Morgunblaðið - 05.11.2005, Síða 48

Morgunblaðið - 05.11.2005, Síða 48
48 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sesselja Bene-diktdóttir fædd- ist í Grímsnesi á Látraströnd 4. sept- ember 1904. Hún lést í Dalbæ á Dalvík 20. október síðastlið- inn. Fölskylda Settu var ekki lengi í Grímsnesi heldur bjuggu þau lengst af á Grenivík; fyrst á Búðum og síðar byggðu foreldrar hennar, Benedikt Sigurðsson sjómað- ur og Petra Oddsdóttir, húsmóðir og fiskverkakona, húsið Sæborg. Bernskuheimili Settu var eins og gerðist og gekk hjá alþýðufólki í litlu sjávarþorpi á þessum tíma. Benedikt faðir hennar var viður- kenndur góður sjómaður. Hann var 40 vertíðir á hákarlaveiðum frá Eyjafirði. Systkini hennar voru um bæjum í Eyjafirði, þar á meðal á stórbýlunum Grund í Eyjafirði og Möðruvöllum í Hörgárdal. Frá Möðruvöllum flutti hún svo árið 1943 og þá til Dalvíkur þar sem hún átti heima upp frá því. Á Dalvík stundaði hún alla algenga verka- mannavinnu svo sem fiskvinnslu og ræstingu. Árið 1935 eignaðist Sesselja son sem hún lét heita í höfuðið á for- eldrum sínum, Benedikt Pétur. Að- stæður hennar á þeim árum voru með þeim hætti að hún varð að láta drenginn frá sér og kom honum í fóstur að Skriðu í Hörgárdal. Þar lést drengurinn úr berklum árið 1942. Árið 1940 þegar Sesselja var á Möðruvöllum eignaðist hún ann- an son, Ólaf Níelsson, en faðir hans var danskur maður sem vann sem kaupamaður á Möðruvöllum á þeim tíma. Ólafur ólst upp hjá móður sinni og buggu þau saman á Dalvík allt þar til Sesselja flutti á Dalbæ, heimili aldraðra á Dalvík 1998. Ólafur býr á Dalvík. Hann er ókvæntur og barnlaus. Útför Sesselju fer fram frá Dal- víkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. fjögur og var Setta næstelst. Elst var Elín tveimur árum eldri. Elín bjó lengst af í Hrísey og var gift Jó- hanni Árnasyni. Yngri voru svo Finn- ur sem bjó með fjöl- skyldu sinni í húsi for- eldra þeirra Sæborg eftir þeirra dag. Kona Finns var Efimía Ív- arsdóttir. Næstur í aldursröð var Oddur en hann drukknaði átta ára gamall. Yngst var síðan Anna María sem var gift Pálma Benediktssyni frá Hvassafelli. Anna María lést úr berklum frá ungum börnum. Sesselja var 14 ára þegar hún fór alfarið að heiman en þá fór hún í kaupavinnu í Miðvík í Höfðahverfi. Á næstu 25 árum eða frá 1918 til 1943 er hún í kaupavinnu á nokkr- Horfin er af sjónarsviðinu mæt kona, Sesselja Benediktsdóttir oftast kölluð Setta, allavega þekkti ég hana ekki undir öðru nafni allt frá því ég fór að muna eftir mér. Það er mér bæði ljúft og skylt að minnast hennar Settu í örfáum orð- um, þar sem ég sé mér ekki fært að verða við útför hennar. Setta átti heima í Bergþórshvoli á Dalvík eins og afi minn og amma og einnig bjugg- um við ég og fjölskylda mín þar um nokkurra ára skeið. Ég ólst því upp við það að Setta ætti heima fyrir handan, eins og sagt var hér áður fyrr. Í Bergþórshvoli voru sex íbúðir og tvö herbergi sem leigð voru út. Ekki veit ég hver fermetrafjöldi á húsinu er í heild, en plássið sem hver hafði fyrir sig var ekki sérlega mikið og enginn var að fjargviðrast út af því og allra síst hún Setta mín. Amma mín og Setta voru miklar vinkonur og missti Setta mikið þegar amma dó. Setta var einstæð móðir og vann því alla tíð meðan kraftar og þrek leyfðu utan heimilisins, ég man að hún var að vinna á sláturhúsinu, fór í síldina þegar hún kom og svo skúraði hún í kaupfélaginu til margra ára. Setta bjó með Óla syni sínum, þau fluttu úr Bergþórshvoli árið 1974, bjuggu á nokkrum stöðum þar til þau keyptu sér íbúð við Brimnesbrautina á Dalvík. Ég og dóttir mín Bergdís fluttum til Reykjavíkur fyrir tæpum 30 árum en komum reglulega norður og það varð að venju að heimsækja Settu á Brimnesbrautina, hvort sem við vorum á ferðinni um jól eða að sumrinu til. Alltaf tók hún okkur opn- um örmum og leysti okkur út með heimabökuðu rúgbrauði þar sem hún vissi að Bergdísi fannst það mjög gott með síld. Í þessum heimsóknum sagði hún mér oft sögur frá því í gamla daga. Af þeim var auðvelt að álykta að lífið hjá henni hafði ekki alltaf verið dans á rósum, en hún sagði manni þannig frá að það hallaði ekki á nokk- urn mann. Ef vel lá á Settu þegar við komum í heimsókn til hennar var oft hægt að plata hana til þess að spá í bolla fyrir sig og furðulegt nokk, margt af því sem hún spáði var ekki alveg út í bláinn. Einnig var alveg óhætt að taka mark á því sem hún sagði manni um veðrið eða hvort það yrði mikil eða lítil berjaspretta, þetta gat hún lesið úr veðurfarinu og eða verið dálítið forspá. Ég átti því láni að fagna að vera við- stödd afmælisveisluna hennar Settu þegar hún varð 90 ára. Þá bjó hún enn í Brimnesbrautinni. Það var svo gam- an að vera með henni þessa dagstund, hún var svo ánægð með allt í kringum þetta afmæli. Örugglega hefur ekki verið síðra að vera með henni þegar hún varð 100 ára en þá var ég fjarri góðu gamni. Eftir að Setta flutti 93ja ára á Dval- arheimili aldraðra á Dalvík, Dalbæ, heimsóttum við hana þangað og alltaf var hún jafn ánægð þar, með allt starfsfólkið og maturinn hann var bara eins og á hóteli, sagði hún, en ég er nú ekki viss um að hún Setta mín hafi oft gist á hóteli um ævina. En svona var hún, sá alltaf björtu hlið- arnar á öllu. Ég veit að á Dalbæ verð- ur hennar sárt saknað þó hennar tími hafi verið kominn. Hún spjallaði líka mikið um heimabyggðina Grenivík og átti þann draum heitastan á hundrað ára afmælinu að komast upp á Kald- bak en af því varð ekki í þessu lífi, en nú getur hún farið hvert sem er og er örugglega búin að drífa sig þangað. Ég þakka henni samfylgdina. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer, sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Ég sendi Óla og öðrum aðstand- endum hugheilar samúðarkveðjur. Helga Hjörleifsdóttir. SESSELJA BENEDIKTSDÓTTIR ✝ Halldóra S.F.Thorlacius fæddist í Reykjavík 8. sept. 1918. Hún lést á Garðvangi í Garði 22. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Þórarna Valgerður Erlendsdóttir, f. 5. des. 1897, d. 19. des. 1981, og Finn- ur Ó. Thorlacius, f. 16. nóv. 1883, d. 26. des. 1974. Systkini Halldóru eru Ari, f. 8. nóv. 1919, d. 9. jan. 1920, Ari Ólafur, f. 26. maí 1921, d. 22. nóv. 1922, Steinunn, f. 5. okt. 1922. d. 20. ág. 1981, Kristín Sigríður, f. Þeirra synir eru Jón og Bjarni. Halldóra ólst upp í Reykjavík og vann þar ýmis störf þar til hún giftist. Þá fluttist hún að Bæjarskerjum í Miðneshreppi. Þar bjó hún þar til hún flutti í húsnæði eldri borgara í Miðhús- um í Sandgerði. Árið 2002 flutti hún að Hlévangi í Keflavík og þaðan á Garðvang í Garði þar sem hún lést. Halldóra starfaði um tíma við Bókasafnið í Sandgerði og kenndi nokkur ár við Barnaskól- ann þar, en lengst af sinnti hún eingöngu heimilisstörfum. Halldóra tók þátt í ýmsum fé- lagsstörfum. Hún átti sæti í sókn- arnefnd Hvalsnessóknar um ára- bil og var formaður í nokkur ár. Hún var lengi félagi í Soroptim- istaklúbbi Suðurnesja og var gerð að heiðursfélaga þar. Útför Halldóru verður gerð frá Hvalsneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 25. ág. 1925, d. 18. okt. 1980, og Edda, f. 30. sept. 1934. Hinn 18. júní 1942 giftist Halldóra Jón- asi Bjarna Jónas- syni, f. 24. maí 1914, d. 10. sept. 1981. Þeirra börn eru: 1) Ragnhildur, f. 16. apr. 1943. Hennar sonur er Einar Jóns- son. 2) Ólafur Thorlacius, f. 30. ág. 1944, kvæntur Krist- ólínu Ólafsdóttur. Þeirra synir eru Finnur Thorla- cius og Ari Thorlacius. 3) Þór- arna Valgerður, f. 2. maí 1951, gift Sigfúsi Guðbrandssyni. Kveðja frá Soroptimistaklúbbi Keflavíkur „Sýnum drenglyndi og verum ein- lægar í vináttu.“ Halldóra Thorlacius, systir okkar í Soroptimistaklúbbi Keflavíkur, er nú farin í ferðina löngu. Hún var stofnfélagi í Soroptim- istaklúbbi Suðurnesja árið 1979 og gegndi mörgum trúnaðarstörfum í klúbbnum, m.a. embætti formanns. Halldóra var ósérhlífinn félagsmað- ur og hvatti aðra til dáða á jákvæðan hátt sem kom sér vel þegar eitthvað stóð til. Eftir að Soroptimistaklúbbur Suð- urnesja var lagður niður flutti Hall- dóra sig, ásamt fleiri systrum, yfir til Soroptimistaklúbbs Keflavíkur, því það að vera Soroptimisti var hennar lífsstíll. Síðustu árin var Halldóra heiðursfélagi klúbbsins. Halldóra var mikil heimskona og lifði lífinu lifandi með það að leiðar- ljósi að njóta þess. Við minnumst hennar á fundum þar sem hún mætti ævinlega í sínu fínasta pússi, tilbúin að hafa skoðaðir á mönnum og mál- efnum. Hún naut sín vel á haustfundum í Munaðarnesi og landsfundum sam- takanna. Einnig sótti hún þing og ráðstefnur á vegum Soroptimista er- lendis og deildi síðan reynslu sinni og upplifun með okkur sem heima vorum. Var henni þá efst í huga vin- áttan og kynni hennar við konur af öðru þjóðerni. Halldóra mætti á fundinn í sept- ember glöð að vanda og er yndislegt að hafa átt þessa stund með henni. Klúbbsystur geyma minningu um sanna bjartsýnissystur. Þín er ljúft að mega minnast, mikið gott var þér að kynnast, og gaman var að fá að finnast og festa vináttunnar bönd og við tókumst hönd í hönd: (Guðrún Jóhannsdóttir.) Soroptimistaklúbbur Keflavíkur sendir fjölskyldu Halldóru sínar innilegustu samúðarkveðjur. HALLDÓRA S.F. THORLACIUS ✝ Hjálmdís Sigur-ást Jónsdóttir fæddist á Ytri Höfða í Stykkishólmi 30. júlí 1921. Hún lést á heimili sínu laugar- daginn 29. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Björnína Sigurðar- dóttir frá Harastöð- um á Fellsströnd, f. 1890, d. 1956, og Jón Jóhannes Lárusson, skipstjóri frá Sól- bergi í Stykkis- hólmi, f. 1890, d. 1935. Þau eign- uðust tíu börn og var Hjálmdís 9. í röðinni. Hin eru: Lárus Kristinn, f. 1913, d. 2002, Sigurður Breið- fjörð, f. 1914, d. 1976, Herbert Georg, f. 1915, d. 1989, Jóhann, f. 1916, d. 1996, Guðmundur, f. 1916, d. 1974, Sigríður, f. 1917, d. 1999, Bergur, f. 1918, dó sama ár, Gest- ur , f. 1920, d. 1977, og Þorbjörg, f. 1923. Hjálmdís ólst upp hjá foreldrum sínum á Ytri Höfða í Stykkishólmi en faðir hennar féll frá árið 1935, aðeins 45 ára að aldri. Systkinin á Ytri Höfða fóru snemma að vinna fyrir sér til þess að draga björg í bú og var Hjálmdís þar engin und- antekning. Ung að aldri réð hún sig í vist, eins og þá var kallað, sem fól í sér þrif og önnur húsverk sem til féllu á heim- ilum. Hjálmdís starf- aði við verkun sjáv- arfangs stóran part ævi sinnar og var jafnan talin einn allra besti flakari Stykkishólms. Lengst um vann hún hjá Rækjunesi og saltfiskverkun Sig- urðar Ágústssonar. Hinn 31. desem- ber árið 1970 giftist Hjálmdis Berg- manni Bjarnasyni, f. 3. maí 1932, d. 17. maí 2000. Sam- an eignuðust þau soninn Bjarna Jóhannes, f. 1959, d. 1968. Auk þess átti Hjálmdís tvö börn: 1) Snæbjörn B. Jóhannsson, f. 1948. Dætur hans eru Guðrún Aðal- björg, f. 1971, Helga, f. 1973, Ey- rún María, f. 1982, Sonja Katrín, f. 1984 og Arna, f. 1986. 2) Kristínu Jóhönnu Reynisdóttur, f. 1960. Börn hennar eru Hjálmdís Berg- lind, f. 1978, og Guðmundur Björn, f. 1983. Hjálmdís Berglind ólst upp hjá ömmu og afa í Stykkishólmi. Börn hennar eru Brynhildur Inga og Einar Bergmann. Eiginmaður Hjálmdísar Berglindar er Daði Heiðar Sigurþórsson. Útför Hjálmdísar verður gerð frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hún er skrítin þessi tilvera sem við lifum í. Byggð upp af svo mörgum föstum punktum, sem maður tekur allt of oft sem sjálf- sögðum og eilífum. Það er því allt- af jafn sárt þegar almættið ákveður að gefa þeim er stendur manni nærri hvíld frá þessu jarð- neska lífi. Alltaf er tímasetningin jafn ósanngjörn og ótímabær við fyrstu sýn, en þegar betur er að gáð er hún oft svo fullkomin. Hjalla amma, eins og börnin okkar Lindu kalla hana, var einstök kona. Eiginlega hef ég aldrei kynnst nokkurri henni líkri. Svo stolt af því hver hún var, hvaðan hún var og þá sérstaklega hvar hún átti heima. Mér er það svo minnisstætt þegar ég kom eitt sinn til hennar á Höfðann í bölv- uðu rokrassgati, eins og hún kall- aði það. Ég gekk upp nýmokaðar og saltaðar tröppurnar, að útidyr- unum og lauk þeim upp. Að venju kastaði ég kveðju inn til gömlu konunnar sem hún svaraði um hæl innan úr hitamollunni. Því eins og þeir vita sem á Höfðann til Hjöllu hafa komið, þá var hún nú ekki mikið fyrir að lækka á olíukyntum ofnunum sínum. Loks er ég náði inn að eldhúsi sá ég hvar hún sat við gamla eldhúsborðið sitt og flokkaði allan ruslpóstinn sem hafði ratað inn um lúguna hjá henni. Þegar hún hafði lokið við verkið leit hún grallaralega undan nýgreiddu hárinu og brosti til mín. Ekki svona brosi sem fólk kreistir fram á tyllidögum, heldur brosi sem lætur manni líða vel og vel- komnum. Til að eyðileggja ekki andrúmsloftið fór ég úr rennblaut- um skónum við dyragættina og settist svo á lítinn koll við borðið hjá henni. Í sömu mund og ég opn- aði sléttpressað Morgunblaðið spurði ég: „Jæja, Hjalla, hvernig hefurðu það svo?“ án þess þó að búast við mikið ígrundaðra svari en „bara fínt“. En Hjalla svaraði ákveðið: ,,Ég hef það gott, ég þarf ekki á neinu að halda, hér á Höfð- anum er allt sem ég þarf.“ Ég leit upp úr blaðinu þrumu lostinn og sá að hún var allt í einu orðin þung á brún. Án þess að kryfja þetta frekar þá stundina reyndi ég að bera tal okkar að frábæru pönnu- kökunum hennar sem stóðu upp- rúllaðar og vakúmplastaðar í stafla við hliðina á vaskinum. Að heim- sókninni lokinni lét hún mig að venju taka staflann með mér heim til að sykursjokkera börnin upp úr öllu valdi. Mjög seint um kvöld sama dags, þegar ég loks hafði náð að koma börnunum í ró, fór ég að velta fyr- ir mér svari gömlu konunnar fyrr um daginn. Svarið fannst mér ein- faldlega of fullkomið til að hafa bara komið að sjálfu sér. Það var svo ekki fyrr en nú í vikunni er ég átti tal við uppeldissystur Hjöllu, að skýringin rann upp fyrir mér. Hún sagði mér frá því að Hjalla hefði fæðst í litla húsinu á Höfðan- um og síðar hefði mamma hennar óskað þess að hún fengi húsið eftir sinn dag. Bónin var uppfyllt og Hjalla fékk húsið. Allt sitt líf dvaldist hún á Höfðanum. Gekk daglega upp hólinn og hengdi þvottinn til þerris í norðaustan gjólunni um leið og hún horfði út fjörðinn frá nafla alheimsins síns. Af kynnum mínum við Hjöllu skynjaði ég sterkt hvað hún hélt fast í sitt og það sem hún ann. Rætur hennar á Ytri Höfða liggja dýpra en mig óraði fyrir, en ég veit það nú. Það er því miskunn- samur og góður Guð sem gaf henni þá gjöf að deyja á þeim stað þar sem líf hennar hófst, var og verður eflaust um ókomna tíð. Vertu sæl, Hjalla mín Daði Heiðar Sigurþórsson. Elsku amma mín. Ég kveð þig með þessu litla ljóði sem ég skrif- aði eitt sinn í afmæliskortið þitt og þú varst svo ánægð með: Við gengum saman upp Goðahólinn og gullin mín tók ég í fangið titrandi af gleði telpan þín Í lautu grænni þú lést mig skoða lítil blóm og hlusta á fugla háloftanna og hjartans óm Kvöld við rúmstokk komstu til mín og kysstir mig og góða nótt gafstu hjarta sem geymir þig. Guð geymi þig, amma mín Þín Linda. HJÁLMDÍS SIGURÁST JÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.