Morgunblaðið - 05.11.2005, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 05.11.2005, Qupperneq 48
48 lifun Humar er sannkölluð nautna- fæða og fer þessi uppskrift einkar vel með hið hárfína og góða humarbragð. Hér er miðað við stóran íslenskan humar sem fæst víða í fiskbúðum og er mjög góður. Þó auðvitað sé afar eleg- ant að elda stóran humar með klóm er nokkuð erfitt að fá hann. fyrir 4 1 kg stór humar 3 msk. dijon-sinnep 5 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir 3 egg 1½ dl olía 4 msk. sýrður rjómi 2 msk. þurrt hvítvín 2 dl ferskt dill, saxað 3 sneiðar franskbrauð, í litlum teningum 1 tsk. salt 1⁄8 tsk. hvítur pipar 2 tsk. sykur ½ sítróna Byrjið á að kljúfa humarhalana frosna eftir endilangri skelinni og hreinsið svörtu röndina (görnina) burt með litlum hníf. Raðið humrinum í stórt eldfast mót eða í 4 lítil eldföst mót með „sárið“ upp. Hrærið saman sinnep og hvítlauk í skál og blandið eggjum út í. Hellið olíunni út í í mjórri bunu og hrærið í á meðan svo hún blandist sósunni vel. Setjið sýrðan rjóma, hvítvín og dill út í. Smakkið til með salti, pipar og sykri. Blandið brauðteningunum út í. Dreifið blöndunni vandlega yfir alla hum- arhalana og setjið inn í 250°C heitan ofn og gratínerið í miðjum ofni í u.þ.b. 6 mínútur eða þar til humarinn hefur tekið lit og fiskurinn losnar frá skelinni. Berið fram með góðu kældu hvítvíni, sítrónusneiðum, brauði og einföldu salati. humarveis la matur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.