Tíminn - 03.04.1970, Síða 6

Tíminn - 03.04.1970, Síða 6
TIMINN FÖSTUDAGUR 3. apríl 1970 vel fyrir síniu, en margir voru sálmarntr áhrifamiklir, eins og t.d. niiðurlaig 12. og 19. sálms. — Blásarákvintett setti sinn svip á verkið, bæði í fylgd og eias ? lokaorðum 24. sátas. Orðið eða frásagnin er að sjálf sögðu það sem veigamest er að mái til hlustenda. — Upp- lestur Passíusálma, hefir all'taf veráð íslendin.gum mikið al- vörumál. — Margiur hefir les- arinn, veriið um dagana, og skal ekki vanmetið hér það sem vel befir verið gætt í þeim efnum. Of oft hefir upplesar- inm bara staðið og lesið, og er það fflla farið. Sá lesari sem með hjartans bófsemi, hefir frá ojálf'Um sér af að miðla án þeiss, það þó formeriöst er á réttri leið. — Frásögn Passíu- sálmanna af píslarsögumná, of- in reynslu, lífsspeki og heilræð- um Sr. Hallgríims Péturssonar er hafisjór mannvits. — Upples- ararnir Róbert Amfinnsson, Edda Þórarinsdóttir, Gísli Halidórsson, Guðrún Ásmunds- dóttir og Þorsteinn Gunnarsson, sem tókust þennan vanda á hendur, fiuttu orðsniíli sálm- anna þannig að undirritaðri opnaðist á köflum dýpri merk- ing orða en áður. Það þarf hár- fínt jafnvægi til að halda Atli Heimir Sveinsson hlustanda svo við efni sálm- anna, að allt gleymist annað en hin fábrotnia frásögin þeirra og speki. Upplestri stjómaði Sveinn Einarsson, bafi hann og lesarar þakkir fyrir. — Við orgelið var Atli Heimir Svins- son, og á hann allt gott skilið, fyrir þessa frumraun sína ísl. kirkjutónlist tdl eflingar. Unnur Amórsdóttir. Lundúnatríðið Það væri synd að segja, að veðurguðirnir tækju hlýlega á móti meðlimum Lundúnarti’íós ins er þeir héldu tónleika í Norræna húsinu þriðjudaginn 24. marz s. 1. Eims og Reyk- víkingar þekkja getur vestan- áttin komist í þann ham, að mönnum er beinlínis varnað að komast húsa á miiii. — Það var því elkki beinlínis f jölmenm, sem komst til að hlusta á sam- leik beirra Carmel Kaine fiðla, Peter Willison oello og Philip Jenkins píanó, er þau léku fjög ur píanótríó, fyrir fámenmain en þakklátan hóp áheyrenda umrætt óveðurskkvöld. — AEt er þetta unga fólk góðkunnugt frá sínum fyrri tónleikum hér í bæ. Phiiip Jenkins hefir und- anfarin ár haft á hendi píanó- kennslu á Akureyri, svo láns- menn mega þeir norðanmenn teljast, að hafa slikan ágætis listamann f sinni þjónustu. — f samspili á Lundúnatríóið dýpt og næman skilning í túlnm,, ásamt samhæfni, sem á rætur í vandaðri vinnu. Skarpskyggm á hlutverki hvers um sig, er auðheyrð. Það er aldrei um að ræða ikyrrstöðu í leik þeirra, en sífeHda endurnýjun ásamt skaphita, sem þau hafa þó fullt vald á. — Tríóin í C-dúr eftir Haydn og Es-dúr eftir Beethov- en, má frekar telja til hins hversdagslega þessara höfunda, en túlkun þeirra á báðum þess- um verkum, var bæði sönn og Framhald á 11. siðu IHUÓMLEIKASAL Passíusálmar Hver vildi ekki Lilju Ey- steins Ásgrímssonar kveðið hafa, eða Passíusálma Hall- gríms Péturssonar ort? — Um aldaraðir hafa þessi verk fylgt þjóðinni, og orðið kynslóðum sá sálufélagi, sem margur hef- ur sótt bæði styrk og vizku í. - Á skírdag tók eitt hinna ungu tónskálda Atli Heimir Sveins- son sér fyrir hendur aið flytja bæjarbúum, hluta úr Passíu- sálmunjum, aðlagaða hinu hefð- bundna passíuformi frjálslegu þó. — Lögin við sálmana hefir hann fengið úr safni hins merka fræðimanns Sr. Bjarna Þor- steinssonar. Um þesisi iög segir Sr. Bjarni, að þau séu í húð og liár innlend þjóðlög, algjörlega þjóðarinnar verk, upprunnin og fóstruð með þjóðinni sjálfri, og að þau séu orðin það, sem þau eru við það að ganga frá manni til manns, í margar kynslóðir nótnalaust. Eru þessi lög því að vissu leyti þjóðlegust allra þjóðikganna. — Atli hefir leit- azt við að varðveita hin upp- runalegu einkenni laganna, með einfaldri raddfærslu, sem hon- um hefir tekizt með ágœtuen. Það er ábyrgðarhluti að hreyfa við jafn grónuim hlutum og þessir sálmar eru en gera þá jafnframt aðgengilega til söngs og áheyrnar. — Þar gildir það sama og í upplestri sálmanna hvorki miá vera of né van. Það er vitaskuld miikið vandamál hverju skal hafna, og hvað skal velja af svo yfárgiripsmiikiiu efni. Undirrituð hyggur, eftir a® hafa hugleitt ef.nið, að víða mætti draga saman og stytta að mun en að tvímiælalaust eigi heildarf'Orcnið langt líf fyrir höndum, svo lengi sem fólk í okkar lamdi vill eitthvað að sér leggja við filutning þjóðlegra verðmæta. — Upplestur sálma. — kórsöngur ein- og fleirradda — ein-, tvísöngur og orgelleik- ur og fylgd blásarakvintetts, til áherzlu í einstökum atriðum passíusáLmaflutningsáns er meg in uppistaða þess efnis, sem kirkjugestir Dómkirk j urmiar heynðu á sfeírdag. •— Undir stjórn Ragnars Björnssonar söng Dómkórinn, úr Passíu- sálmunum, og innan allra radda kórsins komu fram ein- söngvarar, og stóðu menn mis- Einar Jóhannesson, Jarðlangsstöðum: ERU KJÓSENDUR í BORGARHREPPI RÉTTLAUSIR? Bókun kjönstjórnar 1IL6. 1967 lýkur með þessum viðbótarklaus- um frá þeim Jóhannesi Guð- mundssyni og Kristjáni Fjeldsted: „Er ósamþyikkur lo&un fcjön- fundar kl. 9.04. Jóhannes Guðmundsson (sign) Ég tel, að kjörstjórn beri ekfci að halda kjörfund til kl. 1(1 að kveldi þar sem kjörstjórn var sammála um lokun kjörfundar, þegar honum var slitið Kristján Fjéldsted (sigm)." í maí 1968 sfcrifaði ég grein í dagblaðið Tímann, þar sem ég gerði að nokkru grein fyrir bola- brögðum Kjörstjórnar Borgar- hrepps, þegar kosið var til Al- þingis 111» júní 1967. Jafnframt lét óg í Ijós vonbrigði mín yfir því, að Saksóknari ríkisins, lét ekki rannsaka betur, er hann gerði þau toasningalagalbrat, sem Cgntlneníal HjólbardaviðgerBir OPID ALLA DAGA (LlKA SUNNUDAGA) FRÁ KL 8 TIL 22 GÚMMÍVINNUSTOFAN HF. Sldpholti 35, Reykjavlk SKRIFSTOFAN: stmi 3 06 88 VERKST/EÐID: stmi310 55 ég taldi að kjörstjóm áðm’ nefmdrar sveitar hefði framið. Ég hefi ektoi ætlað mér að ræða opinberlega meira um þetta af- rek tojörstjórnar, en að gefnu til- efni vil ég bæta nokkru við það, sem áður er sagt. Því hefir verið haldið fram að við höfum kounið of seint. í fyrsta lagi af leti, samanber ummæli Kristjáns Fjeldsted 11. júni 1967, tol. 9, og öðru lagi að ég hafi verið að gera þetta af ótugtarskap við kjör stjómarmenn. Um leti okkar hér, ætti einhver annar að ræða en Kristján Fjeldsted. Um annað atriðið er það að segja ,að kjör- stjórn kemur ekkert við hvenær fcjóisendur tojiósa eða af hiverju. Hennar hlutverk er á kjördag að fylgja þeim reglum, sem henni eru settar, og auðvelda fcjósend- um að notí. toosningarrétt sinn, en efcki að haga sér eins og götu- strákar, eða verr á kjördag. Fyrir nokkru sagði einn af tryggustu fylgismönnum Sjálfstæðisflokks- ins, að ég mætti skammast mín fyrir grein þá er ég^ skrifáði í Tímann 7. maí 1968. Ég vil benda þessum manni á það, að ég tel að þeir fjórir sjálfstæðismenn, sem rnættu í Borgarnesi- 24.10 1967, hafi tekið sig saman um að bera þar, að þegar við komum á kjörstað, hafi kjörstjórn verið farin að opna utankjörfunda at- kvæði. Einn kjörstjórnarmanna sagði þetta etoki "étt. Björn Jons- son hefir sagt mér að eftir að við vorum farin af kjörstað, hafi verið fyrst farið að opna utan- , kjörfundarattovæði. Hvað er rétt af þessu? Hrví mátti ©ktoi rannsaka þetta betur? Það er ekki óeðlilegt, þó al- mennur kjósandi geri sér ekki grein fyrir því, hver er muniur á því að seitja kjörfúndi og hefja toosningu, eða ýútoa toosningu og slíta kjörfundi. En þegar kjörstjórn gerir sér efcki grein fyrir þeim mun, er þá iífclegt að allt sé í lagi hjá benni. Til dæanis segir hreppstjórinn Sigþór Þórarins- son, fjórum sinnum, að tojörfundi hafi verið slitið, þegar við iom- ER FRJALST um, (ekki feosningu lokið.) Helgi eldri Helgason á Þursstöðum, segir að kjörfundi hafi verið slit ið (efcki kosningu lokið) þegar við komum. Vitnið kom þ.e. Helgi hálftíma til 3 stundarfjórðungum síðar inn í kjörstofuna og undir- ritaði þá gjörðabókina, samanber fundargerð kjörfundar og kjör- fundi þá fyrst slitið rétt fyrir kl. 11. Um framburð Kristjáns er það að segja, að hann segist vera fæddur í Ferjukoti, en honum eldri menn segja að hann sé fæddur í Eskiholti. Skiptir þetta ekki miklu máli, en rétt er rétt. Fjeldsted segir að kjörstjórnar- menn hafi komið sér saman um að ljúka kjörfundi M. 9 um kvöld- ið — og það hafi verið gert. Það kemur fram þrisvar hjá Fjeldsted að kjörfundi hafi verið slitið en ekki kosningu lokið. Kl. 9 lokar hreppstjóri kjörfundarstofu með stól (góð læsing það.) í samræmi við önnur vinnubrögð kjörstjórn ar. Þá kýs kjörstjóm og byrjar að opna utankjörfundaratkvæði. Að því loknu gengur Helgi eldri Helgason, virðulega að vanda, út úr kjörstofu. Er fyrir utan Félags heimilið í '2—3 mínútur þar til við komum. Eftir það förum við inn og ég ræði við kjörstjórn í moikkra stund. Þá tetour Fjeldsted upp úr, og segir að kl. sé 9.04. Dreg ég ekki í efa aS klukkan hans var rétt þá. En það þýðir, að kjörstað hefur verið lokað a.m.to. 10 mln. fyrir tol. 9, en ekki kl. 9 eins og síðar var haldið fram. Það tekur am..k. 1—2 mín- útur fyrir hvern kjörstjómar- mann að kjósa og þeir voru þrír. All margar mín. koma svo enn til viðbótar. Ég vi'l benda á 95. grein kosn- ingaiaga. Þar segir: Kjörstjórn og umboðsmenn lista athugi fylgi- bréfin, beri saman tölusetningu o.s.frv. Þar sem aðeins einn um- boðsmaður af 4 var inni, er við komum inn hefir kjörstjórn brot ið 95. grein kosningalaganna, sé framburður fjórm enni ng ann a réttur, sem ekki er. Forsetakosningamar 1968. í tilefni af framkvæmd forsetakosninganna í minni kjör- deild 30. júní 1968 vil ég beina eftirfarandi spurningum til yfir- kjörstjómar kjördæmisins sýslu- manns eða annarra ábyrgra aðila, sem úr geta leyst. 1. Er það rétt að Rristján Fjeldsted hafi verið skipaður odd viti kjörstjórnar 30. júní 1968? 2. Er það rétt, að a.m.k. tveir kjósendur í kjördeildinni hafi kært framkomu einhvers fcjör- stjórnarmanns til sýslumanns og sýslumaður hafi komið á stáðinn og ekki litizt á mannskapinn? 3. Er það rétt að einum kjós- anda hafi verið boðinn annar at- kvæðaseðill, er hann var búinn að kjósa? 4. Er ennfremur rétt, að ein um kjósanda bafi verið afhentir tveir atkvæðaseðlar en hann af grandvarleik skilað öðrum aftur? 5. Er rétt að einn kjörseðill hafi ekki komið fram, þegar geng ið var frá kjörgögnum’ 6. Er það rétt, að skipaður oddviti kjörstjórnar hafi ekki treyst sér til að skila kjörkassa í Borgarnes að kosningu lokinni? Við þessum spurningum æski ég að fá svör áður en kjörstjórn fyrir mína kjördeild verður sikp- uð fyrir komandi sveitarstjórnar- kosningar. Láti rétt yfirvöld þess ar spurningar, sem vind um eyru þjóta, tel ég okkur kjósendum í Borgarhrtíppi freklega misboðið. Einar Jóhannesson, Jarðlangs- gtöðum, Borgarhreppi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.