Mánudagsblaðið - 20.12.1978, Síða 14
14
Mánudagsblaðið
Miðvikudagur 20. desember 1978
Á alþingi spjölluðu þingmenn saman og
bar margt á góma. Ekki voru þó stjórnmál
rædd heldur aðrir yfirnáttúrulegir hlutir
t.d. annað líf, endurholdgun ofl. Vilmundur
Gylfason var með þingmanna og segir allt í
einu: Mig dreymdi undarlegan draum í
nótt. Migdreymdi að hann ólafur Ragnar
Grímsson væri dauður og var ég viðsíaddur
við útförina, fylgdi honum suður í kirkju-
garð og sá þegar honum var holað niður. —
Skömmu seinna átti ég leið í kirkjugarðinn
með Lúðvík samþingsmanni og er viö geng-
um fram hjá leiði ólafs brá okkur heldur
því þar var hið mesta jarðrask og umbrot
uns upp úr moldinni kom sjálfur andskotinn
og stundi upp: Ég krefst hér hælis sem
pólitískur flóttamaöurl!
★
Það var einu sinni sagt að Islendingar
væru svo heiðarlegir, að ekki væru hér á
landi nein fangelsi. Breyttir timar, aukin
velmegun hafa breytt öllu því enda eru
borgarar hér manna hnuplsamastir. Sem
dæmi um það má nef na að ekki er óhætt að
skilja nokkurn hlut eftir á borði ef menn
fara út á hótel. öllu er stolið, drykkjum,
tóbaki og kveikjurum, auk taskna dömu. En
landinn lætur það ekki duga. Á Borginni eru
lanpar á borðum, allsnotrir. Gestir hafa
þegar stolið nokkrum — auk þess sem þeir
snyrtilegustu hafa þaö sér til dundurs að
kafa með handleggnum niður i klósett-
skálar, vatnskassa, og nema á brott alls-
kyns hluti, flotholt, ofl. Sú var tíðin að
þessar hetjur létu sér nægja hlandsteinana.
Þeir heldu aö þeir væru sápustykki
★
Það er sagt að óvenjulega litið hafi verið
um búðahnupl á þessari jólainnkaupatíð —
það sem af er. Sannleikurinn er sá, að
kaupmenn hafa vakandi auga með þeim
sem virðast koma erindislausir inn í búðir
Vilmundur og
útför Ólafs —
Þjófóttír gestir -
Klósettæfintýri
Klúbbar 79,
sex-mad
Gleðileg Jól
þeirra og eru jafnfljótir að þekkja þetta
fólk út. Þo má segja að þeir séu óvenju
seinir til að kæra búðarþjófa, hika við það
af einhverri misskildri góðsemi. Þetta er
afar hættulegt fordæmi f stað þess að kæra
þá þegar í stað.
Og talandi um vísindalegan þjófnað.
Kona ein fór á toilette i einu af hótelum
borgarinnar. Hún skildi veski sitt eftir á
vaski meðan hún athaf naði sig og þegar hún
gætti að því var það horfið. Þetta var síðla
kvölds og fór konan heim veskislaus.
Daginn eftir hringdi i hana maður, kynnti
sig og kvað sig vita hvar veskið væri.
,, Konan mín" sagði maðurinn" er nefnilega
með stelsýki og tók veskið. Nú vil ég hitta
yður klukkan fjögur í dag (og tiltók
hótelið), og við fáum okkur kaffisopa og
ræðum málið". Konan varð himinlifandi,
þakkaði kærlega fyrir greiðvikina og var
mætt á tilteknum stað klukkan f jögur. Hún
beiðog beið til klukkan 5:30 en gafst þá upp
og fór heim. Þið getið ímyndað ykkur
undrun hennar er hún kom inn í íbúð sína og
sá, að þar var búið að „hreinsa" ailt verð-
mætt út. Semsagt, þjófarnir höfðu valið
hana úr, þekkt ástæöur hennar og hirt eigur
hennar meðan hún beið þeirra.
★
Fyrir nokkrum vikum var lítillega minnst
hér á Klúbb 68. Það var reyndar vitlaust
númer því klúbburinn er númer sjötíu og
átta, en réttilega var skýrt frá starfi hans.
Nú vorum við að frétta, að starf þessa
klúbbs færist mikið í aukanna og kunna
dömu—meðlimir sér varla hófs sökum hins
vilta kynlífs sem þarna á sér stað. Aldurinn
virðistekki skipta máli, kariarnirneru hinir
f jörugustu og konurnar ganga uppi að láta
sitt ekki eftir liggja.
Hvað á ég að
Þannig spyr margur
þessa dagana
gefa lóní og Gunnu
Við bendum á gagnlegar
og vandaðar gjafir:
Samanlagðir sfólar
sem allsstaðar henta, í
stofunni, eldhúsinu,
sumarbústaðnum eða í
garðinum.
Smíðaðir úr völdu
brenni.
Margir litir.
Verðið aðeins kr.
5.000.-
Nudd-
púðinn
frá Sviss
VIBRAMED nuddpúði
með hita.
Eykur blóðrás og
hressir ótrúlega.
3 mismunandi nudd-
hraðar.
Vinnur á við sex hend-
ur.
5 ára ábyrgð.
Tísku-
stóllinn
frá
Thonet
Nudd
tækið
VIBROSAN nuddtækið
með 5 munnstykkjum
og mismunahraða,
nuddar einnig með titr-
ingi og vinnur á sama
hátt og nuddpúðinn.
Með tækinu er hægt að
fá brjóstaklukku til
þess að styrkja brjóst-
in.
2ja ára ábyrgð.
brothe, iiol
■i □ a m
|§| gjjp {gg jg|| |g|
ETU DIÐITS
.......:..:
Yasa-
tölvur
Eigum fyrirliggjandi 6
gerðir af hinum frá-
bæru BROTHER
vasatölvum. Allt frá
einföldustu gerð upp i
vísindatölvu.
I árs ábyrgð.
Prjóna-
vélar
BROTHER 830 prjóna-
vélin er lang-fullkomn-
asta prjónavélin á
markaðnum, en er
samt lang-ódýrust.
Eigum ennþá örfáar
vélar á hinu ótrúlega
verði kr. 155.000.00.
Hefir ma :ga kosti
framyfir a11ár aðrar
prjónavélar.
Kennsla innifalin í
verði
-
BORGARFELL Skólavörðustíg 23, sími 11372