Tíminn - 21.03.1970, Qupperneq 5

Tíminn - 21.03.1970, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 21. marz 1970. 5 MEÐ MORGUN KAFFINU Maður einn hafði verið 'beð- irm um að hafa ræðu þá, sem hann átti að halda að kvöld- verði loknum, eins stutta og mögulegt væri. Hann reis því á fætur á réttum tíma og sagði: „Ég hef verið beðinn um að mæla fyrir minni herra McCart- hys. Mér hefur verið sagt, að því niinna sem um hann er sagt, þcim mun befcra ac það í alla staðií" Því er líkt farið með hamingj una og skuggann þinn: þú getur ekki komizt nær henni með því að elta hana. Táningsstelpa í símann: ,,Ef þessi smeliur í millisamband- inu ert þú, mamma, minnztu þess þá. að vitnisburður er ekki tekinn gildur, sé hann fenginn með símahlerunum.“ rr ætluðu allir að Fannst þér ekkert grunsamlegt, að þeir sækja boltann? Þú skalt aldrei reyna að viruia bug á hleypidómum manns með hjálp rökvísinnar. Það var ekki með hennar hjálp að hann fyfltist þessum hleypi- dómum, og því er ekki hægt að viana bug á þeim með hennar hjáip. Forstjórinn segir vi@ nýja, stórglæsilega einkaritarann: „Þér gerið yður vonandi grein fyrir því, að hér er aðeins um bráðabirgðastarf að ræða? Strax og eiginkonan mín sér yður, er úti um yður.“ Maður, sem var að koma úr fyrstu utanlandisferð sinni, dæsti af feginleik og sagði: „Ó, hvað það er dásamlegt að vera kominn heim, þar sem maður getur látið féfietta sig í mynt, sem maður botnar eitthvað í!“ Forstjórinn segir vi@ einka- ritarann: „Setjið fyrirsögnina „Algert einkamál” á plagg þetta ungfrú Darrow. Ég vil, a@ allir á skrifstofunni lesi þetta.“ Nýi faðirinn við kunningja sinn: „Eiginkonan mín var að eignast tvíbura. Viltu kaupa vindi'l?“ DENNI D/íMALAUSI . . . Svo nú verðum við að borða af pappadisloim! TÍMINN í ár munu 2000 manns í Dan- mörku fá lungnakrabba. Sú tala er fjórum til fimm sinn- um hærri en krabbatilfel'li voru fyrir 20 árum. Þrátt fyrir aukna baráttu gegn sígarettureykingum, og útbreiðslu staðreynda um skað- semi reyksins, er stöðug stíg- andi í sjúkdómstilfellunum og æ fleiri byrja að reykja á unga aldri. Liz Taylor er nú orðin þrjátiu og sjö ára, og þótt árunurn fjölgi, svo og kílóunum, sem hún dragn- ast með utan á sér, þá hefur fólk ætíð jafngaman af að frétta eitthvað af kynbomb- unni gömlu, og hér fcemur nýj asta sagan af henni: Taylor fór í heimsókn til hárigreiðslu- meistarans Alexandre í París ti'l þess að fá sér nýja llagn- ingu. Þar sem greiðslumeistar- imn kannast aðeins við Taylor, leyfði harnn sér að stinga upp á því við hana, að hann litaði eða hyldd á annan hátt gráu hárin, sem orðán eru nokkuð áberandi í vöngum hennar. En það vildi 'hún ekki. — Nei! Ég vii 'halda hverju einasta af þekn, sagði Tayior, — þau hafa nefniilega ö'lil eitt nafn, hvert einasta grátt hár á mínu höfði heitár Ricbard Burton . . . en svo sem kunnugt er, þá eru þau Burton-Taylor sögð ákaf- Lega hamingjusöm. Hins veg- ar miun friðsemdinni ekki ætíð wra fyrir að fara á þeirra bæ. Þótt íslendimgum kunni að finnast það ótrúlegt, þá gerist það stundum, að útlendir framá menn í þjóðfélagi, láta það eftir sér að brosa eða jafnvel hlæja hjartanlega opinberlega. Það gerðist t.d. í optnberri veizlu um daginn, haldinni í Kaupmannahöfn, til heiðurs for sætisráðherra landsins, Hilmari Baunsgaard, en hann varð fimm tugur nýlega, og var þá þessi mynd tekin, er. Hilmar heldur á viskíflöskum þeim sem hann 'fékk frá erlendum sendiherrum. Aðalafmælisgjöfin kom reynd- ar frá flokksbræðrum hans í ★ Innanríkisráðherra Breta, James Callaghan, hefir boðað á sinn fund þá Hill lávarð, stjórnanda BBC, sjónvarpsins, og Aylestone, lávarð, stjórn- anda T.T.A., sjónvarpsstöðvar- innar. A fundi þeirra ætlar Callag- han að ræða við þá fyrirætlun sína, sem miðar að því að reyna að skera niður ofbeldissýningar í sjónvarpi. Hann vill að stjór- arnir tveir komi tiil móts við sig, og reyni að sýna færri glæpa- og hryðjuverkamyndir. Sömu- leiðis vili Callaghan að frétta- myndir verði ekki eins hroða- legar og raun hefur borið vitni í Bretlandi að undanförnu. Callaghan mun fyrst ætla að benda lávörðunum báðum á að kynna sér rækilega skýrslu sem Dr. Milton Eisenhower tók sam an um áhrif ofbeldissýningar í sjónvarpi á fólk, en Eisenhow- er þessi er Bandaríkjamaður og gerði rannsókn sína í USA. Eisenhower heldur því fram, að við það að horfa stöðugt á Óðinsvéum, reiðhjól ásamt spjaldi, á því stóð „Mere fart og bedre form“. Afmæliisveizlan var haldin í Christianis'borg, en þar tók for- sætisráðherrami á móti gestum árdegis, en eftir þá móttöfcu skrapp hann í mi'ðdegisverð með nokkrum vinum og sam- starfsmönnum. Hilmar var að sögn mjög kátur allan daginn, eins og hans er reyndar vandi, og þakkaði hann hjartanlega fyrir aliar gjafirnar, en eftir afmælisdaginn var hann mörg- um reiðhjólaloftdælum og viskí flöskum ríkari. hvers konar ofbeldi og hroða- verk í sjónvarpi, aukist aðeins tilhneiging manna til að beita ofbeldi i daglegu lifi. Callaghan hinn brezki segir þó að ekki muni koma til greina neins konar ritskoðun í sjónvarpinu, aðeins að fela sjón varpsstjórnendum að skera nið ur al'lan ónauðsynlegan hryll- ing. i ‘ + Italska: lögreglan kom nýlega tii bjargar sjötíu og átta ára gamalli konu, sem hafði verið lokuð inni i kofa einum í tutt- ugu ár. Kofi þessi stóð í um tuttugu km fjarlægð frá Napólí, og var alveg gluggalaus. þannig að konan hefur hírzt þarna í svartamyrkrj öll þessi ár. Þegar að henni var komið, lá hún á stráfleti, fötin í tætlum utan á henni og umkringd rott- um og skorkvikindum. Bróðir konunnar og eiginkona hans, eru nú í stöðugum yfir- heyrslum vegna þessa. ★ Svo sem kunnugt er, urðu þau miklu tíðinli um daginn, að Bítillinn frægi, John Lenn- on, lét ásamt eiginkonu sinni, Yoko Ono, stífa hár sitt mjög og seldi það síðan á uppboði hjá Southsby. Eftir að tíðindin fréttust, biðu menn eftirvæntingarfullir eftir því, hvað aðrir síðhærðir bítlar myndu gera við hár sitt, klippa það, eður þrjóskast við og halda sem fastast í sinn skít- uga lúbba. Einkum voru menn forvitnir um hvað hinir stór- Bítlarair þrír, Ringo, Paul og George myndu taka til bragðs. Og nú hefur það sannazt, að þeir fylgja í einu og öilu for- dæmi foringja síns, Lennons, að minnsta kosti hefir Ringo Starr látið skera hár sitt, svo sem sjá má af myndinni, en hún var tekin þegar eftir að hann hafði leyft eiginkonu sinni, Maureen, sem er hárgreiðslu- kona, að snyrta það. Sömuleið- is réðist Maureen á luibba sona þeirra beggja, Zaks og Jasons.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.