Morgunblaðið - 05.11.2005, Blaðsíða 26
26 lifun
unaður og
munaður á
enska v ísu
Ef eitthvert land í heiminum hefur hefð fyrir því að hafa
hefðir í heiðri þá hlýtur það að vera England. Víða í sveit-
um landsins má finna ævagömul óðalssetur þar sem hvers
lags lávarðar, hertogar og greifar lifa sumir hverjir enn ljúft
á kynslóðagömlu erfðagóssi og hafa það eitt fyrir stafni að
gæta þess að hafa það jafn skrambi gott og fyrirrennarar-
arnir. Það var fyrir þessa sneið samfélagsins sem lúxus-
merkið Asprey var stofnað árið 1781; munaðarvara í hæsta
gæðaflokki sem flakkar milli þess að vera nytsamleg lífs-
gæði og yfir í glórulausan lúxus sem virðist ekki hafa annan
tilgang en að gefa forríkum einstaklingum hugmyndir um
hvernig skal eyða heilmiklum peningum. Stórsnjallt að
koma sér í þann farveg – ættliðir eftir ættliði spreða fúlg-
um í merkið af því það er „tradisjón“.
Asprey hefur áhugaverða stöðu á markaðnum að því leyti
að fyrirtækið einbeitir sér ekki að framleiðslu tiltekinnar
vörutegundar eða vörulínu, heldur býður það upp á lúxus
og lífsgæði í ótal birtingum. Fatnaður fyrir dömur og herra,
skór sömuleiðis, skartgripir af dýrustu gerð, armbandsúr
og klukkur til heimilisins, ferða- og skjalatöskur, gjafavörur
á borð við vasa, myndaramma og kertastjaka, borðbúnað
úr postulíni, silfri og kristal, riffla og haglabyssur (fyrir hinar
hábresku refaveiðar, hvað annað), spil á borð við kotru og
skák, og leðurvöru á borð við innbundnar dagbækur,
dömuveski og belti eru meðal þess sem Asprey framleiðir
og selur fyrir himinháar upphæðir. Bissnessmódelið er því
afrek út af fyrir sig – aðgreining gegnum gæði og hátt
verð. Og allt selst. Hvað sem vera skal.
Leyndarmál fyrirtækisins að velgengni er í raun tiltölulega
einfalt. Allar götur frá upphafi vega hefur það haft þá stað-
föstu stefnu að kaupa upp þá sem mesta samkeppni veita
þegar kemur að gæðum. Yfirtökur á færustu keppinaut-
unum; það keppir enginn í gæðum við Asprey nema í
stutta stund. Þannig hefur safnast saman geysimikil þekk-
ing og reynsla í úrvals handverki og færni í meðförum
hinna dýrustu hráefna, enda standa fáir – ef einhverjir –
framleiðendur Asprey á sporði í þeim efnum. Sú aðferð
hefur því skilað sér vel til fyrirtækisins enda samanstendur
kúnnahópurinn að mestu leyti af fólki sem hefur litlar sem
engar áhyggjur af því hvað hluturinn, sem það hefur auga-
stað á, kostar.
Íslendingum á ferð og flugi, sem hafa áhuga á að kynna sér
varning Asprey, er sérstaklega bent á flaggskipsversl-
anirnar tvær, við New Bond Street í London og svo í skýja-
kljúfi Donald Trump við 5. breiðgötu í New York.
asprey
Lúxusmerkið Asprey stendur fyrir
munaðarvöru í hæsta gæðaflokki og
flakkar framleiðslan milli þess að
vera nytsamleg lífsgæði og yfir í
glórulausan lúxus.
Lautarferðarsett fyrir Rollsinn. „Brunahanastélshristari“, 180.000 kr.
Endurgerð Titanic-festarinnar
er metin á 180 milljónir kr.
Ferðatöskusett úr krókódílaskinni.
Gæludýrataska úr krókódílaskinni fyrir Fífí.
Te
xt
i J
ó
n
A
g
na
r Ó
la
so
n.
Silfurtappi fyrir vínflöskuna.
Minnisbók úr krókódíl 18.000-36.000 kr.
Stællegar tvíhleypur.
Asprey-borðklukka. Verð um 35.000 kr.