Morgunblaðið - 05.11.2005, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 05.11.2005, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 33 DAGLEGT LÍF | FERÐALÖG þrjátíu ár og rak vagninn ásamt manni sínum í mörg ár. Fyrir skömmu hættu þau hjón rekstri vagnsins og seldu hann og nú eru aðrir aðilar með sambærilegan vagn á þessum stað. Gerður bað fyrir kveðju og þakkir til allra Íslendinga sem staldrað hafa við hjá henni á und- anförnum árum og fengið sér hressingu og gjarnan spjallað við hana um leið og þeir hafa sagt henni fréttir frá gamla landinu hennar. Á UNDANFÖRNUM árum hafa fjölmargir Íslendingar komið við í Íslenska pulsuvagninum á Strikinu í Kaupmannahöfn og fengið sér pulsu eða annað góðgæti. Vagninn hlaut þetta viðurnefni vegna þess að þar var alltaf íslenski fáninn á áberandi stað ásamt þeim danska. Ástæðan var sú að annar eigandi vagnsins var íslensk kona Gerður Guðfinnsdóttir úr Keflavík sem bú- ið hefur í Danmörku undanfarin Gerður Guðfinnsdóttir hefur nú hætt rekstri pulsuvagnsins á Strikinu. Íslenski pulsuvagn- inn farinn af Strikinu  KAUPMANNAHÖFN TÍMARITIÐ Condé Nast Trav- eller hefur birt lista yfir tuttugu bestu hótel í Evrópu samkvæmt niðurstöðum lesendakönnunar. Í efsta sæti er hótel í Feneyjum, Hotel Cipriani, en það er eitt af sex hótelum á Ítalíu á þessum tuttugu hótela lista. San Domenico Palace Hotel á Sikiley er í öðru sæti og Hotel Arts í Barcelona í þriðja sæti. Lesendur gefa einkunnir byggðar á staðsetningu, innréttingum, þægindum, verði og gæðum, þjón- ustu, mat og andrúmslofti. http://www.hotelcipriani.com/ web/ocip/ocip_a1a_splash.jsp http://www.thi.it/eng/benven- uto.asp?id=10 Hótel Cipriani besta hótelið  GISTING EIGA flugfarþegar rétt á að neita að fara um borð í vafasamar flug- vélar? Þessi spurning er borin upp í franska neytendablaðinu „60 mill- ions de consommateurs“ í kjölfar hrakfallasumarsins sem á undan er gengið í flugmálum. Óvenjumikið hefur verið um flugslys síðastliðna þrjá mánuði, lendingar sem enda með ósköpum, seinkun á flugtaki vegna alvarlega bilana eða hættuleg atvik sem gerast eftir flugtak. Um 39% Frakka eru flughrædd, sam- kvæmt nýlegri könnun sunnudags- blaðsins „Journal du Dimanche“ og þegar þeir telja öryggi sínu stefnt í hættu hika þeir ekki við að neita að fljúga í svokölluðum „ruslvélum“. Vantar björgunarvestin? Í ágúst varð franska flugumferð- arstjórnin að bregðast við uppreisn farþega sem kröfðust þess að vél á leið til Túnis yrði snúið við vegna alvarlegrar tæknibilunar sem gerði vart við sig 20 mínútur eftir flug- tak. Flugfarþegar geta krafist þess að fá flug með öðru flugfélagi eða fá flugið endurgreitt ef flugvél er sett í flugbann af viðkomandi flug- umferðastjórn eins og gerðist í Par- ís í ágúst. Að öðru leyti getur reynst erfitt fyrir farþega að meta öryggi vélar og krefjast réttar síns þar sem sanna þarf þá að örygg- iskröfum hafi ekki verið fylgt eftir. Það er þó hægt með því að sýna fram á að það vanti öryggisbelti, björgunarvesti eða að flugfélagið sé á svokölluðum svörtum lista flug- félaga. Hin vafasömu atvik sem hafa átt sér stað á undanförnum mánuðum eru þó yfirleitt ekki tengd þessum öryggisbúnaði heldur er frekar um að ræða bilanir í tæknilegri umgerð flugvélarinnar sem farþegar geta með engu móti sannreynt fyrir flugtak. Flest félög hlýða öryggiskröfum Flest flugfélög í Evrópu hlýða ströngum öryggiskröfum en sam- kvæmt „60 millions“ ber helst að varast mjög ódýrar ferðir á vegum svokallaðra hópferðamiðstöðva („tour operators“) sem gjarnan skipta við ódýr flugfélög sem oft geta boðið ódýrt flug á kostnað ör- yggis og starfsþjálfunar starfs- manna sinna. Eins og sannaðist í atviki í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, þar sem fagmennska flug- stjórans er talin hafa bjargað lífi farþeganna eftir að lending hafði verið talin nær ómöguleg, þá getur verið þess virði að borga örlítið meira fyrir að fljúga, og lenda örugglega.  ÖRYGGI | Ódýrt flug á kostnað þjálfunar? Flugfarþegar neita að fljúga í „ruslvélum“ Eftir Söru M. Kolka sara@mbl.is Associated Press www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar Skóverslun - Kringlunni Sími 553 2888 www.skor.is Teg. HCF 42 Stærð 36-41 Litur svart, brúnt og koniak verð 16.995,- Teg. 18411 Stærð 36-41 Litur svart Verð 16.995,- Teg. 3256 Stærð 36-41 Litur svart Verð 14.995,- Teg. LO 27 Stærð 36-41 Litur svart Verð 8.995,- Teg. 3372 Stærð 35-41 Litur svartog brúnt Verð 16.995,- Glæsilegt úrval af leðurstígvélum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.