Tíminn - 21.03.1970, Side 9

Tíminn - 21.03.1970, Side 9
LAUGAKDAGUR 21. marz 1970. TIMINN 9 WlÍÉWI ) Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar Þórarinn Þórarinsson (áb) Andés Kristjánsson .lón Helgason ug Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstjóraar- skrifstofur 1 Edduhúsinu simar 18300—18306 Skrifstofur Bamkastræti 7 — Afgreiðslustmi: 12323 Auglýsingasim! 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300 Á.skrifargjald kr 165 00 a mán- uði. innanlands — t lausasölu kr 10.00 eint Prentsm Edda hf. bankans Það mun koma mörgum á óvart, þegar þeir heyra, að eitt stærsta iðnfyrirtæki landsins, Álafossverksmiðj- an, hafi verið þjóðnýtt fyrir nokkrum misserum. Menn hafa dæmt það af stóryrtum yfirlýsingum Sjálfstæðis- flokksins, að ekki yrði gripið til meiriháttar þjóðnýting- ar meðan hann væri aðalflokkur í ríkisstjórn. Það hefur eigi að síður gerzt, að þetta stóra fyrirtæki, Álafoss, hefur verið innlimað í ríkisreksturinn þegjandi og hljóða- laust, eins og einu sinni var sagt, án þess að nokkur lagaheimild væri fyrir hendi. Saga Álafossmálsins er glöggt dæmi um það, hvernig búið hefur verið að atvinnufyrirtækjunum sökum sam- dráttarstefnu Seðlabankans í rekstrarlánamálum. Eig- endur Álafoss fá með ýmsum hætti, eins og dugnaðar- mönnum er títt, verulegt fjármagn til að byggja upp myndarlegt fyrirtæki. Þegar að því kemur svo að reka þetta stækkaða og myndarlega fyrirtæki, er stöðugur skortur á rekstrarfé, því að Seðlabankinn ,,frystir“ stór- an hluta af innlánsfénu, sem kemúr í viðskiptabankana, og gerir þá þannig vanmáttuga til að fullnægja rekstr- arlánaþörf atvinnuveganna. Gengisfellingarnar 1967 og 1968 stórauka rekstrarlánaþörf fyrirtækja, án þess þau fái úr því bætt. Fyrirtæki eins og Álafoss komast því í greiðsluvandræði. í stað þess að leysa úr málum þess með eðlilegum hætti, er sjóður, sem Seðlabankinn raun- verulega stjórnar. Framkvæmdasjóður, látinn leggja fyr- irtækinu til hlutafé á þann hátt, að hann verður aðal- eigandi þess. Án minnstu lagaheimildar er Álafoss þannig gert að opinberu fyrirtæki. Að sjálfsögðu er svo Alþýðu- flokksmaður gerður að forstjóra fyrirtækisins. Síðan Álafoss komst þannig undir handleiðslu Seðlabankans hefur fyrirtækið ekki skort rekstrarfé, þótt rekstrar- fjárskorturinn hafi haldizt hjá einkafyrirtækjunum. Bersýnilegt er, að þessi stefna, sem vel má kenna við áðurnefnt fyrirtæki og kalla Álafoss-stefnu Seðla- bankans, á að halda áfram. Eitt fyrsta verk ríkisstjóm- arinnar á þessu þingi var að flytja frv. um að heimila Framkvæmdasjóði að gerast eigandi hlutabréfa í end- urreistum fyrirtækjum. Tekizt hefur að stöðva þetta frumvarp að sinni, en það mun ekki takast til lang- frama, ef 'óbreyttri stefnu verður fylgt í rekstrarlána- málum atvinnuveganna. Ef óbreyttri stefnu í rekstrarlánamálum atvinnufyrir- tækja verður haldið áfram, munu fleiri fyrirtæki fara Álafossleiðina. Samdráttarstefnan, sem Seðlabankinn fylgir undir leiðsögn þeirra Gylfa Þ. Gíslasonar og Jó- hannesar Nordals, mun sjá til þess. Fleiri og fleiri fyr- irtæki lenda í greiðsluþroti og verða þjóðnýtt með áður- greindum hætti. Fleiri og fleiri Alþýðuflokksmenn fá vænar forstjórastöður á þennan hátt. Það er nokkurt mark um þetta, að þingmeirihlutinn hyggst nú visa frá tillögu Framsóknarmanna um að tryggja iðnfyrirtækjum visst lágmark rekstrarlána, án þess að nokkuð bóli á ráðstöfunum til að bæta úr rekstr- ariónaskorti iðnfyrirtækjanna. Jóhann Hafstein er iðn- aðarmálaráðherra og flytur hjartnæmar predikanir gegn þjóðnýtingu. En það eru Gylfi Þ. Gíslason og Jóhannes Nordal, sem ráða ferðinni, og halda markvíst áfram á Álafossleiðinni- Þ.Þ. Álafoss-stefna Seðla- KATHLEEN TELTSCH, New York Times: Barátta Sameinuðu þjóðanna gegn offjöigun ma nnkynsins Athyglisvert brautryðjendastarf í Egyptalandi. ÞRISVAR í vik.il hópast kon- ur hundruðum saman í heilsu- gæzlustöðvar í Egyptalandi og bíða þess þolinmóðar að þeim verði afhentar getnaðarvamar- pillur. Þetta eru fyrstu getn- aðarvarnalyfin sem Samein- uðu þjóðirnar útvega riki, sem um aðstoð hefir beðið. Þetta er ekki uimfangsmikil starfsemi og tiil henmar á að- eins að verja 300 þús. dolLurum næstu sex mánuði, en eigi að síður er hún talin marka fram- faraspor og starfsmenn Sam- einuðu þjóðanna eru ánægðir með hana. Telja þeir þetta nýj- ung, sem rekja megi til ráð- stefnu, sem haLdin var í mai í fyrra og John D. RockefeLLer gekkst einkum fyrir. Sættu Sameinuðu þjóðirnar nokkurri gagnrýni á þessari ráðstefnu fyrir framkvæmdaleysi, sem einkum stafaði af skriffinnsku, afbrýðisemi hinna ýmsu stofn- ana samtakanna innbyrðis og vöntun á framtakssemi. Ahugamenn um fjölskyldu- áætianir utan Sameinuðu þjóð- anna viðurkenna, að breyting hafi orðið á til batnaðar. Nokk- urrar beiskju gætti þó í um- mælum forustumanns eins í læknastétt er haoin sagði: „Hryggilega miklum tíma hef- ir verið sóað vegna deyfðar- innar, sem Sameiniuðu þjóðirn- ar þjá®t af.“ Þetta sé enn hryggilegra þegar þess sé gætt, að senniiega hafi sitarfsmenn Sameinuðu þjóðanna verið fyrst ir til að aðvara um, að fjöig- unin væri örari eu ætlað hefði verið og heiidarmannfjöldinn tvöfaldaðist sennilega á 30 árum. E»IGINN heldnr fram, að brautryðjendiastarfi® meðal egypzkra kvenna valdi straum- hvörfum Áhugamenn um það telja þó að það sýni fram á víðtæka möguleika til aðstoðar. Egyptar eru 32,5 miiljónir og offjölgun veidur þar meiri erf- iðleikum en víðast hvar aon- ars staðar. íbúamir eru taldir verða 52 milljónir 1985 ef ekki verður að gert. Sérstakur sjóður Sameinuðu þjóðanna leggur fram fé til framikvæmdann'a. Haun var stofnaður í júlí 1967, en lætur nú fyrst að sér kveða undir forustu Raphaels Saias, sem er mjúikmiáll en ávann sér dugnað- arorð í stjórnmálum Fiiipps- eyja. Honum er ljést, að senni- lega verðj hvað erfiðast að fá allar hlutaðeigandi nefndir og stofnanir tíl að leggjast á eitt. Sjóðurinn heyrir undir þró- unaráætlun Sameinulðu þjóð- anna og ætti að vera frjáist að bregða skjótt við aðstoðarbeiðn um. Hann þarf ekki að lúta á- kvörðun neinnar nefndar frá mörgum rlkjum, þar sem á- greiningur í viðkvaemum trú- málum og menniogarmáium gæti valdið alvarlegum töfurn. Eianig er honitim heimilt að leita aðstoðar annarra samtaka og stofnaaa, svo sem Ford- og - ----------------------- - John D. Rockefeller — Hann hefur mjög látlS fólks- fjölgunarvandamálið taka til sín og hefur Nixon nýlega skipað hann formánn nefndar, er rann- sakar þetta vandamál í Banda- ríkjunum Hann er bróðir Nels- ons Rockefellers .rfkisstjóra. Rockefeller-stofnanannia og al- þjóðasamtaka um fjöilsikyldu- áætlanir, sem stofnuið voru 1952 og hafa innt af höndum brautryðjendastarf í rannsókn- um getnaðarvama og þjáifun ráðleggjenida. SENNILEGA verður lögð aukin áherzla á leit að nýjum getuaðarvörnum, bæði af hálfu einkaaðila og hi,ns opinbera, einfcum vegna hugsanlegra aukaverkana pillanna og óvin- sælda margra annarra varna. Læknisfróðir menn líta einnig svo á, að hér sé ekki um neima lokalausn að ræða, heldur að- eins tiltæk og virk ráð, sem notast verði við unz betri bjóð- ast. Níu ríki hafa heitið mann- fjöldasjóði Sameinuðu þjóð- anna framlagi. Mestu hétu Bandaríkin eða 15 milljónum dollara á ári, en framlögin eru bundin því skilyrði, að jafnvirði komi annars staðar frá. 15 mili- jónir dollara á ári eru ekki mik- ið framlag hjá 75 milljónunum, sem Bandaríkin hafa heitið til fjölskylduáætlana á vegum al- þjóða þróunarstofnunarinnar. Valdamenn í Washington hafa þó látíð í það skína, að vöi venði á hærra framlagi ef nýj- ar tilraunir gefi góða rauu. SVÍAR og fleiri þjóðir veita og aðstoð sína, og þar sem Sví- þjóð er hlutlaust ríki og hefir ekki verið nýlenduveldi, hefir Svíum orðið sérlega vel ágen.gt í Afríku og Asíu. Danir veita og aðstoð sína og hafa tekið vel þeirri uppástungu að komið verði á fót í Kaupmaunahöfn al- þjóðastofnun til baráttu gegn offjölgun, og verði verkefni hennar að annast rannsóknir og þjálfa starfsmenn í samvinnu við ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna. Hugmyndin er tveggja ára gömui, en ekkert hefir orðið úr framkvæmdum. Benda sérfræðingar á þetta sem dæm; um það, að afbrýði- semi milli stofnana innbyrðis hindri nýtar framkvæmdir. Bretar, Kanadamenn, Japan- ir og Vestur-Þjóðverjar eru meðal þeirra þjóða, sem heitið hafa framlagi til takmörkunar barneigna meðal fátækra þjóða. Ford-stofnunin hafði annars Lagt mest að mörkum til þess- arra mála þar til Bandaríkja- menn juku framlag sitt, og algt í fyrstu framkvæmdirnar í Ind- landi, Pakistan og víðar. Sér- fræðingum kemur saman um, að árangur af viðleitni Sam- einuðu þjóðanna, einstakra ríkja og stofnana velti á þvi, að góð sam.vinna takist við stjórnmála- leiðtoga, einkum meðal van- þróuðu þjóðanna, þar sem mannfjöigunin er mest. DR. BERNARD Berelson hefir sagt, að fjöls'kylduáætian- ir séu ekki sérlega girnilegar í augum stjórnmállaleiðtoga. Almenningur taki þeim oft illa, einkum þar sem hann hefir far ið á mis við menntun. Fram- kvæmdin valdi stjórendum erf- iðleikum og sýnilegs árangurs sé ekki að vænta fyrri en eftir mörg ár og komi núverandi valdhöfum því ekki að notum. Hinir lægri embættismenn sýni málinu lítinn áhuga, jafnvei í þeim ríkjum, sem hafa yifrlýsta stefnu í málinu. Berelson tel- ur, að notokuð væri unnið ef stjórnmálaleiðtogar fengjust til að flytja tvær hvatningaræður á ári. Rockefeller hefir farið víða til alð vinna að fram-gangi máls- ins. Hann hyggur, að einhvers konar alþjóðaviðurkenning fyr- ir mikilvæg afrek á þessu sviðd, — t.d. á borð við Nobels-verð- launin, — gæti orðið til veru- legrar hvatningar. Óskar Harkavy hefir starfað að þessum málum fyrir Ford- stofnumina síðan 1952. í ljósi þeirrar reynslu, sem hann hefir fengið, leggur hann áherzlu á mikilvægi þess a® láta heima- menn fremur vinna að fram- gangi þessarra mála en fá til þess útJendinga. Hann leggur einnig áherzlu á mikla fræðslu og „fylila loftið af fjölskyldu- áætlunum." SUMIR halda fram, að vakið geti andúð að auðugar þjóðir tak; mjög áikveðna afstöðu og bindi til dæmis veitingu aðstoð ar því skilyrði, að árangur ná- ist í fætokun barneigna. Óiskar Harkavy er þarna á öndverð- um meiði, en bendir hins veg- ar á þá leið, að verðlauna sfculd bindingar um framkvæmd fjöl- skylduáætlana með verulega aukinni aðstoð. William H. Draper yngri er talinn einn virkasti áróðursmað- ur fjölskylduiáætlana í Washing ton. Hann hvetur til þess, að fA''hækkað verði .amtlmis bæði framias Bandaríkjama.nna beint tíl takmörtounar fólks- Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.