Tíminn - 14.04.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.04.1970, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 14. aprfl 1970. Hiiimsl T í M1N N BGBBi 9 FRAM 1: SNERTINí GU \ flÐÍS LANDSMEISl FARA- imíiNN ETFIR SOGULEGAN LEIK GEGN KR Stjórnarmaður í KR reyndi að hafa áhrif á úrslit leiksins með því að ryðjast inn á völlinn. — Markvörður Fram réðst þá á hann. — Slagsmál og stympingar eftir leikinn klp—Reykjavík. Einhver mesti darradans, sem stiginn hefur veri'ð á fjölum Laug Staðan og markhæstu menn í 1. deildarkeppninni í hand- knáttleik þarf Fram aðeins 1 stig til að tryggja sér íslandsmeistara- titilinn, en það á eftir að leika 2 leiki í mótnu, og hefur 14 stig. Næsta lið er FH með 12 stig, og á 1. leik eftir, og getur því mest náð 14 stigum, sömuleiðis eiga Valur ag Haukar ekki möguleika á að ná meira en 13 stigum en Valur á eftir að leika 2 leiki og Haukar .1 leik. Hm keppnina á botninum í 1. deild segir nánar á öðrum stað í blaðinu. Leikirnir, sem eftir eru í 1. déild eru þessir: Sunnudaginn 19. april Fram — Valur, Haukar — Víkingur. Snnnudaginn 26. apríl. Valur — Víkingur, Fram — FH. Staðan í 1- deild er nú þessi: Fram FH Haukar Valur KR 8 9 9 8 10 Víkingur 8 1 3 3 3 8 6 143-127 162-153 164-142 138-128 152-194 132-147 Markhæstu menn eru: Mörk Leikir Geir Hallsteinsson, FH 61 9 Viðar Símonarss., Haukum 53 8 Einar Magnússon, Víking 45 8 Örn Hallsteinsson, FH 37 9 Bergur Guðnason, Val 34 8 Björn Ottesen, KR 34 10 Ólafur Jónsson, Val 32 8 Karl Jóhansson, KR 30 10 Guðjón Jónsson, Fram 29 8 Hilmar Björnsson, KR 29 10 ardalshallarinnar fór fram .á loka mínútum leiks KR og Fram í 1. deildarkeppninni í handlcnattleik á sunnudag. Dansinn upphófst, er 3 mín. voru til lciksloka og stað- an jöfn 17:17. KR-ingar höfðu knött ;nn*en misstu hann til Framara, s. n reyndu hraðupphlaup, og sendu nann fram tii Björgvins Björg- vinssonar, sem kominn var að hliðarlínu á móts við skiptimanna bekk KR. Knötturinn var á leið til Björgvins, er einn af stjórn- armeðlimum KR, Rögnvaldur Ólafs son, glímukappi, hljóp inn á völl inn í spariklæðunum og truflaði Björgvin, þannig, að ha'nn náði ekki tU boltans. Við það rann í skap á Þorstein Björnssyni markverði Fram, og réðst hann á Rögnvald. Eftir nokkuð þóf tókst að taka Þorstein frá, og bera hann til bún ingsklefa'nna, en Rögnvaldi var vísað út úr húsinu, enda var brot hans mjög alvarlegt. Er þetta í fyrsta sinn i sögu 1. deildarinn- ar í handknattleik, að áhorfandi gerir svo alvarlega tilraun til að trufla leik. Þegar ró komst á, dæmdu dóm- ararnir, dómarakast, og tókst Framörum að sá knettin- um, og skora, en það mark yar dæmt af, og í staðinn dæmt víta- kast á KR, sem sýndist hæpinn dómur. Skoraði Guðjón Jónsson úr vítinu. 18—17. Þá voru aðeins nokkrar sekúndur til leiksloka, og KR-ingar hugðust byrja á miðj unni og reyna að jafna. Emil Karls son markvörður KR fór fram með boltann, en var gripinn kverka- taki af einum leikmanna Fram, og upphófust þá hin mestu slags- mál með barsmíðum og spörkum á báða bóga/ Fékk hver maður sitt, og áreiðanlega vel það, en annar dómarinn, Björn Kristjáns- son þó öllu meir en aðrir sérstak- lega frá KR-ingum, sem voru hon- um mjög sárir. Eftir mikil læti komst loks friður á, og leikmenn hrópuðu húrra fyrir hverjum öðr- um, en áhorfendur púuðu. Hvort það var ætlað Fram, KR, eða dóm- urunum, er ekki gott að segja um. Þessi leik-ur var óhemju jafn og spennandi. Liðin skiptust á um forustu í fyrri hálfleik, eða þar til 5 mín. voru til hálfleiks, að KR tókst að komast yfir 8—7, og síðan 9—7, og loks 10—7, þegar Björn Ottesen skoraði beint úr aukakasti, eftir að leiktíma var lokið, af 15 til 16 metra færi. KR-ingar héldu 3ja marka for- skoti, þar til staðan var 12—9. En þá tókst Fram að jafna 12—12 og komast yfir 13—12, og átti Sigurður Einarsson mestan þátt í þeim mörkum, með sinni frábæru hörku og útsjónarsemi. Leikurinn hélzt jafn þar til rúmar 5 min. voru til leiksloka, en þá hafði KR yfir 17—16. Sigurbergur jafnaði 17—17, en þá hófst „dansinn", sem að framan er getið. Ekki er hægt að segja, að Fram hafi átt sigurinn skilið í þetta sinn. A. m. k. hefði KR átt að hljóta annað stigið. Enginn glans var yfir leik Fram ara, sem nú eru aðeins feti frá íglandsmeLstartitli, ef frá eru talcj-^ ar fyrstu mínúturnar .siðari hálf^ *. leiks, er þeir léku loks eins og' meisurum sæmir. Annars var ieikur þeirra óvenju lélegur, bæði í vörn og sókn, og markatala A- landsliðsmannsins Þorsteins, og unglingalandsliðsmannsins Guðjóns lítil sem engin. Bezti maður Frarn í þessum leik var tvímælalust Sig- urður Einarsson, en þeir Arnar og Sigurbergur áttu einnig báðir prýðis leik, þar að auki. KR-ingar luku sinni keppni í 1. deild í ár, með sinum bezta leik til þessa. Ekki er enn útséð hvort þeir halda sæti sínu í 1. deild næsta ár, því Víkingur, sem hef- ur 2 stig í mótinu á eftir að leika tvo leiki. Sigri Víkingur í þeim báðum, er KR fallið, en sigri þeir í öðrum leiknum, verða KR og Vikingur að heyja aukaleik um fallsætið. Tapi Víkingur báðum leikjunum eru þeir fallnir, en KR verður uppi. Maðurinu bak við þennan góða leik hjá KR, var landsliðsþjálf- arinn Hilmar Björnsson. Ef hann hefði haft úthald á við aðra leik- menn (þá ekki meðtaldir úthalds- lausir KR-ingar) er ekki að efa, að KR hefði örugglega hlotið annað stigið. Með frábæni stjórn á leikmönnum, bæði í vörn og sókn, sýndi Hilmar að hann á heima, sem leikmaður með lands- liðinu. Er hann áreiðanlega bezt til þess fallinn af öllum okkar handknattleiksmönnum að vera stjórnandi þess liðs á leikvelli, og er vonandi að „réttir“ aðilar sjái það í tíma. Markvarzla Emils Karlssonar í Framhald á bls. 11 Þeir léku ,,aðalhlutverkina klp—Reykjavík. „Ég gleymdi mér augnablik í hita leiksins, stökk upp fyrir utan völlinn. — slo boltann. og lenti á vellinum. Hvort bolt- inn hafi verið fyrir utan eða innan línu veit ég ekki“. Sagði Rögnvaldur Ólafsson, stjórnar- meíflimur og , jeikmaður ■ KR i KJin ffkjyítÖe^.Sg ®ímh,^er við' spurðum Hannurnhii^scJ|ulega atvik í Laugardalshöllinni i leik KR og Fram á sunnudag, en mjög fáir sáu hvað raunveru- lega skeði á því augnabliki. „Ég býst fastlega við, að Þor steinn hafi gleymt sér líka, þeg ar hann kom á mig, en ég man að hann sagði: „Ætlar þú að taka af okkur íslandsmeistara- titilinn". Maður er alveg miður sín eftir þetta, og ekki með hug- ann við neitt annað, þegar ég tók þátt í landsflokkaglímuTini í sjónvarpinu, seinna um dag- inn, enda gekk mér bölvan- lega þar. Það er alveg rétt að vísa mér út úr húsinu, en Gunnlaugur Hjálmarsson lofaði mér því, að ég skyldi aldrei fá að koma þangað inn framar, en það. á ég eftir að kynna mér betur.‘‘" Íþróttasíðan ræddi einnig yið Þorstein Björnsson markvörð um máiið. Og sagði hann, að hann hefði séð Rögnvald hlaupa inn á og slá boltann, áður en Björgvin hefði náð til hans. Ég sá sigurinn í leiknum, og jafn- vel íslandsmeistaratitilinn ganga okkur úr greipum, og hljóp því á hann“. Hann kallaði þetta yfir sig sjálfur, en framkoma hans og mín eru óafsakanleg, en þetta gerðist í hita leiksins, og við erurn vinir jafnt sem áður. Valsmenn áhugalausir í leiknum gegn FH-ingum klp—Reykjavík. Það var heldur áhugalaus hóp- nr Valsmanna, sem lék gegn FH í 1. deildarkeppninni í handknatt- leik í Laugardalshöllinni á sunnu- daginn, á eftir hinum sögulega leik KR og Fram. Líklega hafa Valsmenn fundið út, að þeir hefðu enga möguleika á sigri í mótinu, eftir sigur Fram, a. m. k. var svo að sjá á leik þeirra. Það voru aðeins síðustu mínútur leiksins, sem var með leiðinlegra móti, að einhver spenna var í honum, en þá áttu Vals- menn tækifæri á að jafna. Framan af var leikurinn jafn, eða þar til staðan var 4—4, að FH náði góðum kafla, en Valur lélegum, og breyttist þá staðan í 8—4, og síðan 11—6 FH í val. í byrjun síðari hálfleiks mink- uðu Valsmenn bilið í 3 mörk, 12—9, og hélzt sá munur þar til staðan var 15—12, að Valsmenn tólku sprett, og minkuðu bilið í 16—M. Þegar I mán. var til leiks- loka skoraði Geir 16—14 fyrir FH, en Ólafur Jónsson minkaði það í 16—15. Valsmerm höfðu knöttinn á síðustu sekúndum leiks ins, en tókst ekki að skora og fá annað stigið þó litlu hefði munað. Þeim mistókst í síðari hálfleik fjögur vítaköst, en ekkert af þeim var þó varið. 3 þeirra lentu í stöngunum, sem er sjaldgæft I meira lagi, og það fjórða sendu þeir langt yfir. Það sem gerði þennan leik, sem flestir bjuggust við að yrði skemmtilegur, leiðinglegan, var fyrst og fremst áhugaleysi Vals- nvanna, og einnig leiðinlega gróf- ur leikur FH-inga, þar sem Gils Stefánsson, Jón Gestur, og Birgir Björnsson léku að- alhlutverkin. Komst Birgir t. d. nánast upp með öll brögð, sem flest bitnuðu á Ólafi Jónssyni. Fyrir utan þetta sýndu FH alveg nýja hlið á sér, en það vaT að tefja, sem mest þeir máttu í síð- ari hálfleik, t. d. með þvi að spyrna knettinum í burtu, rétta mótherjanum hann ekki, sem er óíþróttamannlegt, og ekki Ifkt FH-ingum. Með þessum sigri ætti FH a.m.k. að hafa möguleika á silfurverð- laununum í 1. deild, og jafnvel gullinu, en úr því fæst skorið í þeim 4 leikjum, sem eftir eru. Að þessu sinni voru Hallsteins- bræðurnir í daufara lagi, og skor- uðu ekki nema 5 mörk samtals, þar af Geir 4. Sá sem kom mest á óvart hjá FH var „100 kílóa lögregluþjónninn“ Guðlaugur Gísla son, sem skoraði 4 mörk, flest af ■línu. Er það ófyrirgefanlegt af Valsmönnum að láta jafn stóran og fyrirferðamikinn mann og Guðlaug „læðast“ fyrir aftan sig á línunni, en það var ekki eina glappaskotið hjá leikmönnum Vals, sem flestir voru með lakara móti. Dómarar í þessum leik voru Eysteinn Guðmundsson og Óli Olsen, og urðu þeim á mis tök eins og mörgum leikmannin- inuim í þessum leiðinlega leik. PRÓFKJÖRIÐ f SPEGLINUM VIÐTAL VIÐ BJÖRN RÍKA Á LÖNGUMÝRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.