Morgunblaðið - 05.11.2005, Side 50

Morgunblaðið - 05.11.2005, Side 50
50 lifun fyrir 4 ½ dl fljótandi hunang ¼ dl cointreau-líkjör 1 ástríðuávöxtur (passion) 2 mangó 3 plómur 8 jarðarber 16 blæjuber Blandið saman hunangi og cointreau. Skerið ástríðuvöxtinn í tvennt og skafið allt innan úr hýðinu og blandið út í. Af- hýðið mangóávextina og skerið í þunnar sneiðar. Þvoið plómur og jarðarber og skerið í þunnar sneiðar. Raðið þessu á fjóra diska og setjið fjögur blæjuber á miðju hvers disks. Látið sósuna drjúpa yfir og njótið. Einnig má bjóða uppá þeyttan rjóma með fyrir þá sem vilja. matur hunangsmarineraðir ástr íðuávext i r Ostar eru í miklu uppáhaldi hjá mörgum og algengt að á borðum séu ostar þegar fólk vill gera sér glaðan dag eða eiga huggulega stund. Það er gaman að bera fram osta og gott rauðvín og sitja lengi og njóta. Þegar velja á osta er ágæt regla að velja ekki of margar og ekki of líkar tegundir. Einn brie eða camembert, einn port salut, einn ostur með grámygluívafi til dæmis gráðaostur eða gorgonzola er ágætis samsetn- ing. Sem fjórða ost mætti þá velja einhvern fylltan eða mjúkan bragð- bættan ost en þeir fást í miklu úrvali í ostabúðum landsins, eða þá inn- fluttan harðan ost sem einnig fæst í ágætu úrvali í ostaborðum eða -verslunum. Með þessu er gott að bera fram berjahlaup, ólífur og bragðlítið kex eða brauð. Pylsur og vínber eru sígild á ostabakka en þau eiga hins vegar ekki vel við ef borið er fram rauðvín þar sem vínber og rauðvín eiga ekki vel saman. Á ostabakkanum sem ég setti saman eru eftirfarandi tegundir: Primadonna, ítalskur ostur sem svipar aðeins til parmesan en er samt mildari á bragðið. Bresse Bleu, franskur blámygluostur og franskur klassískur brie-ostur. ostar að val i sælkerans

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.