Tíminn - 04.01.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.01.1970, Blaðsíða 2
2 TIMINN SUNNUDAGUR 4. janúar 1970 eia látinn? Sá eftir stóru orðunum Vetingahús Wests átti eftir að baka þeim nokkur ó- þægindi Crabb og hinum þög- trla vini hans Bernard Smith. West fór með Serov í skemmti legt veitingahús, sem heitir Keppels Head, mitt á milli Vernon (köfunarskólans) og skipakvíar flotans, en veitti vínblöndu á undan matnum í veitingastofunni Nut Bar á neðri hæðinni, þar sem ungir foringjar í flotanum eru van- ir að fagna því, þegar þeir eru hækkaðir í tign. Serov geðjað- ist vel áð blöndunni (og einn af aðstoðarmönnum hans bað um uppskriftina) og smakkað- ist maturinn vel, en honum var slkolað niður með tölu- verðu af Cháteauneuf de Pape. Rússunum gazt svo yel áð þessu öllu að þeir vöndu kom- ur síear í Keppel's Head með- an skipin voru í höfn. Af þess- um ástæðum bjuggu þeir Orabbs og Smith í Sallyport, (sem einnig er ánægjulegt veit ingahús að vísu), í stað þess að búa á Keppel's Head, þar sem þægindin eru nokkru rneiri. West minintist loforðs síns með nokburri gremju þegar þeir gengu fyrirvaralaust inn í skrifstofu hans Crabto og Smith að morgni 17. apríl. Smith kynnti sig og kafarann sem foringja í leyniþjónust- unni og skýrði frá því, að þeir væru þarna í oeim erindum að kanna botn Ordzhonikidze, sem átti að leggjast að bryggju daginn eftir. Smith sagði að ætlunin væri að kanna, hvort botn sovézka beitiskipsins vær úr ryðfríu stáli, en það var heldur ólíkleg saga, sem West gerði þó enga athugasemd við. West vax skelfingu lostinn þeg ■ar hann mundi eftir orðum sínum við Serov, en taldi sig lítið geta að gert umfram það, að kanna skilríki mannanna tveggja. Hann skipáði þvi Lam port sínum að hafa samband við þann yfirmann MI5, sem átti að hafa með höndum sam- ur. Hann lét þeim £ té skrif- stofu í lögreglustöðinni í Ports mouth — s kammt frá Sally- port-gistihúsinu og skipa- kví flotans, — svo og símtæki, sem víðast hvar var hægt að koma í samband og bað Lam- port að láta þá hafa mann til áðstoðar. Lögreglan ráðlagði þeim að búa í Sallyport og forðast Keppel's Head til þess að draga úr hættunni á að þeir yrðu á vegi Serovs eða MVD-manna hans. West hafði ekki sjálfur ná- in afskipti af framkvæmd máls ins eftir að hann hafði rætt við þá Crabb og Smith. Hann athugaði síðar skýrslu Lam- ports og annað, sem honum barst til eyrna, og réði af því, að Smith, Crabb og aðstoðar- maður þeirra hefðu megin- hluta daganna 17. og 18. verið að athuga sjávarföll og annað þess háttar, en gefið sovézku skipunum náinn gaum síðari daginn, einkum þó skiptum á varðmönnum um borð, hvar verðir héldu sig, svo og köfun við skipin og gang vélanna. Crabb kafaði til reynslu í Stok es Bay vestan við hafnarmynn ið, en ekki við köfunarskólann Veron. Öndunartækin, sem hann reyndi, voru frá London. Þetta voru hringrásartæki, sem ekki voru almennt notuð í flotanum. Höfuðkostur þess- ara tækja er í því fólgi-nn, að þau giefa ekki frá sér neinar loftbólur, sem vekja athygli á kafaranum. Smith og Crabb höfðu aðgangskort að skipa- kvínni, og hafði flotalögreglan látið þeim þau í té. Svo er að sjá, sem ekki hafi þurft að Ekkert hefur frétzt um afdrif froskmannsins Crabbs, sem hvarf í höfninni í Portsmouth 18. apríl 1956, er Bulganin og Krustjoff heimsóttu Bretland. — Þriðja grein. band við aðrar greinar opin- bers eftirlits. Var Lamport sér lega vel fatiinn til starfans. H-ann hafði mikinn áhuga á gagnnjósnum og gekk síðar í þjónustu MI5. Hann er nú yf- irmaður öryggisvarna við kjarnorbustöðina í Aldermast- on. Undirbúningur köfun- arinnar Foringinn í MI5 fullvissaði hann um, að þeir Crabb og Smith væru í opinberum er- indum og lag-i til, að þeim yrði veitt sú aðstaða, sem þeir kyn-nu að þurf-a. West féllst á, vegna þessarra staðfestingar, að vera þeim Smith hjálpleg- skýra í hvaða erindum þeir væru til þess að fá. aðgangs- kortin. Staðurinn, sem mennimir þrír völdu sér í skipakvínni til þess að athuga rússnesku skip- in, va-r við Kin-gs Stairs, ná- lægt þurrkvínni, þar sem her- skipið Victory nú liggur. Það- an sáust rússnesku skipin vel og staðurinn gat ekki vakið nei-nar grunsemdir. Crabb drakk fast um kvöld- ið á ýmsum veitingastöðum í Portsmouth. Hann talaði ekki mikið eða ljóst, en þó mátti á honum skilja, að hann væri að svipast um eftir manni til að kafa með sér. En hann fann engao aðstoðarmann. Hann kom til Sallyport mjög seint að Ikvöldl hins 18. apríl. Klukkam níu morguninn eftir kom Smith í ofboði inn í skrif- stofu Wests og fyrstu orð hans voru: „Við höfum týnt Crabb“. Frásögn Smiths og bar áttan við blaðamenn Síðan sagði hann eftirfar- andi sögu: Þeir fóru á fæt-ur nokkru fyrir dögun hann og Crabb. Crabb hafði farið í froskmanns búninginn innan undir fötin, ’síðan gengu þeir niður að skápakvínm, þar sem frosk- m-aðurinn tók útbúnaðinn sinn. Þeir lögðu síðan leið sína til Kings Stairs, en þar er smá- bátahöfn og gömul steinþrep niður að sjónum. Crabb lét á sig öndunartækin rétt í þann mund, sem votta tók fyrir mor-gunbjarma á himninum, og hvarf síðan í sjóinn til þess að synda í kafi til rússnesku skipanna, sem voru ekki nema rúma 60 metra í burtu. Smith beið við flæðamálið. Skömmu síðar, eða um klukk an hálf átta, kom Crabb aftur í ljós við steinþrepin. Hann sagðist haf-a farið undir skipin, en átt í erfiðleikum með önd- unartækin og ekki haft tíma til a® ljúka könnun sinni. Hann hefði orðið að koma upp á yfirborðið til að fjarlægja tækin. (Síðar kom í ljós í or- sendin-gu Rússa, að varðmaður á öðrum tundurspillinum sá Crabb þarna í flæðarmálin-u, en gerði ekki viðvart svo að hljóðbært yrði. Crabb og Smith vissu ekki, að þeim hafði verið veitt athygli). Cratob gekk frá öndunar- tækjunum að nýju og hivarf aft ur í sjóinn til þess að gera aðra atrennu. Smith varð ekki var við hann aftur, og beið þó í flæðarmálinu fast að því klukkustund. Síðan tók hann ytri föt Crabbs og hraðaði sér til skrifstofu Wests. Lögreglustjórinn sagði Lam- port að síma til MI5, og láta vita, hvað gerzt hafði og biðja um nánari fyrirmæli. Fyrirmæl in voru ljós og tvímælala-us: Blandið ekki Smith í málið fyr ir nokkra muni. Svo furðulegt, sem það kann að virðast, þá urðu þessi fyrirmæli einmitt til þess, að nafn Smiths dróst inn í málið. Þegar sagan kvis- aðst varð alls staðar fullt af blaðamönnum í Portsmouth allt í einu. Þeir könnuðu gesta skrár allra gistihúsa í. borg- inni til þess að rekja slóð Crabbs og loks fannst nafn BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32 LJÚSASTILLINGAB tlJÚl ASÝILLINGAH MÚTORSTILLÍNGAR Látið stilla i tíma. «§ Fljót og örugg þjónusta. I 13-10 0 hans í gestaskránni í Sallypart. , Gestgjafinn sagði blaðamann-. inum, sem fann nafn Crabtos, að hann hefði komið í gisti- húsið hinn seytjánda ásamt manninum, sem skráður var i næstu síðu, — Bernard Smith. Blaðamaðurinn fór að ná í ljós myndar-a, til þess að taka mynd af blaðsíðu gestas-krár- innar, en fimmtán mínútur' liðu áður en hann kom aftur. Meðan hann var í burtu kom Lam-port og reif tvö blöð úr gestaskrán-ni, en skrifaði staf- ina sína á næstu síðu sem kvitt un. Þessar klunnalegu aðfarir voru n-auðsynlegar til þess að hald-a verndarhendi yfir Smith. Það kom að vísu ekki að haldi þegar öllu var á botninn hvolft en Lamport gat enga aðra við- leitni sýnt jafn skamman tíma og hann hafði til uipráða, — utan þá helzt að fjarlægja gesta-skrána með öllu. Smith símaði eitthvað, senni- lega til leyniþjónustunnar, fór síðan til gistihússins, greiddi reiknin-g þeirra Crabbs, tók farangurinn og hélt svo til London. Allt gekk sinn gang í London Rússarnir voroi snieiinimia á fótum þennan morgun í gisti- húsi síru í London. Þeir lögðu blómsveig við minnismerki „hinna hraustu hermanna Bretaveldis“ áður en þeir i lögðu leið sína til Bueking- ham-hallar. , Cra-bt) var látinn áður en blómsveigurinn var lagður. Smith var búinn að síma skrif- stofu sinni í Queen Anne’s Gate fréttirnar áður en rússn- eska fylkin-gin skálmaði inn um hallarhliðið og hlýddi á varðsveitina leika The Eton Boating Song. Rússarnir óku frá Bucking- ham-höll til Downing-stræt- is tíu, þar sem þeir dvöldu í fjörutíu mínútur og ræddu við Eden, Anthony Nutting, Read- ing lávarð, Selwyn Lloyd, Har- old Macmillan og Hugh Gait- skell, en síðan skruppu þeir snöggvast til gistihúss síns til' þess að skipta um föt áður ea þeir færu til hádegisverðar, — með Eden og Lloyd — í sov- ézka sendiráðinu I Kensington. Þungur froskbúningurinn og vatnið í lungunum olii þvi, að Crabb barst með botninum. Hann var nú kominn út úr höfninni í Portsmouth og barst í átt til Langston-hafnar með hálfrar mílu hraða á klukkustund. Smith var á leið- inni tii London. Sennilegt er, þó að ekki sé það vitað með vissu, að skipherrann á Ordz- honikidze hafi verið búinn að láta vita am froskmanninn, sem sást hjá sovézka tundur- spillinum klukkan átta um morguninn. Enn hafði Eden ekkert frétt. Síðdegis fóru Rússarnir aft- ur til Downingstrætis tíu til þess að ræða um mál land- anna fyrir botni Miðjarðarhafs eins og af'.opnun. Smith var kominn til London og beið þar ásamt æðra settum sam- starfsmönnum sinum í ug-g og ofvæni eftir því, að allt kæm- ist upp. Svo ótrúlegt sem það ka-nn að virðast þá játuðu þeir ekki yfirsjón sína, ekki einu sinni fyrir Sir John Sinclair, sem var einn í leyfi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.