Tíminn - 14.04.1970, Blaðsíða 11

Tíminn - 14.04.1970, Blaðsíða 11
£RÍJ)JUDAGUII 14. aprfl 1970. »V------------------ - - T IMIN N 11 Þriðjudagsgrein Framhald aí bls. 7 kvæður, neikvæður, mis- beita, ófremdarástand, of- stækismaður, raunhæfur, raunvísindi, réttmætur (rechtmassig), rétttrúaður, rökleiðsla, rökræða, sam- keppni, sérlyndi, siðmenning, skilgreina, smásálarskapur (lowness of mind), stjórn- málamaður, umburðarleysi, uppeldisáhrif, valdhafi, van- meta, viðfangsefni, víðtækur þröngsýnn (nairow-minded). Lokaorð Á sviði bókaþýðinga er mik- ill akur óplægður. Sú er von okkar Sigurvins Einarssonar, að með frmnvarpi því, sem við flytjum um fjárhagsstuðning við þýðingar, verði endurvakin 50 ára gömul hugmynd Sigurð ar Nordals og tekið undir við áhuga Jónasar Jónssonar um þýðingar og útgáfu erlendra öndvegisrita. Til þess ber ærna menningarlega nauðsyn. Þrátt fyrir almennari mála kunnáttu nú en á®ur, eru ekki líkur til þess, að hún endist öll um til þess að notfæra sér er- lend fræðirit um sérgreind og torskilin efni, og kemur þar margt til, m. a. það, að venju legt tungumálanám í skólum er tákmörkum bundið að efni og orðaforða. Öllum þorra manna er mikiu aðgengilegra, þrátt fyrir skólalærdóm að lesa bækur á móðurmáli sinu en erlendum tungum, ekki sízt þegar nm er að ræða vandlesn ar bækur um framandi og tor skilin efni. Ingvar Gíslason. íþróttir Framhald af bls. 9 fyxri hálfleik var ein sú bezta, sem sézt hiefur hér í seinni tíð, en þá varði hann hin ótrúlegustu skot, Sigurður Óskarsson var KR mikill styrkur í leiknum, og átti góðan leik, ásamt Ævari Sigurðs- syni, það sama er hægt að segja um þá frænduma Björn og Hauk Ottesen, sem eru með yngstu leik mönnum I 1. deild. Dómarar í leiknum voru: Bjöm Kristjánsson og Valur Benedikts- son, og dæmdu vel, en yoru ekki öfundsverðir af lokamínútunum, sem enginn réði við. íþróttir Framhald af bls. 10 harða baráttu, sem lauk með sigri Ármanns 10—9. Þar með er Breiðablik fallið í 2. deild, en þær eiga eftir að leika við Víking, og þótt þær sigri í þeim leik, bjargar það þeim altflfí fi»ó falli Úrslitaleikurinn í 1. deild kvenna verður leikinn 22. apríl, og verða það Vals- og Fram- stúlkurnar, sem þar mætast í síðari leik liðanna í deildinni. Fyrri leik þeirra lauk með jafn tefli 10—10. En hvorugt liðið hefur tapað leik siðan, svo þaxna verða um hrein úrslit að ræða. íþróttir Framhald af bls. 8 Áslaug er í stöðugri framför en hún er dóttir hins þekkta skíða- manns, Sigurðar R. Guðjónssonar. Eftir fyrir umferð í svigi karla, hafði Hr.fsteinn Sigurðsson beztan tíma 51,0, 2. var Björn Haralds'son 52.3, 3. Yngvi Óðinsson 52.4 og 4. Hákon Ólafsson með 54.5. í síðari umferð náði Hafsteinn aftur beztum brautartíma og varð hann því hinn öruggi sigurvegari. Bjöm náði aftur næst bezt.um tima, en Yngva mistókst. Úrslit í svigi karla: 1. Hafisteinn Sigurðsson, í 51.0, 49.9, 100.9 sek. 2. Björn Haraldsson, HSÞ 52.3. 51.0, 103. 3 sek. 3. Há'kon Ólafsson, S 54.5, 54.3, 103.8 sek. Að lokinni keppni á sunnudag, bauð shíðadeild KR keppendum og starfsmönnum til sameiginlegs kaffisamsætis, þar sem Marteinn Guðjón'sson, mótstjóri, afhenti sig- urvegurum verðlaun, þakkaði gest- um og öðrum keppendum þátttök- una og sleit mótinu, en Hafsteinn Sigurðsson þaikkaði fyrir hönd ut- anbædarmanna. A VIÐAVANGI Framhald af bls. 3. um athafnir þeirra. Hún veit það eitt, og játar það fyrir þjóð- inni, að þetta er slíkur urmull, að henni endist ekki veturinn til að telja, og sér engin ráð önnur en skipa nýja nefnd — nefndanefnd. Menn brjóta auðvitað heilann um þetta mcrkilega fyrirhæri — og virðist auðsætt, að hér séu svipaðir galdrar í tafli og þeir er segir frá í þjóðsögum af kvikendi því, er þá náttúru hafði, að því uxu níu rófur í stað hverrar einnar, sem höggv- in var af. Þetta er auðvitað ekki ein- leikið, en bót í máli, að við skulum nú eiga sæmilega tölvu, sem nefndanefndin gæti fengið til afnota við nefndatalninguna, — A. K. Laxársvæðið Framhald af bls. 6. vinnubrögð, að fara með þessi mál öll sem stolinn hlut á bak við almenning hér í sveit og annars staðar. Það má teljast tilviljun ein, að upp komst um Gljúfurversáætlun Laxárvirkjunarstjórnar, fyrir um það bil ári. Má það teljast á ell eftu stundu, þar sem framkvæmd ir skyldu hefjast eigi síðar en á komandi vori. Enda þótt verkið eigi að vinnast í áföngum, hefur réttilega verið á það bent, að við upphaf fyrsta áfanga verði að liggja fyrir fullnaðaráætlun um lobavirkjun. Fundurinn lítur svo á, að slík raunhæf áætlun liggi ekki fyrir. í fyrsta lagi hefur engin náttúru fræðileg heildarrannsókn farið fram, er gefið gæti bendingu um þau spjöll, sem af þessu hlytust. í öðru lagi hefur ekki verið tekin inn í kostnaðaráætlun nema mjög óveruleg skaðabótagreiðsla til landeigenda á viðkomandi svæði, og þá aðeins í Laxárdal einum. í þriðja lagi er reynslan af framkvaemdum Laxárvirkjunar, bæði gagnvart Mývatni og Lará, víti til að varast. Það er alkunna, að á orkusvæði Laxárvirkjunar er gnótt óbeizl- aðrar orku til rafmagnsframleiðslu utan Larár. Meðan svo er, telur fundurinn með öllu óforsvaranlegt að stofna til þeirrar áhættu, sem Gljúfurversvirkjunaráætlun Lax- árvirkjunarstjórnar felur í sér, svo sem á hefur verið bent hér að framan. Að lokum lýsir fundurinn full um stuðningi við héraðsnefnd Þing eyinga í þessu máli, og þakkar henni unnin störf. Gusjön Styrkábsson HJHTARtTTAKLÖGMADUK AUSTUAÍTKMTI t SlMI 1(354 1 Það er ekki á hverjom degl, sem Rolls Royce flugvélar Loftleiða lenda á Reykjavíkurflugvelli, en það gerðist á laugardaginn og mun hafa verlð í fyrsfa sinn. Vélln, sem þarna var um að ræða, er sú eina af þessarl gerð hjá félaginu, sém ekki hefur verlð lengd. Hún er í vöru flutnlngum og hefur fengið leyfi fil að nota Reykjavfkur- flugvöll sem varavöll, og var að æfa slg á honum, þegar Ijósmyndari Tímans, GE tók þessa mynd af hennl. Loðna Framhald af bls. 1 síld á Afcranesi s.l- laugardag. Haf- rún hefur einnig stundað síldveið ar undanfarið fyrir Vesturlandi og munu fleiri bátar fara á þær veið ar á næstunni. Síldin er fryst Beitulaust er orðið á mörgum ver- stöðvum og kemur sér því vel að fá síldina. FASTEIGNAVAL í morgun þegar norska tanksklpið Tora, var að taka lýsl hjá Fisklmjöls- verksmiðjunni f Vestmannaeyjum vlldl það óhapp tH, að loftventlar á lýsisgeymi verksmiðjunnar voru ekkl opnaðir, oð þegar ötlugar dælur soguðu lýsið úr geymlnum, dróst hann samann, vegna lofttómslns, sem myndaðlst inn f honum. Sýnlr myndln geyminn, og hefur hann dældazt mjög við þetta. (Tímamynd H.E.) Mikill fjöldi heimsótti Baldvin Þ. Kristjánss. Skólavörðustig 3 A, II. hæð. Sölusími 22911. SELJENDTJR Látið okkur annast sölu á fast- eignutn yðar. Áherzla lögð á góða fyrirgreiðslu. Vinsam- legast hafið samband við skrif- stofu vora er þér ætlið að selja eða kaupa fasteignir sem ávallt eru fyrir hendi i mikhi úrvali hjá okkur. JÓN ARASON, HDL. Fasteignasala. — Málflutningur Mikill fjöldi gesta, eða rúmlega hundrað manns heimsóttu Bald- vin Þ. Tflristjánsson félagsmála- Rafvirkjar mótmæla EJ—Reykjavík, mánudag. Á aðalfundi Félags íslenzkra rafvirkja, sem haldinn var 9. apríl síðastliðinn, var samþykkt ályktun þar sem segir, að aðal- fundurinn mótmæli harðlega þeim lið frumvarps þess um húsnæðis- mál er fyrir Alþingi liggur og fjallar um yfirtöku Byggingar- sjóðs ríkisins á hluta lífeyrissjóða verkalýðsfélaganna“. Er þetta ein af fjölmörgum mót mælayfirlvsingum. sem samþykkt- ar hafa verið undanfarið vegna þessa máls. fulltrúa á sextugsafmæli hans á fimmtudaginn 9. apríl s.l. Honum bárust stórgjafir og mikið blóma- hafa frá einstaklingum og fyrir- tækjum. Þá féfck Baldvin, nærri tvö hundruð símskeyti og kveðjur, og þar á meðal var þessi vísa, frá HalLgrími Th. Björnssyni og frú í Keflavík: Sem arnsúgur, Baldvin, fer nafn þitt um nes og voga, náskylt þeim hreinleik, sem ein- kennir landið mitt. Hvort mælir þú strítt eða leikur létt með þinn boga, lýðurinn frjálsborni hlusta á óska- barn sitt. I AUGLÝSIÐ í TÍMANUM @níinenlal HjóIbarSaviigeriir OPIÐ ALLA DAGA (LlKA SUNNUDAGA] FRÁ KL 8 TIL 22 CÚMMIVINNUSTOFAN HF. Skipholti 35, Roykjavílc SKRIFSTOFAN,- srmi 3 06 88 VERKSTASÐIÐ: sfmi310 55

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.