Morgunblaðið - 05.11.2005, Síða 14

Morgunblaðið - 05.11.2005, Síða 14
Ég ákvað að spara hvergi í efnisvali eða vinnu. Niðurstaðan var bekkur og stóll þar sem ég nota tuttugu og níu lög af geislaskorn- um krossviði til þess að búa til blómamynstrið sem er inni í um- gjörðinni. Markmiðið er að enginn bekkur sé eins og hægt er að raða einingunum á óteljandi mismunandi vegu.“ Eftir að hafa horfst í augu við að bekkurinn/stóllinn yrði alltaf mjög dýr í framleiðslu hugsaði Guðrún Lilja upp húsgagn sem hafði sama notagildi en var mjög ódýrt í framleiðslu. „Þá hófst allt annars konar ferli þar sem reyndi á útsjónarsemi og góða tækniþekkingu. Útkoman er ein plata – bekkur/borð – sem er leysiskorin út úr einungis einni plötu af krossviði.“ Þessir bekkir hafa verið sýndir víða um heim og mér finnst gaman að segja frá því að öll vinna við frumgerðirnar var unnin hér heima.“ Spurð um það hver sé forsenda þess að íslenskir hönnuðir nái ár- angri og að íslensk hönnun eigi þess kost að ná sama flugi og önnun norræn hönnun, segir Guðrún Lilja að þátttaka í stórum er- lendum hönnunarsýningum sé nauðsynleg. Einnig bendir hún á að styrkir til hönnuða vegna frumgerða og sýninga erlendis séu að- kallandi, enda muni stuðningur við þær fljótt skila sér inn í at- vinnulífið og vera góð landkynning. Á Hönnunardögum 17. til 22. nóvember verður hægt að skoða Innri fegurð í glugganum hjá Sævari Karli í Bankastræti. One sheet (ein plata) er leysiskorinn úr aðeins einni plötu af krossvið. portrett af hönnuði Innri fegurð er ekki aðeins um fegurðina heldur líka um það að vera sérstæður. Raða má einingunum saman á óteljandi mismunandi vegu. 14 lifun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.