Morgunblaðið - 05.11.2005, Page 36
36 lifun
Aðalbaðherbergið er inn af svefnherberginu.
Í öllum hurðum er gler með álramma.
innlit
Hugsað er út í hvert smáatriði.
vel og mynduðu flæði. Undir þetta tekur eigandinn og segir íbúðina þess
vegna sérstaklega góða partííbúð! Í þessari íbúð má líka segja að allt sé út-
hugsað frá gólfi og upp í loft. Engir ofnar eru til að mynda í íbúðinni, heldur
er hiti hafður í gólffletinum yfir alla íbúðina og sömuleiðis var loftið tekið
mikið niður og ljósin felld inn í það. Engar gluggakistur voru heldur hafðar
við gluggana, þó að við svalahurðirnar væru smíðaðir nokkurs konar pallar
úr marmara sem nýtast húsráðendum á ýmsa vegu. Öll vinna við smíðina og
uppsetningu var í höndum Guðmundar og Óla hjá Traustu verktaki, TVT
ehf., sem voru aðalverktakar við smíðina, en innréttingar voru smíðaðar af
Trésmiðju Þráins E. Gíslasonar á Akranesi.
Útkoma góðrar samvinnu eigenda, arkitekts og verktaka og hve vel er hug-
að að öllum smáatriðunum skilar sér líka í glæsilegri íbúð sem er svo sann-
arlega sérhönnuð og sérsmíðuð að óskum og þörfum eigendanna. Hér er
hugsað út í hvert einasta smáatriði og ekkert til sparað til þess að útkoman
verði fullkomin heild – fullkomin hönnun.