Morgunblaðið - 05.11.2005, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 05.11.2005, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ER FÆDDUR! ÍSLENSKU SAKAMÁLASÖGUNNAR KRÓNPRINS F í t o n / S Í A F I 0 1 4 9 1 5 KROSSTRÉEFTIR JÓN HALL STEFÁNSSON KEMUR ÚT 8. NÓV. Fertugur arkitekt finnst lífshættulega slasaður við sumarbústað sinn við Þingvallavatn. Við rannsókn kemur í ljós að hinn slasaði er flæktur í þéttan vef svika og lyga þar sem fjölskylda hans, ástkona og samstarfsmenn eru bæði fórnarlömb og þátttakendur. GÍSLI Marteinn Baldursson naut fylgis 52,6% svarenda í könnun, sem gerð var fyrir kosningaskrif- stofu hans í fyrradag, til þess að gegna embætti borgarstjóra í Reykjavík en Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson naut fylgis 47,4%. Fylgi þeirra var ekki sundurgreint eftir flokkum. Könnunin var gerð fyrir kosn- ingaskrifstofu Gísla Marteins fimmtudaginn 3. nóvember af 365 nýmiðlun, sem er dótturfyrirtæki 365 ljósvakamiðla. Svarendur voru 4.572 og spurt var: Hvorn eftirtal- inna vilt þú frekar sjá sem borg- arstjóra í Reykjavík? Úrtakið var Reykvíkingar á aldrinum 16–75. Þátttakendur í könnuninni eru greindir eftir kyni búsetu og þjóð- félagsstöðu. Sniðinn er út markhóp- ur af Plúsnum, sem er heiti á kerfi sem inniheldur ótilgreindan fjölda einstaklinga sem þiggur póst frá Plúsnum í tengslum við upplýsinga- þjónustu og markaðsstarf. Valið úr- tak eftir þörfum kaupanda, í þessu tilviki kosningaskrifstofu Gísla Marteins og einangraður markhóp- ur fyrir kosningaskrifstofuna. Spurningar eru því næst sendar út í tölvupósti. Í könnuninni var ekki greind afstaða svarenda eftir því hvaða stjórnmálaflokk þeir styðja að sögn Árna Thors Sævarssonar hjá Nýmiðlun. Ef tekið er mið af óákveðnum auk hinna sem tóku afstöðu sýnir könnunin fram á að 35% svarenda vildu Gísla Martein og 31% Vil- hjálm Þ. 34% svarenda voru óákveðin. Könnun meðal kjósenda almennt Gísli Marteinn með 52,6% og Vilhjálmur með 47,4% ALÞÝÐUSAMBAND Íslands seg- ir í nýju tölublaði Vinnunnar, þar sem fjallað er um verðstríð á mat- vörumarkaði, að slíkt verðstríð sé ein þeirra leiða sem fyrirtæki noti til að skapa hindranir á markaði fyrir nýja aðila, sem vilja hasla sér þar völl og taka þátt í samkeppn- inni. Því geti verðstríð í raun verið skaðlegt fyrir neytendur þegar fram í sækir. Í Vinnunni segir, að líkt og gefi að skilja kætist neytendur þegar verðlag lækkar og heimilið þurfi að verja minna af ráðstöfunartekjum sínum til kaupa á nauðsynjavörum. Ekki megi þó horfa fram hjá því að varasamar hliðar geti fylgt sam- keppni líkt og þeirri sem ríkt hafi milli lágvöruverðsverslana á mat- vörumarkaði undanfarið. Þegar svo sterkir markaðsaðilar hefji verðstríð sín á milli og undirbjóði hver annan, algerlega óháð kostn- aðarverði þeirrar vöru sem boðin er til sölu, sé slíkt óneitanlega til þess fallið að ryðja minni markaðs- aðilum úr vegi og hindra eðlilega samkeppni. Minni fyrirtæki og nýir aðilar á markaði hafi sjaldnast bolmagn til þess að standa undir slíkri nið- urgreiðslu á vörum. Þeir hrekist því af markaði eða hætta sér ekki inn á hann af ótta við að verða hraktir út aftur með hörðu verð- stríði. Afleiðingarnar verði þær að sterkasti aðilinn á markaðnum, sem hvað lengst getur haldið áfram að niðurgreiða vörur sínar, standi eftir þegar öðrum hafi verið rutt úr vegi og eigi þá auðveldar um vik að stjórna verðlagningunni. Slæmur kostur „Fyrir neytendur er þetta slæm- ur kostur. Þótt samkeppnin sé góð og við fögnum henni, er ljóst að til þess að neytendur fái hennar notið á fákeppnismarkaði líkt og hér er ríkjandi verða markaðsráðandi að- ilar að fylgja leikreglum markað- arins. Líkt og áður hefur verið bent á, hagnast neytendur fyrst og fremst á því að verðlag á nauð- synjavörum haldist viðvarandi lágt og stöðugt. Nauðsynlegt er því að tryggja að ekki séu hindranir á markaðnum fyrir nýja aðila að hasla sé völl og taka þátt í sam- keppninni. Verðstríð líkt og það sem háð hefur verið undanfarið, er ein þeirra leiða sem fyrirtæki nota til að skapa slíka hindrun og getur því í raun verið skaðlegt fyrir neytendur þegar fram í sækir,“ segir í Vinnunni. Verð- stríð get- ur verið skaðlegt Sauðárkrókur | Norðurland vestra hefur orðið verr úti en mörg önnur svæði vegna stöðugra fólksflutn- inga á Suðvesturhorn en nú eru helst bundnar vonir við, að með því að ná saman öllum þáttum sem tengjast ákveðinni atvinnugrein með því að mynda klasa, og innan hans mætti síðan þróa allskonar ný- sköpun og sprotaverkefni. Þetta kom fram í máli Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, á málþingi á vegum Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra á Sauðárkróki í gær. Þingið sóttu fulltrúar allt frá Húnaþingi vestra til Siglufjarðar og var þátttaka góð og var það sam- dóma álit ráðstefnuhaldara og gesta að mjög vel hefði til tekist. Þingið hófst með setningu Ársæls Guðmundsson- ar sveitarstjóra í Skagafirði, en síðan tók Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra til máls. Engar töfralausnir Í ávarpi sínu fjallaði ráðherrann um þá bú- setuþróun sem orðið hefur á landsbyggðinni á und- anförnum árum, þar sem fram kom að Norðurland vestra hafi orðið verr úti en mörg önnur svæði vegna stöðugra fólksflutninga á suðvesturhorn landsins, bæði vegna þess að atvinna svæðisins tengdist í ríkum mæli gömlu grunnatvinnuvegun- um, en ekki síður vegna þess að menntunarstig hefði á þessu svæði lengi verið lægra en víða annars staðar. Benti ráðherra á að engin töfralausn væri til vegna þessa en hins vegar væri hér til mikil stað- bundin þekking, sem ef til vill hefði ekki tekist að nýta sem skyldi til uppbyggingar nýrra og áhuga- verðra starfa. Sagði ráðherra að nú væru helst bundnar vonir við, að með því að ná saman öllum þáttum sem tengdust ákveðinni atvinnugrein væri myndaður klasi, en innan hans mætti síðan þróa alls konar ný- sköpun og sprotaverkefni sem þá sköpuðu ný og betur launuð störf og efldu á þann veg atvinnulíf svæðisins. Þá ræddi ráðherra fjármögnunarleiðir í nýsköpun og benti meðal annars á Tækniþróun- arsjóð, en með tilkomu hans skapaðist ferli í op- inberum stuðningi allt frá hugmynd til fullunninnar markaðsvöru. Nýr vaxtarsamningur Að lokum kynnti ráðherrann á hvern hátt staðið var að gerð vaxtarsamnings fyrir Eyjafjarðarsvæð- ið svo og Vestfirði og tilnefndi undirbúningshóp um gerð slíks samnings fyrir Norðurland vestra, en í honum eru: Baldur Pétursson frá ráðuneytinu, for- maður, Knútur Aadnegard, Skúli Skúlason, Árni Gunnarsson, Elín R. Líndal, Svanhildur Guð- mundsdóttir, Jóna Fanney Friðriksdóttir, Unnar Már Pétursson, Guðmundur Guðmundsson og Steindór Haraldsson. Starfsmenn hópsins eru: Jak- ob Magnússon og Elvar K. Valsson. Að loknum orðum ráðherra fluttu framsöguer- indi Elvar Knútur Valsson um vaxtarsamninga og klasasamstarf, Ásgeir Jónsson og nefndist erindi hans Hvernig atvinna verður stunduð á Norður- landi vestra eftir 15 ár, Aðalheiður Héðinsdóttir fjallað um Uppbyggingu lítilla fyrirtækja, þá Skúli Skúlason og nefndist hans erindi Afl menntunar í menningu og atvinnulífi og að lokum Kristín Björnsdóttir sem nefndi sitt innlegg: Hverju svar- aði kötturinn Lísu í Undralandi? Að lokum störfuðu umræðuhópar og niðurstöður voru kynntar. Á göngum og við fundarsal voru kynntar á plak- ötum niðurstöður úr viðamikilli könnun sem gerð var vegna fundarins, og fór þannig fram að atvinnu- rekendum og stjórnmálamönnum voru sendar 40 staðhæfingar þar sem óskað var fjögurra svara við hverri þeirra, það er hversu líklegt væri að þetta yrði raunin, hversu æskilegt væri að það yrði, hvernig áhrif það hefði á fyrirtækið, og hvaða áhrif það hefði á atvinnulíf á svæðinu í heild. Miklar umræður á málþingi um atvinnumál á Norðurlandi vestra Engin töfralausn tiltæk Morgunblaðið/Andrés Skúlason Öxin er fjölfarin jafnt sumar sem vetur, þrátt fyrir að vera oft ill- eða ófær yfir vetrarmánuðina. VÖRUFLUTNINGABÍLSTJÓRAR sem og aðrir vegfarendur eru reiðu- búnir að leggja mikið á sig til að stytta sér leið milli áfangastaða. Það hefur sannarlega komið í ljós á veg- inum yfir Öxi á liðnum misserum. Sl. miðvikudag þegar fréttaritari átti sem oftar leið um Öxi ók hann fram á stóra vöruflutningabifreið með tengivagn (45 tonn) sem runnið hafði til á veginum og stöðvað þar með alla umferð. Þykir sumum undrum sæta að þungaflutningar skuli vera um veginn á þessum árs- tíma. Í samtali við bílstjóra vöruflutn- ingabifreiðarinnar sagðist hann vera í stöðugum ferðum með hrað- sement fyrir Kárahnjúkavirkjun og myndi alltaf keyra Öxi. Bílstjórinn sagði einfalda skýringu á ferðum sínum þarna, hann myndi spara sér 100 km með því að fara þessa leið. Sagði hann þetta í fyrsta skipti sem hann lenti í óhappi á þessum slóðum. Þetta er engu að síður í annað sinn á skömmum tíma sem fréttarit- ari ekur fram á þungaflutninga- bifreið með tengivagn sem hefur runnið til og lokað veginum um Öxi. Mikill þrýstingur er nú á sam- gönguyfirvöld að fara í róttækar að- gerðir á þessari leið með það fyrir augum að vegurinn verði gerður að öruggum uppbyggðum heilsársvegi með föstum ruðningsdögum. Velja Öxi þrátt fyrir ótrygg skilyrði Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Bíræfinn bílaþjófn- aður LÝST er eftir vínrauðum VW Polo- fólksbíl sem stolið var á bíræfinn hátt við Fálkagötu hinn 17. október sl. Eigandinn, Laufey Óladóttir, hafði þennan dag rétt brugðið sér inn til vinkonu sinnar og kom til baka aðeins tveimur mínútum seinna. En þá var bíllinn horfinn og virðist þjófnum hafa nægt hinn ör- stutti tími til að taka bílinn. Lykill- inn var í svissinum og bíllinn í gangi og mun það hafa auðveldað þjófnum verk sitt. Úr því að frá- gangur bílsins var með þessum hætti er ábyrgðin felld á eigandann og því lítil von til þess að fá tjónið bætt finnist bíllinn ekki. Lögreglan í Reykjavík leitar að bílnum en leit- in hefur ekki enn borið árangur. „Það var enginn í götunni þegar þetta gerðist og ég skil ekki hvaðan þjófurinn kom,“ segir Laufey. Hún stundar nám í Háskóla Íslands ásamt unnusta sínum og sakna þau nú bílsins þar sem hann var þeirra þarfasti þjónn í heimsóknum þeirra til heimahaganna úti á landi auk þess sem þau notuðu hann í versl- unarferðum í borginni. „Maður átt- ar sig ekki hvað maður er háður bílnum fyrr en hann er tekinn af manni,“ segir Laufey. Þeir sem hafa orðið varir við bíl- inn eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Númer bílsins er PM-128. Fangelsi fyrir hrað- akstur HÉRAÐSDÓMUR Norður- lands eystra hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi fyrir að aka bíl á 71 kílómetra hraða norður Hlíð- arbraut á Akureyri en leyfi- legur hámarkshraði er þar 50 km. Maðurinn var ökuréttinda- laus og hefur áður fengið refsingu fyrir umferðarlaga- brot. Maðurinn hefur þrívegis hlotið dóm fyrir ölvunarakst- ur og tvisvar fyrir akstur sviptur ökurétti. Akureyri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.