Morgunblaðið - 30.10.2005, Qupperneq 17
hættan er sú að maður einangrist og lokist af. Fólk hættir að hringja í mann, því það
heldur að maður sé alltaf svo upptekinn við að gera eitthvað merkilegt. Það að vera
þekktur hér skiptir engu máli, hér eru allir meira og minna þekktir. En fólk horfir
vissulega dálítið mikið á mann og þó að það venjist, er mikill léttir að fara eitthvað í
burtu þar sem enginn tekur eftir manni.“
Var það einhvers konar uppgjör af þinni hálfu að fara til Ítalíu með fjölskylduna?
„Já, ég var orðinn dálítið tómur og brunnurinn að þorna upp. Þetta var ein besta
gjöf sem Vilborg gat gefið mér og okkur, að taka svona af skarið. Við bjuggum í Flór-
ens og það þjappaði fjölskyldunni mjög vel saman að takast á við nýja hluti og eiga
tíma saman. Þarna var ekki hægt að hlaupa í næsta hús til félaganna. Við eignuðumst
félaga í börnunum okkar og þau í okkur og kynntumst nýju fólki og nýjum siðum,
sem auðvitað er mjög gefandi og nærandi. Þetta var ómetanlegt.“
Fórstu úr popparahamnum á meðan?
„Já, það má segja að ég hafi klætt mig úr honum að mestu leyti þá.“
Þrátt fyrir það að þú hafir haldið áfram að vinna fyrir þér sem tónlistarmaður?
„Ég skildi eftir einhverja grímu, sem var orðin til smám saman í gegnum mikla
keyrslu í tíu ár eða meira sem einhver erkitöffari. Það má líkja þessu við tennis, mað-
ur setur boltann út og fær hann svo aftur tilbaka og svo framvegis. Ég gef frá mér
merkið ég er töffari og kúl, og fæ já tilbaka, og þarf þá að vera enn meira þannig.
Þetta er nokkurs konar ping pong og svo læsist maður inni í einhverju hlutverki. Það
er hættan í þessu fagi, að geta ekki brotist út úr því. Rokklestin brunar, maður er um
borð og skrímslið heldur áfram.“
Einlægur eða væminn
Fyrsta sólóplatan kom út haustið 1997 eftir Ítalíudvölina og var einfaldlega nefnd
Helgi Björns.
Hvernig var að vera einn á sjónarsviðinu? Var það erfitt?
„Já. Þetta var líka mjög einlæg plata, sem sumum fannst bara væmin, held ég. Ég
söng til mömmu og vögguvísur til dóttur minnar og miðlaði því sem ég var að upp-
lifa. Það voru ekki allir sáttir við það. Hvar er töffarinn? Hvað er í gangi? Þú getur
ekki verið einhver væludúkka. Þetta var samt rosalega gaman og mér þykir mjög
vænt um þessa plötu. Hún er eins og minningaalbúm fyrir mig og okkur. Mér finnst
þetta líka mjög vel heppnuð plata sem ekki hefur hlotið verðskuldaða athygli, án þess
að ég sé bitur yfir því. En það voru samt ákveðin vonbrigði. Ég vann hana með Val-
geiri Sigurðssyni, sem hefur unnið mikið með Björk. Lögin voru fín, sándið gott og
textarnir einlægir. Ég bjóst við betri viðtökum.“
Fannst þér hún ekki metin á sínum forsendum?
0„Mér fannst gæðin meiri en ég fékk viðurkenningu fyrir. Menn eru settir í
ákveðnar skúffur og þarna var ég búinn að vera það sem kallað er sveitaballapoppari,
sem er niðrandi stimpill, um tíma. Það eru tvær deildir á þessum markaði, það er
hljómsveitir sem gefa út og spila sína eigin tónlist og kynna með þeim hætti sem við
höfum gert. Ég sé ekki mun á okkar tónlist og tónlist sem aðrir eru að spila á tón-
leikum hér í bænum tvisvar á ári fyrir fámennan hóp undir ákveðnum formerkjum.
Það hefur orðið til ákveðið kúltúrsnobb innan bransans. Við erum að spila íslenskt
popp og rokk fyrir Íslendinga og ekkert meira um það að segja. Mér finnst eins og
það hafi verið lenska um tíma að menn þyrftu að „dissa“ þá sem voru í bransanum og
spiluðu á sveitaböllum, annars myndu þeir glata trúverðugleikanum. Það hefur hins
vegar breyst undanfarin ár, yngri poppskríbentar nálgast tónlistina á þeirri forsendu
hvað þeir eru að fíla, án þess að spá endilega í það hverjir eru að gefa hana út.“
Á annarri sólóplötu sinni syngur Helgi lög og texta Magnúsar Eiríkssonar og segist
L
jó
sm
yn
d:
K
ri
st
in
n
Síðan skein sól, nú SSsól, eða bara
Sólin hefur starfað í ein tuttugu ár.
30.10.2005 | 17
„Svo þetta er
það sem kallað
er undurmjúk
barnshúð!“
Farði með collageni,
UPPLYFTING, sem vinnur
gegn ótímabærri öldrun húðarinnar.