Tíminn - 14.04.1970, Blaðsíða 10
10
TIMINN
ÞRIÐJUDAGUR 14. april 1970.
Úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar:
Jafntefli Le
og Chelsea
á forarsvaði Wembleyar
„Þetta er versti völlur, sem ég
hef leikið á,“ sagði Terry Cooper,
Leeds, eftir leikinn, um hinn
fræga leikfang, Wembley, — sem
var eitt forarsvað á laugardag.
— Já hinar slæmu aðstæður settu
sinn svip á þennan 90. úrslitaleik
ensku bikarkeppninnar. — Þann
42. sem fram fer á Wembley. Oft
sinnis misreiknuðu leikmenn
beggja liða boltann út — og tvö
fyrstu mörk leiksins urðu vegna
þessa. Þetta er í fyrsta sinn síðan
1912 að úrslitaleik keppninnar
lýkur með jafntefli eftir fram-
lengingu. Iȇ skildu Barnlsey og
W.B.A. jöfn). Leeds átti meira í
leiknum og hefði átt skilið að
sigra — en frábær baráttuglcði
Chelsea sá um að svo fór ekki.
Eddie Grey, Leeds, átti stórgóð-
an leik, með sínu liði og var eftir
leikinn valinn „Maður leiksins“,
af íþróttafréttamönnum — sem
Aberdeen skozkur
bikarmeistari
Celtlc átti 90% af leiknum.
Sigurvissan lagði Celtic að velli
í viðureign þess við Aberdeen í
úrslitaleik skozku bikarkeppninnar.
Harper, Forrest og Mackay skor-
uðu mörk Aberdeen, en Lennox
eina mark Celtic. Þetta er í ann-
að sinn á keppnistímabilinu, sem
Celtie tapar fyrir Aberdeen —
töpuðu 14. marz síðastliðinn, en
þá þurftu þeir aðeins annað stigið
tiil að hljóta Skotlandsmeistara-
titilinn. Var þá sagt að alilt hafi
verið til reiðu eftir leikinn og bú-
ið hefði verið að opna kampa-
vínsflöskurnar. Þetta tap Celtic
kann að hafa siæm mórö'lsk áhrif
á liðið — sem leika á síðari leikinn
í undanúrsiitum Evrópumeistara-
keppninnar gegn Leeds annað
kvöld. — K. B.
Uv'
YÐUR ER
BOÐIÐ!
Yður er boðíð
að skoða nýja happdrættishúsið að Brúarflðt 5,
Garðahreppi.
Verður til sýnis virka daga frá kl. 6—10, laugar-
daga, sunnudaga frá kl. 2—10, til 3. maí.
Húsið er sýnt með öllum húsbúnaði frá eftirtöld-
um fyrirtækjum:
Húsgögn: Trésmiðjan Víðir h.f.
Gluggatjöld: Gluggar h.f.
Ljós: Ljós & Orka.
Heimilistæki: Rafbúð S.Í.S.
Stjónvarps- og stereo-sett:
Einar Farestveit & Co h.f.
Myndir: Atli Már.
Blóm: Rósin, verzl.
Bátar í bílskúr: Gunnar Ásgeirsson h.f.
HAPPDRÆTTI D.A.S.
viðurkenningu fyrir leik sinn. f
fyrra lilaut Alan Clarke, Leeds,
sem lék þá með Leicester, þenn-
an titil. Peter Bonetti, markvörður
Chelsea, var í öðru sæti í þetta
sinn. — Wembley leikvangurinn
var troðfullur — um 100 þús.
manns — og komu inn um 128 þús.
pund í miðasölu.
Leeds byrjaði vel og tók leik-
inn algerlega í sínar hendur. Billy
Bremner og Johnny Giles, Leeds,
náðu tökum á miðjunni og ,,möt-
uðu“ framlínuna. Þar var Eddie
Grey einma hsettulegastur og ógn-
aði sífellt með einleik og gúðum
sendingum. Terry Cooper, brikvörð
ur Iæeds, tók einnig þátt í sóikn-
inni og undraði engan er sá til
þessa frábæra leikmanns að
Sir Alf Ramsey skyldi hafa valið
hann í enska landsliðshópinn sem
fara á til Mexikó í sumar. Við og
við átti Chelsea skyndiupphlaup,
sem annað hvort enduðu í fangi
Sprake markvarðar eða voru
stöðvuð af vörn Leeds — með
Jackie Charlton í fararbroddi. Þeg
ar tuttugu og hálf mínúta voru
liðnar af leik kom svo fyrsta mark-
ið. Grey framkvæmdi hornspyrnu
-- og mistókst Bonetti, markverði
Chelsea, að hafa hendur á bolt-
anum, með þeim afieiðingum að
Jackie Chariton. Leeds, náði að
skalla boltann, sem rúllaði i mark
ið — framhjá Eddie McCredie,
Chelsea, en hann hitti hann
ekk} vegna svaðsins í mark-
inu. Eftir þetta skiptusit lið-
in á að sækja — Leeds þó öllu
meira. Á 41. mínútu leiiksins kom
fyrsta mark Chelsea. Chelsea hafði
áitt nokkur ágæt tækifæri — en
ekkert gekk og hafði Charlton m.
a. bjargað á línu, skoti frá Os-
good. Peter Houseman, sem lék í
þessum ieik tengilið í stað Alan
Hudson, var með boltann um tvo
metra utan vítateigs og engin
hætta virtist I aðsigi. Houseman
tók þá upp á því að skjóta og viti
menn, boltinn lá í netinu. Gary
Sprake, í m'arki Leeds hafði henl
sér á hann, en missti hann undir
sig og inn. Á síðustu míniútu háif-
Eddie Grey, Leeds,
fréttamönnum.
var valinn ,,beztl lcikmaður leiksins", af íþrótta-
leiksins varði Bonetti mjög mejst-
aralega hættulegt skot frá Grey
við mikinn fögnuð áhorfenda.
Er líða tók á síðari hálfleikinn
komu yfirburðir Leeds enn betur
í ljós — þrátt fyrir nokkur hættu-
leg tækifæri Chelsea. Á 15. mín.
var Mick Jones, Leed's, brugðið
innan vitateigs — en dómarinn,
E. T. Jennings. gaf merki um að
halda leiknum áfram. Eftir marg-
ar árangurslausar sóknartilraunir
Leeds, leit allt út fyrir að fra,m-
lenginar þyrfti við — eða allt þar
til sjö mímútur voru eftir.
Bremner, fyrirliði Leeds, gaf til
Giles, som gaf til Clanke, en hann
skaut í slá og fékk Jones þá bolt-
ann og skoraði auðveldlega með
vinstra fæti. Allt leit nú xit fyrir
sanngjarnan sigur Leeds, —
fjórum mínútum síðar jafnaði
Peter I-louseman með skalla og
skoraði þar með sitt annað mai'k
í leiknum (sá sem lýsti leiknum
sagði að Hutcchinson hefði skorað
markið). í framlengingu (2x15
mín.) gerðist lítt markvert
— en Leeds átti þá mörg
góð tækifæri, m. a. tvö stang-
anskot (áttu þrjú allt í allt í leikn-
um). Lauk leiknum þá með jafn-
tefli, eins og fyrr segir og verð-
ur því annar leikur að fara fram,
en hann verður leikinn á Old
Trafford 29. apríl. — K.B.
Manch.
Utdí
3ja sæti
Manchester United hreppti
þriðja sætið í ensku bikarkeppn
inni — með því ða sigra Wartforc
2:0. Brian Kidd skoraði bæði mörli
in fyrir United. Þetta er í fyrsts
skipti sem þessi úrslitaleikur urr
þriðja sætið fer fram, en hann vai
leikinn á föstudagskvöld. En þá
voru þessir leikir einnig leiknir
1. deild:
Nottm. Forest — Ipswich 1—0
Wolves — Coventry 0—1
Landsliðsmarkvörðurinn
lék á kantinum og skoraði
klp—Reykjavik.
Landsliðið í knattspymu lék á
sunnudagsmorgun æfingaleik við
Halldór
sigraði
Á laugardaginn gefekst frjáls-
íþróttadeiild KR fyrir svonefndu
Laugardalshlaupi. Fór það fram í
Laugardalnum og voru hlaupnir
2 hringir í dalnum, Gátu áhorf-
endur fylgzt vel með hlaupinu,
sem var mjög skemmtilegt.
Sigurvegari varð Halldór Guð-
bjömsson KR, hljóp á 13:36,8- Ann
ar varð Sigfús Jónsson ÍR 13:48,4.
og þriðji Eiríkur Þorsteinsson KR
14:11,6. Hlutu þeir aBir bikara,
sem Samvinnutryggingar gáfu til
eigmar.
bikarmeistarana ÍÐA. Var lands-
liðið heldur þunnskipað að þessu
sinni, því Guðmundur Pétursson
markvörður KR, sem boðaður var
sem varamarkvörður liðsins, lék
með í framlínunni, og skoraði eitt
mark. Þar lék hann ásamt Þóri
Jónssyni Val, Ásgeir Elíssyni Fram,
og Matthíasi Hallgrímssyni ÍA,
en hann var eini Skagamaðurinn,
sem mætti til þessa leiks.
Landsliðið sigraði í leiknum
4— 1, en í hálfleik var staðan
2—1.
Efekert var leikið í „Vetranmóti
KRR“ um helgina, enda mun Mela-
völlurinn vera heldur þungfær.
Ráðgert er að síðustu leikimir í
mótinu fari fram einhvern næstu
daga.
Um helgina var leikinn einn
leiki:r í „Vetrarmóti 2. deildar"
Þar sigraði Breiðablik, Ármann
5— 0.
Tókst ekki
að stöðva
Sigrúnu
Á sunnudaginn voru leiknir
þrír leikir í 1. deild kvenna
í handknattleik.
Valur sigraði KR 20—14. í
þeim leik reyndu ekki færri
en 3 KR-stúlkur að taka hina
skothörðu og markheppnu Sig-
rúnu Guðmunlsdóttur úr Val,
úr umferð, með því að elta
hana um allan völl, en allar
urðu þær að gefast upp.
Þá léku Fram og Víkingur.
Voru Fram-stúlkurnar með
Sylvíu Hallsteinsdóttur í farar-
broddi. yfirburðalið, og sigruðu
með 7 mörkum, 14—7.
Ármann og Breiðablik háðu
Framhald á bls. 11