Morgunblaðið - 05.11.2005, Qupperneq 73

Morgunblaðið - 05.11.2005, Qupperneq 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. NÓVEMBER 2005 73 UNGLIST, Listahátíð unga fólksins, var hleypt af stokkunum í gær og stendur hátíðin til 12. nóvember næstkomandi. Frá og með hádegi í dag geta sundlaugargestir í Laugardalslaug- inni nært bæði líkama og sál við lest- ur smásagna Arndísar Þórarins- dóttur í heitu pottunum. Arndís vann síðastliðið sumar við skapandi sum- arstörf hjá Hinu húsinu. Eru smá- sögurnar afrakstur vinnunnar og kallast verkefnið Lesið í lauginni. Búast má við að hugmyndin verði sett upp í fleiri sundlaugum í borg- inni í vetur. Það er orðin hefð í dagskrá Ung- listar að nemar í Iðnskólanum í Reykjavík haldi sýningu á verk- efnum sínum í fatahönnun og á því verður engin undantekning í ár. Líf í tuskunum er yfirskrift tískusýning- arinnar sem fer fram í Tjarnarbíói í kvöld klukkan 20.30. Sunnudagskvöld Unglistar verður helgað sígildri tónlist úr öllum áttum. Nemendur úr Tónskóla Sigursveins, Tónlistarskólanum í Reykjavík, Nýja söngskólanum, Tónskóla Grafarvogs, Listháskóla Íslands og Nýja tónlist- arskólanum leika fyrir áheyrendur verk frá hinum ýmsu tímabilum tón- listarsögunnar í Tjarnarbíói. Tón- leikarnir hefjast klukkan 20. Aðgangur er ókeypis, líkt og á alla viðburði Unglistar. Morgunblaðið/Árni Torfason Frá tískusýningu Iðnskólans í Reykjavík í fyrra. Unglist um helgina Á GAUKI á Stöng í kvöld verður blásið til heljarinnar skífuskankskvölds þar sem einn færasti plötusnúður jarðríkis DJ Craze mun sýna listir sínar ásamt meistara seremóníunnar MC Armani Reign. DJ Craze er fæddur í Níkaragúa en ólst upp í Bandaríkjunum, nánar tiltekið í Miami þar sem hann hefur búið mest allt sitt líf og unnið að tónlist sinni. Craze hefur farið mikinn undanfarin ár sem plötusnúður og á árunum 1998, 1999 og 2000 tókst honum meðal annars að vinna DMC (Disco Mixing Club) heimsmeistarakeppnina þrisvar sinnum í röð. Craze hóf feril sinn sem hip hop plötusnúður en í seinni tíð hafa drum & bass og breakbeat tónar orðið stór hluti af hans spilamennsku. Þessu blandar hann svo öllu saman við skífuskank sitt og útkoman er „ótrúlegur bræðingur sem í senn skilur mann eftir gapandi af undr- un og dregur jafnvel hlédrægustu sálir á dansgólfið,“ eins og það er orðað í fréttatilkynningu frá Breakbeat.is og Kronik Entertainment sem standa að komu Craze og Armani til landsins. „Ætli það ekki,“ svarar DJ Craze af mikilli hógværð þegar hann er spurður hvort hann sé besti skífuskankari í heimi. „Ég byrjaði þegar ég var fimmtán ára gamall og í dag er ég tuttugu og sjö svo að ég hef verið í þessu í hvað ... tólf ár?“ Spurður hvað hann sjái við skífuskankið segir hann að það heilli hann mikið hvernig það sé hægt að láta tónlistina á plötunum hljóma öðruvísi en venju- lega; sameina hana öðrum plötum og tónlistarstefnum og búa til tónlist sem sé bara þín og verði kannski aldrei aft- ur búin til. Um skífuskanksheiminn segir Craze senan sé í nokk- urri lægð í Bandaríkjunum og í Miami sé til dæmis klúbbamenningin að gleypa allt annað. „Ég hugsa að ástæðan sé sú að á seinni árum hefur tæknin í skífusk- anki orðið ofan á, en tónlistin sjálf undir. Hinn almenni áhorfandi skilur ekki hvað þessir nýju skankarar eru að gera, þetta er orðið alltof tæknilegt og sálarlaust. Ég er sjálfur að reyna að leita aftur til uppruna skífuskanksins; til þeirra daga sem þessi tegund tónlistar hafði skemmt- anagildi líka.“ Á hinn bóginn segir hann að þessi tegund tónlist- arsköpunar sé að ná fótfestu í Asíu og víðar. Því hafi hann ferðast mikið undanfarin átta ár um allan heim og og er heimsóknin til Íslands hans þriðja. Hann segir að Íslendingar hafi tekið honum vel í hvert skipti og honum hafi líkað vel við landið þrátt fyrir að hann hafi ekki séð mikið af sólinni. Þegar blaðamaður upplýsir hann um að líklega muni það verða eins í þetta skiptið, segir hann að það skipti litlu máli. „Fólkið var mjög elskulegt og lét mér líða vel (e. sho- wed me love), þannig að ég er mjög spenntur fyrir kvöld- inu.“ Tónlist | DJ Craze og MC Armani Reign á Gauknum í kvöld Besti skífuskank- ari í heimi DJ Craze hefur verið í skífuskankinu í tólf ár. Gaukur á Stöng í kvöld kl. 23. Fram koma DJ Craze og MC Armani Reign ásamt Kalla, Lella, Kronik og Magga Paranoya. KRINGLANÁLFABAKKI SÉRHVER DRAUMUR Á SÉR UPPHAF Spenntu beltin og undirbúðu þig undir háspennumynd ársins með Óskarsverðlaunahafanum Jodie Foster. M.M.J. / Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  Roger Ebert S.V. / MBL  GlettiLega gÓð og frumLEg spEnnuGrínmynd með töFf leiKUrum. Frá hÖfundi LEthal weApon. KynLíf. MoRð. DulúÐ. Velkomin í partýið. Robert Downey Jr. Val Kilmer OG FRÁ FRAMLEIÐENDUM  H.J. Mbl. Ó.Ö.H / DV   L.I.B. / topp5.is  H.J. / Mbl. TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI 2 VIKUR Í RÖÐ Á ALLAR MYNDIR KL. 12 & 2 UM HELGAR Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI Enn eitt snilldarverkið frá Tim Burton (“Charlie and the ChocolateFactory”). Með hinum eina sanna Johnny Depp. Ein frumlegasta mynd ársins.  topp5.is  S.V. / MBL DV  TWO FOR THE MONEY kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 12 TWO FOR THE MONEY VIP kl. 3 - 5.30 - 8 - 10.30 TIM BURTON´S CORPSE BRIDE kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10.10 KISS KISS BANG BANG kl. 3.50 - 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 ára. FLIGHT PLAN kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 12 ára. WALLACE AND GROMIT - Ísl tal. kl. 2 - 4 WALLACE AND GROMIT - ensk. tal kl. 6 - 10.30 THE 40 YEAR OLD VIRGIN kl. 8 B.i. 14 ára. SKY HIGH kl. 2 - 4 VALIANT Ísl tal. kl. 2 TWO FOR THE MONEY kl. 6 - 8.30 - 11 B.i. 12 ára. KISS KISS BANG BANG kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 ára. FLIGHT PLAN kl. 8 - 10.10 B.i. 12 ára. WALLACE AND GROMIT - m/- Ísl tal. kl. 12 - 2 - 4 - 6 VALIANT m/- Ísl tal. kl. 12 - 2 - 4 SKY HIGH kl. 12 - 4 MADAGASCAR m/- Ísl tal. kl. 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.