Tíminn - 04.01.1970, Side 16

Tíminn - 04.01.1970, Side 16
 Geysifeg aukning fíug- umferðar am Hornafíörð Háskólastúdentar héldu ÁttadagsgleðS sína í anddyri Háskólans á gamlaárskvöld samkvæmt gamalli venju, en undanfarin ár hefur gleðin verið haidin í öðru húsnæði. Stúdentarnir ákváðu í þetta sinn, að færa hana aftur í sitt upprunalega form og er hessi mynd tekin á gamlaársdag, þegar vcrið var að skreyta anddyrið. Eins og sjá má, eru skreytingirnar í léttum dúr. (Tímamynd GE). 9B-Reykjavík, laugardag. I f yfirliti flugmálastjóra um flug umferðina á s. 1. ári, kemur m. a. fram, að lendingum flugvéla á Akureyri fækkaði um 29% á ár- inu, en fjölgaði jafnmikið í Vest- mannaeyjum. Þá varð 12% fækk- un lendinga á Egilsstöðum, en 4% aukning á ísafirði. Athyglisverð- ast í þessu yfirliti er þó, að lend- ingum á Hornaf jarðarflugvelli fjölgaði um hvorki meira né minna en 56% og er það lang- mesta aukning á landinu. Blaðið hafði samband við Þor- björn Sigurðsson, umboðsmann Flugféiags íslands í Höfn, og spurði, hverjar hann teldi helztu ástæður þessarar aukningar. Þor- björn kvaðst ekki hafa fengið ná- kvæma skýrslu um umferð um flugvöllinn ennþá, en hann taldi líklegast, að fjöigunin stafaði að- allega af því, að flugskóli tók til starfa á Hornafirði í haust, Væng- ir h.f. Síðan í sumar er Horna- fj.fliugvöllur varaflugvötLlur fyr- ir millilandaflug og mun lending- um einnig hafa fjöigað nokkuð þess vegna. Af þessum 642 lend- ingum, sem urðu á flugvellinum á árinu, eiga flugvélar varnarliðs- ins einnig talsverðan hluta, því að þær kouna stundutn oft í viku með birgðir og menn í sambandi við radarstöð varnarliðsins í Höfn. Flugfélag íslands hefur þrjár áætlunarferðir í vi'ku til Horna- Verð á minkaskinnum lækkaði um iO til 12% á skinnauppboði sem haldið var í Osló FB-Reykjavík, laugardag. Verð á minkaskinnum lækkaði , um 10 til 12% á skinnauppboði í Osló í desember miðað við verð, sem var á skinnunum á uppboðinu í desember árið 1968. Frá þessu segir í frétt í norska blaðinu Nationen. Þar segir, að á Skinna- markaðinum í Osló hafi verið boð in fram 400.000 minkaskinn, en 20% þeirra hafi verið dregin til baka. Vikuna áður voru boðin 40. 000 refaskinn, og seldust 60% þeirra. Aðalástæðan fyrir verð- lækkuninni á minkaskinnunum er sögð sú, að markaðurinn í Banda- ríkjunum hefur brugðizt. Barátt- an gegn verðbólgunni í Bandarikj unum mun vera þess valdandi, að minna er keypt af minkaskinnum. Útlitið er hins vegar bjartara í Evrópu. Mjög þýðingarmikið er, að áhugi á skinnum vex stöðugt í Vestur-Þýzkalandi. Hefur því orð- ið markaðstilfærsla frá Bandaríkj unum til Evrópu, og geta menn glatt sig við það, segir Ivar Thome forstjóri Skinnamarkaðs- ins í Osló. Bandaríkjamenn eru þrátt fyrir allt enn stærstu skinna kaupendurnir, segir Thome enn fremur, en að þessu sinni létu þeir lítið fara fyrir sér á uppboð- inu, og af því stafaði verðlækk- unin. Áhugi á norska minknum hefur aukizt í Frakklandi og Ítalíu ekki síður en í Vestur- Þýzkalandi, ög einnig eykst salan á Norðurlöndunum sjálfum. Svartur minkur er enn cftirsótt astur. Lágmarksverð til útflutn- ings var sem svarar 1190 kr. Hæsta verð fyrir svört skinn af karldýrum 3240 krónur og kven- dýrum 1700 krónur rúmar. Lægsta verð fyrir safír-mink var 1140 kr. en fyrir Pastelmink 1070 kr. og fyrir silfurbláan 950 krónur. Drukknir, réttindalaus- ir unglingar stela bílum OÓ-Reykjavík, laugardag. Maðui', sem var að koma frá vinnu sinni kl. 4,30 í morgun, varð var við grunsamlega náunga, sem voru að koma bíl út úr Mjó- stræti. Tókst þeim heldur óhönd- uglega að snúa bílnum við og var honum ekið utan í öskutunnur og vakti það athygli mannsins. Hljóp hann til og ætlaði a5 stöðva bílinn, en þá var honum ekið frá öskutunnunum og áleiðis í miðbæinn. Fór þá maðurinn á lögreglustöðina og tilkynnti um grunsamlega náunga á bíl og fann lögreglan bílinn fljótlega og stöðv aði hann. í honum voru bræður, 16 og 17 ára. Báðir undir áhrifum áfengis og ökuréttindalausir. Höfðu þeir stolið bílnum. Um hálftíma síðar tók lögreglan fástan 16 ára gamlan pilt, sem stolið hafði bíl föður síns. Hafði strákur fengið sér neðan í því og var að skemmta sér við að aka um borgina. JOLAPÚSTUR17 DAGA Á LEIÐ- INNI, EN VAR EKKI TÝNDUR KJ-Reykjavfk, laugardag. Raddir hafa heyrzt um, a8 eitthvað af jólapósti frá út- löndum hafi týnzt, og munu einhverjir hafa saknað bréfa og sendinga að utan. Skýringin á þessu mun hins veg ar vera sú, að danskt skip var 17 daga á leiðinni frá Danmörku til Reykjavíkur með jólapóstinn. Lagði það af stað 12. des. og kom hingað 29. des. Munu þetta hafa verið einhver mistök hjá dönsku póstþjónustunni, að senda hingað jólapóst með skipi, sem vitað var, að átti að koma við í Póllandi á leiðinni til íslands. Að öðru leyti er ekki vitað um neinar sérstakar tafir á jólapóstsendingum, og það verður þá að skrifast á reikning ímyndaðs sendanda, ef einhverjir hafa ek'ki fengið jólapóst að utan. LANCEBO SYNGUR Á NÝ FB-Reykjaví’k, laugardag. Sænska söngkonan Karen Langebo, sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í Brúðkaupi Fígarós, hlutverk Súsönnu, hef ur að undanförnu legið veik með hálsbólgu, og hafa því ekki verið sýningar á Brúðkaupinu frá því frumsýningin var á annan jóladag. Nú hefur söng- konan náð sér aftur, svo að hún getur sungið á ný, og verð ur sýning á Brúðkaupinu í Þjóðleikhúsinu á morgun, sunnudag. Myndin er af söng- konunni í hlutverki sínu. fjarðar og sagði Þorbjörn, að á þess veg'um kæmu aðallega Friend ship-flugvélar, og þá einnig í sam bandi við Færeyjaflugið. Hornafjarðarflugvöllur hefur verið allmikið endurbættur undan- farið og er nú orðinn 1350 metra langur, en til stendur að gera- hann 1600 metra langan. Félagsmálaskóli Félagsmálaskóli Framsóknarr flokksins heldur fundi mánudag- inn 5. janúar og miðvikudaginn 7. janúar næstkomandi. Ævar Kvar- an, leikari veitir tilsögn í ræðu- mennsku. —- Á næstunni verða fundir Félagsmálaskólans haldn- ir á mánudögum og miðvikud. CAFFALBIT- AR ERU Á ÞROTUM í NORECI FB-Reykjavík, laugardag. Síldarleysið hér í sumar er farið að segja til sín víð- ar en í efnahagslifinu hér á landi. Norska blaðið Nation- en skýrir frá því, að gaffal- bitar þar í landi séu á þrot- um. Hefur stærsta niður- suðufyrirtæki landsins, sem er í Stavangri, tilkynnt, að birgðimar séu þrotnar. Or- | sökin er sögð vera sú, að veiðin við ísland hafi brugð- izt í ár. Ennfremur segir Nationen, < að verð á gaffalbitum mund hækka nokkuð, því að sfld sú, sem hefur verið til sölu ætluð til framleiðslu gaffal- bita, er minni en venjulega, og því er bæði erfitt og dýrt \ að vinna úr henni, Eins og fram hefur komið áður hafa verið gerðar til- raunir til þess að nota makríl í gaffalbitaframleiðsl una, en hingað til hefur ár- angurinn ekki verið sem skyldi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.