Morgunblaðið - 05.11.2005, Side 50

Morgunblaðið - 05.11.2005, Side 50
50 LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Magnea Karls-dóttir fæddist í Reykjavík 29. jan- úar 1960. Hún lést á heimili sínu, Borg- arhrauni 30, Hvera- gerði, 28. október síðastliðinn. For- eldrar hennar eru Karl Sigurjónsson, f. 8. mars 1936, og Hafrún Kristín Ingvarsdóttir, f. 14. febrúar 1937. Þau skildu. Alsystkini Magneu eru: 1) Finnbogi Oddur, f. 12. mars 1956. 2) Sigfríður Ingi- björg, f. 14. febrúar 1957. 3) Jó- hanna María, f. 12. nóvember 1958. 4) Sigurður Hólmar, f. 6. febrúar 1961. Hálfsystkini Magn- eu, sammæðra, eru: Valgerður Lísa Gestsdóttir, f. 29. maí 1963, og Hlynur Þór Gestsson, f. 17. júní 1965. Magnea ólst upp í Hörgshlíð í Mjóafirði, frá fimm ára aldri, hjá hjónunum Ásdísi Sigrúnu Finn- bogadóttur, f. 6. apríl 1921, d. 3. júlí 1994, og Jóni Jakobssyni, f. 11. október 1913, d. 12. júlí 1986. Uppeldissystkini Magneu eru: Gerður Elíasdóttir, f. 17. júlí 1941, Heið- rún Kristjánsdóttir, f. 27. júní 1942, Kristjana Dagbjört Jónsdóttir, f. 6. október 1945, Jakob Þorgeir Jónsson, f. 1. ágúst 1949, Mar- grét Þórdís Jóns- dóttir, f. 3. júlí 1954, og Finnbogi Sigurð- ur Jónsson, f. 26. október 1956. Magnea giftist 30. júní 1979 Halldóri Jónssyni, f. 31. mars 1957, frá Lambhaga í Ölfusi, syni Jóns Arnars Magnússonar, f. 6. ágúst 1926, d. 24. janúar 2002, og Elínar Ernu Ólafsdóttur, f. 11. desember 1925. Magnea og Hall- dór eignuðust þrjár dætur. Þær eru: 1) Elísabet, f. 7. febrúar 1980, maki Örvar Ólafsson, f. 7. apríl 1978. Börn þeirra eru: Ólíver Dór, f. 8. apríl 2002, og Emma Dís, f. 22. ágúst 2005. 2) Berglind, f. 10. mars 1982. 3) Hrafnhildur, f. 14. júní 1996. Útför Magneu verður gerð frá Hveragerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku hjartans Maggý. Hann var óvæginn og hræðilegur dómurinn sem þú hlaust fyrir tæpum þremur árum þegar í ljós kom að þú varst með ólæknandi sjúkdóm, MND. Ekkert hægt að gera, öll vopn slegin úr hendi þér strax og einungis hægt að gangast undir dóminn og vona, og vona, og vona að þú fengir dálítið langan frest. En tíminn sem þú fékkst eftir þetta hefur verið notaður vel og er okkur afar dýrmætur. Systrahelg- arnar sem voru í bígerð um það leyti sem dómurinn féll, heil helgi einu sinni á ári, einhvers staðar langt í burtu frá skarkalanum og bara fyrir okkur fjórar. Þær urðu bara tvær sökum veikinda þinna en þegar við minnumst þeirra getum við ekki var- ist brosi. Mikið ofboðslega var gaman hjá okkur og sjaldan höfum við hlegið eins mikið. Þessar minningar og fleiri og fleiri eiga eftir að ylja okkur í framtíðinni þegar hugurinn leitar til þín og við reynum að sætta okkur við það sem orðið er, dómurinn fram- genginn og þú farin, alltof, alltof fljótt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt og hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þínar systur, Ingibjörg, Jóhanna og Lísa. Ég man alltaf stundina þegar við systurnar hittumst fyrst. Það var sumarið sem Maggý fermdist og ég var svo heppin að pabbi bauð mér með sér vestur í ferminguna. Við stóðum á ganginum í Hörgshlíð, hálf- feimnar hvor við aðra, en allt í einu bretti ég upp þumalfingurinn og Maggý gerði eins. Svo hlógum við báðar og það var sami hláturinn. Það var svo notalegt að hitta þessa litlu systur mína sem ég sá mig svo mikið í. Síðan þá höfum við verið vinir. Örlögin höguðu því þannig að ég giftist uppeldisbróður Maggýjar og við áttum heilmikið saman að sælda þessi þrjátíu ár sem liðin eru frá fermingunni hennar. Við vorum til staðar hvor fyrir aðra, leyfðum hvor annarri að draga sig í hlé eftir þörf- um en nutum þeirra samverustunda og samtala sem við áttum. Nú er hún litla systir mín farin. Hún er búin að fá hvíld frá erfiðum veikindum. Mikið var hún dugleg. Hún kenndi mér æðruleysi og já- kvæðni, með sinn hárfína húmor og miklu geðprýði. Hún brýndi fyrir öll- um að njóta lífsins, í stóru sem smáu, og gæta þess að skemmta sér fallega. Ég hef hana sem fyrirmynd og þakka af öllu hjarta fyrir samveruna. Sigfríður (Bugga). Systir mín er látin eftir hetjulega baráttu. Hvað get ég sagt, augun fyll- ast af tárum. Minningar frá liðnum árum koma upp í hugann. Hún var alltaf svo stór og sterk. Þegar systir mín er í þann veginn að sofna og ég greini hikandi bros hennar og opinn lófann legg ég saman hendurnar og bið. Góði Guð viltu gæta hennar því þegar hún vaknar verður kominn nýr dagur. (Nína Björk.) Minningin um yndislega konu mun áfram lifa í hjörtum okkar og allt það sem hún kenndi okkur um lífið. Sigurður Hólmar Karlsson. Kveðja frá fóstursystkinum Þú leidd varst í hópinn svo lítil en klár og lýstir upp tilveru okkar. Þú lifðir með okkur þín uppvaxtarár uns útþrá að heiman þig lokkar. Og alla tíð síðan við sáum þig fyrst er sólskin í minningaranni, veikinda árin þú barðist við byrst og barst þig sem hetja með sanni. Við kveðjum þig, Maggý, í huganum klökk, þú komin ert til æðri heima. Við berum í brjósti einlæga þökk og biðjum guðs engla þig geyma. Gerður, Heiðrún, Dag- björt, Jakob, Margrét, Finnbogi og fjölskyldur. Elsku Maggý, ég trúi og ég veit að þú trúðir því að eftir veru okkar hér á jörðu taki við nýr staður til að dvelja á. Það er fullvíst að þörfin fyrir þig með þitt hlýja hjartalag hefur verið brýn á nýjum stað úr því þú varst svo fljótt tekin frá okkur hér á jörð. Það er huggun fyrir okkur að þar biðu Ásta og Jón í Hörgshlíð, tengdafaðir þinn og svo margir fleiri sem voru þér svo kærir, þau taka á móti þér og umvefja þig ást og hlýju að nýju. Maggý var hæg og róleg, stór, sterkbyggð og einstaklega hraust kona, alin upp hjá ömmusystur sinni Ástu og Jóni í Hörgshlíð í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp. Hún kynntist Halldóri bróður mínum er hún var í Reykjanesinu. Þau giftu sig 1979. Fyrstu árin bjugguð þið á Ísafirði, þar fæddust Elísabet og Berglind og eftir að þið fluttuð suður fæddist Hrafnhildur. Þú vannst við daggæslu barna heima fyrir og ekki eru þau fá börnin sem eiga góðar minningar frá þeim tíma. Seinna fórstu í póstinn. Svo varð Hverabakarí fyrir valinu og nokkur síðustu ár Kjörís. Margs er að minnast sem of langt væri að telja hér. Eftir að þú veiktist var aðdáunarvert að fá að fylgjast með samheldni ykkar Dóra, „í blíðu og stríðu, þar til dauðinn aðskilur okkur“, voru heitin sem þið gáfuð hvort öðru. Ávallt skylduð þið vera skrefi á undan ef útvega þurfti nýtt hjálpartæki. Og þú, Maggý, náðir þvílíkri leikni á tölvuna eftir að hreyfigeta þín minnkaði. Tölvuna gast þú nýtt þér fram á síðasta dag í samskiptum við fjölskylduna og þá fjölmörgu vini sem inn á heimili ykk- ar komu. Leiknin sem þú náðir var aðdáunarverð. Þú varst góður penni og gerðir góðlátlegt grín að mörgum hlutum, ekki síst veiðiferðunum hans Dóra. Þegar sárustu sorginni linnir situr eftir stolt og þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér og vera sam- ferða þér og hafa átt þess kost að njóta þinnar góðu og hlýju nærveru. Vart verður minning þín betur heiðr- uð en með því að við sem eftir stönd- um höfum ávallt í huga hvernig þú kenndir okkur að meta lífið á annan hátt og vera þakklát fyrir allt sem guð gaf okkur. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (V. Briem.) Elsku Dóri, Elísabet og Örvar, Berglind, Hrafnhildur, Ólíver Dór og litla Emma Dís. Missir ykkar er mik- ill og vegur sorgarinnar vissulega langur og strangur en hvorki ófær né endalaus. En minningin um yndis- lega eiginkonu, móður og ömmu mun lifa áfram. Hafðu þökk fyrir allt. Þín mágkona, Ólöf. Þú alltaf verður einstök rós elsku vinan góða. Í krafti trúar sendi ljós og kveðju sendi hljóða. (J.R.K.) Maggý frænka mín er dáin eftir erfiða baráttu við MND-sjúkdóminn. Yndisleg kona er farin frá okkur í blóma lífsins. Hún skilur eftir í huga mínum bjartar og fallegar minning- ar. Við áttum saman margar góðar stundir og þó skuggi alvarlegs sjúk- dóms vofði yfir og hún væri meðvituð um alvarleika hans, þá lifði hún lífinu og naut þess eins og hún gat. Þegar hún hætti að geta talað vegna sjúkdómsins, þá tjáði hún sig í gegnum tölvuna og náði ótrúlegri leikni með hjálp hennar. Ég dáðist að henni fyrir hugrekkið og dugnaðinn. Hún gafst aldrei upp. Persónuleiki hennar var bjartur og fallegur, þannig að ég fór alltaf ríkari af hennar fundi, henni var það eðlilegt að gefa og þiggja. Hún var félagslynd, fór á fundi hjá MND og á ýmis mannamót, með hjálp síns fólks, og naut þess. Hún bloggaði og var gaman að lesa hugleiðingar hennar um ýmis efni, s.s. ástina, uppeldi dætranna, daglega lífið, kveðjur til ýmissa sem henni var annt um og var annt um hana og þeir voru fjölmarg- ir. Í henni kynntist ég ungri konu sem var svo ótrúlega seig, kjarkmik- il, jákvæð og dugleg. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst henni og fjölskyldu hennar. Á heimili þeirra, Maggýjar og Halldórs, voru allir velkomnir og þar var mjög gest- kvæmt. Heimilislífið einkenndist af hjálpsemi og kærleika þeirra hvers til annars, Halldórs, dætranna, tengdasonarins, barnabarnanna og Maggýjar. Heimilisfólk, ættingjar og vinir gerðu það sem hægt var til að létta byrðar Maggýjar og gerðu henni kleift að vera á heimili sínu þar til yfir lauk, en þar vildi hún helst vera í faðmi fjölskyldu sinnar. Það var fegurð í þessum samskiptum og eins og leystist úr læðingi kærleikur í kringum þau sem barst til annarra. Allir lögðu sitt af mörkum, ekki síst hún með gæsku sinni og góðvild. Aldrei heyrði ég hana kvarta yfir ör- lögum sínum, þó þung væru. Um leið og ég sendi innilegar sam- úðarkveðjur til Halldórs, Elísabetar og fjölskyldu, Berglindar, Hrafnhild- ar, foreldra Maggýjar og systkina, tengdamóður og allra hinna sem sakna hennar, þá bið ég algóðan Guð að vaka yfir Maggý minni og allri fjölskyldu hennar. Ég kveð frænku mína með söknuði. Guð blessi minningu Magneu Karlsdóttur. Erna frænka. Elsku frænka. Ég vil byrja á því að þakka fyrir þann tíma sem ég fékk að eiga með þér og fjölskyldu þinni. Þegar ég var yngri kom ég oft í heim- sókn og þú leyfðir mér að vera hjá þér eitt sumarið sem aðstoðarstúlku við dagmömmustörfin þín. Ég þorði ekki að vera ein heima meðan mamma var í vinnunni og þér fannst ekkert sjálfsagðara en að leyfa mér að vera hjá þér. Þessi tími er mér helst í minni því mér þótti alls ekki leiðinlegt að vera hjá þér því hlýjan frá heimilinu ykkar og þér var svo mikil. Sumarið eftir fannst ykkur mömmu ég vera orðin nógu stór til að passa börn sjálf, ég var mjög stolt að fá slíkt verkefni upp í hendurnar. Þetta sumar passaði ég Hrafnhildi, yngstu dóttur ykkar Dóra. Í æsku man ég alltaf eftir að hafa farið til ykkar, ýmist með mömmu eða til að leika við stelpurnar. Það var svo stutt að hlaupa bara yfir. Og alltaf var þessi yndislega hlýja til staðar, og hún var það mikil að hún er og verður ógleymanleg. Maggý var hjartahlý manneskja og vildi gott fyrir alla gera. Eftir að hún fékk sjúkdóminn sá maður alltaf betur og betur hvað persónuleiki hennar var stór og sterkur, hún ætl- aði ekki að gefast upp, og gerði ekki. Þrautseigja hennar gegnum þetta allt saman var ótrúleg. Maggý var hetja sem við öll getum litið upp til og gleymist seint. Kæra fjölskylda, Dóri, Elísabet, Berglind, Hrafnhildur, Örvar, Ólíver Dór og Emma Dís, ykkur sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi allir englar guðs vaka yfir ykk- ur á þessum erfiðu tímum. Guðrún Magnea. Okkur langar til að minnast látinn- ar hetju. Maggý hans Dóra frænda hefur kvatt eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Það er svo ótal margt sem við getum lært af Maggý, því sem hún gerði og hvernig hún tók á veikindum sínum. Hún var alltaf já- kvæð og miðlaði reynslu sinni til allra í kringum sig, svo við gætum skilið þennan sjúkdóm betur, og gaf okkur nýja sýn á lífið. Það er ómetanlegt að eiga góða fjölskyldu og eins mikla ást, um- hyggju og styrk sem þessi fjölskylda hefur yfir að búa er ekki alls staðar að finna. Það er svo margt sem Maggý hefur kennt okkur sem erfitt er að koma í orð, en allir sem hana þekktu skilja það. Hún er okkur öll- um fyrirmynd, vindur í segl og von- andi gerum við okkur öll grein fyrir því hvað við eigum góða að. Það eru ekkert nema yndislega minningar sem fylgja Maggý og hún mun alltaf vera með okkur. Elsku Dóri, Elísabet, Örvar, Berg- lind, Hrafnhildur, Óliver Dór og Emma Dís, megi Guð gefa ykkur styrk og huggun. Sveinn, Guðrún Svala og Friðveig Dögg. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Langri og strangri sjúkdóms- göngu er lokið. Enn og aftur hefur MND-sjúkdómurinn tekið sinn toll og sárt að sjá hve læknavísindin standa ráðþrota gagnvart þessum hræðilega sjúkdómi. Við vorum hópur kvenna úr ýms- um áttum sem ákváðum þegar vin- kona okkar Magnea Karlsdóttir veiktist að stofna stuðningsnet, Bör- urnar. Tilgangur hópsins var að létta undir með Maggý og fjölskyldu í veikindum hennar. Fastar heimsókn- ir voru settar á dagskrá og síðan reyndum við að vera til taks ef á þurfti að halda við hin ýmsu verkefni. Oftar en ekki fannst okkur sem við hefðum getað gert meira, en viðhorf Maggýjar var ávallt jákvæðni og það að óþarfi væri nú að hafa mikið fyrir sér. Fyrir allt sem gert var var hún aftur á móti svo ósegjanlega þakklát að það var okkur gleði að geta hjálp- að til. Virðingu okkar allra eiga aftur á móti Dóri, dæturnar og fjölskyldan öll sem staðið hafa þétt við bak sinn- ar konu í þessum miklu veikindum. Án þess mikla stuðnings sem fjöl- skyldan veitti hefði Maggý ekki get- að dvalið heima eins og var hennar æðsta ósk því á sjúkrastofnun vildi hún ekki fara. Um leið og við syrgjum yndislega vinkonu og söknum þess sem hefði getað orðið, þökkum við fyrir það að Maggý fékk að dvelja heima til hinstu stundar umvafin ástvinum í því umhverfi sem hún elskaði mest. Lífsviljinn, jákvæðnin og sú reisn sem einkenndi Maggý verður okkur öllum tilefni til eftirbreytni. Fyrir okkur voru það forréttindi að mega aðstoða Maggý og fjölskyldu á þess- um erfiðu tímum. Við höfum lært hvað er dýrmætara en öll veraldleg gæði. Við höfum allar orðið ríkari af því að fá tækifæri til að fylgja Maggý og fjölskyldu þessi síð- ustu spor og verða þannig vitni að þeirri ástúð og umhyggju sem þau sýndu hvert öðru. Börurnar hafa ekki lokið störfum, við erum áfram til taks þurfi Dóri og fjölskylda á því að halda. Um leið og við sendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur til Dóra, Elísabetar, Berglindar, Hrafnhildar og fjöl- skyldunnar allrar biðjum við vinkonu okkar Guðs blessunar á nýjum slóð- um þar sem hún er nú laus úr veik- inda viðjum. Stuðningshópurinn „Börurnar“, Hveragerði. Þrautarganga Maggýjar er á enda. Veikindi hennar settu svip á allt líf fjölskyldunnar síðustu árin. Þessi MND-sjúkdómur sem Maggý fékk, kom og var, hann fór ekki, hann kom og tók. Vinátta okkar Maggýjar hófst fyrst í gegnum börnin mín. Hún fóstraði dætur mínar, sem í dag eru 23,18 og 13 ára. Maggý var dag- mamman þeirra allra, sem reyndar segir margt. Aldrei var neitt vanda- mál. Hún tók sérstakt tillit til hvers einstaklings og allir fengu að blómstra á sinn hátt. Stúlkurnar hugsa til hlýju og virð- ingar þegar þær minnast Maggýjar og kemur í hugann spurning sem ein þeirra spurði: „Af hverju þurfti Maggý að fá þennan hræðilega sjúk- dóm, hún sem alltaf er svo góð við alla og gerir engum mein?“ Síðar þróaðist vinátta okkar Maggýjar og Ólafar mágkonu henn- ar út í það að eiga hvor aðra að. Þeg- ar eitthvað stóð til í fjölskyldunum eins og veisluhöld, þá kom ekki til mála annað en að við hjálpuðumst að MAGNEA KARLSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.