Morgunblaðið - 05.11.2005, Side 65

Morgunblaðið - 05.11.2005, Side 65
bókbindara sem kallar sig JAM-hópinn setti sýninguna upp. Handritin – saga handrita og hlutverk um aldir, Þjóðminjasafnið – svona var það, Fyrirheitna landið, íslenskt bókband. Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni Íslands eru fjölbreyttar og vandaðar sýn- ingar auk safnbúðar og kaffihúss. Opið alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 11–17. Skemmtanir Cafe Catalina | Hermann Ingi jr. skemmtir. Classic Rock | Fótboltinn í beinni alla helgina. Holtakráin | Kóngulóarbandið í kvöld. Frítt inn. Klúbburinn við Gullinbrú | Logar frá Vest- mannaeyjum í kvöld. Kringlukráin | Geirmundur Valtýsson og hljómsveit í kvöld kl. 23. Lukku Láki | Umsvif spila í kvöld. Svarthvíta hetjan veitingahús | Hafþór og Andri Bergmann spila um helgina. Frítt inn. Vélsmiðjan Akureyri | Hljómsveitin Sixties um helgina föstudag og laugardag, húsið opnað kl. 22, frítt inn til miðnættis. Veitingahús Café Ópera | Hljómsveitin Stefnumót og André Bachmann föstudags– og laugar- dagskvöld kl. 21–23.30. Kvikmyndir Kvikmyndasafn Íslands | Myndin, Gabbeh, frá árinu 1996 í leikstjórn Mohsen Makh- malbaf, eins þekktasta leikstjóra Írana verður sýnd í Bæjarbíói í Hafnarfirði kl. 16. Þetta er önnur þriggja mynda sem Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri valdi til sýninga. Myndin er með enskum texta. Fundir Vestfirðingafélagið | Aðalfundur Vestfirð- ingafélagsins í Reykjavík verður 6. nóv- ember kl. 14–16, í Kvennaskólanum að Frí- kirkjuvegi 9. Venjuleg aðalfundarstörf. Emil Hjartarson segir sögur að vestan. Allir Vestfirðingar og gestir þeirra velkomnir. Lífeyrisþegadeild Landssambands lög- reglumanna | Lífeyrisþegadeild Lands- sambands lögreglumanna heldur fund sunnudaginn 6. nóvember kl. 10, í Brautar- holti 30. Líknarsamtökin höndin – sjálfstyrktar- hópur | Opinn fundur í neðri sal Áskirkju 8. nóvember kl. 20.30. Thelma Ásdísardóttir flytur hugleiðingu. Fundurinn er m.a. ætl- aður fyrir einmana, sorgmædda, fíkla og þá sem þjást af þunglyndi og missi. Markmiðið er að hjálpa fólki að greina vandann, finna eigin styrk og getu, benda á leiðir til að- stoðar og sjálfshjálpar. Kaffiveitingar. Styrkur | Styrkur samtök krabbameins- sjúklinga og aðstandenda verður með fræðslufund í húsi Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8, Rvík. 4. hæð, 8. nóv. kl. 20. Dr. Sigmundur Guðbjarnason fjallar um rannsóknir og reynslu af ætihvönn. Kaffi- veitingar og allir velkomnir. Fyrirlestrar Þjóðarbókhlaðan | Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu, á 2. hæð, laugardaginn 5. nóvember nk. Hefst það kl. 13 og lýkur um kl. 16.30. Flutt verða fimm erindi. Málþing Skipulagsfræðingafélag Íslands | Morgun- fundur Skipulagsfræðingafélags Íslands: Hvað er gott skipulag? verður 8. nóvember kl. 8.15, í húsi Verkfræðingafélagsins, Engjateigi 9 og er öllum opinn. Aðgangs- eyrir er 1.000 kr. og 500 kr. fyrir nemendur HÍ, HR, LBHÍ og LHÍ. Nánari upplýsingar á www.skipulagsfraedi.com. Námskeið Norræna félagið | Nordklúbburinn heldur byrjendanámskeið í samisku 8., 15. og 22. nóv. kl. 19–20.45. Námskeiðin eru ókeypis fyrir félaga Norræna félagsins, nýir félagar eru velkomnir. Ársgjaldið er 950 kr. fyrir fólk undir 27 ára. Skráning fyrir 7. nóv- ember í síma 551 0165. Norræna félagið | Nordklúbburinn heldur byrjendanámskeið í rússnesku 7., 14. og 21. nóv. kl. 19–20.45. Námskeiðin eru ókeypis fyrir félaga Norræna félagsins, nýir félagar eru velkomnir. Ársgjaldið er 950 kr. fyrir fólk undir 27 ára. Skráning fyrir 7. nóv- ember í síma 551 0165. Íþróttir Fylkishöll | Íslandsmótið í Kumite verður haldið í dag kl. 10, í Fylkishöllinni í Árbæ. Útivist Ferðafélagið Útivist | Ferð á Snæfellsnes 11.–13. nóv. Bókun stendur yfi, brottför kl. 20. Gist verður á Arnarstapa. Fararstjóri Sylvía Hrönn Kristjánsdóttir. Sjá nánar á utivist@utivist.is. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 65 MENNING Dagskráin er öllum opin Lyfjafræðingafélag Íslands DAGUR LYFJAFRÆÐINNAR 5. nóvember 2005 í Iðnó-Tjarnarbakkanum Umfjöllunarefnið verður nýjungar og framtíðarsýn í lyfjafræði Dagskrá: 14.00-14.50 14.50-15.20 15.30-16.00 Today's science - tomorrow's medicines Fyrirlesari: Dr. Martin Todd, Portfolio and Planning Manager, Global Sciences and Information, AstraZeneca Pharmaceuticals, Macclesfield, UK. From Gene to Clinic Fyrirlesari: Þorkell Andrésson, Ph.D, postdoc in Biology, Director of Biology/Drug discovery hjá Decode Apótek á Íslandi - framtíðarsýn Fyrirlesari: Unnur Björgvinsdóttir - lyfsöluleyfishafi hjá Lyfju og formaður LFÍ. Þórunn Jóhannsdóttir SEXTÍU ár voru liðin í októbermán- uði sl. síðan Þórunn Jóhannsdóttir kom fram á hljómleikum Samkórs Reykjavíkur og lék þar einleik á píanó. Róbert A. Ottósson sagði þá um leik hennar: „Varhugavert er að spá nokkru um framtíð undrabarns. En hvað sem henni líður: Gagnvart slíkri frammistöðu geta menn aðeins setið agndofa og með hrærðum huga“. Svona líða árin. Hefir Þórunn nokkurn tíma verið sæmd íslensku heiðursmerki? Pétur Pétursson, þulur. Um fordóma ÉG vil koma á framfæri ánægju minni með pistil sem Sigrún Reynis- dóttir skrifar í Velvakanda um for- dóma gagnvart öryrkjum. Það líður mörgum öryrkjum illa þegar þeir verða varir við fordóma. Örorka er eitthvað sem fólk lendir í, annað hvort vegna slysa eða meðfæddra sjúkdóma. Mér finnst fordómar ljót- ir og til skammar. Við sem höfum kynnst þessu í gegnum árin vitum að það er meira en að segja það að vera með öryrkja á heimilinu og það þyk- ir skömm úti í þjóðfélaginu. En ör- yrkjar eru fólk eins og aðrir. Eins vil ég nefna að mér finnst Kastljósið mjög gott. Svanfríður. Fyrirspurn – Bónuspokar ÉG versla endrum og eins í Bónus, stundum mikið, stundum lítið, en vandamálið í sambandi við þessar verslunarferðir mínar er það að plastpokarnir frá Bónus eru of þunnir og vilja rifna og slitna og maður kemur vörunni ekki óskemmdri heim. Í verslunum 10-11 eru plastpokar seldir á sama verði, 15 kr., en það eru alvörupokar og þokkalega þykkir. Því spyr ég: Er ekki hægt að bæta úr þessu fyrst pokarnir kosta það sama? Ólafur Þór Friðriksson. Sebastían týndist frá Básbryggju SEBASTÍAN er gulbröndóttur með hvíta bringu og háls. Hann er einnig eyrna- merktur með númerinu 05G115 í hægra eyra. Hans er sárt saknað á heimili hans við Básbryggju. Þeir sem geta ein- hverjar upplýsingar veitt vinsamleg- ast hafi samband í síma 552 3762 eða 897 3762. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is EDDA útgáfa býður til bókaveislu í Eymundsson í Smáralind um helgina og kynnir fjölbreytta barna- og unglingabókaútgáfu sína. „Edda útgáfa leggur metnað sinn í að hafa útgáfulista barnabóka sem fjölbreyttastan þar sem bæði á heima það vandaðasta og það vin- sælasta,“ segir í tilkynningu frá Eddu. Ennfremur segir: „Forlagið gefur út um 180 titla í ár og þar af eru ríflega 50 barnabækur fyrir alla aldurshópa. Um þriðjungur þeirra er eftir íslenska höfunda. Núna í ár koma meðal annars út bækur eftir vinsæla höfunda á borð við Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, Ólaf Gunnar Guðlaugsson, Sigrúnu Eldjárn og Áslaugu Jónsdóttur. Á útgáfulista ársins eru m.a. tvær metnaðarfullar fræðslubækur; Risaeðlutíminn og Völuspá, þriðja bókin í íslensku teiknimyndaseríunni Sögur úr Njálu (Vetrarvíg), og fjölmargar mynda- bækur sem standast samanburð við það besta sem kemur út erlendis (Mamma er best, Gott kvöld, Regn- boginn, Kuggur). Að auki þýðingar á vinsælum erlendum bókum eftir höf- unda eins og Astrid Lindgren, Jo- stein Gaarder, Mary Hoffman, Le- mony Snicket, Roald Dahl, Roddy Doyle og Madonnu. Ein af bókum ársins, Dýr eftir Tove Appelgren og Halldór Baldursson, kemur sam- tímis út í þremur löndum; hér, í Finnlandi og Danmörku. Mikið verður um dýrðir á barna- bókahátíðinni um helgina og ber það hæst að Barnabókarithöfundar koma og lesa fyrir börnin í Ey- mundsson milli klukkan 14.00 og 16.00 báða dagana. Þá verða glæsileg tilboð á bókum og allir krakkar leystir út með gjöf- um.“ Dagskráin er eftirfarandi: Laugardagur: 14.00: Ólafur Gunnar Guðlaugsson: Benedikt búálfur – Ævintýri í Álfheimum 14.20: Kristín Steinsdóttir: Rissa vill ekki fljúga/Leyndarmál Húna litla 14.40: Sigrún Eldjárn: Kuggur – Jólaleg jól/Kuggur – Þorra- blót 15.00: Ingibjörg Briem/Maribel Gonzalez Sigurjóns: Risaeðlu- tíminn 15.20: Galdrastelpurnar – Söngur þagnarinnar 15.40: Gæludýra-Guðrún: Gæludýr- in okkar Sunnudagur: 14.00: Ólafur Gunnar Guðlaugsson: Benedikt búálfur – Ævintýri í Álfheimum 14.20: Ragnheiður Gestsdóttir: Regnboginn 14.40: Kristín Helga Gunnarsdóttir: Fíasól í hosiló 15.00: Áslaug Jónsdóttir: Gott kvöld 15.20: Halldór Baldursson: Dýr Barnabókahátíð í Smáralind Félagsstarf Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er öll- um opið. Fastir liðir eins og venjulega. Kíktu við og kynntu þér dagskrána fram í janúar 2006. Sunnudagskvöld: Brilljant skilnaður. Þriðjudagsmorgun 8. nóv. kl. 10 kemur Þór Túlinius leikari í heimsókn og kynnir sýninguna Manntafl. Tungubrjótar alla mánu- daga kl. 13. Sími: 588 9533. Félag eldri borgara, Reykjavík | Fræðslunefnd FEB heldur annan fund sinn í fundarröð um málefni aldraðra föstud. 11. nóv. kl. 15 í Stangarhyl 4. Ræðumaður verður Ásta Möller f.h. Sjálfstæðisflokksins og gerir hún grein fyrir áherslum flokksins í þess- um málaflokki og svarar fyrirspurn- um. Félagsmenn fjölmennið og sýnið áhuga á eigin málum. Félagsstarf Gerðubergs | „Hjáverk í amstri daga“, listmunasýning Einars Árnasonar, opin kl. 13–16, síðasta sýn- ingarhelgi. Föstud. 11. nóvember kl. 16 verður opnuð myndlistarsýning Sól- veigar Eggers Pétursd. M.a. syngur Hrafnistukórinn og Gerðubergskór- inn, allir velkomnir. Uppl. á staðnum og í síma 575 7720. Hraunbær 105 | Laugardaginn 5. nóv. kl. 13 verður okkar árlegi basar. Margt fallegra muna eins og prjónavörur, húfur, vettlingar, sjöl, armbönd, háls- men, púðar, kort, rekaviður og margt fleira til jólagjafa. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll- um opið. Fastir liðir eins og venjulega alla virka daga. Kíktu við, fáðu þér kaffisopa og skoðaðu dagskrána fram í janúar. Út í bláinn kl. 10 í dag. Tölvu- námskeið kl. 13 í dag. Leikhúsferð: Brilljant skilnaður kl. 20 á sunnudags- kvöld. Upplýsingar um starfið í síma 568 3132. Kvennadeild Barðstrendingafélags- ins | Basar og kaffisala laugardaginn 5. nóv. kl. 14 í Breiðfirðingabúð. Á bas- arnum verður ýmiss konar handa- vinna, heimabakaðar kökur o.m.fl. Happdrætti, eingöngu dregið úr seld- um miðum. Ágóðinn rennur til styrkt- ar öldruðum úr sýslunni og til líknar- mála. Vinabær | Félagsvist og dans verður laugardaginn 5. nóv. kl. 20 í Vinabæ, Skipholti 33. Að lokinni spilamennsku verður dansað fram eftir nóttu. Fjöl- mennum og tökum með okkur gesti. Félagsstarf SÁÁ. Kirkjustarf Árbæjarkirkja | Fundur Kvenfélags Árbæjarkirkju mánudaginn 7. nóv. kl. 20. Gestur fundarins, Gunnbjörg Óla- dóttir guðfræðingur, fjallar um „við- horfsmeðferð.“ Konur eru hvattar til að koma og eiga uppbyggjandi stund í góðum félagsskap. Glerárkirkja | Sunnudaginn 6. nóv. koma góðir gestir frá Eþíópíu í heim- sókn í messu kl. 14 og kynna líf og starf í sínu heimalandi að messu lok- inni. Fermingarbörn og foreldrar sér- staklega boðin til þessarar samveru. Kaffiveitingar í safnaðarsal. Kvenfélag Langholtssóknar | Hinn árlegi basar félagsins verður haldinn laugardaginn 5. nóv. kl. 14 í safnaðar- heimilinu. Happdrætti, tertu– og kökusala, flóamarkaður. Allur ágóði rennur í gluggasjóð. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos JPV Útgáfa hefur sent frá sér spennu- bókina Dexter í dimmum draumi eftir bandaríska höfundinn Jeff Lindsay. „Dexter Morgan er einn færasti blóðmeinafræðingur lögreglunnar í Miami. Hann er vinnusamur og traustur og kann sitt fag enda nýtir hann sér það á ógleymanlegan hátt og út í ystu æsar. Dexter hefur í raun- inni flest það til að bera sem prýða má einn mann; hann er myndarlegur, ástríkur, fyndinn, hjálpsamur, barns- legur og hreint ótrúlega snjall. En það lúra í honum hin myrkustu öfl og þau knýja hann hvað eftir annað til hrotta- fenginna og miskunnarlausra morða. Sjálfur segist Dexter eiga sér nokkrar máls- bætur; hann drep- ur þá sem eiga það skilið, hann drepur bara vonda menn, hann hreinsar burtu óþverrann, hann slítur illsk- una upp með rót- um; og kannski er það einmitt þess vegna sem lesand- inn á sér þá lævísu ósk að ekki kom- ist upp um hinn slungna en jafnframt elskulega raðmorðingja,“ segir í kynningu. Karl Emil Gunnarsson þýddi. Dexter í dimmum draumi JPV útgáfa hefur sent frá sér nýja bók um Artemis Fowl eftir metsöluhöfund- inn Eoin Colfer. „Hún heitir Blekk- ingin og er fjórða bókin sem kemur út um þennan unga glæpasnilling en all- ar hafa bækurnar notið mikilla vin- sælda hér á landi sem um allan heim. Hulduverurnar hafa þurrkað alla þekkingu um heim sinn út úr hug- anum á eina manninum sem þær ótt- ast; glæpasnillingnum Artemis Fowl. En nú þurfa þær á honum að halda – og það í snatri. Grikkálfurinn illi, Ópal Kóbó, hyggst tortíma heiminum. Það verður að stöðva hana en jafnframt þarf að hreinsa Hollý Short varðstjóra af morðákæru, bjarga stelsjúkum dverg úr fangelsi og sannfæra ofurgáfaðan kentár um að hann viti ekki alla hluti. Bara að Artemis gæti munað hvers vegna allar þessar undarlegu verur reiða sig á hann …,“ segir í kynningu. Blekkingin Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.