Morgunblaðið - 05.11.2005, Qupperneq 21
lifun 21
skyldi þannig að ég leysti til mín þessa fyrirtaks magnara –
reyndar með því ódýrasta sem var til í versluninni. En þeir hent-
uðu mér afskaplega vel, og voru líka eiginlega það eina sem var
eftir þegar við lögðum upp laupana. Þannig að það má segja að
þeir séu mér mjög kærir, enda ígildi tveggja ára launa, þótt þeir
hafi ekki kostað nema um 60 þúsund út úr búð.
Í flestum tilfellum hafa síðan ekki risið neinar deilur vegna tækja-
kaupa á heimilinu. Aðrir heimilismenn hafa yfirleitt tekið breyt-
ingunum fagnandi.“
Hvað á að hafa í huga þegar sjónvarp er valið fyrir heimilið?
„Í dag er fólk almennt spenntast fyrir þunnum, flötum tækjum.
Það er eðlilegt, enda er þá hægt að vera með töluvert stærri
skjá, sem tekur mun minna pláss en áður þekktist. Best er svo að
miða skjástærðina við það rými sem hver og einn hefur. Flestir
framleiðendur miða við að fjarlægð augna frá skjá sé u.þ.b. 10
cm á hverja tommu skjásins. Það þýðir að ef þú ert með 32" tæki
er ekki æskilegt að sitja nær því en rúma þrjá metra. Ef síðan er
miðað er við þessi flötu tæki (LCD og plasma) er nokkuð bein
fylgni milli verðs og gæða. Dýrari tæki hafa yfirleitt talsverða yf-
irburði varðandi myndgæði, enda nokkuð flókin tækni sem ligg-
ur að baki sem kostar sitt. Í ljósi þess hve flötu tækin eru hins
vegar orðin vinsæl er nú hægt að kaupa hefðbundin mynd-
lampatæki í mjög háum gæðaflokki á rífandi góðu verði.“
Hvað um hljómtækin?
„Hér flækjast málin svolítið. Allir vilja góðan hljóm, en sumir
mega ekkert sjá! Stórir og góðir hátalarar hafa t.d. lengi verið
þyrnir í augum fjölda kvenna (og undanfarið karla líka). Ef hvorki
má sjá hátalara né hljómtæki, þá verður að ganga á hljómgæði.
Þetta þykir mörgum smart og það er bara fínt. Flestir þurfa því
að velja og hafna, fá eitt á kostnað annars. Hins vegar geta þeir
sem hafa ótakmörkuð fjárráð nokkuð auðveldlega sameinað alla
þessa þætti.“
Eru gæði alltaf í beinum tengslum við verðið á græjunum?
„Það eru alltaf einhverjir sem vilja plata, en í flestum tilfellum er
nú samhengi á milli gæða og verðs. Svo verða menn líka að átta
sig á að þeir sjá bara og heyra það sem þeir vilja.“
Framþróun innan tæknigeirans er ör og ný tæki sífellt að líta
dagsins ljós. Er forsvaranlegt að eyða háum upphæðum í
tæki sem virðast stundum orðin úrelt samstundis?
„Það fer eftir því hvað það er. Góður lampamagnari, góðir hátal-
arar og góður plötuspilari eru ekki tæki sem úreldast. Ég held að
það sama eigi við um gott sjónvarp. Ef þú ætlar að bíða eftir að
tækniþróun hætti, þá bíður þú bara – en það verður löng bið og
lítið skemmtileg.“
Að lokum, hvaða spennandi nýjunga er að vænta á markað á
næstunni og hverjar væru draumagræjurnar ef peningar
skiptu engu?
„Það sem mér finnst mest spennandi í augnablikinu eru þráð-
lausar lausnir á efnisflutningi. Þetta tengist því að hafa „efnis-
veitu“ á einum stað í húsinu, og geta svo nálgast efnið frá mörg-
um stöðum. Þetta er náttúrlega ekki spennandi nema gæðin séu
almennileg – það hefur verið vandamál að koma þungum skrám,
eins og t.d. bíómyndum, til skila á viðunandi hátt þráðlaust. En
það virðist vera að breytast til batnaðar.
Helst væri ég nú bara til í að eiga gott bíó – það eru drauma-
græjurnar. Stjörnubíó hefði t.d. verið fínt.“
spurt og svarað
Afrakstur tveggja ára vinnu. Kínverski lampamagnarinn (a.o. og a.n. t.h.).
Þegar sjónvarpstærð er valin borgar sig að hafa stærð rýmisins í huga.
Sonus Faber Concertino-hátalararnir eru hafði í öndvegi.