Tíminn - 14.04.1970, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 14. aprfl 1970.
TIMINN
7
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
FYamkvæmdastjóri: Kristján Benedlklsson Ritstjórar: Þórartnn
Þórarinsson (áb). Andés Kristjánsson, Jón Helgason og Tómas
Karlsson. Auglýsingastjóri: Stelngrímur Glslason. Ritstjómar-
skrifstofur i Edduhúslnu, simar 18300—18306. Skrifstofur
Bankaetraetl 7 — Afgreiðslusiml: 12323 Auglýslngaslml: 19623.
ABrar sikrifstofur siml 18300. Askrifargjald fcr 165.00 á mán-
u3i, innamlands — f lausasölu kr. 10.00 eint. • Prentsm, Edda hf.
Samstaða um land-
helgismálið
Það er mikil ótíðindi, að risastórveldin tvö, Sovétríkin
og Bandaríkin, hafa orðið ásátt um að beita sér fyrir
því, að fiskveiðilandhelgin verði bundin við 12 mílur, en
horfur eru á, að ný alþjóðaráðstefna um hafréttar-
málin verði haldin ekki seinna en á næsta ári.
Þessi stefna risastórveldanna er alveg andstæð rétti ís-
lands til landgrunnsins og hlýtur ísland því að beita sér
eindregið gegn henni, nema sérstaða íslands fáist viður-
kennd.
Það sést vel nú, hve óhyggilegt það hefur verið, að
nær ekkert hefur verið gert af hálfu ríkisstjórnarinnar
til að afla viðurkenningar á umræddum rétti íslands,
enda þótt það hafi verið yfirlýst stefna allra flokkanna,
að ríkisstjómin ætti að vinna að því. Það aðgerðaleysi
getur átt eftir að reynast þjóðinni dýrt.
Um orðna hluti dugir hins vegar efeki að sakast, held-
ur að snúast þeim mun mannlegar við þeim vanda, sem
framundan er. Ánægjulegt var því að heyra utanríkis-
ráðherra og forsætisráðherra lýsa yfir því á Alþingi, að
nú bæri að kappkosta að hafa sem mesta samstöðu um
málið. Með þessu er aftur horfið til þeirra vinnubragða,
sem fylgt var við útfærslur fiskveiðilandhelginnar 1952
og 1958, en núv. stjóm hvarf frá, þegar hún hóf að
undirbúa landhelgissamninginn við Breta.
Á undanfömum þingum hefur Ólafur Jóhannesson
flutt tillögu um, að hafið yrði að nýju samstarf milli
flokkanna um landhelgismálið. Sú tillaga hefur loks
fengið hljómgmnn nú. Þess vegna er sérstök ástæða til
þess fyrir Framsóknarmenn að fagna áðumefndri yfir-
lýsingu ráðherra. Hún er í samræmi við þá stefnu, sem
fylgt var meðan Framsóknarflokkurinn var í stjóm og
hann hefur beitt sér fyrir síðan. Flokkunum ber að leit-
ast við að hafa samstöðu um landhelgismálið hvað, sem
öðrum ágreiningi líður.
Yfirlýsing Geirs
Mikla athygli vekur sú yfirlýsing Geirs Hallgrímssonar
að hann vilji ekki vera borgarstjóri, nema Sjálfstæðis-
flokkurinn haldi meirihlutanum. Hingað til hefur verið
talið, að borgarstjórinn ætti að líta á sig sem fulltrúa
allra borgarbúa, en ekki sem fulltrúa sérstaks flokks.
Geir Hallgrímsson telur, að borgarstjórinn eigi að vera
fulltrúi flokksins, en ekki borgaranna. Eftir þessa yfir-
lýsingu munu margir sjá Geir Hallgrímsson í öðm ljósi
en áður.
Dómarnir í Grikklandi
Dómar þeir, sem nýlega hafa verið felldir í Grikklandi
yfir mönnum, sem era ásakaðir um andstöðu gegn her-
foringjastjóminni, hafa vakið andúð um allan heim.
Vestur-þýzka stjórnin hefur þegar ákveðið að beita sér
fyrir samstarfi vestrænna ríkja um að fá þeim
breytt. Krag, fyrrv. forsætisráðherra Dana, hefur lagt
til, að danska stjómin beini þeim tilmælum til Banda-
ríkjastjómar, að hún reyni sérstaklega að fá dómunum
breytt, en hætti elh vopnasendingum til Grikklands.
íslenzk stjóravöld þurfa hér að leggja fram sinn skerf,
ásamt stjómvöldum,annarra samstarfsþjóða. Takist ekki
að hnekkja þessum ofsóknardómum, verða þeir ekki
aðeins blettur á Grikklandi, heldur einnig þeim varnar-
samtökum, sem Grikkir taka þátt í. Þ.Þ.
Ingvar Gíslason, alþm.
Hvaö sagði Sigurður Nordal
fyrir fimmtíu árum?
Fyrir fulluin fimin áratugum,
í Skírni 1919, birtist löng og
ítarleg ritgerð eftir Sigurð Nor
dal um þýðingar úr erlendum
tungumálum á íslenzku. Sú
var megin niðurstaða ritgerðar
innar, að það, sem öðru fremur
væri ábótavaiit í fræði- og bók
menntaiðju íslendinga, væri
skortur þýðinga á erlcndum úr-
valsbókum. Hvatti Sigurður til
þess, að hafizt yrði handa um
vandaðar bókaþýðingar á ís-
lenzku, og hafði þá ekki sízt í
huga að með því yrði „íslenzku
alþýðufólki“ gert kleift að afla
sér frjórrar sjálfsmenntuuar og
kynnast af eigin lestri hinu merk
asta í bókmenntum og menn-
ingarstraumum Evrópu. Lagði
Sigurður Nordal mikla áherzlu
á, að íslenzk alþýðumenntun
væri gömul og rótgróin" og ís-
lenzk alþýða næm á menntandi
áhrif.“
Annar merkur áhrifamaður í
íslenzku þjóðlífi á fyrra hluta
þessarar aldar, Jónas Jónsson
frá Hriflu, var einnig mikill
áhugamaður um, að erlend önd
vegisrit yrðu þýdd á íslenzkt
mál og átti nokkurn hlut að
því með stjórnmálavaldi sínu
og fortölum, að út hafa verið
gefin merk erlend rit, sem
öðlazt hafa stóran lesendahóp
hér á landL
Enn eru margir áhugamenn
um þetta málefni meðal þjóðar
innar, menn, sem gera sér grein
fyrir nauðsyn þýðinga erlendra
úrvalsbóka á íslenzku. Hinu er
ekki að leyna, að framkvæmdir
á þessu sviði eru ekki í neinu
samræmi við nauðsynina né
skilning hinna ágætustu manna
á gildi bókaþýðinga fyrir
menntalífið í landinu. Þess
vegna á hugvekja Sigurðar Nor
dals frá 1919 enn erindi við
ofckur. Hún er jafn tímabær nú
eins og hún var fyrir fimmtíu
árum.
Þörf opinbers
fjárstuðnings
Nú mun margur segja, að
bókaútgáfa sé mikil hér á landi
og þýðingar alls konar bóka
mikill hluti útgáfustarfseminn-
ar. Vissulega er það rétt, að
þýðingarstarfsemi er talsverð í
landinu, en um hitt verður ekki
deilt, að útgefnar þýðingar hafa
yfirleitt mjög vafasamt menn-
ingargildL Á því sviði fer meira
fyrir magni en gæðum. Ein
ástæðan fyrir því, hve lítið kem
ur út af vönduðum þýðingum
úrvalsrita hér á landi er án
efa fjárhagslegs eðlis. Bókaút-
gefendur hafa ekki bolmagn til
þess að kosta því til, sem kraf-
izt er, ef þýða á og gefa út
öndvegisrit. Þýðingar eru vanda
verk, og útlegging heimsbók-
mennta ekkert áhlaupa- eða
ígripaverk, sem fela megi hverj
um sem er. Góður þýðandi get
ur sá einn orðið, sem er fjöl
kunnugur menntamaður og sér-
fróður, ef um sérfræði er fjall
að, en umfram allt hagur á ís-
lenzkt mál. Sé það rétt, að
fjárhagsástæður hamli menning
arlegri þýðingarstarfsemi í land
inu er nauðsynlegt að finna ráð
til þes» að ryðja þeim hömlum
Ingvar Gfslason
úr vegi. Af þessum sökum höf
um við Sigurvin Einarsson flutt
í neðri deild alþingis frumvarp
til laga um' fjárhagsstuðning
við þýðingar. Segir í 1. gr. frum
varpsins, að markmiðið sé að
styðja útgáfu íslenzkra þýðinga
erlendia öndvegisrita, sem telj
ast hafa alþjóðlegt menningar-
gildi. Er lagt til, að í þessu
skyni verði veitt á fjárlögum
hvers árs ein milljón króna,
sem sérstaklega skipuð úthlut
unarnefnd ráðstafaði hverju
sinni. Tilgangurinn er að styðja
þá útgefendur, er að mati slíkr
ar nefndar gefa út á íslenzku
erlend rit, sem hafa aiþjóðlegt
menningargildi og eiga erindi
við íslendinga sem aðrar þjóð-
ir.
Aimennt menntagildi
Hvaða rit eru það, sem hafa
alþjóðlegt menningargildi?
Þannig mun einhver spyrja.
Því er til að svara, að slík rit
eru mörg og margvísleg. f þeim
flokki eru vafalaust þau rit,
sem óumdeilanlega hafa mark
að spor í þróunarsögu mann-
kynsins eða snerta hagi manna
og hugsun um gervalla heims
byggðina að meira eða minna
leyti. Tæmandi talning sUkra
rita er ekki á minu færi, en
nefna mætti rit eins og biblí-
nna, rit Adams Smiths, Karls
Marx og Keynes, Aristotelesar
og Platons, Darwins og Ein-
steins. Þau rit, sem hér hafa
verið nefnd, eru klassisk grund
vadlarrit í vestrænni menningu
og að nokkru utan hennar. Það
er mikil höfuðnauðsyn hverri
menningarþjóð að eiga rit af
þessu tagi á tungu sinni. Einnig
mætti nefna önnur rit, sem
e. t. v. eru minni fyrir sér að
því leyti, að þau verða ekki tal
in sígild, en geta þó haft þýð
ingu fyrir sinn tíma, sem upp
lýsingarit um vísindi og mann
lega þekkingu á líðandi stund.
M.ö.o.: Þýðingar hafa almennt
menntagildi. Þær víkka' þekking
arsvið þjóðarinnar, rjúfa menn
ingarlega einangnm hennar.
Áhrif á þróun tungunnar
En þýðingar úr erlendum
tungumálum hafa einnig annað
gildi engu ómerkara. Þýðingar
hafa bein áhrif á þróun tung
unnar. „Þýðingar stuðla að
verndun tungunnar og auðga
hatna stórum með þvi að klæða
fjölda erlendra hugsana og
staðreynda í islenzkum búning“,
sagði Sigurður Nordal á sínum
tíma. Mun það sannmæli, sem
auðvelt er að sýna fraan á með
ýmsum dæmum, þótt mig skorti
lærdóm til þess að benda á
þau öU. En vel er við hæfi að
kalla góða þýðendur landnáms
menn og frumherja í ríki móð-
urmálsins. Fyrir áhrif mennt-
aðra og málsnjallra þýðenda hef
ur íslenzk tunga auðgazt að orð
um og orðasamböndum, sem
ekki verða greind frá hinu verð
mætasta og upprunalegasta í
orðasjóði tungunnar.
í framsöguræðu minni fyrir
frumvarpi um fjárhagsstuðning
við þýðingar nefndi ég dæmi
um áhrif einnar bókaþýðingar á
íslenzkan orðaforða. Var það
þýðing Jóns Ólafssonar á „Um
frelsið" eftir J. Stuart Mill, sem
út kom á vegum Þjóðvinafélags
ins árið 1886. Þessi bók fjallaði
um efni, sem varla hafði verið
rætt né ritað um á íslenzku til
þess tíma. Með orðum þýðand
ans segir, að hún fjalli um
„þegnfrelsi eða félagsfrelsi, um
eðli og takmörk þess valds, sem
mannfélagið hefur rétt til að
hafa yfir einstaklingum.“ Aug-
Ijóst er, að þýðingin hefur ekki
verið Jóni neitt áhlaupaverk.
Var hann þó vel að sér í ensku
og manna ritfærastur á ís-
lenzku. Vel má þýðing Jóns nú
kallast tyrfin í heild sinni, en
eigi að síður er hún afreks
verk. Þýðandinn rak sig óþyrmi
lega á þá staðreynd, að ekki eru
á fslandi til orð um allt, sem
er hugsað á jörðu, þó að Einari
Benediktssyni fyndist það í
skáldlegri upphafningu eða af
metnaðarhug fyrir hönd móður
málsins.
NýyrSi Jóns Ólafssonar
Reynsla Jóns Ólafssonar varð
sú, sýnist mér, að hann vaið
að smíða að meðaltali u.þ.b. 1
nýyrði á hverri síðu áður en
hann fengi lokið bókini. Flest
þessara orða mun Jón hafa búið
til sjálfur, önnur sótti hann í
fornt mál og yngdi upp merk-
ingu þeirra, og sum hefur hann
án efa lært af samtímamönn
um sínum. En samkvæmt orða
skrá um nýyrði og óvenjuleg
orj aftast í bókinni eru nýyrð-
in hátt á 3. hundrað.
Fróðlegt er að lesa þessa ný-
yrðaskrá eftir 84 ár.
Eftirtalin orð voru þá óþekkt
eða fágæt, en öll eru þau okkur
munntöm nú, tilheyra dagiegu
máli:
afbrigðilegur, bandalag, dóm-
greind, eldmóður, félags-
lund, fjölbreytni, fjölhæfi,
fjölhæfni, formælandi — tals
maður, frumkvæði, frumleg-
ur, frumleiki, hugðarefni,
hugðnæmur, íhlutun, já-
Framhald á 11. síðu
ÞRIÐJUDAGSGREININ