Morgunblaðið - 05.11.2005, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 05.11.2005, Qupperneq 32
32 lifun Eigendurnir hafa lengi verið búsettir erlendis en höfðu hugsað sér að breyta um lífsstíl og flytja heim til Íslands þegar þeir sáu þessa íbúð aug- lýsta til sölu. Þeir höfðu alltaf búið í einbýlishúsi og vildu nú losna við áhyggjur og vinnu sem fylgja því, svo sem viðhald, garðvinnu, áhyggjur af innbrotum og þess háttar. Stefnan var tekin á fjölbýlishús og minni áhyggj- ur, sem á ensku er oft kallað „easy-living“. Eigendurnir höfðu fylgst með húsinu í byggingu og stukku því til og keyptu íbúðina þegar hún bauðst. Þar sem enn var ekki kominn rétti tíminn til þess að flytja heim stóð íbúðin óhreyfð og var látin standa fokheld í langan tíma. Mikil viðbrigði fólust svo í því að flytja í fjölbýlishús að sögn húsráðanda, sem segir breytinguna þó fullkomlega þess virði. Þessi lífsstíll veiti mikið frelsi, t.d. til ferðalaga. Nú sé ekkert mál að skreppa í burtu með litlum sem engum fyrirvara og engar áhyggjur þurfi að hafa af garðslætti eða viðhaldi. Þegar kom að því að finna arkitekt til þess að hanna heimilið var valið ein- falt. Húsráðendur höfðu séð til verka Björns Skaptasonar hjá Arkitektar Atelier og fengu hann til liðs við sig. Vinna við íbúðina hefur tekið alls um þrjú ár og útkoman er sérhannað heimili með óvenju hreina hönnun sem skilar sér í listrænni heildarsýn. Björn lærði arkitektúr í Frakklandi en flutti sig svo til Los Angeles þar sem hann fór í framhaldsnám. Nú rekur hann teiknistofuna Arkitektar Atelier. Björn er með mörg verkefni á prjónunum um þessar mundir, bæði hér á Ís- landi og í Bandaríkjunum. M.a. er hann að vinna að hönnun tveggja stórra bygginga í miðborg Reykjavíkur. Hann segist alls ekki vinna einungis sem innanhússarkitekt heldur vilji hann helst koma bæði að hönnun bygginga að utan og innan. Við hönnun á þessari íbúð segist hann hafa lagt áherslu á tæra sýn, yfirveg- aða tilfinningu og rólegt yfirbragð. Hann hafi séð fyrir sér hreint rými með fyrsta flokks efnum og hönnun sem myndi eldast vel og væri í engu háð duttlungum tískustrauma sem úreldast hratt. Frá byrjun lögðu húsráð- endur og hönnuður mikla áherslu á góða samvinnu sín á milli og má heyra að allir aðilar eru sammála um að það hafi ráðið úrslitum um hversu vel hafi tekist til við að laga hönnunina að lífsstíl eigendanna. Auk þess að hanna rýmið frá grunni fylgdi Björn heildarsýninni eftir með því að aðstoða við val á húsgögnum, stærð á sjónvarpi, uppsetningu lista- Álið er látið halda sér sem eitt af grunnefnunum sem ganga í gegnum íbúðina, ásamt marmara, gleri, graníti og hvítlakkaðri eik. Bogadreginn veggurinn setur óneitanlega mikinn svip á íbúðina. Á gólfunum eru 2 cm þykkar ítalskar marmaraflísar. innlit

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.