Morgunblaðið - 05.11.2005, Page 54

Morgunblaðið - 05.11.2005, Page 54
54 lifun fyrir 4 300 g þurrkaðar kjúklingabaunir (550 g soðnar) 1 laukur 1 hvítlauksgeiri 1 msk. olía 2 tsk. rautt karríþykkni 1 msk. grænmetiskraftur 500 g niðursoðnir tómatar 2 dl vatn 1 tsk. kummin (cumin) 1 dl ferskt timjan svartur pipar 2 tómatar, saxaðir 6 þurrkaðir tómatar Leggið kjúklingabaunirnar í bleyti í 12 tíma. Hellið vatninu af og sjóðið baunirnar í létt- söltu vatni í u.þ.b. 40 mínútur. Afhýðið lauk- inn og hvítlaukinn og saxið smátt. Setjið olíu í pott og steikið lauk, hvítlauk og karríþykkni í eina mínútu. Blandið út í niðursoðnum tóm- ötum, vatni, krafti og kummini. Látið sjóða undir loki í um það bil 10 mínútur. Blandið kjúklingabaununum út í og látið hitna í gegn. Blandið timjani út í, smátt söxuðum fersku tómötunum og þurrkuðu tómötunum, smakkið til með pipar og kummini. Berið fram til dæmis með soðnum hrísgrjónum, salati og sýrðum rjóma. matur kj ú kl in g a b a u n a ré tt u r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.