Tíminn - 20.01.1970, Page 1
PENINGAPOLITIK OG SIÐLEYSI
SJÁ FRÁSÖGN AF
KSÍ-ÞINGI Á BLS. 13
% SAMVINNUBANKINN
\ -WJNN BANKI
\ ^
i
15. tbl. -— Þriðjudagur 20. janúar 1970. — 54. árg.
SAMVINNUBANKINN
Neita skipstjórar og útgerðar-
menn að gera út á loðnuveiðar?
EJ-Reykjavík, mánudag.
Mikill meirihluti starfandi skip-
stjóra og útgerðarmanna skipa,
sem ætla að stunda loðnuveiðar á
vertíðinni, komu saman til fundar
í gær og mótmæltu þar eindregið
að lögin um verðjöfnunarsjóð fisk
iðnaðarins verði látin taka gildi
gagnvart loðnuverði á komandi
vetrarvertíð. Segir í ályktun fund-
arins, að verði ekki kröfum skip-
stjóranna og útgerðarmannanna
sinnt, „munu áhafnir skipanna
ekki treysta sér til að láta lög-
skrá sig á skip, sem stunda loðnu-
veiðar og ætla að Ianda aflanum á
fslandi“. Er því allt í óvissu um
hvað verður úr loðnuveiðum hér
við land í vetur.
Yfirnefnd verðiagsráðs sjávarút-
vegsins ákvað í dag ioðnuverðið
fram til 15. maí. Samkvæmt þvi
skal lágmarksverðið vera 90 aur-
ar á ldló, en var áður 63 aurar.
Til viðhótar koma 5 aurar á kíló
í flutningskostnað frá sikipshlið til
verksimiðju.
Þessir 90 aurar eru því það,
sem kemur til skiptanna milli út-
gerðar og áhafnar og þykir sjó-
mönnum það lítið. Benda þeir m.
a. á, að hið raunverulega verð,
sem verksmiðjumar greiða, sé nú
1,37 krónur á kíló. Af þessu verði
fer 21% í ýmsa sjóði og útgerðar-
kostnað, 5 aurar í löndunarkostn-
að, og 22 aurar í verðjöfnunar-
sjóð. Eftir eru þá 90 aurar, sem
koma til skiptana.
„Það er búið að rýra kjör okkar
sjómanna um % á tveimur árum“,
sögðu þeir skipstjórar, sem blaðið
átti tal við í kvöld. „Þetta getum
við ekki sætt okkur við“.
Eins og áður segir fara 22 aurar
í verðjöfnunarsjóð, Oig því mót-
mæla skipstjórarnir og útgerðar-
mennirnir — sem voru um 40 tals-
ins á fundinum í gær — harðlega.
Ályktunin, sem var send sjájvarút-
vegsmálaráðuneytinu, hljóðar ann-
ars svo:
„Fundurinn mótmælir eindregið,
að lög um verðjöfnunarsjóð fisk-
iðnaðarins verði látin taka gildi
gagnvart ioðnuverði á komandi
vetrarvertíð.
Með tiUiti til iélegrar afkomu
skipa og Skipshafna, sem stundað
hafa veiðar þessar á undanförnum
árum. ásamt stórauknum veiðar-
færa- og útgerðarkostnaði, þá mæl
ist fundurinn til, að sú verðhækk-
un, sem orðið hefur á loðnuaf-
urðum á heimsmarkaði, verði lát-
in koma fram í verðákvörðun hrá-
efnis, svo að menn fáist til að
stunda þessar veiðar og hægt verði
að gera út skipin. Þessu til stuðn-
ings bendum við á gildandi hrá-
efnisverð í nágrannalöndum okkar.
Verði þessu eikki sinnt, munu
áhafnir skipanna ekki treysta sér
til að láta lögskrá sig á skip, sem
stunda loðnuveiðar og ætla að
landa aflanum á íslandi".
Skipsfjórar og útgerðarmenn
munu væntanlega ræða nánari að-
gerðir á morgun, þriðjudag.
Forsetinn til
Danmerkur
Forseti íslands, dr. Kristján
Eldjárn, mun ásamt konu sinni
fara í opinbera heimsókn til
Danmerkur í boði dönsku kon-
ungshjónanna dagana 2.—4.
septemher n. k.
ÞEIR FORUST VIÐ STOKKSEYRI
Ariiíus Óskarsson
Geir Jónasson
Jósep Zophoníasson
HreiSar Árnason
Björn Maron Jónsson
Gunnar Einarsson
Guðmundur Hjálmtýsson
Erlendur Magnússon
Vélbáturinn Sæfari BA-143
frá Tálknafirði fórst fyrr í þess
um mánuði með allri áhöfn,
sex mönnum.
Þeir, sem fórust með Sæfara
voru: Hreiðar Árnason, skip-
stjóri, Bfldudal, fæddur 1945.
Hann var ókvæntur en átti’eitt
barn. Björn Maron Jónsson,
stýrimaður. Reykjavík, fæddur
1949. Hann var ókvæntur. Gunn
ar Einarsson. Bíldudal, vélstj.,
fæddur 1945. Hann lætur eftir
sig konu, en var barnlaus. Guð-
mundur Hjálmtýsson, háseti,
Bfldudal, fæddur 1951. Hann
var ókvæntur. Erlendur Magn-
ússon, háseti, Bfldudal, fæddur
1949. Hann var ókvæntur. Gunn
ar Gunnarsson, matsveinn, Eyj-
arhólum, Mýrdal, fæddur 1934.
Hann var ókvæntur.
ÞEIR FORUST MEO SÆFARA
Þrír skipstjórar á Stokkseyri
létu Iífið á sunnudaginn, þegar
Iitlum árabát, sem þeir voru á,
hvolfdi á innsiglingarsundinu
þar. Skipstjórarnir þrír höfðu,
ásamt fjórða manni, farið út á
sundið til að hagræða innsigl-
ingardufli. Fjórði maðurinn
bjargaðist naumlega.
Þetta voru allt ungir menn
og kvæntir.
Nánar segir frá þessu
slysi á baksíðu blaðs-
ins í dag.
Gunnar Gunnarsson