Morgunblaðið - 05.11.2005, Síða 22

Morgunblaðið - 05.11.2005, Síða 22
Morgunblaðið/Kristbjörg Sigurðardóttir Lærir með gömlu vinunum Skóli Kópasker | „Bara fínt,“ sagði Eysteinn Orri Arilíusarson þegar hann var spurður að því hvernig væri að vera aft- ur kominn í hóp gömlu vin- anna á Kópaskeri. Eysteinn Orri er í 1. bekk Breiðagerð- isskóla í Reykjavík og notaði vetrarfríið til að heimsækja afa sinn og ömmu á Kópa- skeri. Þar fékk hann að fara í skólann, hitta vini sína og læra með þeim. Hann sagði að skemmtilegast hefði verið að leika sér við krakkana, vini sína sem hann þekkir frá því hann átti heima á staðn- um. Akureyri | Suðurnes | Landið | Árborg Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Málþing um atvinnumál var haldið í gær á vegum Samtaka sveitarfélaga á Norður- landi vestra. Þingið, sem haldið var í Verinu, húsnæði Háskólans á Hólum, sem stendur við höfnina á Sauðárkróki, og gjarna nefnt Hafnarháskóli, var vel sótt og þótti takast hið besta. Valgerður Sverr- isdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra opn- aði málþingið með ávarpi og tilnefndi m.a. níu manna starfshóp til undirbúnings vaxt- arsamningi fyrir Norðurland vestra. Þá voru flutt framsöguerindi og unnið í starfs- hópum og voru umfjöllunarefni hópanna tengd atvinnuþróun. Í anddyri var sýning á framtíðarsögum með vegvísum til ársins 2020.    Skagafjarðarveitur ehf. hafa staðið í miklum stórræðum í sumar og haust en verið er að vinna að hitaveitulögn um Akra- hrepp, og tengja við veitusvæðið í Varma- hlíð og hafa þessar framkvæmdir staðið frá því snemma á yfirstandandi ári. Nú sést fyrir enda þessa verks og gerir Páll Pálsson veitustjóri ráð fyrir að lokið verði við allar tengingar og frágang þannig að unnt verði að hleypa heitu vatni á svæðið í desember. Þá er verið að bora nýja holu að Reykjum í Hjaltadal, en veitan á Reykjum sér íbúum sveitarinnar og Hólaskóla fyrir heitu vatni. En með mjög aukinni vatnsþörf, m.a. vegna fólksfjölgunar á Hólum og auknum um- svifum þar, var orðinn skortur á heitu vatni og því þörf að ná meira magni með borun á nýrri og dýpri holu. Nýverið fannst svo með borunum heitt vatn í Hrollleifsdal norðan Hofsóss, og gert er ráð fyrir að þegar í vet- ur og á næsta sumri verði ráðist í að virkja þá holu sem þar var boruð ásamt því að hanna lögn um svæðið og ættu þá íbúar Hofsóss og nágrennis innan tíðar að sitja við sama borð og aðrir íbúar Skagafjarðar hvað húshitunarmál varðar.    Umferð um Þverárfjallsveg, milli Skaga- strandarvegar og Sauðárkróks, hefur orðið miklum mun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir, enda styttist leiðin milli Sauðárkróks og Blönduóss um tæpa 40 kílómetra. Enn er þó ófrágenginn hluti leiðarinnar, en það er frá vegamótum í Laxárdal og til Sauð- árkróks, auk byggingar brúar við ósa Göngu-skarðsár, en með þeirri auka- fjárveitingu sem til þessa vegar fékkst fyrr á árinu, hefur nú verið ákveðið að ljúka verkinu í einum áfanga, og er gert ráð fyrir að það fari í útboð í næsta mánuði. Úr bæjarlífinu SAUÐÁRKRÓKUR EFTIR BJÖRN BJÖRNSSON FRÉTTARITARA Nemendur tíundabekkjar Grunn-skóla Blá- skógabyggðar gengu ný- lega með hjólbörur fullar af mjólkurvörum frá Sel- fossi og heim í sveitina. Tilgangurinn var að safna peningum fyrir utanlands- ferð sem áætluð er eftir samræmdu prófin í vor. Venjulega afla nemend- urnir fjár með því að halda haustball, bingó og árshátíð en nú vildu þeir gera eitthvað meira, eitt- hvað krefjandi og safna um leið peningum. Mjólkursamsalan styrkti verkefnið með því að leggja til vörur í hjól- börurnar, auk pen- ingastyrks, og Guð- mundur Tyrfingsson lánaði rútu til að fylgja hlaupinu. Krakkarnir söfnuðu síðan áheitum. Gangan gekk vel og voru krakkarnir svo rösk- ir að ferðin tók ekki nema sex og hálfan tíma í stað 8 til 9 eins og áætlað var. Skiptust þau um að ganga. Hjólbörurnar ultu ekki nema einu sinni. Alltaf var hægt að fá nýja orku með því að ná sér í drykki, jóg- úrt eða skyr og létta þann- ig á flutningnum, og þurfti að fylla hjólbörurnar á nýj- an leik áður en síðasti spöl- urinn var genginn. Verkefnið gekk vel og er vonast til að dágóður pen- ingur skili sér í ferðasjóð- inn. Gengið með mjólkurvörur í hjólbörum heim í sveitina Davíð Hjálmar Har-aldsson veltir fyrirsér pólitík, enda prófkjör hjá mörgum flokkum um helgina: Skrýtin er ævin með skemmtan og puði. Skerast þar götur af fjölbreyttu mynstri. Einn fer til hægri þá annar kýs vinstri. Að endingu dæmast þó báðir hjá Guði. Hálfdan Ármann Björns- son kemur með ábendingu til Davíðs: Ef þú, vinur, öfugt kýst, ég á það bendi, inn hjá guði ekki er víst að allir lendi. Sigurður Hreiðar yrkir um auglýsingar VR, þar sem kunnir einstaklingar fengu nýtt yfirbragð og með því var vakin athygli á launa- mun kynjanna: Jafnréttisleysið er helvíti hart, um hitt vissi ég ekki baun: Að glæsipían Gísli Mart gerði sér vonir um karlmannslaun. Af pólitík pebl@mbl.is Skagafjörður | Haustið hefur ekki verið hagstætt þeim bændum sem stunda kornrækt í Skagafirði. Ekki hefur enn tekist að ná korni af um fjörutíu hekt- urum en sáð var í um 350 hektara í vor. Vonir um að kornið náist fara dvínandi eftir hríðina um mánaðamótin en þó hafa menn ekki gefið upp alla von um að það bregði til betri tíðar þannig að eitthvað af korni náist hér eftir. Að sögn Eiríks Loftssonar, ráðunaut- ar hjá Leiðbeiningamiðstöðinni, er eftir óslegið korn á 10 bæjum í héraðinu. Þresking í haust byrjaði um 10. sept- ember. Ný þreskivél var keypt í héraðið í haust og var um tíma slegið með þremur vélum. Nýja vélin er fjórhjóladrifin og reyndist mjög vel á þá akra sem voru erfiðastir yfirferðar vegna bleytu. Eirík- ur segir að uppskeran sé mjög breytileg að magni til en í heildina eins og í með- alári. Fylling kornsins og fóðurgildið sé hins vegar minna en undanfarin ár. Tvö síðustu ár voru kornræktinni í Skaga- firði mjög hagstæð. Eftir að þreskja af 40 hekturum ATKVÆÐAGREIÐSLA um sameiningu sveitarfélaga verður endurtekin í fimm sveitarfélögum í dag. Þar er um að ræða íbúa sveitarfélaga sem felldu sameiningu í atkvæðagreiðslu 8. október en meiri- hluti íbúa allra sveitarfélaganna sem voru undir samþykktu. Þannig gefst íbú- unum kostur á að endurskoða afstöðu sína til sameiningar, í ljósi niðurstöð- unnar í fyrri atkvæðagreiðslunni. Íbúar Aðaldælahrepps, Tjörnes- hrepps, Kelduneshrepps og Skútustaða- hrepps í Þingeyjarsýslu greiða atkvæði um sameiningu við Húsavík, Öxarfjarð- arhrepp og Raufarhöfn, en þrjú síðast- nefndu sveitarfélögin samþykktu sam- einingu í október. Þá munu íbúar Reykhólahrepps greiða atkvæði um sam- einingu við Dalabyggð og Saurbæjar- hrepp. Sameining var felld í Reykhóla- hreppi í október en samþykkt í hinum tveimur sveitarfélögunum. Sama tillaga er lögð fyrir íbúana og í atkvæðagreiðslunni 8. október og kjör- skrá er hin sama. Kosningar um samein- ingu endur- teknar ♦♦♦ Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Sundlaugavegur 18 - Rvík - 3ja herb. OPIÐ HÚS Í DAG milli kl. 14.00 og 16.00 Mjög falleg og endurnýjuð 79,4 fm ris- íbúð. Inng. stigi upp á pall, hol, eldhús, gott hjónaherbergi björt og falleg stofa, vinnuherbergi, baðherbergi og geymslu- loft. Suðursvalir. Gólfefni eru massívt eik- arparket og flísar. Sam. þvottaherb. Verð 18,9 millj. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.