Morgunblaðið - 05.11.2005, Síða 39

Morgunblaðið - 05.11.2005, Síða 39
fjölbreytilegustu gólfflötum. Leðurflísarnar njóta líka vaxandi vinsælda meðal hinna efna- meiri bæði austan hafs og vestan og má sem dæmi nefna að svartar leðurflísar eru sagðar prýða Lundúnaheimili söngkonunnar Mad- onnu, sem þekkt er fyrir að vera vel með á nótunum þegar kemur að tískustraumum og stefnum. Framleiðendur leðurflísanna fullyrða líka að þær séu nautsterkar og standist ára- tuga notkun, enda unnar úr þykkasta hluta húðarinnar. Auk þess séu þær tilvaldar til að skapa munaðarfullt og hlýlegt umhverfi sem henti jafnt naumhyggju sem íburðarmeiri hí- býlum, þó að verðsins vegna teljist þær seint á færi allra. Leður hentar heldur ekki síður vel við gerð hinna margvíslegustu smáhluta. Bakkar, koff- ort, rammar, púðar, ruslafötur, diskamottur og servíettuhringir eru aðeins nokkur dæmi af fjölmörgum um muni sem leðrið nýtur sín ekki síður vel í. Þeir eru líka tilvaldir til að fram- kalla smámunað innan veggja heimilisins án þess að ráðist sé í vinnufrekar framkvæmdir og bjóða um leið upp á mýmarga möguleika til að brjóta upp hefðbundna efnisnotkun hversdagsins fyrir þá sem ekki eru alveg til- búnir að bindast leðrinu ævarandi böndum. Mjúkar og glansandi Blackstock-leðurflís- arnar setja skemmtilegan svip á gófið. Hver segir að borðplötur þurfi endilega að vera úr viði? Exó, Fákafeni. Servéttuhringir fyrir hátíðlegar stundir eftir Elísabetu Ásberg. Exó, Fákafeni. Hvít og björt Julia lífgar upp á hvert her- bergi. Natuzzi, Askalind. Sparileg diskamotta að hætti Elísabetar Ás- berg. Exó, Fákafeni. Air-leðurborðið er óneitanlega stílhreint. Exó, Fákafeni Hafnaboltahanski? Hægindastóll Charles og Ray Eames, No670. Penninn, Hallarmúla. lifun 39

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.