Morgunblaðið - 05.11.2005, Page 12
portrett af hönnuði
Blómastóllinn eða Flower Chair þar sem unnið
er með hugtakið „camouflage“, eða feluleik.
Ekki færri en sextán hönnunar- og lífsstílstímarit víðs vegar um heiminn
hafa séð ástæðu til þess að birta greinar um hönnuðinn Guðrúnu Lilju
Gunnlaugsdóttur á undanförnum vikum. En ferskar og nútímalegar hug-
myndir hennar hafa dregið að sér athygli gesta á sýningunni Designers-
blok í Frankfurt og á Royal Auping Mornata, í Mílanó á Ítalíu á síðast-
liðnu ári. Í febrúar hefur henni síðan verið boðið að halda stóra sýningu
í Barcelona á Spáni og vinnur hún nú að því að undirbúa þann stóra við-
burð.
Lifun tók hús á Guðrúnu Lilju á Seltjarnarnesi þar sem hún er að koma
sér upp vinnustofu ásamt manni sínum Jóni Ásgeiri Hreinssyni, en hann
er grafískur hönnuður og þau reka saman fyrirtækið studiobility, www.bi-
lity.is.
„Flest sem ég geri á sér langan aðdraganda og ég hef gaman af því að
segja sögur í því sem ég geri. Fyrsta hugmyndavinna að bekkjunum og
stólunum nær aftur til verkefnis sem ég vann að í skólanum Design Aca-
demi of Eindhoven fyrir tveimur árum síðan,“ segir Guðrún Lilja sem
hannað hefur einkar skemmtilega bekki undir heitinu Innri fegurð.
„Verkefnið var að hanna vöru til framleiðslu og ganga út frá orðinu
flóttamaður. Ég leysti þetta verkefni með því að endurnýta gamalt.
Kaupa illa farinn stól á markaði og rífa af honum bólstrun, áklæði og
málningu. Ég pússaði hann svo upp, málaði í frískum litum og vafði
gormana með filtaðri ull. Ég nefndi stólinn „annað líf stóls“. Með þessu
vildi ég vekja athygli á því að flóttamaður þarf að byrja upp á nýtt, kasta
af sér öllu því gamla sem hann flutti með sér og byggja sig upp að nýju.
Ég lét prenta lítinn bækling með stólnum þar sem ég nota einungis
myndir, myndmál, mál sem byggir brýr á milli menningarheima. Þessi
stóll, og hugmyndin að baki, hefur síðan vakið athygli og ég hef sýnt
hann víða,“ bætir hún við.
„Eftir að þessi vinna hafði átt hug minn allan um margra mánaða skeið
fann ég að hugmyndin hafði þróast og tekið á sig nýjar myndir. Mig
langaði til þess að búa til húsgagn þar sem áhersla var lögð á ein-
staklinginn. Ég vildi sýna fjölbreytileika um leið og ég undirstrikaði
heild, ég vildi draga fram og upphefja innri fegurð, en það er nafnið
sem ég valdi þessari framleiðslu.
Antik í flötum pökkum er heitið á
þessum húsgögnum. Í þeim mætast
nútíminn og nostalgía fyrri tíma.