Morgunblaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 39 ÞEGAR Reykjavíkurlistinn bauð fyrst fram til borgarstjórnar árið 1994 áttum við sem að honum stóðum metnaðarfulla drauma um borgina okkar. Við vildum stuðla að því að hér þróaðist nútímaleg borg, sem byggði á kostum smæðarinnar um leið og hún hasl- aði sér völl í samkeppni við erlend vaxt- arsvæði um fólk og fyrirtæki. Við höfðum fengið nóg af gam- aldags hugmyndum Sjálfstæð- isflokksins um borgina sem valdakerfi; af pólitískum úthlut- unum á lóðum, embættum og gæðum; hátimbruðum bygg- ingum sem þjónuðu valds- mönnum en ekki fólkinu í borg- inni; tvísetnum skólum; átakanlegum skorti á leik- skólaþjónustu; mengaðri strand- lengju; deyjandi miðbæ; strjál- býlisstefnu í skipulagsmálum; upplýsingaskorti; áætlunum sem aldrei stóðust; litlum skilningi á nýjum möguleikum í atvinnu- málum; almennri hentistefnu og skorti á stefnumörkun á öllum sviðum. Draumur verður að veruleika Í nær tólf ár höfum við unnið saman að því að gera draum okkar að veruleika og árang- urinn sést hvert sem litið er. Ís- lendingar geta nú leyft sér að vera stoltir af höfuðborginni sinni sem er orðin þekkt „vöru- merki“ um allan heim. Borgin stenst fyllilega samanburð við aðrar borgir í nágrannalöndum okkar bæði hvað varðar þjónustu við borgarbúa og aðdráttarafl fyrir þá sem vilja sækja hana heim. Mikill metnaður hefur verið lagður í bygg- ingu skóla í nýjum hverfum borgarinnar og gríðarlegar endurbætur átt sér stað á nær öllum eldri skólum. Skólastarf í borginni ein- kennist af miklum metnaði og framsýni. Leikskólaþjónusta stendur börnum til boða sem eru 18 mánaða og eldri og þó að skól- arnir glími nú við starfsmannaskort er mikil ánægja með gæði þess faglega starfs sem þar fer fram. Strandlengjan hefur verið hreinsuð sem er líklega eitt stærsta umhverfisátak sem ráðist hefur verið í hér á landi. Stjórnkerfi borg- arinnar hefur verið endurskipulagt með vald- dreifingu og stjórnfestu að leiðarljósi. Menningarlíf er með miklum blóma eins og menningarborgarár, listahátíð, menning- arnótt, margvíslegar tónlistarhátíðir, kvik- myndahátíðir, bókmenntahátíð o.fl. ber með sér. Borgin var markaðssett með markviss- um hætti og dregur nú að sér mikinn fjölda ferðamanna allt árið um kring sem geta gist á fjölmörgum nýjum hótelum í og við mið- borgina. Laugardalurinn er orðinn að heilsuparadís í miðri borginni með metn- aðarfullri uppbyggingu á mannvirkjum til íþrótta, heilsuræktar og sýningarhalds. Uppbygging á öllum sviðum Orkuveita Reykjavíkur var stofnuð með það að markmiði að nota sameiginlegt afl veitufyrirtækja borgarinnar til að renna stoðum undir þróttmikla atvinnuupp- byggingu og nýsköpun. Raforkuverið á Nesjavöllum og virkjunarframkvæmdir á Hellisheiði eru órækur vitnisburður um mik- ilvægi fyrirtækisins fyrir Reykvíkinga og raunar landsmenn alla. Fjármál borgarinnar voru endurskipulögð, það heyrir sögunni til að fara fram úr áætlunum og fram- kvæmdageta borgarinnar er gríðarlega mik- il. Gerð var þróunaráætlun fyrir miðborgina sem var forsenda þeirrar uppbyggingar sem nú á sér stað á fjölmörgum svæðum í mið- borginni. Gömul iðnaðarsvæði hafa verið tek- in til uppbyggingar og þar sem áður voru úr sér gengnar byggingar rísa nú ný og glæsi- leg hús. Gamalt þrætuepli, framtíð Vatns- mýrarinnar, var lagt í hendur borgarbúa í allsherjaratkvæðagreiðslu og nú er alþjóðleg skipulagssamkeppni um svæðið í burð- arliðnum. Síðast en ekki síst var tekin ákvörðun um það eftir að nýr meirihluti kom að borginni, að borgin ætti að taka þátt í uppbyggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss og það skyldi rísa í miðborginni. Til þess að það næði fram að ganga var samið við Reykjavíkurhöfn um uppkaup á lóðum og mannvirkjum í hennar eigu. Glæsilegri samkeppni um húsið og næsta nágrenni þess er nú lokið og fram- kvæmdir komnar á dagskrá. Ég gæti haldið lengi áfram að telja upp allt það sem áunnist hefur í tíð Reykjavíkur- listans en læt þetta duga í bili. Úrtölumennirnir Í flestum þeim málum sem hér hafa verið nefnd hafa sjálfstæðismenn í borginni verið í hlutverki úrtölumanna, stundum dregið lapp- irnar og oft reynt að leggja stein í götu að- gerða og uppbyggingar. En nú finnst þeim eins og þeirra tími sé kominn. Til hvers? spyr ég því ég hef ekki hug- mynd um hvert þeir vilja stefna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur verið drjúgur liðsmaður í úrtölukórnum og helst viljað halda sig við allt eins og það var þegar hann var í meiri- hluta fyrir 12 árum. Gísli Mar- teinn Baldursson hefur fylgst með álengdar, slegið úr og í, stokkið fram þegar hann held- ur að það sé vel til vinsælda fallið en aldrei dregið nokkurt hlass til hagsbóta fyrir borg- arbúa. Tækifæri framtíðarinnar En það er með borgina eins og heimilin – þar er alltaf verk að vinna. Fallegt heimili stenst ekki til frambúðar ef því er ekki sinnt af alúð. Borg- arheimilið er að stækka, upp- byggingin heldur áfram og þar þarf að búa vel að öllum þann- ig að þeir fái notið sín. Tækifæri framtíðarinnar liggja í börnum dagsins í dag og ekkert er mikilvægara en tryggja þeim aðgang að góðri menntun og jöfnum tækifær- um til að fást við það sem hug- ur þeirra stendur til. Sveit- arfélög landsins hafa lagt mikinn metnað í grunnskólann og sinna hon- um betur heldur en ríkið sinnir framhalds- skólanum. Reykjavíkurborg á því að hafa forgöngu um að semja við ríkið um yfirtöku framhaldsskólans og sjá til þess með raun- hæfum aðgerðum að hann þjóni öllu ungu fólki en ekki bara þeim sem eiga auðveldast með bóknám. Hin jöfnu tækifæri barna og ungmenna felast ekki síður í því að þau eigi þess öll kost að taka þátt í menningar- og íþróttastarfi án tillits til efnahags foreldra. Mikilvægt er að Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög taki á þessum málum og móti sér stefnu um gjaldfrjálst tómstundastarf ekki síður en gjaldfrjálsan leikskóla. Í báðum tilvikum þarf að huga að þeim gjaldfrjálsa tímafjölda sem börnum og ungmennum stæði til boða. Margvísleg verkefni bíða í málefnum aldr- aðra. Ríkisstjórnin hefur ekki verið þess um- komin að leysa vanda aldraðra hjúkr- unarsjúklinga og borgin á að taka þann málaflokk yfir. Hún á að takast á við þann málaflokk af sama metnaði og hún tókst á við uppbyggingu þjónustu í þágu barnafólks í tíð Reykjavíkurlistans. Í skipulagsmálum þarf að ljúka þeim verk- um sem hafin eru í miðborginni, Vatnsmýr- inni og í útjaðri borgarinnar. Á næstu 10–15 árum munu koma út á húsnæðismarkaðinn stórir hópar af ungu fólki sem vill gjarnan búa í miðborg þó að það kjósi á öðrum tíma- bilum í ævi sinni að flytjast í úthverfin. Það þarf að fylgja uppbyggingu tónlistar- og ráð- stefnuhússins fast eftir og sjá til þess að listaháskóli rísi í næsta nágrenni. Við garðshliðið Ég hef ekki farið dult með þá skoðun mína að ég sé eftir Reykjavíkurlistanum. Mér finnst það þyngra en tárum taki að þar skuli hver farinn til síns heima. Það er illskilj- anlegt að stjórnmálaflokkur eins og VG, sem hefur átt hlutdeild í farsælu samstarfi sem skilar árangri fyrir borgarbúa og sér nú af- rakstur erfiðis síns orðinn að veruleika um alla borg, skuli kjósa að plægja skikann sinn í stað þess að halda áfram að rækta hinn sameiginlega garð sem stendur í blóma. Reykjavíkurlistafáninn liggur í moldinni og enginn virðist hafa rænu á því að taka hann upp og bera merkið áfram. Við garðshliðið bíður Sjálfstæðisflokkurinn. Við þessar aðstæður á ég þá ósk heitasta að allt óflokksbundna Reykjavíkurlistafólkið taki málið í sínar hendur, eins og það gerði 1994, búi sig undir verkefnin framundan og mæti til leiks. Prófkjör Samfylkingarinnar í byrjun febrúar verður opið óflokksbundnu fólki og þar getur áhugafólk um gott borg- arsamfélag boðið sig til starfa. Nú er bara spurningin hvort fólk ætlar að sitja forviða hjá eða láta verkin tala. Borgin okkar Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ’Reykjavíkur-listafáninn ligg- ur í moldinni og enginn virðist hafa rænu á því að taka hann upp og bera merkið áfram. Við garðshliðið bíður Sjálfstæð- isflokkurinn.‘ Höfundur er formaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi borgarstjóri. með krabbamein tækifæri til að hittast og spjalla hittast og hlæja ti í gamla safnaðarheimili Neskirkju í semi Ljóssins, stuðningshóps fólks sem . Brjánn Jónasson leit í heimsókn og æfir ull, býr til hatta og sker út. Birna Jónsdóttir (t.v.) leiðbeinir þeim sem vilja læra að þæfa ull og Erna Magnúsdóttir iðjuþjálfi sinnir starfseminni í sjálfboðavinnu. sumar spreyttu sig á því að sauma kanínuskinn. Morgunblaðið/Kristinn sammála um nauðsyn þess að bjóða upp á starfsemi af þessu tagi. tveimur og hálfu ári, þegar ég kom um dráttum að hún hafi bjargað ð bata, en heldur áfram að koma l og vinna úr henni. ra heima, hætti að svara síma og stu skiptin hafi félagsskapurinn m degi að koma, þar fékk maður all- alda.“ ér eru allir svo glaðir og kátir, og í upp úr þessum sjúkdómi. Mér elta sér upp úr þessu á hverjum ið verðum að halda áfram að lifa.“ eini hafi ekki annað komið til ina hjá Ljósinu, enda hafði hún þá nn sem þar er veittur. Nú segist erki, en hún er farin að selja ýmsar ram að lifa „ÉG UPPGÖTVAÐI það hér að það er líf með lyfjagjöfinni, það er líf með sjúkdómnum,“ segir Þuríður Magnúsdóttir. Þetta er fjórða vikan sem hún hefur komið til að taka þátt í starfinu, og hún segir að í dag séu miðvikudagar og föstudag- arnir orðnir föstu punktarnir í til- verunni, hún hlakki til á hverjum degi. „Ég var skorin í enda september, og kom fyrir fyrstu lyfjagjöf. Það er rosalega erfitt að vera greind með krabbamein, vera kippt út úr atvinnulífinu. Ég fór bara að hugsa með mér hvað ég ætti eiginlega að gera, ég hefði allan daginn en ekk- ert við að vera. Ég fór á stúfana, og rak augun í auglýsingu fyrir kyrrð- arstund í Neskirkju. Ég kom ein upp í kirkju, sat aftast, og ákvað að fara á eftir í kaffið. Þá kom til mín kona og spurði hvort ég væri ný hérna, og það að hitta þetta fólk í fyrsta skipti, það var bara eins og að vera komin heim,“ segir Þur- íður. Hún segir starfið á miðvikudög- um ekki síður gefandi en tóm- stundavinnan á föstudögum, enda ekki hægt að líkja því saman að tala við fólk sem þekkir sjúkdóminn af eigin reynslu, eða tala við fólk sem ekki hefur upplifað þær tilfinningar sem þeir einir þekkja sem hafa upp- lifað sjálfir. „Maður getur talað, þarf ekki að vega og meta hvað er sagt, og það skilja mig allir.“ Þuríður segir fólk misjafnt, og því henti félagsskapur á borð við þennan kannski ekki öllum. „En ég segi að það sem gerir mig jákvæða í dag, það sem eflir mig, er fólkið hér, að finna þessa hlýju. [...] Ég myndi hvetja fólk til að koma, á virkum dögum er ekki mikið við að vera, vinir og ættingjar allir í vinnu.“ Uppgötvaði líf með lyfjagjöfinni „ÉG KYNNTIST þessari starfsemi fyrir um ári síðan. Þá var ég ný- kominn af spítala, nýgreindur, sendur heim eftir tvo erfiða upp- skurði,“ segir Eyjólfur Sigurðsson. „Tilveran var svört, ég hafði engan dug eða vilja, var líkamlega búinn, og sá engin úrræði. Þá var mér bent á þessa endurhæfingu, og það var eins og kviknaði ljós.“ Eyjólfur gerir tilraunir með liti á meðan hann spjallar, en hann hafði hvorki málað né tálgað áður en hann fór fyrst í listasmiðju Ljóssins. „Þó ég sé ekki að gera einhver listaverk þá hef ég gaman af þessu sjálfur, þetta er frábær stuðningur. Ég fór að mála og tálga, og smátt og smátt kom trúin á sjálfan mig, að ég gæti gert eitt- hvað.“ Það er mikils virði að geta kom- ið, þó ekki væri fyrir annað en að hitta allt það fólk sem kemur reglulega, segir Eyjólfur. „Maður er umvafinn góðu fólki, og þetta er svo gaman. Það er alltaf að bætast við fólk, alltaf að sjást ný andlit.“ Kveikti ljós í svartri tilveru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.