Morgunblaðið - 05.11.2005, Síða 53

Morgunblaðið - 05.11.2005, Síða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 53 MINNINGAR ✝ Valdimar Bern-ódus Ottósson fæddist í Rafstöðinni í Bíldudal 12. nóv- ember 1921. Hann lést á Heilbrigðis- stofnuninni á Pat- reksfirði 29. október síðastliðinn á 84. aldursári. Foreldrar hans eru Anna Jón- atansdóttir húsmóð- ir, f. 3.8. 1898, d. 9.10. 1973, og Ottó Guðjónsson bakara- meistari, f. 1.11. 1900, d. 14.7. 1971. Fósturforeldrar hans voru Þuríður Jónatansdóttir húsmóðir, f. 17.3. 1887, d. 2.7. 1962, og Hrómundur Sigurðsson raf- stöðvarstjóri, f. 26.9. 1879, d. 9.1. 1958. Bræður Valdimars sam- mæðra eru Björn Jónatan Björns- son, f. 26.1. 1925, d. 23.7. 2002, Guðmundur Eggertsson, f. 8.8. 1927, Magnús Jóhann Helgi Egg- ertsson, f. 22.12. 1930, d. 26.11. 1999, Guðbjartur Eggertsson, f. 15.4. 1950. Barnabörnin eru 29 og 1 barnabarnabarn. Valdimar ólst upp hjá fósturfor- eldrum sínum í Rafstöðinni til 18 ára aldurs er fjölskyldan fluttist til Bíldudals. Hann vann ýmsa verka- mannavinnu og var til sjós skamm- an tíma. Hann stofnaði fyrirtæki sem framleiddi plastleikföng og er það merkilegt innlegg í atvinnu- sögu Bíldudals á miðri síðustu öld. En lengst af var Valdimar verk- stjóri í Rækjuverksmiðjunni á Bíldudal, er síðar nefndist Mat- vælaiðjan. Um tíma rak Valdimar einnig eigið matvælafyrirtæki Nið- ursuða V.B.O. undir vörumerkinu Bernó. Síðustu starfsár sín var Valdimar vélagæslumaður í frysti- húsi Bíldudals. Hann var um tíma fréttamaður og myndatökumaður fyrir Ríkissjónvarpið. Hann var öt- ull ljósmyndari og liggur eftir hann ljósmyndasafn sem unnið er við að skrá. Hann tók einnig upp og fram- leiddi kvikmyndir og viðtalsþætti og kvikmyndaði ýmsa viðburði. Hann var einn af stofnendum Leik- félagsins Baldurs og er heiðurs- félagi þess. Um tíma lagði hann stund á köfun og svifdrekaflug. Útför Valdimars verður gerð frá Bíldudalskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. 18.12. 1932, og Ari Eggertsson, f. 9.4. 1938. Systkin sam- feðra eru Friðrik Ott- ósson, f. 20.10. 1921, d. 6.12. 1995, Hafliði Ottósson f. 3.3. 1925, og Halla Borgfjörð Ottósdóttir, f. 19.11. 1926, d. 31.3. 1927. Fósturdóttir Ottós er Jóna Magnúsdóttir, f. 8.5. 1929. Fóstbróðir Valdimars er Hjálm- týr Adólf Hrómunds- son, f. 2.4. 1922. Eig- inkona Valdimars var Lilja Valdimarsdóttir, f. 10.4. 1917, d. 13.8. 1997. Þau voru gefin saman 2.12. 1944 á Bíldudal. Börn Lilju af fyrra hjónabandi og fósturbörn Valdimars eru Bára Jónsdóttir, f. 28.7. 1937, og Björn Jónsson, f. 6.5. 1939. Fyrri maður Lilju, Jón Þórð- ur Jens Vestfjörð, f. 22.6. 1915, fórst með Þormóði 18.2. 1943. Börn Lilju og Valdimars eru Jens Hró- mundur f. 13.9. 1948, og Ottó, f. Það hefur verið sérstakt að alast upp í rafstöð en Rafstöðin í Bíldu- dal er meðal fyrstu almennings- veitna hérlendis. Þegar þurfti að fá varning fluttan fram dalinn var hann fluttur á vörubíl. Skömmu áð- ur en bílstjóri lagði af stað símaði hann og lét vita. Svo mikið var æskufjör Valda og Adda fóstbróður hans í Rafstöðinni að þá munaði ekki um að hlaupa tveggja kíló- metra leið í einum spreng niður í þorp til að geta setið á bílpallinum alla leiðina til baka. Valdi var þeim hæfileika gæddur að sjá hvorki vandamál né erf- iðleika, hann sá einungis tækifæri og lausnir. Eitt sinn kom hann ak- andi sunnan úr Reykjavík en varð fyrir því óláni að það sprakk hjá honum og hann hvorki með lím né bætur. Valdi henti slöngunni og tróð mosa og grasi í dekkið, keyrði stuttan spöl meðan tróðst í dekk- inu, bætti þá við og kom að lokum akandi með mosa- og grasfyllt dekk heim til Bíldudals. Valdi kvæntist Lilju sem var ekkja með telpu og dreng en mað- ur hennar fórst með Þormóði. Hann gekk börnunum í föður stað og saman eignuðust þau Lilja tvo drengi. Það var ávallt gaman að koma til þeirra því það brást ekki að eldhúsborðið var hlaðið veislu- föngum, tertum, kökum og öðru sælgæti sem gott var að bragða á og þau áttu fallegt heimili. Valdi tók sér margt fyrir hendur um dagana og fór sjaldan troðnar slóðir. Hann reisti Valshamar með forsteyptum einingum en húsið teiknaði hann sjálfur. Hann fram- leiddi leikföng, setti á fót niður- suðu, útbjó líkön af gömlum húsum og stóð fyrir revíusýningum þegar þær voru móðins. Þá hafði hann ekki síður áhuga á mannfólkinu og menningunni í kringum sig. Um það vitna frábær- ir viðtalsþættir sem hann tók upp á myndbönd, kvikmyndir sem hann tók og nánast alla sína ævi var hann að ljósmynda umhverfi sitt og fólk. Allt eru þetta ómetanlegar heimildir um samtíð hans. Óskandi er að þetta frábæra efni glatist ekki og að því verði sómi sýndur. Við Ásta vottum aðstandendum Valda, börnum og öllum afkom- endum og vinum samúð okkar og hluttekningu við fráfall hans. Helgi Hjálmtýsson. Kveðja frá Leikfélaginu Baldri Með Valdimar B. Ottóssyni, heiðursfélaga Leikfélagsins Bald- urs í Bíldudal, er genginn góður maður og hans verður sárt saknað af Bílddælingum nær og fjær. Leiðir hans og Leikfélagsins Bald- urs hafa legið saman allt frá stofn- fundi félagsins 1965. Valdi var ávallt boðinn og búinn til að veita alla þá aðstoð sem honum var unnt og það var aldrei lítið. Hann hefur skráð sögu Baldurs í myndum, jafnt ljósmyndum sem kvikmynd- um, og marga segulbandsupptök- una gerði hann sömuleiðis með við- tölum og ýmsum fróðleik. Þannig hefur hann einnig skráð sögu byggðarinnar sinnar við Arnarfjörð ásamt því að hafa verið virkur þátttakandi í að móta hana. Hann heillaði unga menn fyrir meira en hálfri öld með því að leið- beina þeim í útsögun og marg- víslegu föndri í blaðinu Geisla. Hann var líka með kennslu í ljós- myndun og margur steig sín fyrstu skref í þeirri grein eftir leiðsögn hans. Hann bjó til taflmenn og leikföng úr eins konar plasti áður en plastgerð náði þroska og hann smíðaði og reisti sitt eigið eininga- hús á Bíldudal löngu áður en tæknifræðingar hönnuðu slík mannvirki til almenningsnota. Hann átti stóran þátt í því að skák- iðkun á staðnum var um langt skeið í blóma. Þannig var Valdi Ott. Hann var uppfinningamaður og ekkert var honum ómögulegt. Hvað leikstarfið á plássinu snerti var hann virkur þátttakandi í því lengur en minni okkar núlifandi Baldursfélaga nær. Í Gamla íshús- inu sem stundum var notað sem leikhús var hann tæknilegur ráðu- nautur og brellumeistari auk þess að annast ljósastjórn og fleira. Eftir stofnun Baldurs fyrir rétt- um fjörutíu árum tók hann áfram virkan þátt í leikstarfinu með margvíslegum hætti, ýmist sem ljósmyndari, leiktjaldasmiður eða leikari. Af hlutverkum hans er þó flestum minnisstæðast gervi séra Kaspers í söngleiknum Þrír skálk- ar, en þar komst hann jafnan á stórkostlegt flug. Leikfélagið Baldur kveður með djúpri virðingu og þakkar sam- ferðamanni og velunnara um fjöru- tíu ára skeið og vottar aðstand- endum hans samúð sína við þennan mikla missi. Stjórn Leikfélagsins Baldurs, Bíldudal. VALDIMAR BERN- ÓDUS OTTÓSSON ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista Elskulegur sonur minn, bróðir okkar, mágur, frændi og vinur, ÞORKELL STEINSSON (Gulli), Hafnarstræti 16, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnu- daginn 30. október. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 8. nóvember kl. 13.30. Steinn Steinsson, Bryndís Guðmundsdóttir, Þorsteinn Steinsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Finna Birna Steinsson, Baldur Hafstað, Friðrik Steinsson, frændsystkini og starfsfólk og íbúar í Hafnarstræti 16. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður, tengdaföður og afa, BIRGIS DAVÍÐSSONAR, Skipasundi 61, Reykjavík. Inga Jónsdóttir, Selma, Gunnar Heimir, Sigurjón, Sigríður María, María, Ásmundur, Anton Smári, Sæunn Júlía, Sunna Móey, Eydís, Birgir Freyr og Birgitta. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÓLI SVEINBJÖRN JÚLÍUSSON, lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands, Höfn, Hornafirði, miðvikudaginn 2. nóvember. Svanhildur Ó. Eggertsdóttir, Þóra Sveinbjörnsdóttir, John F. Thompson, Sólveig Sveinbjörnsdóttir, Steinþór Hafsteinsson, Ástríður Sveinbjörnsdóttir, Stefán P. Ólafsson, Bryndís Sveinbjörnsdóttir, Grímur Ó. Eiríksson, Maren Sveinbjörnsdóttir, Sveinn H. Sveinsson, Haukur Sveinbjörnsson, Ásdís Ólafsdóttir, Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Snorri Aðalsteinsson, Ólafur Gísli Sveinbjörnsson, Hrönn Ingólfsdóttir, Steinunn Óladóttir, Sigurður Halldórsson, afa- og langafabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BENEDIKT Þ. HJARÐAR, andaðist á sjúkradeild Heilsugæslunnar á Egils- stöðum þriðjudaginn 25. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum starfsfólki frábæra alúð og umönnun og öllum þeim, er sýndu okkur hlýhug og vináttu. Aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SVERRIR STEINDÓRSSON, Grundartjörn 14, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands aðfaranótt föstudagsins 4. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Sigríður Þóra Yngvadóttir, Guðbjörg Dóra Sverrisdóttir, Magnús Bergsson, Steindór Sverrisson, Hjördís Ásgeirsdóttir, Ríkharður Sverrisson, Valgerður Hansdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.