Tíminn - 30.01.1970, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.01.1970, Blaðsíða 16
Enn um gallana á Breiðholtsíbúðum * Mikið fjölmenni fylgist á hverju kvöldi með skákmótinu í Hagaskóla. Töflur eru uppi með skákunum, og getur fólk því fylgzt með hvernig skákirnar ganga. I»essi mynd var tekin í Hagaskólanum á miðviku- dagskvöldið, og sýnir augljóslega, hversu mikil aðsóknin var það kvöldið. (Tímamynd Gunnar). Á blað- siðu tvö er nánar sagt frá skákunum, á miðvikudaginn. Vegir stórskemmdir en brýrnar heilar Samið við blaðamenn EJ—Reykjavík, fimmtudag. Blaðinu barzt i dag fréttatil- kynning frá samninganefndum Félags blaðaútgefenda í Reykja- vík og Blaðamannaféiags íslands, þar sem segir að undirritaðir hafi verið nýir kjarasamningar. sem gilda árið 1970. Fréttatilkynningin er svohljóð andi: „í dag voru undirritaðir nýir kjiarasamningur milli Félags blaðaútgefenda í Reykjavík og Blaðamannafélags íslands, sem gilda fyrir þetta ár. Samkomulag náðist um nokkra haekkun til þeirra, sem starfað hafa lengur en þrjú ár í blaða- mennsku. Hækkunin var við það miðuð, að laun þeirra væru sam bærileg við rauntekjur hliðstæðra vinnustétta. Ennfremur voru nokkrar minni háttar breytingar gerðar á fáein um greinum fyrri samnings. — Frá samninganefndum Félags blaðaútgefenda og Blaðamanna- félags fslands." OÓ-Reykjavík, fimmtudag. Ekki er vitað til að verulegar skemmdir hafi orðið á brúm á Skaftá vegna jökulhlaupsins, en vegaskemmdir eru aftur á móti miklar og hleðslur við brýrnar eru víðast horfnar. Er um þrjár brýr áð ræða sem vatrnið ftóði allt umhverfis. Sú neðsta og nýjasta er á Suður landsveginum. Engar skemmdir urðu þar við sjálfa brúna en Suð urlandsvegurinn varð fyrir áföll um á löngum kafla. Er búið að lagfæra skemmdirnar þar. En Meðiailandsveigurinn, sem liiglg- ur að SuðurLandsvegi rétt á bakka árinnar að austanverðu, lenti í ána rétt neðan við brúna. Áin braut mikið af hraun- inu þarna sikammt neðan við brúna og hvarf vegurinn á nokkr um kafla. Er búið að leggja bráða birgðaveg fram hjá þessu svæði. Næsta brú er á gamla Suður- landsveginum. Þar skolaði veg- fyllingum á brott en talið er að brýrnar séu óskemmdar. Við brýrnar í Skaftárdal sópuðust varn argarður og vegfyllingar burtu og er þar ófært en unnið er að við gerð. Enn hefur ekki minnkað veru lega í Skaftá síðan í fyrradag, því látlaus rigning er fyrir austan og gerir það viðgerðarvianu alla erfið ari. Ekki hefur verið gengið úr skugga um hvort skemmdir hafa orðið á brúnum. Ný framhaldssaga f blaðinu í dag hefst ný fram- haldssaga eftir Hugh Travers. Þetta er spennandi saga um ást ir og morðmál, sem erfitt er að átta sig á hver er valdur að, fyrr en alveg undir lokin. Mun víst fæsta gruna, hver hinn raunverulegi sökudólgur er. SKB—Reykjavík, fmmtudag. Talsverðar deilur urðu um Breiðholtsíbúðirnar í neðri deild Alþingis í gær, milli Stefáns Val- geirssonar og Jóns Þorsteinssonar. Stefán Valgeirsson sagði m. a. að hann hefði ásamt fleiri flutt þá þingsályktunartillögu að kosin yrði nefnd til að gera athugun á byggingarkostnaði. Hafi þær um- ræður beinzt að íbúðunuin í Breið liolti. Ekki hafi komið fram í ræðu Jóns Þorsteínssonar hvort hann væri með cða móti þessari tiliögu, þótt andinn í ræðu hans hefði verið þannig að hann teldi hana óþarfa. Kvaðst Stefán vera á allt öðru máli. Atþýðublaðið hefði nú fyrir stuttu sagt að hann hefði verið með illmælgi um íbúðirnar í Breið hoilti, þótt raunar að hann hefði ekki minnzt á aðrar íbúðir en Leirubakka 18—20. En á það mætti benda að Jón Þorsteinsson hefði talið upp og viðurkennt marga þá galla sem hann hefði bent á. Kvaðst Stefán hafa haft með sér þrautreyndan byggingarmeist ara er hann fór að skoða íbúðirn ar í Breiðholti og bæði hann og fleiri byggingarfróðir menn hafi viðurkennt að alls engin fagvinna sé á mörgum innréttinganna. Þess ar íbúðir hafi sannarlega verið það dýrar að þeim hefði átt að skila í sómasamlegu ástandi. Margt mætti upp telja um það flaustur og þá hroðvirkni sem auðsjáanlega væri á þessum fram- kvæmdum. Þá sagði Stefán að hann hefði það eftir öruggum heimildum að enginn hefði ráðlagt að byggja þessar íbúðir U-laga. Og öruggt sé að sú ráðstöfun hefði einnig hækkað byggingarkostnaðinn til mikilla muna. Og úr því enginn hafi ráðlagt að byggja íbúðirnar svona, hvers vegna hafi það þá verið gert? Stefán sagði það ekki sína meiningu að við ættum 1 að hafa eitfchvað sérstakt bygging ; arform. Sjálfur hefði hann verið við að byggja margar byggingar í samvinnufélagi og hefði reynslu fyrir því að á þeim tíma sem 1 það hefði verið gert, hefði það komið langtum betur út heldur' en aðrar byggingar byggðar á ; sama tíma. Kvaðst hann ekki geta betur; séð, er gengið hafi verið frá þess ; um kaupum, en ætlazt hafi verið | til þess að þeir sem keyptu væru aillir hátekjumenn ,ef þeir æbbu að) geta staðið undir þeim kostnaði, • sem af þessu leiddi. Mikið mætti vera ef það kæmi ekki fram á næsta ári að þetta fólk gæti eng; an veginn staðið undir þeim Framhald á bls. 14. Hátt á þriðja þúsund konur styðja Kvenna- skólann TK—Reykjavík, fimmtudag. Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið hefur aflað sér, hafa nú hátt á þriðja þúsund konur undir ritað áskorunarskjal til Alþingis um að samþykkja frumvarpið um heimild til handa Kvennaskólan um að útskrifa stúdenta. Fjölmarg ir undirskriftarlistar voru þó ó- komnir og undirskriftasöfnuninni mun verða haldið áfram næstu BLAÐBURDARFÚLK ÚSKAST í Efstasund, Skipasund, Hátún og Miðtún. Upplýsingar á afgreiðslunni, Bankastræti 7, sími 12323. fm <& daga. HORFT ANUM OÓ—Reykjavík, fimmtudag. Fangi strauk úr Hegningarhús- inu við Skólavörðustíg Id. sjö á þriðjudagskvöld og lék hann lausum hala þar til á miðnætti s. I. nótt. Var hann þá handtek inn í húsi í Kópavogi og komst upp um verustað hans af lireinni tilviljun, en rannsóknar lögreglan í Kópavogi var að yf- irlieyra mann, sem bjó í húsi þessu, vegna annars máls og talaði hamn af sér og kom upp um dvalarstað strokufangans. Lögreglan í Reykjavík hafði þá leitað mannsins síðan bann strauk úr fangelsinu. Maður þessi er 22 ára gam all, og sat í gæzluvarðhaldi vegna síbrota. Það er að segja að hann hefur orðið uppvís að margs konar minni háttar af- brotum. Valdimar Guðmundsson, yfir fangavörður, sagði í dag, er Tíminn spurði hann um tildrög stroksins, að þetta væru eigin lega engar fréttir. Ekki líður svo ár að ekki strjúki fleiri eða færri fangar úr Hegningarhús inu. en það er tæplega mann- helt, eins og dæmin sanna. Virð ist sem fangaverðir þurfi að treysta á heiðarleika þeirra manna sem þeir ' eiga að gæta og að þeir haldi sig á mottunni innan veggja fangelsins og forð A EFTIR FANG- YFIR VFGGINN ist óþarfa ferðalög þegar þeim fer að leiðast vistin. Strokufanginn var að vinna við uppþvott eftir kvöldmatinn þegar hann skauzt á braiuit. Sagði Valdimar að fangaverðir yrðu að treysta því að fangar sem fást við uppþvott og gólfþvott hlypu ékki út því ekki væri neitt þrekvirki að stökkva yfir fangelsisvegginn þegar fangar eru úti við. En sá sem hvarf var einmitt að fara með rusl í sorptunnu í fangelsisgarðin uim þegar hann skauzt yfir vegg inn og hvarf. Fangavörður var þar nærri og horfði á eftir pilti þar sem hann hvarf yfir vegg inn. Lögreglunni var þegar gert viðvart og hófst leit að mann inum en hann fannst hvergi. Eftir að maðurinn náðist aft ur var hann settur í innilok un, en í Hegningarhúsinu eru klefa, sem hægt er að halda mönnum inni í. Eru til dæmis litlar líkur á að hættu legir glæpamenn njóti bess trausts að beim gefist færi á að strjúka án verulegra um- svifa. Ingólfur Þorsteinsson, yfir lögregluþjónn rannsóknarlög- reglunnar, sagði, að talsverð leit hafi verið gerð að stroku fanganum, en ekki leitað sér lega mikið, því reynslan er að piltar þeir sem strjúka úr ■ fangelsi koma fljótlega í leit imar affcur, og þegiar ekki er um hættulega menn að ræða er minni ástæða til að leggja ofurkapp á að ná strokuföng um fljótlega. Ásmundur Gúðmundsson, rannsóknarlögregluþjónn í Kópavogi, sagði að komizt hafi verið að dvalarstað strokufang ans í Kópavogi í sambandi við annaö málý sem verið var að rannsaka. Var lögreglan að yfirheyna mann í gœr sem bjó í húsi því sem strofcu- famginn var í. Saigði hann tll hans ,en áður var ekki grun- ur um að strokufanginn væri í húsi þessu. Kom maðurinn í húsið kl. 2 aðfaranótt miðvifcu dags, og fór aftur um morgun inn. Þegar iögreglan leitaði í húsinu var fuglinn floginn og naut frelsisins. Grunaði lög- regluna að maðurinn mundi koma aftur og um miðnætti /ar aftur farið í þetta tiltekna hús og þar var strokufanginn. Var hann handtekinn og fluttur í Hegningarhúsið, og settur i traustan klefa og fær hvorki að fést við uppþvott eða rusla tunnur, því hann hefur algjör lega misst það traust sem fangaverðir höfðu á honum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.