Morgunblaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 47 MINNINGAR ✝ Friðbjörg Mid-fjord fæddist í Hovi í Færeyjum hinn 18. júní 1943. Hún lést á Landspít- alanum 29. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Nils Johann Midfjord sjómaður, f. 1904, og Kathrinu Mortensen Midfjord húsmóðir, f. 1919, en þau eru bæði látin. Friðbjörg átti einn bróður, Tryggva Midfjord, f. 1947 en hann lést 23. mars síðastliðinn. Hinn 10. nóvember 1969 giftist Friðbjörg eftirlifandi eiginmanni sínum Erlendi Björgvinssyni, f. 4. júlí 1924. Börn þeirra eru: 1) Nína Midfjord, f. 24. júní 1968, maður hennar er Sveinbjörn Egilsson, f. 23. júlí 1966, börn þeirra eru Egill Örn, f, 12. janúar 1993, og Sigríður Tinna, f. 15. febrúar 1995. 2) Sig- urbjörg Petra, f. 18. maí 1970. Hennar maður er Emil Guð- finnur Hafsteinsson, f. 17. ágúst 1966. Barn þeirra er Linda María, f. 9. ágúst 1993. 3) Sóley Berg- lind, f. 8. apríl 1973, maður hennar er Sigursteinn Árni Brynjólfsson, f. 9. mars 1972, börn þeirra eru Ingibjörg Lilja, f. 2. mars 1994, og Árni Steinn, f. 20. júlí 2003. 4) Rósa Elísabet, f. 3. des- ember 1976, barn hennar er Frið- björg Helga, f. 15. september 1998. 5) Björgvin Hlíðar, f. 21. janúar 1978, kona hans er Bergþóra Guðnadóttir, f. 23. október 1978. Barn þeirra er Huginn, f. 18. sept- ember 2000. Friðbjörg verður jarðsungin frá Heydalakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgr. Pét.) Elsku Friðbjörg mín, þakka þér fyrir alla dagana okkar saman. Við lifðum góðu lífi og nú veit ég að þér líður vel hjá Guði, sem þú trúðir svo mikið á og treystir á í þínum raunum. Þó kvartaðir þú ekki og varst hress og kát til hins síðasta dags. Guð geymi þig, elskan mín. Þinn Erlendur. Mig langar í nokkrum orðum að kveðja þig, mamma mín, en þú lést langt fyrir aldur fram, aðeins 62 ára gömul, eftir löng og erfið veikindi. Ég veit að þú hefðir ekki viljað að það væri gert of mikið úr þeim, því að þú kvartaðir aldrei og hélst lífs- gleði þinni fram á hinn síðasta dag. Þú hafðir gaman af sprelli og gríni og það var gaman hjá okkur þegar fjöl- skyldan kom saman í Breiðdalnum hvort sem var á hátíðisdögum eða bara í stuttum heimsóknum. Þá var slegið upp veislu og við glöddumst saman. Ég hugsa til þess hve heppin við höfum verið fjölskyldan að fá að hafa þig hjá okkur svona lengi miðað við það hvað þú ert lengi búin að vera mikið veik. Við rifjuðum það upp saman þegar við fengum fréttirnar af andláti þínu að oft hefði nú verið tvísýnt með þig síðastliðin sex ár en alltaf þraukaðir þú og komst heim aftur. Ég hugsa um það hvað við vor- um heppin að fá þennan yndislega tíma í sumar þar sem við hittumst öll í sveitinni okkar, Breiðdalnum, í kringum brúðkaupið okkar Svein- björns. Að lokum langar mig að enda á fallegu ljóði sem mér finnst ein- kennandi fyrir líf þitt mamma mín og í leiðinni að þakka þér fyrir allar góðu minningarnar sem ég á um þig: Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórl.) Guð geymi þig. Nína Midfjord Erlendsdóttir. Okkur langar að minnast með nokkrum orðum móður okkar sem lést eftir löng og erfið veikindi. Allt fram á síðasta dag varst þú jákvæð og svo ótrúlega hugrökk, þú lést aldrei bilbug á þér finna og sama hversu lasin þú varst þá skyldir þú fara á fætur og gera þig fína fyrir daginn enda varst þú alltaf svo glæsileg, uppfínuð og vel til höfð. All- ar góðu minningarnar sem við eigum um þig eiga eftir að gleðja okkur um ókomna tíð. Til dæmis öll jólin sem öll fjölskyldan hittist, en þau voru ekki mörg jólin sem við komum ekki öll saman. Það var þitt yndi að allir ungarnir þínir kæmu heim og hitt- ust. Jólin voru í miklu uppáhaldi hjá þér og þú sást alltaf til þess að allt væri fínt þegar við komum, til dæmis í jólafrí þegar við vorum í skóla að heiman. Það var alveg yndislegt að koma heim þegar heimkoman var svona hlýleg. Alltaf hugsaðir þú um að gleðja aðra áður en þú hugsaðir um þig sjálfa, því það gladdi þig að geta glatt aðra og þó sérstaklega fjölskylduna þína. Við þökkum þér fyrir allt sem þú hefur kennt okkur og gert fyrir okkur og við vitum að nú líður þér vel og að þú munt áfram gæta okkar og fylgjast með okkur. Við munum passa pabba fyrir þig og reyna að hugsa vel um hann. Við krjúpum klökk að kistu þinni og kyssum í anda sporin þín. Nú fylgjum þér í hinsta sinni og burt er víkur aðstoð þín. Okkur seinna í eilífðinni eilíft ljós frá guði skín. Ég krýp með þökk að kistu þinni, kyssi í anda sporin þín, elsku góða mamma mín. Okkur seinna í eilífðinni eilíft ljós frá guði skín. (Höf. ók.) Takk fyrir allt, elsku mamma. Guð geymi þig og allar minningarnar um þig, þú átt alltaf stað í hjarta okkar. Þín börn, Björgvin, Sóley og Sigurbjörg. Jæja, elsku mamma mín, nú þegar þú hefur kvatt okkur og lagt af stað í ferðalagið langa sitjum við hér og yljum okkur við að rifja upp allar góðu og ljúfu minningarnar um þig. Elsku mamma mín. Það er margt sem kemur upp í hugann, til dæmis var það þessi endalausa þolinmæði og aldrei man ég til þess að við systk- inin værum skömmuð, alveg sama hvað við gerðum, en þegar galsinn var orðinn of mikill hjá hópnum sagðir þú sallaróleg: „Eitt er að geta byrjað en hitt er að geta stoppað sig af aftur,“ og til dæmis þegar ég, Brói og Svana náðum í tuttugu eða þrjátíu kettlinga niður í fjós og laumuðum þeim upp í rúm uppi í herbergi uppi á lofti þá sagðir þú bara þegar þú komst að þessu laumuspili okkar: „Farið og skilið þeim aftur til mæðra sinna og passið bara að láta þá á rétta staði aftur.“ Fyrst talað er um kisur þá mundir þú alltaf eftir því að hugsa um alla. Til dæmis sendir þú okkur á hverju kvöldi með eitthvað í svanginn handa villikisunum í fjárhúsunum og upp á Krummaklett með smá bita handa hröfnunum, en um leið og við fórum í þessar sendiferðir sagðir þú allaf: „Guð launar fyrir kisurnar eða hrafninn,“ eftir því sem við átti í það skiptið. Þessi sterka trú þín var þér svo mikils virði og mikill styrkur í öllu hjá þér. Fyrir þér voru allir jafn- ir og þér fannst enginn hafa rétt eða leyfi til að dæma aðra samferðamenn okkar. Og þér fannst að maður ætti að líta í eigin barm og hafa það hug- fast að það sem henti aðra gæti líka hent okkur. Ég man líka svo vel eftir því þegar við fórum að sofa á kvöldin og við systkinin komum eitt af öðru og báðum þig að fara með bænirnar fyrir okkur og þú sagðir allaf já. En ég veit líka vel að ég þurfti ekki að minna þig á bænir. Það var mér líka ljúft og dýrmætt að fá að sofna við að hlusta á þig segja okkur sögur. En ekki bara meðan ég var lítil, líka þeg- ar ég var sjálf orðin mamma og þú varst að lesa eða segja nöfnu þinni sögur, fyrir mig að hlusta á, það er mér dýrmætt núna. Þú varst alltaf tilbúin að hlusta á mig ef ég þurfti að tala við einhvern, þú skoðaðir alltaf allar hliðar á málum og svo sagðir þú þína skoðun. Þú þekktir mig líka svo vel að ef ég ætlaði að sleppa því að segja þér eitthvað og hlífa þér við einhverju þá áttir þú það til að ganga á mig og spyrja mig einmitt um þá hluti eða mál og þá sagði ég þér oft- ast alla söguna. Þá var þetta kannski ekki lengur stórmál fyrir mér. Takk fyrir allt, elsku mamma mín, nú veit ég að þér líður vel og ég veit að ég á eftir að tala við þig. Þó ég heyri kannski ekki alltaf svarið þitt þá veit ég að þú hlustar alltaf á mig eins og alltaf. Guð geymi þig, elsku mamma mín og amma mín. Þegar ég sakna þín man ég eftir smá gullkorni sem er sennilega alveg rétt: Þegar þú er sorgmæddur, skoðaðu þá aft- ur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. Rósa Elísabet og Friðbjörg Helga. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi faðir, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu, halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eir.) Elsku amma mín, hvíl í friði og guð geymi þig. Þín Linda María. Elsku Friðbjörg. Okkar hinsta kveðja til þín: Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér (Ingib. Sig.) Takk fyrir allt. Bergþóra og Huginn. Vertu yfir og allt um kring, með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar, saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson.) Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eir.) Elsku amma mín, nú ert þú komin til Guðs. Þar sem góðu englarnir gæta þess að þér líði vel og að þú þurfir ekki lengur að finna til. Hjá þeim getur þú haldið áfram að sauma út og mála fallegar myndir. Ég ætla að vera dugleg að segja litla bróður mínum frá yndislegu ömmu okkar, sem við munum aldrei gleyma. Eins og þú veist, þá er hann bara tveggja ára og hefur ekki getað verið jafn lengi með þér og ég. Ég ætla líka að passa öll fallegu dúkku- fötin sem þú prjónaðir handa mér. Ég er svo glöð að hafa haft þig svona nálægt mér, því þá gat ég nuddað fæturna þína sem þér þótti svo gott. Það var alltaf svo gaman að heim- sækja þig, fylla á vatnið og merkja allar vörurnar þínar. Allar okkar stundir voru mér svo dýrmætar og ég mun alltaf muna þær, elsku amma mín. Þegar ég horfi á stjörnurnar skæru, þá veit ég að þú ert þarna uppi að fylgjast með mér alla tíð. Þín Ingibjörg Lilja. Nú ertu leidd mín ljúfa lystigarð Drottins í orti Hallgrímur Pétursson. Nú ertu leyst úr þrautum þeirra erfiðu veikinda sem þú tókst á við með þinni einstöku hógværð og ljúf- mennsku, sem einkenndi allt þitt fas. Við viljum þakka þér samveru- stundirnar, en alltof stutta samfylgd, sem hófst þegar börnin okkar beggja hófu búskap fyrir um 12 árum og eiga nú tvö yndisleg börn, sem nú ásamt öllum barnahópnum þínum syrgja og sakna yndislegrar ömmu og mömmu. Ömmu sem alltaf var til staðar með útbreiddan faðminn þrátt fyrir erfið veikindi. Ömmu sem gaf þeim ávallt tilefni til sælla minn- inga, sem þau nú geta yljað sér við. Við munum hjálpa litla tveggja ára vininum og stóru stelpunni okkar að muna ömmuna sína góðu, sem þau voru svo lánsöm að hafa svo nálægt sér síðustu vikurnar. Þær minningar verða þeim og litlu fjölskyldunni þeirra mjög dýrmætar. Elsku Friðbjörg, með þessum ljóðlínum viljum við þakka og kveðja þig að sinni. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt era að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Elsku Erlendur, Nína, Sibba, Sól- ey, Rósa, Brói og fjölskyldur, megi hönd guðs umvefja ykkur, styrkja og leiða á þessum erfiða tíma, minnug þess að minningin lifir og hana tekur enginn frá ykkur. Ingibjörg, Þrúðmar og fjölskylda. Enn í trausti elsku þinnar, er með guðdóms ljóma skín. Fyrir sjónum sálar minnar, sonur Guðs, ég kem til þín. Líkn ég þrái, líkn ég þrái, líttu því í náð til mín. Elsku Friðbjörg, með þessum fáu orðum minnist ég þín. Minningin um þig er hlýja og þakklæti, stundirnar sem við áttum saman voru kannski ekki margar en þær voru eftirminnilegar, það situr svo margt eftir bæði fróðlegt og skemmtilegt. Þú tókst alltaf á móti manni með bros á vör og alltaf var stutt í hlát- urinn þrátt fyrir þín miklu veikindi, og æðrulaus varst þú. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þér því þú varst í mínum huga einstök kona. Nú ert þú laus við þrautirnar, elsku Friðbjörg. Hvíl þú í friði. Erlendur, Nína, Sibba, Sóley, Rósa og Björgvin, tengdabörn og ömmubörn, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til ykkar allra. Gróa Sigurbjörnsdóttir (Gógó). Elsku Friðbjörg mín. Mér er enn í fersku minni fyrsta heimsókn mín að Fellsási haustið 1993. Þrátt fyrir að ætlunin hafi aðeins verið að stoppa stutta stund tókst þú ekki annað í mál en að við fengjum okkur einn kaffibolla, en nefndir ekki einu orði kökuhlaðborðið sem blasti við okkur þegar við komum inn. Sú gestrisni sem við upplifðum hjá þér þennan dag á fáa sína líka og lýsir að mínu mati þeirri manneskju sem þú hafðir að geyma. Á næstu árum hittumst við öðru hverju við hin ýmsu tækifæri innan fjölskyldunnar, án þess þó að náin tengsl hafi skapast. Ég fylgdist úr fjarlægð með veikindum þínum, en þegar þú svo komst til Kaupmanna- hafnar síðla árs 2002 fannst mér ekki annað koma til greina en að líta til þín þar sem ég er búsettur í Dan- mörku. Þar sem ég sat í lestinni frá Árósum þennan föstudag velti ég því mikið fyrir mér hvernig þessi helgi yrði, hversu mikið ég yrði hjá þér á spítalanum, um hvað við gætum rætt og hvernig við fengjum tímann til að líða. Allar þessar vangaveltur voru fljótar að fjúka út um gluggann þarna á sjöundu hæð um leið og við hittumst. Þeirri Friðbjörgu sem ég kynntist þessa frábæru helgi mun ég aldrei gleyma, enda kenndir þú mér meira en þig gat grunað um lífið sjálft. Þrátt fyrir öll veikindin geislaði af þér lífsgleðin og þegar við ræddum um hvað þú hefðir gengið í gegnum gast þú alltaf fundið jákvæðar hliðar á málunum. Það þarf sterkan per- sónuleika til að líta á sjúkrahúslegu sem góða reynslu og tækifæri til að kynnast fólki. Þú kastaðir þér út í að nota dönskuna og lést það ekki aftra þér í að ræða við fólk þó það kæmi frá Spáni eða Íran og skildi lítið í þeim tungumálum sem þú gast not- að. Það fannst mér stórkostlegt að upplifa. Tíminn flaug frá okkur og skyndi- lega var kominn sunnudagur og heimferð hjá mér. Það var hins vegar talsvert breyttur maður sem sat í lestinni þann daginn, með mikla inni- stæðu í reynslubankanum. Sú já- kvæðni, gleði og þakklæti sem þú sýndir þessa daga er nokkuð sem ég hef oft leitt hugann að, enda gætu flestir lært mikið af hugarfari þínu. Þó mig hafi gjarnan langað að end- urskapa þessa frábæru daga leyfðu aðstæður því miður aðeins stutta en ljúfa fundi eftir þetta. Eftir stendur minningin um yndislega konu og frá- bæran persónuleika sem var mér í senn góður vinur og leiðarvísir á lífs- ins brautum. Þú munt ávallt eiga vís- an stað í hjarta mínu. Blessuð sé minning þín. Skúli Freyr. FRIÐBJÖRG MIDFJORD Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.