Morgunblaðið - 05.11.2005, Page 42
42 lifun
Nautnir mannsins eru fjölmargar og matur er svo sannarlega ofarlega á blaði hjá fólki þegar rætt er um nautnina að lifa. Kampavín, kaví-
ar, súkkulaði, ostrur, gæsalifur og koníak eru dæmi um mat sem við tengjum við lúxus og nautnina að borða. Það getur líka reynst sönn
sæla að borða góðan mat hvort heldur sem er í góðum félasgsskap eða einhversstaðar einn með sjálfum sér. Margir hafa sannreynt það
að besti maturinn er ekki endilega á fínustu og flottustu veitingahúsunum, eða að matur verður ekki góður við það eitt að notað sé fínt
leirtau eða nýtísku eldhúsáhöld. Matur sem eldaður er af alúð og natni og þar sem eitt bragð leikur við annað af nærgætni er hins vegar
það besta sem hægt er að hugsa sér. Oft eru það einfaldar samsetningar sem læða inn sælustraumum um allan líkamann. Uppáhalds
maturinn þinn er einmitt sá matur sem hentar þínum löngunum og þrám. Oft tengist það góðum minningum og ást á til dæmis matnum á
uppeldisheimili, eða matur sem við fengum í óvenju skemmtilegu ævintýraferðalagi á framandi slóðum. Aðalatriðið er að njóta. Hér eru
nokkrar syndsamlega góðar uppskriftir að litlum nautnaréttum til að njóta í haustmyrkrinu, gjarnan við kertaljós og góðan drykk.
matur
l í fsnautn
Te
xt
i H
ei
ð
a
B
jö
rg
H
ilm
is
d
ó
tt
ir.
L
jó
sm
yn
d
ir
A
rn
al
d
ur
H
al
ld
ó
rs
so
n.
hrogn á rússneskan máta ferskt gnocci með trufflum gratíneraður
humar ostaveisla sælkerans hunangsmarineraðir ávextir