Tíminn - 30.01.1970, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.01.1970, Blaðsíða 4
4 TILKYNNING frá Stofnlánadeild landbúnaðarins Umsóíknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1970 skulu hafa borizt bankanum fyrir 28. febr. n.k. Umsókn skal fylgja nákvæm lýsing á framkvæmd- inni, þar sem meðal annars er tilgreind stærð og byggingarefni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðunautar, skýrsla um búrekstur og fram- kvæmdaþörf, svo og veðbókarvottorð. Lánsloforð, sem veitt voru á síðastliðnu ári, falla úr gildi 28. febrúar, hafi bankanum eigi borizt skrifleg beiðni um að fá lánið á þessu ári. Engin ný skýrslugerð þarf að fylgja slíkum endumýjun- arbeiðnum. Skjöl, sem borizt hafa vegna framkvæmda á árinu 1969 og ekki voru veitt lánsloforð um á því ári, verður litið á sem lánsumsóknir 1970. Frá og með árinu 1971 mun Stofnlánadeild land- búnaðarins gera kröfu um, að teikningar, sam- þykktar af Teiknistofu landbúnaðarins, fylgi með lánsumsókn. Reykjavik, 28. janúar 1970 BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS Válritunarstúlka óskast til starfa við sendinefnd fslands hjá Sameinuðu J þjóðunnm í New York. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg og hraðritunarkunnátta æskileg. Skriflegar umsðknir ásamt meðmælabréfum og upplýsingum um fyrri störf, sendist utanríkis- i ráðuneytinu fyrir 5. febrúar. i Utanríkisráðuneytið. FYRIRLESTUR UM MÁLMTÆRINGU heldur Civ.ing. Hans Arup forstjóri Korrosions- centralen í Köbenhavn, í Norræna húsinu, föstu- daginn 30. janúar kl. 20.30. Verður einkum rætt um málmtæringu 1 vatnsveitukerfum og fyrir- spumum svarað. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Rannsóknastofnun iðnaðarins. Útgerðarmenn - Skipstjórar Framleiði 3 og 4 kg. netasteina. Merktur ef óskað er. HELLUSTEYPAN, símar 52050 og 51551. TIMINN FÖSTUDAGUK 30. janúar 1970 Kennsl undandrætti f sjónvarpinu í fyrrakvöld var fróðlegur þáttur um skatta mál. M. a. upplýsti skattrann- sóknarstjóri almenning um það, hvemig þeir, sem aðstöðu hafa til, fara að því að draga raun- verulegar tekjur sínar undan skatti með löglegum hætti. Þetta mun vafalaust hafa tals- verð áhrif og má búast við því að fleiri hátekjumenn með eig- ið bókhald komist í hóp þeirra, sem vinnukonuútsvar bera, þeg ar næsta skattskrá kemur út. Þá var einnig upplýst um furðulegan þverbrest í skatta- löggjöfinni, sem ástæða er til að vekja sérstaka athygli á í von um að rétt yfirvöld taki málið til athugunar. Nemandi í skóla, sem einhverjar tekjur hefur fær námsfrádrátt. Nemandi sem hins vegar hefur enga vinnu getað fengið og er á framfæri foreldra, fær í raun- inni engan frádrátt, þ. e. að foreldrar frá engan frádrátt við álagningu skatta og útsvars þótt þau þurfi að öllu leyti að framfæra og kosta eitt eða fleiri börm sín eldri en 16 ára til náms. Þetta er ranglæti og í hróplegri missögn við þann áhuga ,sem yfirvöld hafa á orði, að þau hafi á því, að sem flest- ir unglingar geti stundað fram- haldsnám. Endurskoðandinn og forstjóri Sements- verksmiðjunnar Svavar Pálsson, endurskoð- andi, og settur forstjóri Sem- entsverksmiðjunnar hringdi í undirritaðan í gær og kvartaði undan missögnum í frétt blaðs- ins í gær, þar sem sagt var frá því, að Jóhann Hafstein, iðnað- armálaráðherra, hefði greint frá því á Alþingi, að til um- ræðu hefði komið að breyta lögunum um Sementsverk- smiðjuna og fella niður ákvæði um skilyrði þess að forstjóri skuli hafa verkfræðimenntim. Svavar er nefnilega ekki verk- fræðimenntaður. Taldi Svavar það ranghermi, að um misferli hafi verið að ræða í reiknings- færslum verksmiðjunnar í .for- stjóratíð Jóns Vestdal, er hann, Svavar Pálsson, hafði með höndum svokallaða daglega end urskoðun fyrirtækisins og bók- haldslegt rekstrareftirlit. Mis- ferlið hefði eingöngu átt sér stað í útskriftum á launamið- um verksmiðjunnar til skattyfir valda. „Reikningsfærslur" í lagi! „Reikningsfærslur“ verk- smiðjunnar voru hins vegar í Iagi! Svavar taldi það hins vegar rétt, að hann hefði haft með endurskoðun hjá fyrirtækinu að gera á þeim tíma, þegar mis ferlið í verksmiðjunni átti sér stað. Misferlið reyndist gróft og hefur ríkissaksóknari nú höfðað sakamál á hendur fyrr. verandi forstjóra og fl. Kjöm- ir endurskoðendur vora tveir. Þegar grunur kom upp um misferli í verksmiðjunni var Svavar Pálsson endurskoðandi ráðinn til þess að raimsaka málið og gefa um það skýrslu tU verksmiðjustjómar. Var kjaminn úr þeirri skýrslu birt- ur hér í Tímanum á sínum tíma. Þar komu meðal annars fram nokkrir dálítið vafasamir Iaunaliðir Jóns Vestdal, for- stjóra, svo sem tekjur fyrir leigu á bílskúr forstjórans í Reykjavík til verksmiðjunnar, en Jón mun hafa geymt lúxus- bifreið þá, sem verksmiðjan lagði honum til, einstaka sinn- um í bílskúmum, þegar hann dvaldist í Reykjavik. Slíkt heyr ir sjálfsagt ekki undir „reiku- ingsfærslur“ eða daglega ead- urskoðun. Síðan var sami endurskoð- andi, Svavar Pálsson, settur for stjóri verksmiðjunnar ©g situr í þvf embætti enn, en embætti forstjóra er ekki auglýst laust til umsóknar lögum samkvæmt. Ekki veit, blaðið fyrir víst, hver hefur nú með höndum hina „daglegu endurskoðun*' hjá Sementsverksmiðjunni, hvort það er endurskoðunar- fyrirtæki Svavars Pálssonar, setts forstjóra, eða einhver ann ar aðili. Það skýrist væntan- lega fljótlega, því að það er von á línu frá SvavarL TK. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiniiiiiiniiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiniiiiniRiii: COCURA 4 STEINEFNA VÖGGLAR Eru bragðgóðir og étast vel í húsi og með beit. ★ Eru fosfórauðugir með rétt magníum kalíum hlutfall Eru viðurkenndir af fóðurfræðingum ★ Viðbótarsteinefni eru nauðsynleg til þess að búféð þrífist eðlilega og skili hámarksafurðum. ★ Gefið COCURA og tryggið hraustan og arðsaman búfénað Loftpressur — gröfur — gangstétfasfeypa Tökum að okkur allt múrbrot, gröft og sprenging- ar í húsgrunnum og holræsum, leggjum skolp- leiðslur. Steypum gangstéttir og innkeyrslnr. — Vélaleiga Símonar Símonarsonar, Álfheimum 28. Sími 33544. OMEGA Nivada © roamer PIERPOIU Jtlpina. Magnús E. Baldvlnsson Laugavegi 12 - Sími 22804 COCURA fæst hjá kaupfélögunum og Fóðursölu SÍS í Örfirisey sími 26765. 1 1 i u ■ e IBIÍNAÐARBANKIMN ev imnlii fúlksins SÓLNING H.F. S í M I 8 43 20 BIFREIÐASTJÓRAR FYRIRTÆKI — KAUPFÉLÖG Látið okkur gera hjólbarðana yðar aS úrvals SNJÓHJÓLBÖRÐUM. Sólum allar tegundir vörubifreiða-hjólbarða. Einnig MICHELIN virhjólbarða. SÚLNING H.F. SÍMl 84320 — Pósthólf 741. Baldurshaga v/Suðurlandsbraut.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.