Tíminn - 04.01.1970, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.01.1970, Blaðsíða 10
10 TIMINN SUNNUDAGUR 4. janúar 1970 A KOJ.OUM KtAKA JAIVIES OLIVER CURWOOD 31 fast á hann, — af því að ég vissi, að ef maður ei-ns og þér elskar konu, mun hann berjast fyrir hana og verja hana, jafnvel þótt hún sé ekki hans. — En það vissuð þér ekki — ekki fyrr en við hittumst í skóg- arlundinum, sagði hann til and- mæla. — Jú, ég vissi það fyrir. Ég vissi það, þegar ég var í húsi Ell- enar McCormicks. Hún reis hægt á fætur og stóð fyrir framan hann, og hann stóð líka upp. Hann starði á hana, eins og maður, sem hefur verið sleg- inn, og skilningsbjarminn og til- finningin um það, að sannleikur- inn mundi brátt opinberast, gerði hann óstyrkan. Hann sagði undr- andi: — Þér komuð til Eilenar Mc- Cormick. Hún afhenti yður — það. Hún kinikaði kolli. — Já, föt- in, sem þér tókuð með yður frá skipinu. Þér megið ekki reiðast mér, Holt. Verið mér vingjarnleg- ur, þegar þér hafið heyrt það, sem ég ætla nú að segja yður. Ég var þar í húsinu síðasta daginn, sem þér komuð þar frá því að leita mín með strlöndinni. McCormick vissi ekkert um það, en Ellen vissi það. Ég skrökvaði ofurlítið og féklk hana tii þess að lofa því að segja yður ekki, að ég væri þar. Ég get sagt yður það, að ég var ekki jafnörugg og áður. Hug- rekki mitt var þorrið, og ég var hrædd við yður. m — Hrædd við mig? — Já, hrædd við alla. Ég var inni í innra herberginu, þegar hún spurði yður — um það, sem þér vitið, og þegar þér svöruðuð á þann veg, var ég sem steini lostin. Ég var full undrunar og gat varla trúað þessu og þorði það ekki. Ég héit, að þér fyrirlituð mig og hefðuð aðeins farið að leita mín, af því að þér álituð það skyldu yðar. Það var ekki fyrr en tveim dögum seinna, er bréf yðar til Ellenar kom, og við lás- um það, sem. . . — Þið opnuðuð þau bæði? — Já, auðvitað. Annað þeirra átti að Jesast strax, en hitt þegar ég fyndist. Ef til vill var þetta ekki alveg rétt gert af okkur, en þér getið ekfci búizt við því, að tvær konur geti staðizt aðra eins freistingu. Og — ég varð að fá að vita sannleikann. Um Ieið og hún sagði þetta laut hún ekki höfði eða leit undan. Þau horfðu hvort á annað og það var glampi í augum hennar. — Og þá gat ég ekki annað en trúað því. Þegar ég las bréfið, skildist mér, að þér væruð eini maðurinn í heiminum, sem vildi hjálpa mér og gæti gert mér það mögulegt að sigrast á fjandmönn um mínum, og þess vegna kom ég til yðar. En það hefur kostað mig allt mitt hugrekki — og svo hef ég ekki annað upp úr því en að þér rekið mig burt. Hann sá aftur bessa dásamlegu sjón. Það glitruðu tár í áugum. hennar, en þó horfði hún á hann án þess að depla augunum, ótta- laus. Hún þurrkaði tárin ekki burt, en sem allra snöggvast brosti hún í gegnum þau, brosti til hans, á þann hátt, sem engin kona hafði áður brosað til hans. Og honum fannst fylgja þessum tárum hugrekki og stolt, sem lyfti henni yfir öll vandræði. Það var vilji, dirfska, sem komu frá hjart- anu og dreifðu hinum myrku skýj- um, sem grunsemdir og ótti höfðu kafið hug hans. Hann reyndi að segja eitthvað, en rödd hans var loðin. — Þér komuð — af því, að þér vissuð, — að ég elskaði yður, — og af því að.. . —• Það hlýtur að vera af því, að ég hef frá því fyrsta borið hlýjan hug til yðar, Alan Holt. — En það hlýtur að hafa ver- ið eitthvað meira, sagði hann — Einihver önaur ástæða. —• Þær eru tvær, sagði hún, og nú tók hann eftir því, að þegar tárin voru horfin, roðnuðu kinn- ar hennar aftur. — Og þessar tvær eru? — Aðra þeirra get ég alls ekki sagt yður, og ef ég segi yður hina munduð þér fyrirlíta mig. Það er ég viss um. — Hún snertir John Graham, er það ekki? Hún laut höfði. — Já, John Graham. Nú sá hann efcki í augu henn- ar í fyrsta sinn meðan á samtal- inu stóð. Hin löngu augnahár skyggðu á þau, og sem 'llra snöggvast virtist hún hafa tapað hugró sinni, eins og í þessari spurningu hans hefði falizt eitt- hvað svo þýðingarmikið, að þsð raskaði geðró henoiar. Þó voru kinnar hennar ekki bleikar, held- ur rjóðar, og þegar hún leit á hann aftur loguðu augu hennar. — John Graham, sagði hún aft- ur. — Manninn, sem þér hatið og viljið helzt drepa. Hann sneri sér hægt í áttina til dyranna. — Strax eftir hádeg- ið fer ég af stað til þess að líta eftir hjörðunum uppi við fjalls- ræturnar, sagði hann. — Og þér eruð — velkomnar hér. Hann stóð andartak kyrr við dyrnar og sá, að hún dró and- an hratt og þungt, og nýr glampi kom í augu hennar. — Þakka yður fyrir, Alan Holt, sagði hún lágt og innilega. — Þakka yður fyrir. Svo stöðvaði hún hann allt í einu með snöggu hrópi, eins og hún gæti ekki lengur haft full- komið vald yfir sér. Hann stóð rétt hjá henni, og dálitla stund sagði hvorugt orð. — Ég iðrast þess — ég iðrast þess, sem ég sagði við yður þarna um kvöldið um borð í Nome, sagði hún. — Ég ásakaði yður um harðneskju, um rustaskap, um — já, jafnvel margt enn þá verra, en nú tek ég orð mín aft- ur. Þér eruð göfuglyndur og hreinlyndur, þvi að nú, er þér farið héðan út, vitið þér, að ég er eitthvað bendluð við þann mann, sem þér hatið og hefur valdið yður ólæknandi sorgum, en samt bjóðið þér mig velkomna. Ég vil gjarna að þér séuð hér lengur. Þér hafið vakið hjá mér löngun til þess að segja yður hver ég er og hvers vegna ég er í raun og veru komin hingað til yðar, en Guð gefi, að þér hatið mig ekki, þegar ég hef sagt yður allt saman. XVIII. kafli. Alan virtist þessi stund hafa breytt öllu, sem í kring um hann var, bæði í nálægð og fjarlægð. Það var dauðaþögn í húsinu og ekkert heyrðist nema andardrátt- ur stúlfcunnar, sem Iíktist hljóð- um gráti. Hún hafði snúið sér út að glugganum og horfði út yfir sléttuna, sem baðaðist gullnu sól- skininu. — Ég hef verið mjög heimsk. Það, sem ég ætla nú að segja yð- ur, hefði ég átt að segja yður, þegar við vorum á skipinu. En ég þorði það ekki þá. Nú er ég ekki hrædd, en ég skammast mín, blygðast mín fyrir að verða að segja yður þennan sannleika. Og þó sé ég ekki eftir því, að þetta skyldi fara eins og það fór, því að annars hefði ég aldrei komið hingað, og allt hér — land yðar, fólkið yðar og þér sjálfur — er nú orðið mér mikils virði. Þér munuð skilja þetta, þegar ég hef lokið sögn minni. — Nei, þér megið tíkki gera það, sagði hann næstum hörku- lega. — Nei, það má ekká. Ef ég get eitthvað hjálpað yður, og ef þésr viljið tala við mig eins og vin yðar, þá er öðru máli að gegna. En ég vil ekki að þér far- ið að skrifta fyrir mér eitthvað, sem ef til vill mundi eyðileggja traust mitt á yður. — Eigið þér við, að þér Iberið traust til mín? — Já, já, mjög mikið, svo mik- ið, að sólin mundi sortna í mín- um augum, ef ég missti yður aft- ur á sama hátt og ég misstí. yð- ur, þegar þér stukkuð fyrir borð. — Er þetta alvara yðar? Það var engu líkara, en hún hrópaði þetta, og hann tók varla eftir nokkru öðru en augum henn ar. Andlit hennar var mú jafn- bleikt gæsablómunum útí á slétt- unni. Hann var háífringlaður vegna þess, sem hann hafði vog- að sér að segja, og hann skildi ekki, hvers vegna hún var svona föl. — Er ýður alvara? sagði húo hægt, — og það eftir allt, sem skeð er — og jafnvel eftír að — þér hafið lesið bréfpartinn, sem Stampade færði yður í gærkveldi. Hann varð undrandi. Hvernig hafði hún komizt að því, sem hann áleit að væri leyndarmál sitt og Stampade? Hann fann allt í einu skýringu á því, að hún las hana út úr andliti hans. — Nei, það var ekki Stampade, sagði hún. — Hann hefur ekki í dag er sunnudagurinn 4. janúar 1970. HEILSUGÆZiA HITAVEITUBILANIR rllkynnlst slma 15359 BILANASIMI Rafmagnsveltu Reyk|a vfkur 6 skrifstofutlma er 18222 Nætur og helgldagavarzia 18230 Skolphrelnsun allan (Alarhrlnglnn Svarað • slma 81617 og S3744. SLÖKKVILIDIÐ og slúkrablfrelðlr - Siml 11100 SJÚKRABIFREIÐ ■ HafnarflrSI sima 51336 SLYSAVARÐSTOFAN i Borgarspltal anum er opln allan sölarhrlnglnn ASelns móttake slasaSra Slm> 81212. Næturvörzlu í Keflavík 3. jan. og 4. jan. annast Guðjón Klemens- son. Næturvörzlu í Keflavík 5. jan. anmast Kjartan Ólafsson. Kvöld og helgidagavörzki Apo- tefca i Reykjavík vikuna 3. jan- — 9. jan. annast Laugarnes-apó- tek og Ingólfsapotek. FELAGSLÍP Tónabær — Tónabær — Tónabær Félagsstarf eldri borgara. Mánudaginn 5. jan. kl. 10.30 e. h. hefst félagsvist kl. 2 teikninga- og málun kl. 3 bókaútlán frá Borgar- bókasafniiinu. Kaffiv. kl. 4.30. Kvikmyndasýning. Æskuliðsstarf Neskirkju. Fundur fyrir pilta verður í Fé- lagsiheimilinu mánudaginin 5. jan- kl. 8.30. Opi® hús frá kl. 8. Séra Frank -.1. Halldórsson. ÍR-ingar- — Skíðafólk. Lyftan verður i gangi i dag. Næg- ur snjór við skálann. Stjórnin. ★★ Minmð ættingja yðar og vini á störf og tilgang Slysavama félags íslands með þvi að senda þeim jólakort félagsins. Þau fást hjá slysavarnadeildun: og bóksöl- um um land allt. Minningarspjöld drukknaðra frá Ólafsvík fást á eftirtölduim stöð- um: Töskubúðinini Skólavörðustig. Bóbabúðinnd Vedu Digranesv Kóp- Bókabúðinni Alfheimum 6. og á Olafsfirði. Minningarspjöld Kapellusjóðs séra Jóns Steingrímssonar fást á eftirtöldum stöðum: Skartgripaverzlun Email, Hafn- arstræti 7. Þórskjör, Langholts vegi 128, Hraðhreinsun Austur- bæjar, Hlíðarvegi 29, Kópavogi. Þórði Stefánssyni, Vík í Mýrdal- Séra Sigurjóni Einarssyni, Kirkju bæjarklaustri. Minningarspjöld: Menningar- og minningarspjöld kvenna fást á eftirtöldum stöðum: Skrifstofu sjóðsins, Hallveigarstöð um Túngötu 14, Bókabúð Braga Brynjólfssonar Hafnarstræti 22, hjá Önnu Þorsteinsdóttur, Safa mýri 56, Valgerði Gísladóttur Rauðalæk 24 og Guðnýju Helga dóttur Samtúni 16. Kvenfélagasamband íslands. Leiðbeiningarstöð húsmæðra Hall- veigarstöðum, sími 12335 er opin alla virka daga frá kl. 3—5. nema laugardaga. Minningarspjöld Háteigskirkju eru afgreidd hjá Guðrúnu Þorsteins dóttur. Stangairholti 32, sími 22501 Gróu Guðjónsdóttur, Háaleitisbraut 47, sími 31339. Guðrúnu Karlsdóttur, Stigiahlið 4, sími 32249 Sigriði Benónýsdóttur, Stigahlíð 49, stmi 82959. Ennfremur I bókabúðinni Hlíðar, Miklubraut 68. Minningarspjöld Minningarsióðs Mariu Jónsdóttur flugír fást á eiilrtöldum stöðum. Verzl Okulus, Austurstræti 7 Kvík VerzL Lýsing, Hverfisgötu 64. Rvík Snyrtistofunru Valböll. Laugav 25, og hjá Marlu OlafsdóttuT. Dverga. steini. Reyðarfirði. Minningarspjöld Styrktarfélags heyrnardaufra. fást hjá félaginu Heyrnarhjálp. lngólfsstræti 16 og í Heyrnleysinigjaskólanum. Stakk holtí 3 Kvenfélag Lágafellssóknar. Spjöld minningarsjóðs kvenfélags Lágafellssóknar fást á Símstöð- inni Brúarlandi, sími 66111. SOFN OG SYNINGAR ísienzka Dvrasainið ei opið 10— 22 alla sunnudaga í Miðbæjarskól anum. Náttúrugrlpa&afnlð Hverfisgötu 115, 3. næð optð þriðjudaga, fimmtu daga laugardaga og sunnudaga frá kl 1.30—4 Landsbókaasfn fslands, Safnahúsjnu við Hverfisgötu. —• Lestrarsalir eru opnir alla vinka daga kL 9—19. Htlánssalur kl. 13—15. bjóðsklalasafn Islands Opið alla virka daga fci 10—12 og 13—19 Frá l október er Borgarbókasafn íð og útibú Þess opíð eins og hér segir: Llstasafn Islands er opið brlðju daga. fimmtudaga laugardaga og sunnudaga frá fcl I 30—4 BORGARBÓKASAFN REYKJAVfKUR Aðalsafn, Þingholtsstræti 29 A. Mánud. — Föstud. kl. 9.00 — 22.00 Laugard. kl. 9,00 — 19,00. Sunnud. kl. 14,00 — 19,00. Hólmgarði 34. Mánud. kl. 16,00 — 21,00. Þriðjud. — Föstud. kl. 16,00 — 19,00. Hofsvallagötu 16. Mánud. — Föstud. kl. 16.00 — 19,00. Sólheimum 27. Mánud. — Fösbud. kl. 14.00 — 21.00. Bókabíll. Mánudagar Arbæjarkjör, Arbæjarhverfi fcL 1.30 — 2,30 (Börn) Austurver, Háaleitisbraut 68 kl. 3,00 — 4,00. Miðbær, Háaleitisbr. kl. 4,45 — 6,15. Brciðlholtskjör, Breiðholts- hverfi kl. 7,15 — 9,00. Miðvikudagar Alftamýrarskóli kl. 13,30 — 15,30. Verzlunin Herjólfur kl. 16,15 — 17,45. Kron við Stakkahlíð kl. 18.30 — 20,30. Fimmtudagar Laugalækur/Hrísateigur kl. 13,30 — 15,00. Laugarás kl. 16,30 — 18,00. Dalbraut/Kleppsvegur kl. 19,00 — 21,06. Föstudagar Breiðholtskjör, Breiðholtshv. kL 13.30 — 15,30. Skildimganesbúðin, Skerjaf. kl. 16,30 — 17,15. Hjarð- arhagi 47 kl. 17,30 — 19,00. / % 3 y i~ 6 7 s W/ W/ sss///,, ? /o // Jjg 1 /Z /3 /V wL W' /r Lárétt: 1 Vörusölu 6 Vindur 7 Röð 9 Tónn 10 Seiður 11 Öfug röð 12 Kall 13 Dund 15 Rimpaði. Krossgáta Nr. 462 Lóðrétt: 1 Árdags 2 Tveir eins 3 Niðamyrk 4 Keyr 5 Harðri 8 Bjó 9 Matvæla- stofnun 13 Tvíhljóði 14 Trall. Ráiðning á gátu nr. 461. Lárétt: 1 Langvía 6 Úri 7 ÐÐ 9 Al 10 Magnaði 11 Um 12 II 13 GIl 15 Digrast. Lóðrétt: 1 Loðmund 2 Nú 3 Grundir 4 VI 5 AUillt 8 Dam 9 Áði 13 GG 14 La.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.