennsku. Það getur vel verið, að þessi einkenni séu I rauninni til að breiða yfir djúpstæða van- máttarkennd, en það er önnur saga. tslendingar hafa frá fornu farihaft allskonar meðöl til að breiða yfir vanmáttarkenndina. Kotungarnir á heiðabýlunum hér áður fyrr þöndu út brjóstin við tilhugsunina um að vera komnir af konungablóði. Og annað ágætt meðal var grillan að viö værum gáfaðastir allra þjóða. Litla, gáfaða þjóðin var eins og töfraformúla. Reyndar veit ekki nokkur maður, hvað gáfur eru I raun og veru, en þaö beit nú ekki á okkur. En nú eru bara lúxusviUur og harðviðar- halUr komnar I staöinn fyrir konungablóð og ofsalegar gáfur. Það er enginn vafi á þvl, að langmesta byltingin Í sögu Islendinga frá upphafi gerðist nálægt miðju tuttugustu aldar. Það er fáránleg vitleysa, sem kennd er 1 skólum, að ártöl eins og 874, 930, 1000, 1264, 1874, 1904, 1918 og 1944 séu eitthvaö stór- merkileg I lsiandssögunni, þó að barnungunum I skólunum sé kennt það. Þetta eru heldur ómerkileg ártöl, sem breyttu engu verulegu I sögu þjóð- arinnar. En árin 1940-1950 byltu aldri og gerð Islenska þjóö- félagsins, það var annað og nýtt eftir miðja öldina og reyndar hefur sú þróun haldiö áfram siðan. Þá fór gamla bændaþjóð- félagið að hrynja og nú er það hrunið. Þessi bylting sem hófst með hernáminu á strlðs- árunum, hefur gert Islensku þjóðina að meira eða minna leyti brjálaða, eins og sjá má I dag. Nú komu aðrar og nýjar hugsjónir fram, sem kannske voru mest á oddinum á sjöunda áratug aldarinnar. Hagvöxtur til eillfðarnóns! Hver smá- borgari slna hixusvillu og tvær sólarferöirá ári! Auknar tekjur ár frá ári! Sama kaup fyrir sama og enga vinnu! Paradfsin er að koma! Þessi hugsunar- háttur greip allar stéttir hér á landi og nokkurnveginn jafnt fólk úr öllum stjórnmála- fiokkum. Þaö voru helst nokkrir anarkististiskir unglingar, sem kunnu ekki vel við sig I hinu nýma sælurlki, haröviöarpara- dlsin fór eitthvaö I taugarnar á þeim. En velsældarfólkið fussaði nú bara á sllka fábjána. Ætli þeim væri ekki nokkuö nær að byggja nýjar villur með nýjum tegudnum af haröviöi en aö fara I fýlu I hinu dásamlega paradisarriki? Á áttanda ártugum hefur dregið ansi mikið úr bjartsýn- inni, trúnni á eilifar framfarir og hagvöxt um allar aldri. Það hefur jafnvel sett hroll að sumum þeim sem áður brostu við velsældarrlkinu. Það er ýmislegt sem bendir til þess, að hagvextinum sé lokiö, jafnvel að hjóUð hafi snúist við og að framundan sé svört kreppa, auðUndir plánetunnar að verða búnar, og aö hungur og hatlæri fyrir mannfólkiðsé framundan, sem sagt á skömmum tfma stökk frá himnarlki niður I hel- vfti. Þaðeru margir á þvi, aö nú sé að hefjastkreppaum allanheim með stórminnkuðum tekjum, atvinnuleysi og öðrum ósköpum. Og flest bendir tii þess, að sú kreppa verði harðari á islandi en I flestum öðrum vestrænum löndum. Það er þegar byrjaöaöharðna f búi hér á landi. Og það á áreiðanlega eftir að stórversna. Þaö er nokkurnveginn vlst, að niundi áratugurinn verður hér á landi timi kreppu, atvinnuleysis og afturfarar. Þá fer aö þykja hlægilegt að tala um hagvöxt, þá verður þaö hagrýrnun, sem gildir og versnandi lffskjör. Þetta er nokkurnveginn öruggt, þó auövitað dreymi smaborg- arann um kraftaverk, svo' sem nýjar heimsstyr jaldir, sem gætu fært honum strlösgróða og nýjan hagvöxt. Eða kannske oliu I Faxaflóa? Eða jafnvel gull I ölfusinu? En þessir óska- draumar rætast ekki. Kreppan skellur á hagvaxtar- og harð- viðarfólkinu. Það missir jafnvel af sólarlandaferðum sinum. Og þá er spurningin: Hvernig bregst fólkiö hér á tslandi, sem Ufað hefur I svalli og bilifi, sólarlandsferðum og harðviöar- draumum, við svæsinni kreppu, sem lætur allar draumaborgir þess hrynja? Hver verða viö- brögö þess við sjokkinu? Þau verða móðursýkisleg, þaö er gefiö, en hvað svo? Framhald. AJAX KRATAR A RETTRI LEIÐ EN GRÝTTRI Innanfiokkátökin í Al- þýöuflokknum eru ekki einvörðungu átök um völdin í flokknum eins og margir virðast álíta. Vissulega verða menn að hafa áhrif og fylgi sem sagt völd/ til að koma sjónarmiðum sínum í verk en þar með er ekki sagt að innanf lokksdeilur Alþýðuflokksins séu ein- vörðungu valdaátök upprunalega. Spurningin er einfaldlega: Hvernig fer flokkurinn að því að halda því fylgi sem hann fékk í síðustu kosningum og jafnvel vaxa. I fyrsta lagi kom sigur- inn svo mikið á óvart að Alþýðuf lokkurinn sem og aðrir utan hans gera sér ekki fyllilega Ijóst i öllum atriðum hvers vegna sigurinn vannst. I öðru lagi hefur Framsókn ákveðið fyrir löngu að styðja við bakið á Alþýðu- bandalaginu í átökum þess við krata. Gegn svo sterku samsæri veröa kratar að gæta þess fyrst og fremst að viðhorf þeirra gleymist ekki. Og hvernig geta þeir það án þess að fella stjórnina meðan ekki hillir undir möguleika á annarri samsetningu ríkisstjórn- ar nema að skapa opin- beran ágreining Sá ágreiningur er eðli- legur undir núverandi kringumstæðum. Fram- sókn og kommar sitja ekki inni með góðar lausnir þeirra aðgerðir eru sum part verri en engar aðgerðir. Hvers vegna skyldi kratar sætta sig við tillögur þeirra, enda þótt þeir séu í ríkis- stjórn? Stjórnarsáttmál- inn var þannig úr garði gerður að stjórnin hlaut að stjórna frá árs- f jórðungi til ársf jórðungs og semja um málin inn- byrðis frá degi til dags. Þetta er auðvitað ekki rikisstjórn nema að nafn- inu til. Sé þetta haft í huga hvað er þá úrhættis við ágreining þann sem margir krataþingmenn gera við tillögur meiri- hlutans í ríkisstjórninni. Bókstaflega ekki neitt. Ekki munu kratar tapa á þeim ágreiningi þegar frá líður. Allir geta séð sem vilja sjá að Fram- sókn og kommar eru að fara með efnahagsmálin endanlega til helvítis — annað orðabragð á ekki betur við um þessar UGGI SKRIFAR mundir. Helsta von krata úr því að þeir neyddust til að fara í stjórnina er að firra sig ábyrgð á heildarstefnunni eftir því sem þeir best geta. Ung- kratarnir fengu fylgi í kosningunum vegna þess að þeir voru ekki taldir bera ábyrgð á ástandinu eins og það var orðið og voru ekki mjúkmálir í gagnrýni sinni. Þeir eiga ekki annarra kosta völ en að halda áfram á svipaðri línu þar til nýjar kosningar sem skapa skýrari línur ellegar möguleikar til annars stjórnarsamstarfs opn- ast. En á því getur orðið bið. Kratar myndu koma vel út í kosningum sem færu fram um þessar mundir eða í framhaldi af þingrofi snemma á næsta ári. Hafi ölafur Jóhannesson hótað kröt- um með ferðalagi til Bessastaða ætti þeim að vera auðvelt að láta slíkt sem vind um eyrun þjóta. Framsókn og kommar hafa nú bundið sig við slíkar-skattahækkanir án árangurs í verðbólgumál- um auk verslunar með hagsmuni launþega eink- um láglaunafólks að kratar þurfa ekkert að óttast, ef þeir aðeins halda áfram að láta í Ijós óánægju sína með sam- vinnu og tillögugerð framsóknar og komma. Afstaða Braga Sigur- jónssonar og Sjafnar Sigurbjörnsdóttur er hár- rétt. Deildarforseti fer auðvitað eftir skyldum sínum við þingið sem stofnun og segir af sér forsetastörf um þegar hann telur að þingið sé ekki lengur fært um að gegna hlutverki sínu með sóma í mikilvægustu málum. f þessu sambandi skiptir litlu hvort svo heitir í orði kveðnu að forseti vilji ekki vera samstarfstákn meirihlut- ans á þingi. Hann er engu að síður að lýsa yfir skoðun sinni á öllu þing- inu tillögugerð þess og vinnubrögðum. Slík mót- mæli hafa auðvitað sér- staka þýðingu þegar um forseta er að ræða meiri en til dæmis ef formaður þingnefndar segði af sér vegna svipaðra sjónar- miða. Afstaða Braga Sigur jónssonar er harðasta gagnrýni á nú- verandi þingi sem hugs- ast getur og sýnir hvílík- um alvöruaugum hann lítur á það sem nú er að gerast innan þingveggja. Þingforseti er ekki ofan við ágreining flokka nema í formlegum störf- um sínum, þegar hann gegnir skyldum sínum við bókstafi reglur um vinnubrögð þingsins þingskipin og hefðir sem myndast hafa. Deildar- forseti er eins konar faðir þingdeildar þegar hann vegur og metur hvað ger- ist fyrir framan hann í umræðum og af- greiðslum. Blöskri hon- um gjörsamlega það sem er að gerast í þinginu og fær ekki við neinu gert hlýtur hann að láta börnin fara sína leið en sjálfur • Framhald ál7. siðu.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.